Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1985, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1985, Blaðsíða 6
udgæsnnsrn júic.-«-ji HALLDOR LAXNESS I DEIGLUNNI III it—Lis loanal 'tMa leysi eða morð Eftir dr. ÁRNA SIGURJÓNSSON Halldór Laxriess 1926, líklega um það leyti og hann skrííabi Vefarann mikla, sem út kom árið eftir. msagnirnar eru landsfrægar: „grenjandi túr í Evrópu- menningunni", „Loksins, loksins tilkomumikið skáldverk", „Vélstrokkað tilberasmjör". Sigurður Nordal, Kristján Al- bertsson og Guðmundur Finnbogason skrifuðu þetta, en ummælin voru fleiri. Fæstum stóð á sama. Vefarinn mikli varð ekki þagaður til ólífis. Vefarinn mikli frá Kasmír kom út árið 1927 í átta bókum. Hvert hefti kostaði tvær krónur, og fyrirtækið bar sig. Bókin varð sprengja. Dómarnir um þessa skáldsögu eru ekki enn þann dag í dag á einn veg, og ýmsum mun þykja hugmyndafræðilegt þrátefli hennar fremur þunglamaleg lesning. En á hinu leikur enginn vafi að í þessu skáldverki er einhver strengur þaninn svo strítt að það flökrar ekki að neinum að höfundurinn sé meðalmenni. Hann ríður jafn geyst í báðum megin- þáttum sógunnar, sem eru ástarsaga Steins Elliða og Diljár og hugmyndauppgjör söguhetjunnar Steins. At- burðirnir á Þingvöllum, fyrst í Ylfingabúð og svo í koti í Bláskógaheiðinni standa ferskir fyrir hugskotssjónum flestra sem lesið hafa Vefarann mikla og taka flestu fram sem áður hafði verið skrifað í íslenskum skáldsög- um. En boðaföllin í hugmyndaheimi bókarinnar eru ekki síður mergjuð. Þau snerta brennandi mál á borð við hjónabandið og samskipti kynjanna, syndina og trúmálin, listina, dauðann. Er Vefarinn kaþólsk bók? Árið 1930 skrifaði Halldór að Vefarinn væri trúarlegt rit. En sú heimild sem hægt er að vísa til varðandi þetta atriði er grein höfundarins í Verði 7. maí 1927 sem var til komin vegna gagnrýnis- radda um að bókin væri siðlaus. Þar segir hann að af öllum þeim aragrúa lífsskoðana sem fram séu settar í bókinni aðhyllist hann „persónulega að eins eina, nefni- lega hina kaþólsku". En eru þau orð trúverðug? Til samanburðar má benda á að hann segir í Úngur ég var löngu síðar: „Ég snerist til kaþólskrar trúar og skrifaði mig frjálsan af kaþólskunni aftur í Vefaranum mikla, þó án þess að afneita grundvallarhugmynd kirkjunnar" (220). Trúarboðskapurinn rúmaðist ekki vel innan sög- unnar Undir Helgahnúk. Þar yar eins og skáldskapurinn bræddi öðru hverju utan af sér klakabrynju trúarinnar í þeirri sögu. f Heiman ég fór er gengið skrefi lengra. Steinn Elliði endar vissulega í klaustri í lokaköflum Vefarans. En þetta felur í sér einkennilega þverstæðu: opinber niðurstaða bókarinnar er klaustrið en allur þungi hennar beinist í gagnstæða átt: frá klaustrinu í fang lífsins og konunnar. Að því marki sem hið jarð- neska jafngildir syndinni dýrkar höfundur Vefarans syndina umfram annað. Þá var aðeins óstigið það skref að hafna talsmáta guðsdýrkenda og snúa sér hispurs- laust að manninum, eins og raunin varð á í Alþýðubók- inni tveimur árum síðar. Steinn Elliði kveðst kvæntur „dýrðinni á ásýnd hlutanna". Það hjónaband er fram- hald af daðri Atla í Undir Helgahnúk við „hátíðina að baki daganna" og felur í sér miskunnarlaust framhjá- hald þess manns sem annars var trúlofaður munklífis- hugsjón sinni. Arið 1930 hafði skáldið sent frá sér Alþýðubókina þar sem hann játar persónulega trú. En sú trú var honum einkamál. I blaðagrein árið 1930 skrifaði Halldór þessa klausu: „Þó má enginn skilja mig svo, að ég sé einn þeirra sem bera virðingu fyrir trú annarra „svo fremi, að hún sé heilóg sannfæringþeirra". Trú getur verið ill og vitlaus, hversu heilög sannfæring sem fylgir henni og enginn góður maður hefir rétt til að hera virðingu fyrir slíku." Gagnsleysi Athafna Einn merkilegasti hluti Vefarans mikla frá sjónarmiði hugmyndaátaka er samtal Steins Elliða við Alban munk, sem hann hittir í járnbrautarlest haustið 1921. Steinn ætlar sér að verða mikill maður og vinna stór- virki líkt og Atli í Undir Helgahnúk. Hann segir Albani að hann hyggist vinna afrek guði til dýrðar, yrkja handa honum fimmtíu kvæði á ensku. Klerkurinn mölv- ar þá grundvöllinn undir lífsskoðun Steins með einni setningu: Guð vill ekki gjafir heldur sálir. „Vér leggjum aldrei undir oss guðsríki með hinu ytra starfi," segir Alban. „Gjafir þínar eru mér einskisvirði, segir Drott- inn. Ég bið aðeins um sjálfan þig." (151) Hvað merkir það að gefa guði sjálfan sig? Hvað á Steinn Elliði að gera ef hann vill þóknast guði ef hann getur ekki unnið nein verk til þess arna? Þar á hann sannarlega óhægt um vik. Síðar skrifar hann munkin- um bréf, eftir að hafa um skeið verið á flakki í sálræn- um jafnt sem landfræðilegum skilningi, og þar tekur hann alfarið undir skoðun hans. Með því hlýtur Steinn að viðurkenna að-verk hans hafi til þessa verið einskis nýt. Um kvæði sín til dýrðar guði segir hann, eins og Alban hefði sjálfur getað sagt: „Auðvitað eru þau meistaraverk, en.. Guð vantar ekki meistaraverk. Guð vantar mannssálir." (158) Og hann bætir reyndar við að mannkynið vanti ekki heldur meistaraverk. „Hvorki ég né aðrir yrkja meistaraverk fyrir guð né mannkynið. Alt blekkíng! Skáidin hafa aldrei borið byrðar lýðsins. Þeir eru hatursmenn lýðsins. Þeir eru ógnendur lýðsins. Þeir eru skækjur lýðsins. Þeir æpa að lýðnum .. Þeir klæða sig helgilínum framan í lýðnum eins og seiðskrattar. Þeir skrækja framan í hann eins og kona með jóðsótt. Þeir gleypa eld, steypa sér kollhnis og fara gegn um sjálfa sig fram- an í lýðnum — alt i voninni um að geta lagt hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.