Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1985, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1985, Blaðsíða 14
uppleið og sá litli Peugeot 205 á mestan þátt í því. Það er frábær smábíll og verk- smiðjan hefur ekki undan að anna eftir- spurninni. GTI-útfærslan af þessum smá- bíl er algert tryllitæki með hámarkshraða hátt í 200 km á klst. Aftur á móti gengur Talbot illa meira, að segja á innanlands- markaði. Þrátt fyrir eignarhald Peugeot er Citr- oen leyft að fara sínar leiðir eins og sá framleiðandi hefur löngum gert, nema hvað framleiðslunni er nú hagað þannig, að ýmsir hlutir eru látnir passa jafnt í Citroen, Peugeot og Talbot. Á sjötta ára- tugnum þegar bílar voru fáranlega hann- aðir eftir nútíma áliti, var Citroén áratug- um á undan sinni samtíð og ennþá er ekk- ert til sem jafnast á við fjöðrunina í Citr- oén og raunar stýrið einnig. Nú býður Citroen miðgerðina BX með turbo og var sá bíll þó ágætlega líflegur fyrir. Einnig hefur turbo verið sett á sportgerðina CX GTI, sem áður komst bara í 200 km há- markshraða en fær nú viðbragð uppá 8,8 í hundraðiö og 240 km hámarkshraða. Aðal sölubíllinn frá Citroen er BX; af honum seldust 200 þús. eintök á sl. ári og verður hann framleiddur óbreyttur áfram. En sá stóri CX mun að öllum líkindum sjást í nýjum búningi á þessu ári og ef að líkurn lætur verður hann áfram í farar- broddi, bæði hvað útlit snertir og tækni- lega. ítalía FIAT Nú eru bjartari dagar upp runnir hjá Fiat með 48 milljóna dala hagnað árið 1983 og mjög gott ár '84 eftir mörg mögur verksmiðjan með alveg nýja gerð af Saab: Flaggskipið sem auðkennt er með 9000. Það er sama sagan þar og með 700-gerðina frá Volvo: Nú kemst einnig Saab inn á þann markað sem BMW, Audi og Benz hafa ráðið mestu á. Þessi lúxusútfærsla er unnin í samvinnu við Lancia á ítalíu, sem verður einnig með hliðstæðan bíl og hefur þessi samvinna sparað Saab milljón mann/klukkustundir og munar um minna. Saab 9000 er undarlega líkur Renault 25 og segir það ef til vill sína sögu um iðnnjósnir samtímans, en þrátt fyrir allt heldur hann Saab-andlitinu og þeim sérstaka svip, sem hefur einkennt Saab að innan. Saab hefur skilað góðum hagnaði á síðustu árum. England BRITISH leyland Eftir mikinn taprekstur á ári hverju síð- an 1979 er BL að rétta úr kútnum og skil- aði á síðasta ári tveimur milljónum punda Volvo 760 GLE Turbo. Bæði þessi sem telst íflokki lúxushíla, sro og ódýrari gerðia, 740, hafa hlotié góóar riðtökur, ekki sízt í Bandaríkjunum. Saab hefur nú gert innrás í flokk dýrra millistærðar- bíla með gerðinni 9000, sem heldur Saab-andlitinu þrátt fyrir nýtt útlit. Hann keppir við Benz 190, BMW 520, Audi 100 og Renault 25 til dæmis. Jaguar XJ6 heldur áfram að vera einhver bezt teiknaði bíll íheiminum og befur nú stóraukið sölu eftir velgengni í kappakstri. ár. Fiat er alveg yfirráðandi á innan- landsmarkaði með 65% af heildinni og það er að þakka Fiat Uno, sem er ekki bara söluhæsti bíll á íslandi, heldur víða annars staðar. Nú er komin gerð með sterkari vél og meiri innri íburði og var sagt frá henni í Lesbók á síðasta ári. Það er frábær smá- bíll á hagstæðu verði og stendur þeim beztu frá Japan fyllilega snúning í öllu tilliti. Svíþjóð VOLVO Þar eru engar stórar breytingar á ferð- inni svo vitað sé, en árið í fyrra gekk vel og '83 seldi Volvo 365 þúsund bíla. Á Banda- ríkjamarkaðnum hefur Volvo gengið mjög vel og selst þar mest allra Evrópubíla. Bæði Volvo 760 og 740 ganga mjög vel og þar hefur Volvo haslað sér nýjan völl, sem áður var að mestu yfirráðasvæði BMW og milligerðanna af Mercedes Benz. í útlitinu þykir tekið full mikið mið af bílum frá General Motors og kannski er það eðlilegt með hliðsjón af Bandaríkjamarkaðnum. SAAB í fyrsta sinn í 17 ár er sænska flugvéla- í hagnað. Það sem skipti sköpum, var að BL tók upp samvinnu við Honda í Japan og fyrsta sameiginlega bílnum, Honda Balla- de var tekið tveim höndum á Englandi. Annar Japani, sem raunar ber heitiö Rov- er 200, hefur einnig séð dagsins ljós. Þéssi samvinna á að ganga ennþá lengra og nú er unnið að bíl sem er frekar lúxusmegin við miðju og verður sameiginlegt átak beggja. JAGUAR Það hefur lengi verið sagt að Bretar smíði góða bíla handa yfirstéttinni. Þó var nú svo komið fyrir Jaguar að menn sögðu í gamni og alvöru í Bandaríkjunum að mað- ur þyrfti alltaf að eiga tvo til að hafa annan í lagi. Salan þar fór svo að segja í núllið, en þá var kvaddur til nýr maður, sem hefur kippt þessum klassíker meðal bíla í lag og upp á síðkastið hefur Jaguar staðið sig frábærlega í kappakstri (Tour- ing Car Racing Championship) með þeim árangri að salan í Evrópu hefur snaraukizt og smíðuð voru á síðasta ári 32 þúsund eintök. Þetta sýnir vel hvaða auglýsinga- gildi það hefur að standa sig í kappakstri, enda leggja framleiðendur hinna hrað- skreiðustu bíla gífurlega áherzlu á þá hlið málsins. Næsti þáttur af þessu tagi mun fjalla um þá japönsku. GÍSLI SIGURÐSSON TÓK SAMAN. Omar Skúlason sækír myndefnín í eigin hugarheim Höfundur forsíðumynd- arinnar, Ómar Skúlason, er af þeirri kynslóð sem útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum 1971. Síðan eru nú liðin nærri 14 ár og Ómar er einn af tiltölulega fáum úr þess- um árangri, sem hafa að einhverju marki fengizt við myndlist. Síðastliðið haust hélt hann einkasýn- ingu í Listmunahúsinu í Lækjargötu og skömmu síðar stóð hann að sýn- ingu á Kjarvalsstöðum ásamt nokkrum ungum listamönnum. Af þessum sýningum er ljóst, að Ómar hefur hald- ið sínu striki frá því fyrst sást til hans opinberlega. Enda þótt hann byggi myndir sínar upp úr ein- stökum þekkjanlegum fyrirmyndum, er heildin abstrakt. Svo dæmi sé tekið af forsíðumyndinni, þá standa einstakir part- ar hennar ekki fyrir neitt sérstakt; Ómar er ekki að láta neitt í ljósi eða segja sögu, en litir eru það sem hrífur hann mest, en stundum verða myndirnar svo þétt riðnar smáatrið- um, að formið sýnist mæta afgangi. Myndir Ómars eru bæði sam- . klipptar og málaðar og yf- irleitt mun fyrirferðar- minni en hjá þeim, sem aðhyllast nýbylgjumál- verkið svokallaða. Bæði Ómar Skúlason og margir af hans kynslóð urðu fyrir sterkum áhrif- um á sínum tíma af Bandaríkjamanninum Robert Rauschenberg, sem talinn er einn af brautryðjendum í amer- ísku popplistinni og sló í gegn á Biennalnum í Fen- eyjum 1964. Hjá Ómari hafa þessi áhrif síðan far- ið dvínandi með tímanum. Það er samt eitt og annað sem tengir þessa tegund af abstraktlist við poppið; ekki sízt það að nota sam- röðun eða samstillingar úr þekkjanlegum hlutum. Eins og flestir mynd- listarmenn, stundar Ómar aðra vinnu jafnframt; hann er kennari við Ár- bæjarskólann. Umhverfið, segir hann, orkar ekki hvetjandi á hann og sjálft myndefnið sækir hann inn á við í eigin hugarheim. GJS. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.