Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1985, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1985, Blaðsíða 3
E N *.l: '• mm\E m m n s e s @ a m a 11 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavfk. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthlas Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Glsli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Slml 10100. Husin f borginni frá fyrri hluta uldarinnar eiga sér mðrg merkilega sögu og þau sýnast oft hafa meiri persónu- leika, og stœrri sál en þau nýrri. Á þessum húsum má enn gerla sjá, að verkiö lofar meistarann og að þar hefur verið logð alúð við smaatriði, sem skipta lfka máli. T-jp&l .^íé^: j0m. l^^sisa»í... '-Jk -5 ^¦M&m&mx^ ,,,í Bílar af árgerðum 1985 eru á dagskrá nú 1 ársbyrjun og hefst sú kynning á Evrópubilum, sem koma nú margir f nýjum búningi og endurbættir tæknilega. Eftir nokkur erfið ár horfir nú öllu vænlegar fyrir evrópskum bflaiðnaði. KORMÁKUR ÖGMUNDARSON VÍSUR Eyvindur Jónsson verður enn á dagskrá hér og í næstu bloðum; betur þekktur sem Fjalla-Eyvindur og er þá Halla, kona hans oftast nefnd um leið. Hér slær höfundurinn, Ásgeir Jakobsson á létta strengi og kemst að þeirri niðurstoðu, að margt megi af Eyvindi læra. Forsíðan Mynd eftir Ómar Skúlason myndlistarmann, ein af þeim sem voru á sýningu Ómars f Listmunahúsinu sfðastliðið haust Sjá nánar um Ómar á bls. 14. B#?or — Brunnu beggja kinna björt ljós á mig drósar — oss hlægir það eigi — eldhúss of við felldan; en til ökkla svanna ítrvaxins gat eg líta — þrá muna oss um ævi eldast — hjá þreskeldi. Brámáni skein brúna brims und ljósum himni Hristar hörvi glæstrar haukfránn á mig lauka; en sá geisli sýslir síðan gullmens Fríðar hvarmatungls og hringa Hlínar óþurft mína. Eitt lýti kvaðst Áta eldbekks á mér þekkja Eir um aftanskærur allhvít og þó lítið; haukmærar kvað hári Hlín velborin mínu — það skyldi eg kyn kvenna kenna — sveipt í enni. Dundi djúpra benja dögg úr mækis höggi; bar eg með dýrum drengjum dreirugt sverð á eyri; bera knáttu þá breiðan blóðvönd hjarar Þundar; þó mun eg, greipa glóðar Gerðr, strádauða verða. Kormákur Ögmundarson (10. öld). Af honum er Kormákssaga og þar er aö finna nær allan þann kveöskap, sem við hann er.kenndur. Kormákskver, 1966 (útg. Jóhannes Halldórsson). B Islendingar mega víst kallast makalausir blaðalesendur og sá áhugi hefur ekki kviknað með þessu tungli. Lýsandi dæmi þar um eru vesturfararnir á öldinni sem leið; örbirgðarfólk, sem settist að á vondu landi við Winnipeg-vatn. Ekki voru þeir fyrr búnir að koma upp bjálkakofum yfir sig en þeir hófust handa um að gefa út tímaritið Framfara. Engu öðru þjóðar- broti í Kanada kom neitt slíkt til hugar. Þegar sjónvarpið hóf göngu sína fyrir næstum tveimur áratugum, var ekki spáð gæfulega fyrir blöðum og tímaritum. Raunin hefur þó orðið sú, að blaða- og tímaritaflóran er bæði fjölskrúðugri og stærri en hún var á miðjum sjöunda ára- tugnum. Ofát landans á þessu sviði hefur þó alls ekki haft ólyst í för með sér nema síður sé og margir eru þeir sem kaupa tvö eða þrjú dagblöð fyrir utan vænan stafla af tímaritum. Heimavinnandi húsmóðir sem hefur stundum lagt Lesbókinni lið, kvaðst kaupa öll dagblöðin og eyða tveim- ur klukkutímum á dag í blaðalestur, — þetta væri sitt „dóp". Hún drífur sig meira að segja á fætur kl. 8 að morgni til þess að vera búin að þessu verki um tíuleytið, Hinir eru að sjálfsögðu margfalt fleirí, sem afgreiða blöðin á fremur skömmum tíma, en það vantar eitthvað í daginn, sé þessu ritúali sleppt. Margir þekkja hvað það getur orðið þjáningarfullt, þegar Mogginn skilar sér ekki á réttum tíma. Banhungraðir blaðalesendur Nýjabrum myndbandanna hefur verið í hámarki að undanförnu og myndbanda- leigur um allar trissur segja sína sögu um notkun þessa miðils og þá um leið allan þann tíma, sem fólk eyðir framan við tæk- in.sín. Hér hefur enn einn áhrifamikill miðill seilst inn í tómstundir fólks og með þeim afleiðingum skulum við ætla, að bækur, blöð og tímarit verði nú harðar úti en nokkru sinni fyrr. Það sem gerist er svo nákvæmlega öfugt við það sem spámennirnir þykjast sjá fyrir: Blöð og eldri tímarit hafa haldið sí- nu striki, en við bættust á síðasta ári nokkur vönduð og dýr tímarit, sem hafa yfirleitt fengið góðar yiðtökur. Á sama tíma hafa dagblöðin lagt sífellt vaxandi áherzlu á sunnudagsútgáfur sínar og Morgunblaðið eitt er með þrjú helgarblöð með gífurlegu magni af lesefni. Það læðist að manni sá grunur, að fólk sé orðið svo háþróað í að meðtaka það sem býðst úr öllum áttum, að það afgreiði blöðin og tím- aritin með annað augað á myndbandinu og trúlega hlustar það á nýjustu plöturnar um leið. Úr þessu verður einskonar fjölmiðla- fyllirí, sem fær mann til að gleyma skammdegi og skuldum, en mannleg sam- skipti á heimilum verða trúlega þeim mun fátæklegri. í fjölmiðlun nútímans eru vönduð tím- arit orðin snarari þáttur en áður var. Storð hefur farið afburða vel af stað og þar helzt allt í hendur: efnisval, málnotk- un, ljósmyndun og útlit. Kvennablaðið Líf er annað vandað tímarit í flokki þeirra, sem gera mikið fyrir augað og er að því leyti sambærilegt við erlend tímarit. En það er annars merkilegt, að tímaritum, sem fjalla um sérsvið, t.d. bíla, ljósmynd- un eða matargerð, farnast yfirleitt betur. Ekki má heldur gleyma því, að fyrir utan innlendu framleiðsluna, les þjóðin aragrúa af erlendum vikublöðum og tímaritum allt frá dönskum klámblöðum upp í alþjóðleg fréttarit um heimsviðburði svo sem Time, Newsweek og Der Spiegel. Sé litið á það sem bætzt hefur við tímar- itaflóruna nú uppá síðkastið má nefna Áf- anga, tímarit um ferðalög, Gróandann, tímarit um garðyrkju, Útilíf og tómstund- ir, Bóndann, búnaðarblað, Mannlíf, að mestu um fólk, Á veiðum, tímarit laxveiði- manna, Hár og fegurð, um hárgreiðslu, Lopa og band, tímarit með prjónaupp- skriftum, og Gestgjafann, tímarit um mat. Nýjasta viðbótin er tímaritið Luxus, blað fyrir eyðsluseggi. Þetta tímarit fjallar nefnilega ekki um margskonar lúxus, sem lítið kostar, heldur þann munað sem verður að greiða dýi-u verði: Demanta, pelsa og Rolls-Royce bka, en umfjöllunin er því miður stundum á fátæklegu hrognamáli. Hér er því haldið hátt á loft, sem gerfiheimur auglýsingaið- naðarins leggur jafnan áherzlu á: Að mað- ur á að vera ungur, fallegur og helst að eiga gras af peningum; annars nýtist lúx- usinn ekki. Allt annað er óverðugt. Mann- gildið mælist á þennan kvarða og ef maður er dálítið snoppufríður og sýnir föt á tískusýningum eða situr fyrir á auglýsingamyndum, þá bliknar allt annað á móti því. Gildismat sem birtist á þennan hátt, gerir þetta fallega rit dálítið ómerkilegt og auvirðilegt. Og það er án efa falskt, að hverskonar lúxus sé bundinn við það að vera ungur. Því er oftast öfugt farið. Sá lúxus sem þetta rit heldur á loft er fyrir hina efnuðu og þeir eru oftast í flokki hinna fullorðnu. Sem betur fer eru þeir stundum búnir að uppgötva, að eftirsókn í „demanta, perlur og skínandi gull" er eft- irsókn eftir vindi — og að sannur lúxus og alvöru verðmæti eru fólgin í allt öðru. GÍSI4 SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. JANOAR 1985

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.