Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1985, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1985, Blaðsíða 13
Cellóið er einskonar aukabúgrein hjá Rósu — framtíðardraumurinn stendur þó ekki í sambandi við það. „Þú sagðir áðan að súlurnar þínar tákn- uðu þrá eftir hinu upprunalega, ef til vill heimþrá til fornrar menningar. Hérna sé ég myndir af þríhyrningum og hálfhring- um raða saman þremur og þremur, og það hvarflar að mér að þetta sé kannski heim- þrá til gamallar, íslenskrar byggingarlist- ar?“ Rósa horfir á mig undrandi. „Hvað áttu við?“ „Jú, ég á við hvort þeir eigi að tákna torfbæi og bragga?" „Heyrðu, þú segir nokkuð. Þetta hafði mér ekki dottið í hug. En þarna sérðu hvað fólk sér form á mismunandi hátt.“ „Hefurðu þegar tekið ákvörðun um næsta skref?“ „Ég ætla að halda áfram að reyna eitthvað nýtt. Ég hef áhuga á að skipta um efni, fara úr þessu þunga efni yfir í annað léttara, svo sem pappír og pappa. Þá verða verkfærin hnífur, skæri og lím.“ Ég fer að hugsa um að það yrði laglegt, ef hún af gömlum vana setti þau listaverk líka í brennsluofninn, en svo heimskulegar hugsanir lætur maður ekki í ljós, heldur reynir að spyrja gáfulega. „En pappírinn er nú afar forgengilegt efni í samanburði við leirinn.“ „Auðvitað. Það er varla hægt að hugsa sér ólíkari efni. En aðalatriðið er að þróa slíka tækni, reyna eitthvað nýtt. Ég var svo lánsöm að komast að hjá mikils metn- um prófessor. Hann heitir Eduardo Paol- ozzi og er af ítölskum ættum en alinn upp í Skotlandi. Hann er merkur listamaður og hefur í list sinni fengist við að sýna sam- runa manns og tækni. Hann er eftirsóttur kennari og leiðbenir lika við Royal College í London, flýgur á milli. Ég hlakka mikið til að takast á við þessi nýju verkefni.“ Rósa er greinilega ákveðin kona, þrátt fyrir ungan aldur. Klædd svartri treyju, Stuttu svörtu pilsi, svörtum sokkabuxum og svörtum skóm. Augun blá og skær og hvika hvergi, hárið bjart, um hálsinn hef- ur hún vafið laxableikum klút sem gefur andlitinu ferskan blæ. „Ilvernig er að vera í jólaleyfi heima á Islandi, Rósa?“ „Það er alltaf svo skemmtilegt. Ég elska jólahald hér heima. Allar þessar hefðir og siðvenjur. Einu jólin sem ég hef haldið i Þýskalandi voru daufleg. Fjölskyldutengsl meðal Þjóðverja eru svo slök. En það er gott að búa þar, lífið er svo fyrirhafnarlít- ið. Neðanjarðarlestin kemur á 'sex mín- útna fresti, maður þarf ekki að standa nötrandi af kulda úti á berangri og bíða eftir strætó eins og hér heima. Svo er miklu ódýrara að kaupa í matinn þar en hér.“ „Jæja, svo þú ætlar þá að setjast að í Þýskalandi,“ segi ég vonsvikin og hugsa um allt efnilega og vel menntaða fólkið okkar sem sest að í útlöndum. „Nei, bíddu hæg, ég var ekki búin að ljúka setningunni. Ég sagði að það væri gott að búa í Þýskalandi, auðvelt, þægilegt og skemmtilegt. En ég gæti aldrei hugsað mér að setjast að annars staðar en á ís- landi. í Þýskalandi er allt líf svo óskaplega skipulagt. Ef þú ferð til dæmis i fjall- göngu, liggur malbikaður göngustígur alla leið upp á toppinn á fjallinu, og þegar þú kemur upp eftir áreynslulitla göngu, er glæsilegt veitingahús það fyrsta sem mæt- ir augum þínum. Allur þessi fullkomleiki er hræðilega leiðigjarn þegar til lengdar lætur. Þeim mun lengur sem ég er í burtu, þeim mun betur kann ég að meta landið mitt. Og ég skal segja þér annað. Ég heyri íslendinga skopast að skoðanakönnun Gallups sem var gerð hér á landi í fyrra- sumar og sýndi að íslendingar væru ham- ingjusamasta þjóð í heimi. Að minu viti eru íslendingar að minnsta kosti margfalt hamingjusamari en Þjóðverjar. Þjóðverjar sýna mikla harðneskju í mannlegum sam- skiptum, og ég hef ekki ennþá hitt unga manneskju þar sem ekki reiðir hnefann og segist vera búinn að gera upp sakirnar við foreldra sína. „Ég tala aldrei við þau fram- ar“ er setning sem ég hef oft heyrt. Hef- urðu ekki lesið í blöðum um sjálfsvíg ungl- inga í Þýskalandi eftir að einkunnabæk- urnar eru afhentar í skólunum? Ungl- ingarnir þora ekki að sýna lélegar ein- kunnir heima hjá sér. Ég sé aldrei glaða og reifa unglinga fara í flokkum um götur þar eins og hér. Það er líka orðið algengt að fólk í Þýska- landi vilji ekki eignast börn. Þau passa ekki lengur inn í lífsmynstrið. Þar er auð- veldara fyrir fólk sem á hund að fá leigu- húsnæði en fyrir barnafólk. Ég hef oft séð fólk gæla við hunda sína úti á götu, en aldrei við börnin. Spengilegir Scháfer- hundar eru gjarnan stöðutákn og ekki óal- gengt að sjá glæsilega búin hjón með tvo slíka í keðjum. Fólk hugsar orðið mikið um persónulegan frama í starfi, og í því kapphlaupi eru börn aðeins til trafala." Það er að segja lánum, sem gilda í öðrum löndum en þeirra eigin. Margir hafa þó hlotið styrki, en þeir gilda þá aðeins í skamman tíma. Aðrir erlendir námsmenn við akademíuna þar sem ég er við nám eru vel flestir kostaðir af efnuðum foreldrum." „Ég hef aldrei fyrr heyrt það, að íslenskur námsmaður væri ánægður með kjör sín ... “ „Þú mátt hafa eftir mér, að það væri ábyggilega ekki svona margt að gerast í lista- og menningarlífi á Islandi, ef ís- lenskir námsmenn ættu ekki kost á þess- um lánum. Það gefur augaleið að þetta fólk flytur menntunina með sér heim. Það má segja að straumarnir liggi alls staðar að og mætist hér heima í einum kraum- andi potti.“ „Finnst þér leirmyndagerð vera á háu stigi hér?“ „Það er margt að gerast og margt mjög efnilegt fólk í námi. Ég spái því að merki- legir hlutir eigi eftir að gerast hér á næstu árum og áratugum." „Hefur þú ferðast víða til að kynna þér leirmyndagerð?" Þessar súlur voru á sýningu Rósu á Kjarvalsstöðum. „Áttu þá við aö þér Finnist sterkari sam- kennd ríkja meðal íslendinga?“ „Það er ekkert líkt, ég finn það alltaf betur og betur. Það er svo góð tilfinning að koma heim og finna þessa samkennd." „Mér leikur forvitni á að vita, hvernig ungir námsmenn fjármagni nám sitt er- lendis, hvort lífsbaráttan sé ekki hörð.“ „Jú, námið er mjög kostnaðarsamt," svarar Rósa. „En lánin sem við íslenskir námsmenn eigum kost á eru ómetanleg. Mér sýnist námsmenn í öðrum löndum ekki eiga kost á sams konar lánum og við. „Ég hef reynt að nota tækifærið^iennan tíma sem ég hef dvalið í Múnchen til að ferðast og skoða sýningar og söfn. Fyrir utan Rómaborg og Sikiley sem ég nefndi áðan, hef ég ferðast til Berlínar, Amster- dam, Parísar og Sviss.“ „Hefurðu afráðið hvenær þú flyst heim fyrir fullt og allt?“ „Eg hef nú stundað nám erlendis í þrjú og hálft ár og verð sennilega í tvö eða þrjú ár til viðbótar. Það byggist dálítið á því, hvenær kærasti minn, Þórhallur Eyþórs- son, hefur lokið sínu námi, en hann er að læra málvísindi, grísku og latínu." „Eru einhverjar sýningar á döHnni?" „Já, reyndar. Á þriggja ára fresti eru valdir fjórtán kandidatar í Þýskalandi til að sýna á samsýningu ungra listmanna í Frechen. Ég hef verið valin til að taka þátt í þessari sýningu nú í vor og hlakka mikið til. Þetta telst mikill heiður fyrir ungan Hstamann. Eftir skólaárið í fyrra var ég valin ásamt sex öðruin nemendum skólans til að taka þátt í sýningu sem bandaríska fyrirtækið Digital efndi til. Verðlaun sem við hlutum námu 700 þýskum mörkum á mann og fyrirtækið gaf út bækling með myndum af verkum okkar. Svo hef ég líka tekið þátt í stærri samsýningum." „Hvaða vonir gerirðu þér um framtíð- ina?“ „Ég geri mér vonir um að íslenskir arki- tektar fari að teikna byggingar með and- dyrum þar sem hátt verður til lofts og vítt til veggja þar sem koma mætti fyrir stór- um og kraftmiklum skúlptúrum ... “ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. FEBRÚAR 1985 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.