Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1985, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1985, Blaðsíða 14
Nú gefst fólki kostur á að kynnast Gertrude Stein á litla sviðinu í Þjóðleik- húsinu og af því tilefni ræðir Kristín Bjarnadóttir við Helgu Bachmann sem leikur þennan sérstæða rit- höfund — og er ein á svið- inu allan tímann. Helga á Litla sriðinu: — Gertrude hefur kunnad að njóta þess sem augnablikin sendu henni. — Einstök á sínum tíma Gertrude Stein var einstök á sínum tíma og Helga Bachmann er einstök á okkar tíma — því hún er Gertrude. Hún er ein á svið- inu í rúma tvo tíma og sviðið er vinnustof- an og vinnustofan er heimilið. Við vitum að Gertrude Stein var rithöfundur og að hún bjó í París, lengst af á rue de Fleurs númer tuttugu og sjö — og að hennar stíll einkenndist af endurtekningum og ein- faldri orðanotkun og húmor. En hvernig manneskja er Gertrude Stein? „Líf hennar hefur verið skemmtilegt," segir Helga. „Hún hefur lifað því þannig — kunnað að njóta þess sem augnablikin sendu henni — og yrði hún fyrir leiðind- um, þá bjó hún bara til eitthvað skemmti- legt fyrir sig — eitthvað annað. Hún er manneskja sem veit afskaplega vel hvað hún vill — ég held hún hafi snemma komist að því hvað hún vildi með sínu lífi. Eitt sem einkennir hana er hve afdráttarlaus hún er gagnvart öðrum — hún er mjög hreinskiptin persóna — ekk- ert að ergja sig á því að umgangast fólk sem henni líkar ekki við — enda af hverju ætti maður að gera það — ég segi það.“ ekkert að róla SÉR í LJÓSA- KRÓNUNUM... Við Helga sitjum á Lækjarbrekku og Helga er Helga — en af því við ætlum að halda áfram að tala um Gertrude Stein, þá vitna ég í leikritið þar sem hún segir: „Erf- iðast við að vera snillingur er að þurfa að hanga alla daga og gera nákvæmlega ekki neitt — maður bara verður." „Já, þetta er svona viss húmor. Ég hef mjög sterkt á tilfinningunni að Gertrude hafi í ríkum mæli notið þess að vera til, þó hún hafi ekkert verið að róla sér í ljósa- krónunum allar nætur. Höfundurinn, Marty Martin, sem er am- erískur gyðingur eins og Gertrude, hefur greinilega verið á höttunum eftir að ná þeim stíl sem hún ritaði, og tekist ótrúlega vel, enda höfundur í góðri þjálfun — hann hefur skrifað yfir fjörutiu leikrit, m.a. um Söru Bernhard og Michelangelo. Það hefur ýmislegt verið sagt um Ger- trude, þú veist — ummæli annarra — og haft er eftir prófessor James, kennara hennar við Harvard-háskólann, þar sem hún las sálarfræði: Hún er greindasti nemandi sem ég hef nokkurntíma haft. Það eru nokkuð stór orð — en kannski sönn. Já, hún er fædd í Kaliforníu. Maður finnur að hún hefur orðið mjög snemma meðvituð um sitt umhverfi og komist að „Þetta er sérkennilegasti texti sem ég hef komizt í kynni rið. Stíiiinn er þannig, að þar er enginn beinn sögu- þráður sem styðjast má rið. Sro er líka hitt að þessi elska notar aldrei kommur eða spurningarmerki og alls engan þessháttar óþarfa.(i þvi að þar var ekki staður fyrir hana, stað- ur sem hún gat notið sín á. Hún fór til Parísar á þrítugsaldrinum ásamt Leo bróður sínum, sem var listfræðingur með meiru. Hann fór á undan — fann íbúðina á rue de Fleurs. Þar er það, sem hún tekur þá ákvörðun að helga sig ritstörfum." SlÐASKIPTI í LlSTUM „Áhugi þeirra systkinanna á listum var kveikjan að kynnum þeirra við listafólk enda lögðu þau mikið á sig til að leita uppi verk eftir nýlistamenn þeirra tíma sem enn voru óþekktir. Einn þeirra var Pic- asso. Þau söfnuðu verkum og breyttu heimili sínu í — ja, hún kallar það „alþjóð- legan helgidóm nútímalista". Þarna kom klíkan saman hjá Stein-systkinunum, þar urðu hin skemmtilegustu partý. Þetta er um aldamótin og þá urðu slík siðaskipti í Iistum að hrein unun er að kynnast þeim hreyfingum sem þarna eru í gangi. Það má segja að um kúvendingu sé að ræða, ýmsu því sem var hefðbundið er fleygt og aðrar stefnur fara að halda inn- reið sína. Gertrude ætlar að helga sig kúb- ismanum í sínum ritstíl...! Það þarf heil- mikinn viljastyrk og einbeitingu til að standa við slíka ákvörðun — að freistast ekki til að beita auðsóttari og léttari að- ferðum til að koma sér á framfæri. Mér finnst hún aðdáunarverð. Heimildir segja að hún hafi fengið mjög gott orð hjá kollegum sínum og gagnrýn- endum, en almenningur var miklu frekar furðu lostinn: Hvert er hún að fara? Seinna á æfinni upplifir Gertrude það að skrifa metsölubók, sjálfsævisögu Alice B. Toklas." En Gertrude var ekkert hrifin þegar Picasso fór að yrkja ? „Nei, takk. Hún var nýkomin heim frá Ameríku þegar hún fékk þessar voðalegu fréttir — hann var hættur að mála, búinn að fleygja penslinum og konunni og öllu — þá tók hún hann bara á beinið. Það var mikil vinátta þ'eirra á milli. Það sem hún hefur óttast var að hann gæfi sína snilli upp á bátinn, við að skipta svo rækilega um tjáningarform, óttaöist að hann færi út í einhverja meðalmennsku," \ \ hvað Maður er tilbúinn að missa Hver var Alice? „Alice — hún var æðisgengin. Besti vin- ur Stein; frábær kokkur og stórkostlegur einkaritari. En hún var enginn þræll, síður en svo. Enda hugsa ég að Gertrude hafi ekki kært sig um að hafa þræla nálægt sér. Þær bjuggu saman frá því þær kynntust í París og þar til Gertrude dó. Það var árið 1946. Alice var líka frá San Francisco." Finnst þér erfitt að finna Gertrude í sjálfri þér — eða sjálfa þig í Gertrude? „Nei, mér finnst það ekki — ég heiti líka Þrúður! Það hlýtur að hafa gert gæfumun- inn. Já, já, það er hér með opinbert, ég heiti Helga Þrúður." Og nú bregður Helga á leik, því hún veit að ég veit að Gertrude var feit, sagði það sjálf — og Helga segir: „Hún hafði það fram yfir mig að hún var feit. En spik er bara dautt efni og við leikum ekki dautt efni. Aftur á móti hef ég verið feit, ég veit allt um hvernig það er. En eins og hún segir sjálf: Að vera feitur er hugarástand." Þögn. „Hefurðu séð matreiðslubókina hennar Alice? Hún gaf út matreiðslubók, bráðskemmtilega .. Já, innan í öllu feitu fólki er fínleg og við- kvæm manneskja. Þannig var Gertrude líka.“ Hafðu alltaf lítinn þakglugga opinn — segir í leikritinu, hefur þú alltaf lítinn þakglugga opinn ? „Þarna er hún að vitna í prófessor Jam- es; eins og sá góði maður var vanur að segja í fyrirlestrum sínum í Harvard, þessum undraverðu fyrirlestrum; hafðu alltaf lítinn þakglugga opinn. Alltaf. Ekki sprunginn. Opinn. Sannarlega er það samkvæmt minni kokkabók, það er þessi spurning um ákveð- inn sveigjanleika til að komast af, og að gera sér grein fyrir hvað maður er tilbúinn að missa. Það er mjög áríðandi held ég, að gera sér grein fyrir því. Vinir manns eru vinir manns ekki vegna einhvers, heldur þrátt fyrir allt." eins og með GARÐ... Ég lofaði einum lesenda Lesbókarinnar að spyrja hvernig þú færir að því að læra allan þennan texta. Það hefur víst hver sína aðferð — getur þú lýst þinni? „Já, ég get það, en ég verð nú að segja að þetta er sérkennilegasti texti sem ég hef komist í tæri við. Stíllinn er þannig að þar er enginn beinn söguþráður sem styðjast má við. Svo er líka hitt að þessi elska notar aldrei kommur eða spurningarmerki og alls engan þessháttar óþarfa. Venjulega finnst mér ekki fara mikill tími í að læra texta, hann lærir maður á æfingum, með endurtekningunum. í þessu tilfelli dugði það engan veginn. Ég fann fljótlega að að það nægði ekki heldur að lesa textann yfir í hljóði, heldur varð ég að lesa hann upp- hátt til að fá hann gegnum þetta maka- lausa gataspjald í heilanum. Strax í haust setti ég mér það fyrir að læra tíu blaösíður í senn. Þetta er eins og með garð sem er fullur af arfa, þú reitir ekki burt illgresið með því að ráðast á allan garðinn í einu, 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.