Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1985, Qupperneq 12
Á HRAFNSFJARÐAREYRI
Eins og rakið hefur verið er flest á huldu
um þau bæði, Eyvind og Höllu, á Strönd-
um og það verður einnig svo um upphaf
búskapar þeirra á Hrafnsfjarðareyri. Ef
trúað er Miðvíkursögunni um Höllu gætu
þau hafa hrakizt í Jökulfirðina á árunum
1750—54 og það er eins sé hin Höllusagan
tekin gild, að Halla hafi verið á þessu eyði-
koti þegar Eyvindur hitti hana fyrst, þá
hlýtur það að hafa verið á árunum um
1750, sem þau setjast þarna að.
Það er árið 1755, sem Eyvindur kemur
með vissu inn i heimildir sem skráður ábú-
andi á Hrafnsfjarðareyri, en hann getur
hafa búið þarna í mörg ár án þess að fá
löglega ábúð á kotinu. Það er þó ekki lík-
legt, þar sem Hrafnsfjarðareyri var
kirkjujörð Staðar í Grunnavík.
Þegar flækingsfólk settist á eyðibýli eft-
ir mikinn mannfelli og tók að búa á þeim
eins og það ætti þau, þá var það af því
oftast, að það var enginn löglegur eigandi
á lífi, en þetta átti ekki við um kirkjujarð-
ir. Kirkjan gekk jafnan eftir sínu. Séra
Bergsveinn Hafliðason varð prestur á Stað
í Grunnavík 1755 (7. febr.) og hann var
Sunnlendingur og getur hafa þekkt eitt-
hvað til Eyvindar og verið honum velvilj-
aður. Það sýnir, að það hefur aldrei verið
gert mikið með auglýsinguna frá 1746, að
þessi sunnlenzki prestur, annað hvort man
ekkert eftir henni eða veit ekkert um hana.
Það er erfitt að ímynda sér að presturinn
hafi vitandi vits byggt kirkjujörðina lög-
formlega eftirlýstum manni, þótt hitt
megi hugsa sér, að hann hefði af góð-
mennsku sinni ekki amast við Eyvindi,
heldur látið sem hann vissi ekki af honum
á þessu eyðikoti. En hvað sem um þetta er
þá er það víst staðreynd, að Eyvindur tek-
ur þarna jörð í ábúð undir eigin nafni og
gerist góður bóndi, og þar með er lokið 10
ára huldutímabili í sögu Eyvindar.
Halldór innan við tvítugt: „í þessu landi er virt að vettugi hvað ungir menn segja og eiga
ekki aðrir en aflóga karlar rétt á að tala..."
sig íslensku moldina. Kjartan aðhyllist ný
siðferðissjónarmið, einhvers konar sið-
ferðisafneitun eða níhilisma, án efa inn-
blásinn af Georgi Brandes, en sundraðri
persónuleiki en hinir sígildu brandesar-
riddarar. Snjólfur hallast hins vegar að
ráðdeild og stillingu.
Þegar mönnum hefur verið stillt upp
með þessum hætti á lesandinn von á að
Kjartan fari á einhvers konar fyllirí í Evr-
ópumenningunni og endi sem skáld og bó-
hem, en Snjólfur verði ötull bóndi. En því
er ekki að heilsa. Snjólfur skellir sér nefni-
lega til Vesturheims og gerist víðsýnn
heimsmaður, eins og kemur í ljós síðar.
Kjartan fer hins vegar í sýndarnám suður
í Róm; hann er tröll vexti og forn í skapi,
missir lifstilganginn og endar með því að
verða einkennilega utangátta og sauðsleg-
ur, lætur teyma sig í vont hjónaband og
prestskap í íslenskum afdal. Þessi blaser-
aði karakter, sem átti um tíma góða mögu-
leika á að vera Steinn Elliði, breytist án
tiltækra skýringa í bernskan þuss. Á full-
orðinsárum verður séra Kjartan ekki
óskyldur ýmsum klerkum í seinni bókum
Halldórs.
Gagnrýnendur komu auga á þennan
brest í persónusköpun forleiksins. En
hann er engu að síður hlaðinn einhverri
spennu og reyndar skemmtilegri lesning
að mínum dómi en margt af því sem á eftir
kemur í sögunni, þar sem kristin siðaboð-
un vokir yfir öllu. Spennan í þessum kafla
stafar einmitt af togstreitunni milli nú-
tíma og siðferðislegrar upplausnar annars
vegar og þess hefðbundna, kristilega hins
vegar. Forleikur sögunnar lýsir efa-
semdum um hefðbundin gildi. Þær efa-
semdir voru ekkert glens og gamanmál,
heldur höfðu að gera með lífsundirstöðu
höfundarins. Honum var alvara. Þess
vegna gekk hann líka svo langt í trúar-
gagnrýni sinni síðar að þar var engu hlíft.
Cuð hótar ao
stoppa ballið
ORREYTISKOT
í Jarðabók Árna og Páls 1710 er sagt, að
Hrafnsfjarðareyri sé 4 hundraða kot og
hafi jörðin farið í eyði í Bólunni 1707.
Jörðin er sögð liggja undir Stað og tiund-
ast presti og fátækum meðan hún var set-
in. Afgjald jarðarinnar var þá 40 álnir og
mátti borgast í fiskum (þá væntanlega 80
fiskum). Leigukúgildi voru 2 og mátti leig-
an borgast í smjöri til kirkjustaðarins.
Skylt var ábúanda að leggja til mann á
skip staðarins. Á jörðinni mátti fóðra
samkvæmt Jarðabókinni 1 kú, 20 ær, 10
lömb, 1 hest. Túnið er sagt spillast af
skeljabrotum og smámöl, sem fýkur á það
í stórviðrum, vatnsból er sagt bregðast á
vetrum og verði þá að þíða snjó og klaka
fyrir menn og fé. Kirkjuvegur er sagður
langur (sem líklega hefur ekki angrað
Höllu) og yfir Leirufjörð að sækja; hætt er
húsum og heyjum fyrir miklum stórviðr-
um, sem oft verði stór mein af. Ekki er
getið heimræðis né útræðis, sem hefur á
þessum tíma verið frá Staðareyrum en
trúlega hefur Eyvindur, svo sem honum
var skylt, róið á skipi Staðar og aflað sér
þannig fiskmetÍ3. Ekki er heldur getið
mótekju, en hún þótti mikil hlunnindi á
jörðum í þennan tíma og einhver hlýtur
hún hafa verið þarna, sem víðast hvar á
jörðum vestra. Þar voru víða miklar og
góðar mójarðir, lítill leir í mónum og hann
brann. nær því eins og surtarbrandur, ef
hann verkaðist vel. Þá hlýtur og Eyvindur
að hafa bangaö sér saman bátskel svo lag-
tækur maðurinn, því að fiskur gekk í Jök-
ulfjörðu og oft grunnt.
Hrafnsfjörður er þröngur fjörður, sem
gengur í austur úr Jökulfjörðum, og er þar
undirlendi lítið en klettahlíðar háar og
brattar beggja vegna fjarðarins. Fjöllin
snarbrött, 7—800 metra há. Að sunnan-
verðu í firðinum er hvilft í klettahlíðina og
þar niður af lítil eyri og þar er jörðin
Hraf nsfj arðareyri.
Utan við Hrafnsfjarðareyri er Leiru-
fjall, mikið fjall og ekki greiðfært, inn í
það skerst lítill vogur og þar uppaf dal-
verpi og er þar bærinn Kjós. Inn með
Hrafnsfirði að sunnan er snarbrött
fjallshlíð undirlendislaus.
Óvíst er um byggð í firðinum á tíma
Eyvindar þar, þó gæti hafa verið þar
byggð á tveimur stöðum utarlega í norðan-
verðum firðinum, Álfsdal og Sviðinsdal,
þar sem þeir fóstbræður Þorgeir Hávars-
son og Þormóður Kolbrúnarskáld drápu
vondan bónda og frægt er í sögum. Þá
hefur og trúlega oftast verið byggt í Kjós.
Sagt er að Eyvindur hafi húsað jörðina
úr eyði af myndarskap og búnazt vel og ef
það er rétt hermt, þá hefur það verið hið
mesta afrek, því að Eyvindur býr á
Hrafnsfjarðareyri á einhverjum versta
harðinda- og hallæriskafla, sem yfir þetta
hrjáða land hefur gengð.
Framhald í Lesbók 9. febrúar.
Halldór Laxness
í deiglunni II
eftir dr. Árna
Sigurjónsson
„Frá sjónarmiði Vefarans
mikla er heimurinn allur
syndugur, allt jarðneskt er
flekkað. Djöfullinn stýrir
því sem eftir er, guð hinu
sem ekki er, hinu óefnis-
lega. Hvað sem líður
heimsafneitun Steins Ell-
iða er hitt eftirtektarvert
að tróin í Undir Helga-
hnjúk og í Vefaranum hót-
ar að stöðva dansleikinn
og þá ekki síst: stöðva
skáldskapinn.“
Forleikurinn
Ivarnargrein sinni fyrir Vefarann
mikla frá Kasmír í Iðunni árið 1927
taldi Tómas Guðmundsson Steini
Elliða það til tekna að hann væri
fyrsti eftirstríðsáramaðurinn í íslenskum
bókmenntum. Tómas var þá ef til vill ekki
minnugur forleiksins að Undir Helgahnúk.
Undir Helgahnúk (1924) er ekki í hópi
hinna þekktu meistaraverka Halldórs
Laxness enda skáldið aðeins tuttugu og
tveggja ára þegar verkið kom út. Lesand-
inn rekur augun fyrst í að upphafshluti
eða forleikur sögunnar er allt öðru vísi en
afgangurinn og settur með minna letri. í
formála höfundarins kemur fram að þessi
hluti er „útdráttur úr heilli bók um Snjólf
Ásgrímsson og Kjartan Einarsson". Bygg-
ingaráform skáldsins virðast ekki hafa
staðist þegar til átti að taka, og hann gerði
ráð fyrir að leggja skáldskap af næstu árin
meðan hann væri að venjast múnkdómi. í
forleiknum, sem er um þrjátíu síður, kem-
ur við sögu persóna sem hefur ýms ein-
kenni eftirstríðsáramannsins, og það er
Kjartan Einarsson. Hann er nútímalegur,
en reyndar einkennilega samsettur og
dettur eiginlega í tvennt. Snjólfur hefur
líka einhver af þessum einkennum nútíma-
manns, en efni kaflans er vinátta þeirra
Kjartans.
í Undir Helgahnúk er siðferði og trú efst
á baugi líkt og í öllum bókum skáldsins
fram að Alþýðubókinni (1929). Snjólfur
segir um ástina að hún sé
„hugtak handa nýfermdum úngmeyjum
til þess að kitla sig með um hjartaræt-
urnar. Fullorðið fólk hugsar yfirleitt
hvorki né talar um slíkt. Aðalatriðið í
þessu lífi er það, að menn séu góðir
drengir, líkt og tíðkaðist á íslandi á
fornri tíð.“ (9)
Snjólfur er lítt hrifinn af ástarvellu
hugðnæmra skáldrita seinni tíma, að ætla
má. Hann er ættjarðarvinur og biður
Kjartan, alþjóðasinnann, að kyssa fyrir
Þessi innri átök urðu eldsneyti hans allt til
loka 3. áratugarins.
Kristin Saga
Nú var það þegar árið 1921 sem Halldór
Laxness gerði upp við Knut Hamsun með
gagnrýni sinni í Morgunblaðinu á Konerne
ved vandposten. Hann taldi bók Hamsuns
fulla af mannhatri. í Undir Helgahnúk er
hann líka laus úr viðjum bændarómantík-
ur og vaðalsins um um bændamenningu,
sem hann kallar „öreigabollok og bjálfa-
gáng uppí sveit“ rúmri hálfi öld síðar. En
það er ekki alveg ljóst hvað tekur við: meg-
intema sögunnar er glíma listamannsins,
og bernskan og ástin eru einnig með í
myndinni. Og trúmálin eru þarna semsé á
fyrsta farrými. Við lestur sögunnar dettur
manni í hug að hún hefur enga innlenda
borgarmenningu til að byggja á. Slagsíða
af bændarómantík ásamt helgu tali gera
textann örlítið ellilegan á köflum. En það
glyttir auðvitað í Löndin í bókinni samt:
samtöl Kjartans og Snjólfs fara fram í
Kaupmannahöfn og Snjólfur sækir sér
menningu vestur um haf.
Sagan gerist að mestu leyti á prestsetr-
inu þeirra Kjartans Einarssonar og Jó-
hönnu. Þau eiga tvo drengi, Atla og Ljúf.
Ljúfur deyr og er öllum harmdauði. Atli er
dálítið demónískur og ekki sáttur við guð,
enda lendir hann í því að lesa einhver reið-
innar býsn af bókum þegar í bernsku og er
orðinn trúlaus Brandesarsinni um það
leyti sem hann á að ganga fyrir gafl. Sem
barn vill hann verða galdrakarl, hann er
skyggn og dvelur með álfum. Atla dreymir
um að verða valdamikill og verða eins og
Alexander mikli, Napóleon, Darwin eða
Brandes. í huliðsheimi selur Atli úr sér
hjartað. Álfamærin: „Einginn getur orðið
mestur í heimi, sem hefur hjarta" (159).
Töframaður klippir úr honum hjartað og
setur stein máttarins þar í staðinn. Nú er
hjartað látið tákna eitt og annað í skáid-
skap, en það er a.m.k. ljóst að Atli hyggst