Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1985, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1985, Blaðsíða 10
Tjökl og flökkulíf roru lengst afhluti af daglegum veruleika sígauna. Hér er sígaunaflokkur á bökkum Dónár. flökkubænda af sígaunakyni. Seinna tóku sígaunar upp í brúðkaupsveislum sínum söngva sem nefnast alboreás og eru skyldir flamenco-tónlistinni. Brúðkaupssöngvum þessum fylgja ýmsir sérstakir siðir eins og til að mynda sá að fara dansandi heim að dyrum föður brúðarinnar eða sýna ríki- dæmi sitt með því að rífa utan af sér skyrtuna, að ógleymdu því allra mikilvæg- asta: að gömul sígaunakerling nefnd aj- untaora gangi úr skugga um að brúðurin sé óspillt mey. Ekki takmarkast veisluhöldin og tónlist- in alltaf við samfélög sígauna á Spáni því að mikilvægasta hátíðin er sameiginleg öllum sígaunum heimsins. Um er að ræða árlega pílagrímsför þeirra dagana 24. og 25. maí til lítillar franskrar borgar sem nefnist Les Saintes Maries de la Mer, en þangað venja rúmlega 15.000 sígaunar komu sína ár hvert til að hylla verndar- dýrling sinn „heiiaga Söru“. Sagan segir að þegar Kristur steig til himna hafi María Jakobs og María Salóme verið á valdi fjandmanna hans og þeir hafi sent þær út á rúmsjó í lítilli kænu til að þær létu þar lífið. Bátinn rak upp að Frakk- landi og dag nokkurn bjargaði egypska ambáttin Sara þeim undan stormi. Hin helga athöfn fer fram í grafhvelf- ingu kirkjunnar í Les Saintes Maries de la Mer og á meðan fyllast torg, almennings- garðar, strendur og sérhvert autt svæði í borginni af húsvögnum og tjöldum. At- höfnin, sem aldinn sígauni stýrir, fer þannig fram að hringlaga kertasjaki er látinn siga niður úr loftinu ásamt líkkistu þar sem leifar Maríanna tveggja eru tald- ar geymdar. Sungnir eru trúarlegir söngv- ar og allir vilja snerta kistuna sem síðan er borin í skrúðgöngu niður að ströndinni. Cervantes, García LORCA OG SAURA Miguel de Cervantes skrifaði fyrsta bókmenntaverkið sem fjallar um líf síg- auna, en árið 1613 gaf hann út Novelas ejemplare (Viðvörunarsögur, ein þeirra, Króksi og Skerðir, er til í íslenskri þýðingu Guðbergs Bergssonar). Margar sögurnar eru skoplegar lýsingar á daglegu lífi og samfélagi lágstéttanna. En af sögunum, La Gitanilla (Sigaunastúlkan), hefst með dap- urlegri Iýsingu á örlögum þessarar flökku- þjóðar: „Svo virðist sem karlmenn og kon- ur af sígaunakyni hafi fæðst í heiminn til þess eins að gerast þjófar: foreldrar þeirra eru þjófar, þau alast upp á meðal þjófa, þau stunda nám í þjófalist og loks eru þau orðin réttir og sléttir þjófar, svo óforbetr- anlegir að löngunin til að hnupla og hnupl- ið sjálft yfirgefur þau ekki fyrr en á dauðastundinni." Preciosa, aðalpersóna sögunnar, er ung vinnustúlka í ýmsum héruðum Kastilíu. Hún lifir flökkulífi sígaunanna og einn góðan veðurdag kemur hún til Madrid- borgar ásamt kennara sínum í flamenco- list, gamalli sígaunakerlingu. Hún gerir mikla lukku með söng sínum og dansi og græðist stórfé. Herramaður nokkur verður ástfanginn af henni og býður henni auðæfi og heitorð sitt, en hún svarar því til að meydómur hennar verði hvorki seldur né keyptur gegn hjúskaparorði. Hún biður hann að lifa meðal sígauna í tvö ár. Herra- maðurinn verður að ósk hennar, hann fær asna sér til reiðar, yfirgefur borgina og segir foreldrum sínum að hann sé á leið til Flandern. Sígaunaflokkurinn fær honum stúlkuna sem fylgikonu og gerir honum grein fyrir lögum sínum, flökkulífinu og þjófshættinum. Þau koma á krá eina og dóttir kráareig- andans biður Andrésar, herramannsins sem hefur búið sig sem sígauni, en hann hryggbrýtur hana því að hann er heit- bundinn Preciosu. Stúlkan hefnir sín með því að fela skartgripi í farangri hans og ásaka hann síðan fyrir þjófnað. Heiðurinn er í veði og sverð eru dregin úr slíðrum, Andrés drepur mann og er sendur í fang- elsi. Að svo búnu kemur í ljós að sígauna- stúlkan er dóttir yfirdómara borgarinnar og að sígaunarnir rændu henni sem barni, og sagan endar með hirðbrúðkaupi því Andrés er ekki heldur sígauni. Federico García Lorca (1898—1936) hef- ur einnig lagt sitt af mörkum að því er varðar bókmenntir um sígauna. í ljóða- bókum sínum Romancero Gitano og Poeraas del cante jondo fer hann afar skáldlega með viðfangsefni sitt, sígaunana: Grænt, grænt, svo gott og grænt! Meðan flökku-máninn líður, myrkum sjónum gjörvallt skoðar hana, sem þó sér ei neitt. Síðan klífa á svalir hátt saman tveir, og eftir láta litla rauða rák af blóði, raka slóð af heitum tárum ... Yfir tjarnar-flötinn fram flökkumærin lætur sveiflast. Hörund grænt og grænir lokkar, glitrar silfur-hrím í augum. Dauðinn kemur og fer á kránni. Það líða svartir hestar og skuggalegt fólk um djúpa vegu gítarsins. (Úr ljóðaþýðingum Helga Hálfdánarsonar) Spænskir 20. aldar rithöfundar hafa einnig skrifað um sígauna. Ingacio Al- decoa (1925—1969), sem tilheyrir þeim hópi rithöfunda sem nefnist kynslóð 6. áratugarins, nákvæmur og yfirvegaður rit- höfundur sem reit bækur sínar í anda fé- lagslegs raunsæis og fjallaði einkum um erfitt og frumstætt líf manna, svo sem sjómanna, lögreglumanna og sígauna, seg- ir í skáldsögu sinni Con el viento solano (Með austanvindinum, 1956) frá sígauna, Sebastían að nafni, sem eftir að hafa sært vínsala á hátíð flýr yfir landið undan lög- reglunni. Þessi áhrifamikli flótti um sveit- ir Kastilíu tekur sex daga og á vegi Seb- astíans verða ýmsar persónur sem segja má að séu dæmigerðar úr heimi sígauna. R.J. Sender (1901—1983), rithöfundur, ritgerðasmiður, skáld og blaðamaöur skrifaði skáldsögu í bréfaformi sem nefn- ist Nancy, doctora en gitanería (Nancy, doktor í sígaunafræðum). Sagan segir á afar skondinn hátt frá ævintýrum venju- legrar bandarískrar stúlku sem stundar nám í rómönskum málum og dvelur í And- alúsíu í eitt. ár þar sem hún undirbýr dokt- orsritgerðina sína og rembist við að skilja hugsunarhátt og tungu sígaunanna þar í héraðinu. Hjá Nancy sjáum við bæði undr- unina, forvitnina og fyrirlitninguna sem los payos, og sérstaklega útlendir payos, sýna sígaunum, þessari „vitstola þjóð“ eins og R.J. Sender nefnir hana. En ekki er eingöngu að finna menning- arleg tengsl sígauna við Spán í bókmennt- um eða skáldskap. Það eru þeir sem flytja og útsetja flamenco-tónlistina sem ferða- menn á ströndum Miðjarðarhafsins njóta sér til skemmtunar. Og sem dæmi um al- menn áhrif sígauna á menningarlíf á Spáni má nefna Los Chichos sem sömdu tónlistina við hina frægu mynd Carlosar Saura Deprisa, deprisa (Fljótt, fljótt), Víct- or Monge („Manzanita"), virtan gítarleik- ara sem hefur „neistann" sem þarf til að flytja flamenco-tónlist jafnt sem klass- íska, eða vinsælar „stjörnur" eins og Peret og la Chunga, að ógleymdir kvikmyndinni Carmen eftir Carlos Saura. Kvenpersónurnar Carmen og fyrirrenn- ari hennar Preciosa, sýna okkur að sígaun- arnir munu alltaf halda lífi. Það er í raun- inni sama frá hvaða listrænu sjónarhorni við skoðum þá, hvort við einbeitum okkur að átökunum í lífi þeirra, ofbeldinu, ást- inni eða ástríðunum, niðurstaðan verður alltaf sú sama. Þessum eirðarlausu ná- búum Spánverja, sem láta stjórnast af sín- um eigin lögum og hátíðum og lifa utan við allt og alla, afskiptir af opinberri menn- ingu og duttlungum stjórnvalda, hefur tekist að halda lífi þrátt fyrir að félagslegt gildismat þeirra sé frumstætt. Þeir skora menn á hólm og hlæja, þeir svíkja, syngja og dansa, allt í ósviknum anda flamenco- tónlistarinnar. Aitor Yraola er búsettur á (slandi og kennir spænsku við Háskóla íslands. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.