Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1985, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1985, Síða 2
báru að vetrinum og var best að þær væru snemmbærar, þ.e. bæru snemma vetrar. Þannig varð mjólkin jöfnust yfir árið, því að á sumrin voru ærnar nytkaðar. En kýr máttu ekki vera of snemmbærar. Ekki bera fyrr en haustbeit væri þrotin og þær komnar á gjöf, því að ella var hætt við að úr þeim dytti nytin við viðbrigðin þegar hætt var að beita þeim út. Sjálfsagt hefur líka verið hætta á, eins og fóðrun var þá háttað, að mjög snemmbær kýr geltist upp að vorinu áður en hún kæmist á grös, en kýr sem á annað borð mjólkaði fram í gróanda gat græðst á grösum og mjólkað þokkalega fram eftir sumri. Hin fullkomna kýr var sem sagt „snemmbær ma non troppo" — þó ekki um of. í ákvæði, sem fellt var inn í sjálfa Jónsbók, er þessi krafa orðuð svo, um kú sem ganga skuli fullu verði í viðskiptum að vori, að hún „hafi kelft um veturinn eftir Pálsmessu". Með öðrum orðum: á Páls- messu hófst fengitími nautpenings. Þessi viðmiðun við Pálsmessu, þ.e. 25. janúar, er auðvitað ekki aftan úr heiðni, því að þá þekktu menn hvorki Pál né janú- ar. En hafi heiðnir menn haft sömu skoð- anir á því hve snemmbærar kýr mættu gefa þau tilefni til að spyrja hvernig hátt- að hafi verið þeim sönnu þorrablótum, þ.e.a.s. sem fórnarveislum í heiðnum sið. Því miður verður hér fátt um skýr svör. Það er satt að segja byggt á líkum einum og engum áreiðanlegum heimildum að þorrablót hafi nokkurn sess skipað í helgi- haldi Asatrúarmanna. En ef þau voru á annað borð til, hverju voru þau þá helguð og í hvaða skyni háð? Strax kemur upp í hugann, að þorri hefst að fornu misseratali á miöjum vetri og virðist það nokkur ástæða til helgi- halds. Sá hængur er hér á, að fornmenn lögðu rækt við jólablót, e.t.v. ekki nákvæm- lega á tíma hinna kristnu jóla, en vísast í nokkrum tengslum við vetrarsólhvörf. Og er það ekki í rauninni sama tilefnið, að daginn fari að lengja og að síga taki á seinni hluta vetrar? A.m.k. ef blótin áttu í og með að stuðla að eðlilegri framrás árs- tíðanna og búa í haginn fyrir hið lang- þráða vor. Þó er svo sem ekkert óhugsandi að blótin hafi verið tvenn með 5—6 vikna millibili. Jólablótið þá kannski fremur tengt trúnni á Óðin, sem hét Jólnir öðru nafni, en þorrablótið Þór, því að „Þorri" kann að vera gælumynd af nafni hans. Önnur hlið er þó á þessu máli — grein- arstúfurinn raunar til þess skrifaður að benda á hana. Löngum hefur tíðkast, og sums staðar allt til þessa, að tengja jólahátíðina við fengitíma sauðfjár, þannig að einhvern ÞORRABLÓT í heiönum sið Eftir HELGA SKÚLA KJARTANSSON á er Þorri karlinn heldur betur búinn að minna á sig, bæði með frosthörkum og þó ekki síður með átveislum, blessuðum þorrablótunum. Þótt þorrablót að vorum hætti séu ungt uppátæki í litlum tengslum við þorra- eða bóndadagssiði fyrri alda, vissan dag jóla sé í fyrsta sinn farið með hrút til ánna. Svo kann að hafa verið allt aftan úr heiðni, enda kemur það vel heim að heiðið blót hafi í og með verið frjósem- isathöfn, tengd tímgun búpenings. Hitt er nú mjög í fyrnsku fallið að nokk- urn tíma hafi nautgripir búið við afmark- aðan fengitíma. Svo var þó raunar. Kýrnar Varla hafa heiðnir menn snætt þorramat að okkar hætti. Fremur verður að hugsa sér þá eta nýsoðið kjöt af fórnardýrunum, sem blótað var, og víst má ætla, að bjór hafi ótæpi- lega verið hafður um hönd í blótveizl- um ásatrúarmanna. Göltur, hrútur og griðungur leiddir til blóts í Rómaborg hinni fornu. Það hefur víða tíðkazt með heiðnum þjóðum að fórna ógeltum karldýrum, einkum við frjósemisathafnir. vera, þá hafa þeir líklega miðað við ein- hvern merkisdag um sama leyti árs. Og kemur nú langhelst til greina sjálfur bóndadagurinn. ( í ár bar hann beinlínis upp á Pálsmessu.) Ætli þorrablót hafi þá ekki verið frjó- semisathöfn tengd tímgun nautpenings? Mánaðarheitið þorri er þá kannski ekki dregið af nafninu Þór, heldur af þjór (þ.e. naut). Þorrablót þýðir þá nánast „bola- blót“. Varla hafa heiðnir menn snætt þorra- mat að okkar hætti. Fremur verður að hugsa sér þá eta nýsoðið kjöt af fórnardýr- unum, þeim sem blótað var, og munu það helst hafa verið fullorðin karldýr óvönuð, en annars voru fremur alin til matar vön- uð dýr, sauðir, uxar og geltir hestar. Á þorra hafa menn helst mátt sjá af hrútun- um, þeim sem rétt voru að Ijúka sínu ár- lega hlutverki og yrðu hvort eð væri endurnýjaðir að nokkru á næsta ári. En ekki mun hrútakjöt vera nein sérstök kóngafæða á þeim árstíma. Þá má víst ætla að bjór hafi verið um hönd hafður ótæpilega í blótveislum Ása- trúarmanna. Helgihald þeirra hefur óhjákvæmilega verið býsna langdregið, ef byrjað var á að slátra fórnardýri og endað á að snæða soðið kjöt þess sama dýrs. Tím- inn sem gekk til að gera til skrokkinn og sjóða kjötið hefur verið styttur með bjór- drykkjunni. Ætli ölelskir blótmenn hafi ekki haft sérstaka helgi á hrossum fyrir þá sök, að graðhestar voru varla endurnýjaðir jafn ört og reglulega og hrútar eða þarfa- naut, og gátu þeir því þurft óralanga suðu? Helgi Skúli Kjartansson er sagnfræðingur I Reykja- vfk og vinnur viö ritstörf. 22 mmm

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.