Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1985, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1985, Blaðsíða 9
Meðal þeirra húsa sem setja srip á Vesturbæinn, er tvílyft steinhús vestan við Landakotsspítalann, nán- ar tiltekið nr. 30 við Tún- götu. Á móti þeim einbýl- ishúsum sem nú eru byggð, telst þetta ekki stórt hús, en það leynir sér ekki, að þarna hefur verið vandað til hlutanna og ekkert til sparað. Eggert Kristjánsson stórkaupmaður byggði þetta hús og var teikning- in samþykkt í byggingar- nefnd í júlí 1928, en Þor- leifur Éyjólfsson hét sá sem teiknaði. Ekki er kunnugt um, að stuðzt hafi verið við ákveðna fyrirmynd, eða stíl, því þarna er ýmsu blandað saman. Meðal þess sem setur svip á húsið er stein- verkið utan með upsum þess. Það minnir á þessa sveru ramma, sem eru utan um listaverk frá fyrri öldum á söfnum, en ter samt vel þarna og stendur ágætlega á móti línunum í koparþakinu. Dálítið und- arlegt uppátæki eru 6 smáljórar efst á gafli og vafasamt að útlitið græði mikið á þeim. Að öðru leyti eru á sín- um stað hefðbundin atriði vandaðra íbúðarhúsa frá þessum tíma: Útskot með frönskum gluggum og yfir útskotinu myndarlegur kvistur með svölum. Ekki leynir sér að íbúðarhúsið á horni Túngötu og Hofsvalla- götu, nánar tiltekið Hofs- vallagata 2, er nokkuð sér á parti og ólíkt flestum öðrum húsum í borginni. Það befur yfir sér ein- hvern þann virðuleika, sem ókunnugir tengja einna helzt við sendiráð. En þarna er þó ekkert slíkt, beldur íbúðarhús sem fær þetta virðulega yfirbragð ekki sízt afkop- arþakinu. Ekki fjarri lagi að hér hafi verið tekið all ná- kvæmt mið af þeirri búsa- gerð sem líklega er upp- runnin í Englandi og oft nefnd English mansion. Það eru meiri háttar íbúð- arhús, sem efnamenn byggðu á landareignum sínum og þykja bæði myndarleg og eftirsóknar- verð enn þann dag í dag. Stíllinn er í rauninni blanda úr ýmsu, sem áður var þekkt: Hluti af þakinu í pagóðustíl á móti valma- þaki bið efra. Þakið í beild er haft hærra en veggirnir og franskir gluggar eru ómissandi. Það var Vilhjálmur Þór, þáverandi forstjóri SÍS, sem byggði búsið og fékk hann Guðjón Samúelsson húsameistara ríkisins til að teikna og teikningin var samþykkt í byggingar- nefnd 13. júní 1946. Vil- hjálmur Þór var mjög stórbuga maður og húsið er alveg í hans anda og ugglaust befur hann haft alveg ákveðna skoðun á því, bvernig hús hann vildi byggja. Húsið er múrhúðað að hætti Guð- jóns Samúelssonar og smáatriði, sem setur sinn svip á húsið er útfærslan á reykháfunum tveimur. En annað stingur í stúf: Utan um lóðina sem snýr frá götunni (neðri mynd- in) er heldur Ijótur stein- veggur og í engu samræmi við steingirðinguna, sem snýr út að götunni. Jónas Jónsson frá Hriflu, fyrrum ráð- herra, var um langt skeið skólastjóri Samvinnuskól- ans og bjó þá í Sam- bandshúsinu, þar sem skólinn var til húsa. Á stríðsárunum byggði Sam- bandið hús yfir skólastjór- ann að Hávallagötu 24 og það hefði nánast verið óhugsandi að Jónas hefði fengið annan arkitekt en Guðjón Samúelsson húsa- meistara ríkisins til að teikna húsið. En Jónas kunni betur við að ráða einhverju sjálfur, þegar hann kom nærri fram- kvæmdum og hann hafði alveg ákveðna, klassíska fyrirmynd, sem hann fékk Guðjón til að taka mið af. Þessi fyrirmynd er frægt hús í París: Petit Trianon við Versali. Að Hávallagötu 24 bjó Jónas á meðan hann lifði, en um alllangt skeið hefur verið þar félagsheimili samvinnumanna og nefnt Hamragarðar. Þar hafa einnig verið haldnar mál- verkasýningar í samliggj- andi stofum á neðri hæð- inni. Til þess að hinn klass- íski cinfaldleiki hússins njóti sín, þyrfti að vera miklu rýmra í kringum það. Hvort tveggja er, að lóðin er lítil og tré vaxin svo upp að húsinu, að það er jafnvel erfitt að ná mynd af því. Það er síður en svo að þetta hús æpi á athyglina. Ekki er lita- notkunin fjölskrúðug; Guðjón Samúelsson befur látið múrhúða húsið á sama hátt og flestar bygg- ingar sem eftir hann standa, þ.e. með mulningi úr íslenzkum bergtegund- um. En múrverkið í kring- um glugga og hurðir — svo og handrið á tröppum, er málað hvítt. etta glæsilega bús þekkja allir sem á annað borð eru eittbvað kunnugir í höfuðstaðnum: Laufásvegur 46 eða Galta- fell eins og það befur ver- ið kallað. Sú nafngift er að sjálfsögðu ættuð aust- aii lír Hrunamannahreppi, því Bjarni Jónsson frá Galtafelli (bróðir Einars myndhöggvara) og kona bans Sesselja Ingibjörg Guðmundsdóttir bjuggu þar i' marga áratugi eftir 1923, að þau íluttu þang- að. Bjarni bafði stofnað Gamla kompaníið ásamt öðrum 1906 og var í þeim félagsskap til 1923. Hann sneri sér svo alfarið að rekstri kvikmyndahúss og var löngum kenndur við Nýja bíó. Að Bjarna látn- iim bjó Sesselja í húsinu fram til 1971, að Sjálf- stæðisflokkurinn keypti búsið og hafði þar skrif- stofur, þar til flutt var í Valhöll og Galtafell var þ* sclt Bjarna Stefáns- syni, bróðursyni Bjarna Jónssonar. Svo samtengt er Galtafell við Laufásveg minningu Bjarna bíó- stjóra, að margir hafa slegið því róstu, að hann hafí byggt það. Það er þó ekki svo. Einn af risunum tír athafna- og atvinnu- sögu íslendinga, Pétur J. Thorsteinsson frá Bíldu- dal, byggði búsið. Einar Erlendsson, sem þá var byggingafulltrúi Reykja- víkurbæjar, teiknaði hús- ið og það var samþykkt í byggingarnefnd 1916. Það sem mesta athygli vekur og setur svip á hús- ið umfram annað er „kastalastíllinn“ sem stundum er nefndur svo, — þá með skírskotun til steinkantsins á þakbrún- inni, sem skyggir alveg á þakið sjálft Þessu bragði hefur oft verið beitt í seinni tíð, eftir að farið var að byggja hús með sáralitlum þakhalla, — en þá er yfírleitt böfð lárétt timburklæðning á kantin- um og skortir þá alveg þann glæsileika, sem hér má sjá. Það er og athygtis- vert, að ástæða hefur þótt til að draga úr hörku fúnkislínanna með boga- formi á gluggum, en steingarðurinn úti við göt- una er í fallegu samræmi við búsið íbeild. Einar Er- lendsson hefur verið vel á undan sinni samtíð með þessu húsi, sem ber að verulegu lcyti með sér í heildarforminu hugsun fúnksjónalismans, sem sprettur þó ekki upp fyrir alvöru fyrr en S árum síð- ar með Bauhaus-skóla Gropbiusar. En það er einnig atbyglisvert að ein- stök stílbrigði koma heim og saman við það fyrir- bæri í nútíma arkitektúr, sem nefnt hefur verið Post-modernismi og bygg- ir á að notfæra gömul stíl- einkenni. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. JANÚAR 1985 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.