Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1985, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1985, Blaðsíða 2
Hermar í bflaiðnaði og eiga erfitt með að gera sér í hugarlund hvað það þýðir skal hér með upplýst, að hermir er íslensk þýðing á enska orðinu „simulator" eða búnaður til að líkja eftir e-u. Sem sagt: „eftirlíkjari". En þá er „hermir" betra orð. Notkunarsvið herma eru margbreytileg. Umfram allt er þó gripið til þeirra þegar líkja þarf eftir aðstæðum sem erfitt er að fyrirfinna í raunveruleikanum eða hafa mikinn aukakostnað í för með sér. Einnig er hentugt að nota herma þar sem hættu- ástand getur skapast við raunverulegar aðstæður. Þjálfun flugmanna er gott dæmi um hið síðastnefnda, en annars eru herm- ar mikið notaðir við margs konar æfinga- kennslu. Þar eru vélskólanemar einmitt talandi dæmi. Ennþá er ónefndur einn þýðingarmesti þátturinn í sambandi við notkun herma. En þá er í sambandi við gæða-, þol- og jafnvel öryggisprófanir ýmis konar tækni- búnaðar. Hér kemur einhver stærsti kost- urinn við notkun herma í ljós; möguleikinn sem þeir gefa til þess að endurtaka sams konar prófanir við sömu aðstæður, þannig að marktækur samanburður sé ávallt tryggður. Þetta er einmitt sá þáttur sem mest áhersla er lögð á í sambandi við notk- un herma í bílaiðnaðinum. Óháð veðri og vindum, skapi, sálrænu ástandi eða hæfni þeirra sem að tilraununum og prófunum standa má jafnt að nótti sem degi fá fram samanburðarhæfar útkomur. Innan bílaiðnaðarins eru hermar svo aftur notaðir í margvíslegum tilgangi og koma fyrir í hinum breytilegustu mynd- um. Vindgöng eru t.d. ein gerð af hermum, þar sem áhrif vinds úr mismunandi áttum á akstur bíls er könnuð, fyrir utan mæl- ingar sem eru gerðar á vindstuðli bíla. Einnig eru nýhannaðar vélar oft á tíðum tengdar við herma til þess að prófa þær undir tilbúnu breytilegu álagi um lengri tíma áður en þeir fara í framleiðslu. í því efni hafa Daimler-Benz verksmiðjurnar gengið skrefi lengra og smíðað aftanívagn, sem getur framkallað hvert það viðnám sem ökumaður bílsins sem dregur vagninn óskar sér. Með þessu móti er hægt að álagsprófa bílinn í heild sinni á jafnsléttu í nágrenni verksmiðjanna. Útkoman úr þessum prófunum er fyllilega sambærileg við útkomu úr kostnaðarsömum aksturs- tilraunum í Ölpunum. Kappakstursbrautir fluttar í HÚS Til þess að prófa styrkleika hjólabúnað- ar nýrra bíla hafa flestir bílaframleiðend- ur haft þann háttinn á hingað til, að fara með bílana á kappakstursbrautir sem þeir hafa tekið á leigu um ákveðinn tíma. Þar er þeim ekið hring eftir hring, dag eftir dag, uns hæfileg reynsla þykir vera komin á nýju framleiðsluna — svo fremi sem ekkert hafi gefið sig meðan á reynslu- akstrinum stóð. Hversu harkalegur akst- urinn er og hversu margir hringirnir eru, fer náttúrulega talsvert eftir því hvers konar útgáfu af bíl er um að ræða; auðvit- að fengi til dæmis nýr Porsche harðari útreið heldur en Ford Fiesta. Nú hefur BMW smíðað nýjan og mjög fullkominn hermi, hinn fyrsta sinnar teg- undar. Honum er ætlað að geta prófað hjólabúnað með höggdeyfum og fjöðrum, felgur og hjólbarða án þess að þurfa að vera upp á kappakstursbrautir kominn og án þeirrar hættu sem ávallt er fyrir hendi í slíkum tilraunaakstri. Hér er um að ræða tvær stórar tromlur, tveir metrar í þver- mál, sem mynda „hreyfanlega akbraut" sem hjólin hvíla á. Tveir 352 kW raf- magnsmótorar knýja þessar tromlur. Þeir geta hraðað hjólunum á hjólabúnaðinum Þessi teikning sýnir BMW-hermibúnaðinn íbeild sinni. Rafmótorarnir sem knýja tromlurn- sem verið er að prófa upp í 100 km/klst. hraða á 2,1 sek. ef mikið liggur við. Há- markshraðinn sem tromlurnar ná er 308 km/klst. og það tekur herminn aðeins 8,5 sek. að koma þeim á þennan hraða. En reyndar þykir mér harla ósennilegt að BMW eigi nokkurn tímann eftir að smíða það farartæki sem þarf á þessari há- marksgetu hermisins að halda til þess að líkja eftir raunverulegum aðstæðum. Það má jafnt prófa framhjólabúnað sem afturhjólabúnað með þessum hermi. En vitanléga þarf framhjólabúnaðurinn ar geta afkastað 352 kílówöttum, bvor um sig. fyrir að viðkomandi búnaður haldi út a.m.k. 300 þús. km í eðlilegum akstri. HERMAR í þágu Umferðarögyggis Bæjerska bifreiðaeftirlitið (TÚV-Bay- ern) hefur komið sér upp hermibúnaði í að koma þessum akstursæfingum einnig í hús. Hermirinn sem TÚV-Bayern hefur yf- ir að ráða er hins vegar ekki eins fullkom- inn og nákvæmur og hermirinn hjá BMW, og þar að auki byggður upp á talsvert ann- an hátt. Þar er t.d. ekki um að ræða hreyfiaflsfræðilega (dynamíska) prófun, heldur er bíllinn reyrður niður á fjóra platta sem tengdir eru vökvatjökkum. Kyrrstæðum hjólum- bílsins eru síðan gefnir kraftpúlsar gegn um plattana; langs, þvert á og undir hjólin. Stærð kraft- anna sem verka á hjólin er í ákveðnu hlutfalli við þyngd viðkomandi bíls. Hins vegar er fjöldi púlsanna alltaf sá sami; 200 þús. púlsar undir hjólið til að líkja eftir ójöfnum á vegi, 5 þús. hliðarpúlsar sem væru sambærilegir við krafta sem verka á hjólin í beygjum og einnig 5 þús. lang- spúlsar sem eiga að líkja eftir hemlun. Þetta er talið gefa nokkuð rétta, en reynd- ar takmarkaða mynd af 2.000 km á Hock- enheimring. ásamt stýrisbúnaði nákvæmari prófana við, svo megináherslan er yfirleitt lögð á hann. Með tilliti til þess hvaða bílgerð er verið að prófa, standa mismunandi forrit til boða sem hermirinn er „keyrður" eftir. Forrit sem þessi eru búin til með því að mismunandi gerðum af BMW er ekið einn hring á „Nurburgring", frægri kappakst- ursbraut í Þýskalandi. Þessi 22,4 km langi hringur er ekinn á innan við 11 mínútum, og meðan á akstrinum stendur sér sérstak- ur búnaður um að taka upp öll gildi sem sýna hreyfingar, hröðun og krafta sem fram- og afturás verða fyrir. Til dæmis eru mælingar gerðar á fjöðrunarvega- lengd, hliðarkröftum og hemlavökvaþrýst- ingi og þeim breytt í ákveðin merki sem eru jafnharðan tekin upp á segulband. Með hjálp sérstaks búnaðar í stjórn- herbergi hermisins er merkjunum á seg- ulbandinu síðan breytt í boð til fjögurra vökvatjakka, sem hjólabúnaðurinn er tengdur við. Þessir vökvatjakkar, ásamt rafmótorunum sem knýja tromlurnar, sjá um að líkja eftir öllum hreyfingum og allri hröðun, sem samkvæmt segulbandinu verkuðu á hjólabúnaðinn þegar aksturinn á Núrburgring fór fram. Það eru engir smáræðis kraftar sem verka á hjólabúnaðinn við aðstæður sem þessar. Oft á tíðum er „aksturinn" slíkur, að í beygjum nemur felgan því sem næst við „brautina" — þ.e. tromlurnar — og maður fær á tilfinninguna að barðinn geti affelgast hvenær sem er. Meðalævi hjól- barðanna við þessar aðstæður er eftir því stutt; það þykir gott ef þeir halda út 1500 km akstur. Eftir 10 þús. km „akstur" þar sem segulbandið er einfaldlega látið ganga hring eftir hring, er hjólabúnaðurinn sem verið er að prófa skoðaður hátt og lágt og sérstök áhersla er lögð á að koma auga á sprungur, ef þær eru fyrir hendi. Ef ekkert finnst sem bent gæti til óeðlilegs veikleika í einhverjum hlutum hjólabúnaðarins eftir þessa 10 þús. km á tromlunni, er gert ráð Bretar bafa i ný tekið til rið að smíða binn sögufræga sportbíl AC Cobra í nokkrum eintökum á ári. Hér sést brar rerið er að prófa einn þeirra iður en bann fær grænt Ijós i skráningu í Þýskalandi. svipuðum tilgangi og BMW, þ.e.a.s. til þess að prófa styrkleika hjólabúnaðar, en einn- ig styrkleika undirvagns um leið. Hugsun- in sem liggur þar að baki er þó ekki sú að prófa nýja bíla áður en þeim er gefið grænt ljós í framleiðslu, heldur að prófa bíla sem breytt hefur verið á einn eða ann- an hátt, þannig að ekki er lengur trygging fyrir því að upprunalegur styrkleiki þeirra sé fyrir hendi. Áður var sá háttur hafður á, að farið var með þess konar bíla í prufu- akstur á kappakstursbraut í Suður-Þýska- landi, Hockenheimring, og þeim ekið þar 2.000 km. En af sömu ástæðum og getið var um í sambandi við BMW, var ákveðið akstrinum, með því að leiða krafta og vægi inn í grindina í gegn um hjólafestingarn- ar. Á þennan hátt verður hægt að prófa heimasmíðuð eða mikið breytt vélhjól, og sjá hvort óhætt sé að láta þau hafa „hvítan miða“. í þessari grein hefur aðeins verið gefin mjög takmörkuð lýsing á þeim möguleik- um sem hermar bjóða upp á í bílaiðnaðin- um í dag. Á því leikur enginn vafi, að hermar munu láta til sín taka á stöðugt fleiri sviðum bílaiðnaðar, og stuðla með því að betri og öruggari, en vonandi líka ódýrari bílum í framtíðinni. JÓN B. Þokbjöknsson Framás nýju BMW 3-línunnar í„reynsluakstri" i berminum. Nýjasta nýtt í þessu sambandi er herm- ir, sem verið er að smíða hjá TÚV-Bayern um þessar mundir, í þeim tilgangi að styrkleikaprófa vélhjól. I þessu tilfelli var farið svipað að og hjá BMW, í sambandi við upptöku þeirra krafta sem verka á hina mismunandi hluta vélhjóls í erfiðum akstri. Síðan verður reynt — með aðstoð vökvatjakka rétt einu sinni — að líkja eft- ir álaginu sem grind hjólsins varð fyrir í Hermir er nokkuð gott orð. Þetta er nýyrði sem Vélskólanemar eru allavega farnir að taka sér 1 munn og ef til vill fleiri vélfræðilega menntaðir. Vonandi fleiri. Fyrir þá sem aldrei hafa heyrt þetta orð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.