Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1985, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1985, Blaðsíða 4
Tjörnin á þríðja áratugnum. Það þótti rerulegt framfaraspor, þegar nokkrir beldri borgarar fengu vatnssalerni, en þeim fylgdiþó sá ókostur, að frárennslið lá beint út í Tjörnina. Uppsett WC með skolpleiðslu út í Tjörn, kostaði þá 35 krónur. Helgi Magnússon járnsmið- ur var fljótur að tileinka sér ný vinnubrögð og bar hitann og þungann af framkvæmd- unum, þegar vatnsveitan var tengd húsum í Reykja- vík fyrir 75 árum — einnig skolpveitan og gasið. En ekki vildu allir fá rennandi vatn heim til sín — töldu að það væri eintómt plat, því vatn rynni ekki uppí móti HELGrl SMIÐUR — yatnsyeitan, skolpið og gasið — Eftir Magnús Helgason egar saga Reykjavíkur frá aldamótum til vorra daga er skoðuð, hlýtur það að vekja athygli, hve tveir áratugir, frá 1909 til 1930, hafa verið mikið framfaraskeið. Á þessum árum er vatnsveitan lögð frá Gvendar- brunnum, höfnin gerö, Gasstödin byggð, EII- iðaárnar virkjaðar og hitaveita frá Þvotta- laugunum lögð í bæinn. Þá voru mörg stór- hýsi reist og unnið að ýmiss konar öðrum verklegum framkvæmdum. Það má með sanni segja, að á þessum árum hafi Reykjavík breytzt úr bæ í borg. Tvennt er það m.a., sem rennir mjög stoð- um undir þessa ánægjulegu þróun. Islenzk stórútgerð hefst, er fyrstu togararnir koma til landsins 1906, og um aldamótin hverfa fyrstu fjórir íslenzku verkfræðingamir heim frá námi. Þeir fluttu með sér tækniþekkingu og verkmenningu. Af stórhug gerðust þeir ötulir baráttumenn fyrir þessum framkvæmdum nýrrar aldar. Af fjórmenningunum komu hér mest við sögu þeir Knud Zimsen og Jón Þor- láksson. Annað er það, sem vekur athygli, hve ís- lenzkir iðnaðarmenn vora fljótir að tileinka sér ný vinnubrögð. Hér á eftir verður sagt frá einum þeirra, sem töluvert kom við sögu á þessum árum. VATNIÐ KOM í BÆINN 1909 Helgi Magnússon lauk námi í járnsmíði í Reykjavík árið 1896. Næstu ár vann hann sem járnsmiður með vegavinnuflokki víða um land, en um aldamótin tók hann að reka sína eigin smiðju í Reykjavík. Árið 1903 byggði hann í félagi við tengdaföður sinn, Sigurð Oddsson bónda og járnsmið í Gufunesi, fyrsta steinsteypta íbúðarhúsið í Reykjavík, Bankastræti 6. Á hálfri neðstu hæðinni hafði hann smiðju sína, en í hinum helmingnum var verzlun (mjólk- ursala og ullarmóttaka fyrir Álafoss). Þegar Helgi Magnusson & Co (Hemco) var stofnað 1907, fluttist fyrirtækið í þetta húsrými. Þegar vatnsveitan var lögð í bæinn 1909, gerði Hemco tilboð í að tengja öll hús bæj- arins við götukerfið. Til þess að hægt væri að gera skynsamlegt tilboð í það verk þurfti að fá upplýsingar um, hve mörg húsin væru. En það vissi enginn! Þess vegna tóku eigendurnir, þeir Heigi og Kjartan Gunnlaugsson, sig til sunnudag einn, gengu um bæinn og töldu húsin. Þau reyndust vera 980 talsins. Síðan gerðu þeir 22ja þúsund króna tilboð í verkið og var því tekið. Næsta skref var að panta efnið, pípur, fittings og krana. Þegar efnið kom til landsins, vantaði þá félaga sex þúsund krónur til að leysa það út. Þeir snéru sér því til Landsbankans, en fengu það svar hjá Tryggva Gunnarssyni bankastjóra, að engir peningar væru til, því að búið væri að lána Sláturfélagi Suðurlands allt reiðu- fé bankans. Tryggvi, sem var mikill fram- kvæmda- og framfaramaður, var mjög leiður yfir þessu, og um kvöldið kom hann heim tii Helga og bað hann sýna sér píp- urnar. Það voru hæg heimatökin, því að þær voru geymdar á lóð Sigurðar bóksala Kristjánssonar við Bankastræti, þar sem hús Verzlunarbankans stendur nú. Helgi smiður byggði fyrsta steinhúsið í Reykjavfk áríð 1903 í félagi við tengdaföður sinn. Það er húsið nr. 6 við Bankastræti, Brístol.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.