Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1985, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1985, Blaðsíða 7
Þau komu ríða rið á öræfunum, Eyrindur og Halla. 1 Hrannalindum standa uppi tóftir eftír útilegumenn og talið, að þar hafi Eyrindur rerið að rerki. Gísli Konráðsson hefur eflaust átt sér heimildarmenn úr samtíma Eyvindar, alltént föður sinn, Konráð hreppstjóra í Seyluhreppi, en hann flutti Höllu fangna milli héraða og Eyvindur herjaði á afrétt- um Skagfirðinga og þeir gerðu tvívegis út menn að leita hans og náðu Höllu í annað skiptið. Þá átti Gísli sér heimildarmenn af næstu kynslóð við Eyvind, svo sem prest- ana vestra, Andrés Hjaltason og Torfa Magnússon, en þeim voru báðum tiltækar samtfma sagnir gamalla manna af Eyvindi og Höllu. Jón Árnason komst nærri tíma Eyvind- ar, hans heimildarmönnum hafa verið til- tækar samtima sagnir. Jón segir svo um Eyvindarsöfnun sína (Þjóðsögur II., 1954): „... ég hraflaði saman í vetur öllum þeim sögnum, sem ég gat náð í um Eyvind, fyrst og fremst frá Skúla presti Gíslasyni og séra Benedikt á Brjánslæk og eftir fjórum handritum sem sýslumaður Páll Melsted léði mér í því skyni. Við þetta bætti herra Melsted síðan nokkrum sögnum sem hann kunni, og prentaði svo allt saman í 20.—22. nr. íslendings (1861), og því eru þar til færðar svo margar missagnir um Eyvind að nálega sagði sinn frá með hverju móti mörgum atriðum. Síðan hefur ekki til muna bætzt við sögu Eyvindar nema frá- sagnir Þingeyinga eftir að hann var flutt- ur norður að Reykjahlíð. Hér eru nálega engar missagnir teknar, en fylgt sögnum Skúla prests sem bæði er kunnugur fyrir norðan og austan og á Sprengisandsvegi, frásögn séra Torfa Magnússonar, nú á Kirkjubóli í ísafjarðarsýslu, í handriti séra Benedikts á Brjánslæk, og handriti Jóns alþingismanns Sigurðssonar á Gaut- löndum í Þingeyjarsýslu að svo miklu leyti sem þessar frásagnir ná til." Jón Árnason nefnir og fleiri heimild- armenn skilríka að Eyvindarsögum sínum en Jón er auðvitað einnig með munnmæla- sögur, sem enga stoð áttu sér í heimildum og eru fjarri því að geta verið sannar svo sem sagan af Höllu „Fagurt er á fjöllun- um", en í þeirri sögu eiga afdrif Höllu að hafa orðið þau, að hún á að hafa verið í koti einu í Mosfellssveit, og þar sem hún sat útundir vegg á blíðviðrisdegi ellimóð og hrum og sá til fjalla, heyrðist hún mæla: „Fagurt er á fjöllunum núna," og daginn eftir var hún horfin, og sást ekki meir, en sfðar löngu, fundust konubein uppundir Hengli, og voru haldin vera af Höllu. Þá er og til önnur sögn álíka, Halla á í þeirri sögn að hafa verið á koti í Grafn- ingi og beinin fundizt uppi í Skjaldbreið og þar hjá bein af hrút og hafi Halla krækt hornum hans undir styttuband sitt og Holan í forgrunni myndarinnar er það sem eftir sést af kofa Eyrindar, þar sem nú heitir Innra-Hreysi rið Hreysiskrísl rið suðurjaðar Sprengisands. Hann flutti bústað sinn þangað úr Eyrindarkofareri tilþessað geta betur dulizt, en einmitt þarna f Innra-Hreysi roru þau Halla og Eyrindur handsömuð. hrúturinn ekki fengið losað sig og drepizt hjá henni. Báðar þessar sagnir eru alger tilbúningur og getur Jón Árnason þess að svo muni vera. Þá er að nefna, að Þorsteinn Bjarnason frá Háholti f Árnessýslu rakti ættir frá Eyvindi í VII. b. Blöndu og er þar getið kvennamála Eyvindar áður en hann hvarf úr sveitum sunnan lands. Af bókum um Fjalla-Eyvind og Höllu er að geta: Fjalla-Eyvindur og Halla eftir Loft Guðmundsson (Bókaútg. Forni 1958), Sögu Fjalla-Eyvindar og Höllu eftir Guðmund Guðna Guðmundsson (Leiftur 1970) og Úti- legumenn og auðar tóttir eftir ólaf Briem (Menningarsjóður. 1. útg. 1959). Bækur Lofts og Guðmundar Guðna eru mjög rómantískar Eyvindarsögur. Dálæti höfundanna á Eyvindi og skáldlegar hug- leiðingar bera höfundana uppí loftin blá. Bók Lofts er ágæt lesning unglingum og margur fróðleikur er í bók Guðmundar Guðna og frumleg er sú kenning f Eyvind- arsögu hans, að Eyvindur hafi fremur flú- ið í fyrstu á fjöllin útaf kvennamálum en þjófnaðarsök og þá er það einnig nýtt í Guðmundarbók, að hann telur, að Eyvind- ur og Halla hafi undir ævilokin flúið vest- ur undan Skaf táreidum. Bók ólafs Briem (Menningarsjóður 1. útg. 1959) er fræðileg úttekt og rannsókn á hreysum Eyvindar og er hér í öllu fylgt sögn Ólafs um hreysin og staðsetningu þeirra. Víða má í tímaritum og safnbókum ef- laust finna sitthvað um Eyvind, svo sem þátt í Sagnaþáttum Fjallkonunnar og grein Benedikts frá Hofteigi í Sunnudags- blaði Tímans. Þá getur og Espólín Eyvind- ar og Höllu lítillega í sambandi við hand- töku þeirra austur á Héraði og einu sinni er Eyvindar getið í smáklausu f annál. I opinberum heimildum er sáralítið að sögn fræðimanna að finna um Eyvind og Höllu, aðeins lýsingar á þeim í Alþingis- bókunum 1746 og 1765 og svo í málskjölum og bréfum varðandi málareksturinn við Halldór sýslumann á Felli og handtöku þeirra 1763. Nafni Eyvindar bregður og fyrir 1760 í sambandi við tyftunarhústoll, sem tekinn var af bændum vestra í þeirri meiningu að reisa tyftunarhús á ísafirði. Þá er og að nefna lýsingar þær, sem birtar eru í fyrri greininni af eltingarleiknum á Arnarfells- jökul 1762 og handtökunni 1772. Milli þessara staksteina er sagan rakin eftir þeim sögnum, sem sannferðugastar eru taldar eða sennilegastar að mati þess, sem hér ritar. í næstu Lesbók verður rakinn æviferill liy- vindar og Höllu. ÞJOÐMINJAR KLUKKUR Eyjólfs Þorkelssonar Eftir Þór Magnússon þjóöminjavörð Lengi vel þurftu íslendingar lítt á klukkum að halda. Menn miðuðu við sólina dags dagléga og voru þá notuð ýmis svokölluð eyktamörk, sem enn eru þekkt í örnefnum, svo sem Miðmundahóll, Náttmálavarða, Hádegishóll. — Það er ekki fyrr en þéttbýli myndast að menn þurfa nákvæmari tímaákvörðun, þegar allt líf manna færðist í fastari skorður. Á 19. öld fóru stundaklukkur þó að verða nokkuð algengar, svonefndar Borgundarhólms- klukkur komu á stöku bæ, og einstaka menn áttu vasaúr, sem fengust í verzlunum. Voru Roskopf-úrin, Bakkaúrin, sem oft voru kölluð og kennd við Eyr- arbakkaverzlun er meðal annars seldi þau, algeng. Einstaka frá- bær hagleiksmaður smíðaði gólf- klukkur með erlendar klukkur að fyrirmynd. A siðari hluta síðustu aldar voru hér nokkrir snilldarúrsmið- ir, sem smíðuðu vandaðar klukk- ur og jafnvel vasaúr. Nafn- kenndastur þeirra er vafalaust Magnús Benjamínsson, sem smíðaði að minnsta kosti þrjár mjög nákvæmar stórar klukkur, svonefnda krónómetra, sem aðr- ar klukkur voru stilltar eftir, en að auki einnig borðklukkur og úr. Annar snillingur í úrsmíði var Eyjólfur Þorkelsson, einn af son- um sr. Þorkels Eyjólfssonar á Staðastað, sem allir urðu nafn- kenndir. Eyjólfur smíðaði borðklukku, sem hann sýndi á iðnsýningunni 1883, hinni fyrstu sem haldin var hérlendis. Eyjólfur sýndi tvær klukkur á sýningunni og fékk fyrir þessa klukku, sem senni- lega er sirkilgangsúr það, sem verðlagt var á 70 krónur, verð- launapening úr silfri. Er enda klukkan hin mesta völdunar- smíð, því að auk stunda, mín- útna og sekúndna sýnir hún einnig daga, tunglkomur og mánuði. Hin klukka Eyjólfs er þó í rauninni enn meiri gripur, því að hún sýnir allt hið fyrrgreinda og að auki hlaupárin. Klukkan er einnig borðklukka, óvenjufallega smíðuð, nafn smiðsins letrað á hvíta úrskffuna, tunglið tvílitur hnöttur sem snýst, og sýna lit- irnir hvernig tunglið stækkar og minnkar en vísar á skífunni sýna það er klukka á að sýna, en að auki er önnur skífa neðan við hina sem sýnir vikur, daga og mánuði. Og minnsti vísirinn þar hrekkur til einu sinni á ári, um áramótin, og er þar merkt 1. ár, 2. ár, 3. ár og hlaupár. Fyrir þessa klukku fékk Eyj- ólfur verðlaunapening á iðnsýn- ingu í Kaupmannahöfn 1889. — Peningarnir fylgja klukkunum enn og báðar ganga þær, enda vönduð smíð eins og fyrr segir. Aðeins er nú brotin glerkúpan, sem var yfir siðarnefndu klukk- unni í öndverðu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. JANÚAR 1985 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.