Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1985, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1985, Blaðsíða 11
Síærð landsins ein út af fyrir sig hefur gert það óvinnandi. Hér hörfar Napóleon með heri sína út úr Rússlandi 1812. Kosningar og mikil skriffinnska. En allt er þetta bara skrípaleikur: Einn flokkur í kjöri. „Dapurlegt útlit fátæk- legra kofa, þjóðvegur á kafi í forareðju, þar sem bíllinn sekkur eins og lekabytta, ef menn álp- ast út á hann, akrar þaktir gróskumiklu ill- gresi — er ekki einmitt þetta táknmynd um far- inn veg?“ þar sem vart er unnt að olnboga sig áfram gegnum mannþyrpinguna, sem stendur í löngum, þéttum biðröðum. Öllu öðru virð- ist vera sinnt með hangandi hendi og af megnasta kæruleysi. Þessar greinilegu andstæður milli dúr- hljóma sovézkra flokksmálgagna og ríkj- andi deyfðar og áhugaleysis almennt inn- an þjóðfélagsins, vekur furðu þeirra, sem standa álengdar og virða fyrir sér ástandið í Sovétríkjunum; það eru andstæður sem snerta menn illa og vekja ugg. Fyrir meira en 30 árum virtist það vera hin skelfilega ógnarstjórn Stalíns, sem kæfði alla eðli- lega athafnasemi almennings í Sovét- ríkjunum; nú er hins vegar smátt og smátt að koma í ljós, að þrælkunarbúðirnar voru hinn eiginlegi grundvöllur raunverulegs hagvaxtar í Sovétríkjunum: Þegar lands- menn höfðu losnað undan fargi óttans, misstu hinir vanþakklátu þegnar gjörsam- lega löngunina til að vinna. í þessu ríki, þar sem það varðar beinlín- is við hegningarlögin að vinna ekki eitt- hvert þjóðfélagslega nytsamt og þarft starf, er yfirgnæfandi meirihluti lands- manna aðeins að nafninu til á vinnustað; menn dóla þar mest í aðgerðarleysi, þar til vinnudagurinn er á enda. Þær stórhrika- legu aðgerðir, sem sovézk stjórnvöld hafa gripið til í því skyni að koma aftur á aga á vinnustöðum, sýna aðeins ljóslega, að ófremdarástand þetta hefur gripið um sig í stórum stíl alls staðar í hinu víðlenda ríki. Hvað er það þá, sem talizt getur andleg- ur og siðferðilegur bakhjarl þessarar þjóð- ar, hvað tengir hana raunverulega saman í eina heild, eftir að hin kommúníska goð- sögn hefur svo rækilega misst alla tiltrú manna og iætur orðið rétt aðeins á sér kræla í smellnum skrýtlum eða tórir undir yfirvarpi mölétinna byltingarfána? Að því er varðar svör við þess háttar spurningum, má segja að menn hafi ekki svo ýkja mikið að styöjast við. Ástæðan er alls ekki eingöngu sú, að slíkir hlutir eru ekki teknir til opinberrar umræðu í Sovét- ríkjunum sjálfum, sökum þess að bar- lendis eru ekki til neinar þær stofnanir, sem fást við að rannsaka almenningsálitið og kynna sér skoðanir og afstöðu ýmissa hópa innan þjóðfélagsins, heldur af því að í Sovétríkjunum er í rauninni ekki til neitt almenningsálit almennt. Yfirþyrmandi Ríkisforsjá Gerir Þegnana Að Þurfalingum Um einræðisstjórn hefur verið sagt, að hún geri alla sína þegna sér samseka vegna yfirhylminga þeirra. Um sovézka ríkið má segja, að það hafi gert alla sína þegna að þurfamönnum hins opinbera. Kjörorð á borð við „Þakklæti til ríkis- stjórnar okkar!" eða eitthvað áþekkt orða- lag er alls ekki neitt innantómt orðskrúð, því að það er ríkið sem raunverulega gefur þegnum sínum að borða og drekka, þaö er ríkið, sem klæðir þá, borgar fyrir menntun þeirra og starfsþjálfun; það er ríkið, sem yfirleitt leyfir þegnunum náðugsamlegast að lifa, og því getur ríkið líka leyft sér að meðhöndla þegna sína með fyllstu fyrir- litningu og komið fram við þá sem strang- ur yfirboðari. í þessu landi þar sem hver og einn á ríkinu ailt að þakka; er fólkið þegar orðið allt að því ósjálfbjarga og hjálparvana eins og hálfstálpuð börn. Allt sem þetta fólk reynir að taka sér fyrir hendur á eigin spýtur, er ósköp barnalegt, lendir oft út í öngþveiti, ber jafnan keim af ólöglegri starfsemi og beinist alltaf gegn ríkinu. Það fer auðvitað ekki á milli mála, að mönnum er refsað fyrir alla athafnasemi af þessu tagi. „Að gefa ærlega á baukinn," er orða- lag, sem mikið er viðhaft í sovézkum blöð- um — hver og einn, sem staðinn er að því að pretta ríkið, hver sem reynir að takast eityhvað á hendur á eigin spýtur og skapa sér þannig eigin lífsafkomu — hann fær á baukinn. Yfirgnæfandi meirihluti Sovét- manna hefur tnisst hvern snefil af pers- ónulegu sjálfstæði einstaklingsins, bæði til orðs, æðis og hugsunar, hefur engan skiin- ing lengur á né tilfinningu til að bera fyrir sameiginlegum hagsmunum og kynni ein- faldlega ekkert með 'relsi að fara, ef það skyldi falla þeim í skaut eins og einhver guðsgjöf af himnum ofan. Öndrandi fylgist sovézkur borgari með hinum ruglingslegu og rétt tilreiddu frétt- j i um af ókyrrðinni í Póllandi, en hún sé, er í honum sagt, afleiðing víðtæks samsæris j „afturhaldsaflanna" gegn pólsku þjóðinni. | Og Sovétmenn eru alveg tilbúnir að trúa | slíkum fullyrðingum; þeir eru reiðir og I hneykslaðir yfir vanþakklæti Pólverja, „sem við höfum úthellt blóði okkar fyrir“; en samtímis öfunda Sovétmenn Pólverja í laumi, því að hvert mannsbarn veit og skilur, að slíkir hlutir geta ekki gerzt í Rússlandi og mega ekki gerast þar. Tæpum 68 árum eftir byltinguna er mönnum farið að skiljast, að dæmið vill ekki ganga upp, að Sovétmenn búa við verri lífskjör en í öðrum mjög iðnvæddum ríkjum heims, að lífskjör fólks eru mun verri en þau ættu með réttu að vera í jafn gríðarstóru og náttúruauðugu landi. Menn vita ósköp vel, að sovétveldið er ekki bein- línis neinn vettvangur frelsis og að þjóðfé- lagslegu óréttlæti hefur ekki verið útrýmt. En samt sem áður gerir hver og einn sov- ézkur borgari sér líka ofur vel ljóst, að hann væri algjörlega hjálparvana án þessa ríkis, og að allir landsmenn myndu breyt- ast í milljónaskara af ráðvilltum börnum, sem hlypu stefnulaust um í reiðuleysi, ef þetta ríki ætti einhvern tíma eftir að hrynja í rúst. Af þessum sökum er sérhverri utanað- komandi árás á ríkið svarað með einhuga samstöðu Sovétmanna allra. { þessu er meðal annars fólgin skýringin á því þegj- andi samþykki, sem sovézkur almenningur sýndi gagnvart aðgerðum hersins, þegar fréttir bárust af því, að kóresk áætlunar- vél hefði verið skotin niður: Sovézka áróðr- inum hafði tekizt að sannfæra þjóðina um, að þessi flugvél hafi átt að njósna um viss atriði innan landhelgi Sovétríkjanna. Eitt er það skapgerðareinkenni, sem mjög er áberandi í fari margra Sovét- manna, og ég myndi kalla jafnvægisleysi sálarlífsins. Með því er átt við það, hvernig agaleysi og ringulreið hugsunarinnar fléttast saman við strangan og agaðan hversdagslegan lífsmáta alls þorra þegn- anna út á við, ásamt vissri sektartilfinn- ingu, sem þeir ala í brjósti. Þarna er sem j sagt um að ræða sálrænar flækjur hjá mönnum, sem fjötraðir eru við þrúgandi voldugt ríki — en það leiðir aftur til þess, að mönnum finnst þetta ríki vera yfir- ! þyrmandi þung byrði að bera, en þó um j leið einasta tryggingin fyrir eigin persónu- ; iegu velferð. Trúin á Hinn ALLTSJÁANDI I Alvald Rússlands Sérhver framúrskarandi hæfileiki, i sérhver snilligáfa, persónulegt sjálfstæði, allt líf er lagt í læðing af óbifanlegu valdi; hinir hæfileikalausu segja miklum hæfi- leikamönnum fyrir verkum, hinir öldruðu leggja hömlur á hina ungu, og hinir dauðu stjórna hinum lifandi. Þeir eru of margir innan Sovétríkjanna, sem trúa því statt og stöðugt, að einungis valdbeiting af þessu tagi geti komið í veg fyrir, að sú innri ringulreið, sem ríki í sálum manna, nái að brjótast út í ljósum logum. Það er ekki einungis hin kommúníska flokksforysta, heldur líka — og það ekki síður — öll alþýða manna, sem haldin er ótta og skelf- ingu við þjóðina sjálfa. „Með vitsmunum verður Rússland ekki skilið ... Það er aðeins unnt að trúa á Rússland" — í þessu kvæði, sem Fjodor Tjútsjév orti fyrir meira en hundrað árum, blandast örvæntingin saman við óljósan og allt að því ómeðvitaðan samnefnara fyrir þjóð og guðdóm, sem enginn fær skil- ið, en unnt er samt að trúa á af óbifanleg- um sannfæringarkrafti. Innst innij einhvers staðar, blundar þó önnur tilfinning, sem vart er unnt að oröa — það mætti kalla hana fölskvalausa trú á Rússland. Hugtök eins og föðurlandsást eða þjóð- ernishyggja megna ekki að varpa réttu ljósi á þessa tilfinningu. Rússar í öllum þjóðfélagsstéttum eru á valdi þessarar til- finningar. Þeim sem eru andsnúnir ríkj- andi stjórnarfari, eiga sér styrk og stoð í henni til að hunza stjórnvöld; þeim, sem njóta góðs af hinu kommúníska stjórnar- fari, veitir þessi trúartilfinning haldgóð rök fyrir réttmæti ríkjandi stjórnskipu- lags, því þeir eiga auðvelt með að setja fram þá fullyrðingu, að það að pretta ríkið sé eiginlega hið sama og að stofna Rúss- landi í hættu. Land af þvílíkri risastærð og Rússland getur einfaldlega ekki tortímzt. Það er til rússneskur guð, guðdómleg vera, sem svip- ar lítt til hins kristna guðs, og enginn trúir reyndar á; samt sem áður er þessi rússn- eski alvaldur til. Þessi guð er makráður og laus við allar áhyggjur, og helzt vildi hann sem minnst um það vita, sem er að gerast í kringum hann: Menn geta ofboð vel kom- izt af án hans. En á síðustu stundu, rétt áður en allt er bókstaflega að fara beinustu leið tii fjand- ans, grípur þessi guð í taumana og skakkar leikinn. Hann lætur það ekki viðgangast, að Rússland sé lagt í rúst. Það hefur þó legið nærri í allmörg skipti. Það er ekki byltingarsinnuð fortíð, ekki borgarastyrjöldin né sá árangur, scm náðst hefur i iðnvæðingu landsins, og hin sósíalíska ummyndun sveitaþorpanna, sem landsmenn eru stoltir af sem þjóð. Ekkert þessara atriða. Yfir allri þessari fortíð hvílir einn einasti dimmur skuggi. Hin raunverulega uppspretta huggunar, þjóðarstolts og óbifanlegrar fullvissu um að jafnvel hinar ægilegustu hörmungar nái aldrei að tortíma þessu landi með öllu — stærð þess ein út af fyrir sig er viss trygging fyrir varanleika þess — felst hins vegar í þeirri reynslu, sem þjóðin varð fyrir í heimsstyrjöldinni síðari. Þessi huggun og fullvissa sprettur af minning- unni um stríðið, hið einasta tímabil í fortíð Sovétríkjanna, sem opinbert orðfæri sov- ézkra stjórnvalda reyndist ekki hafa holan hljóm í vitund landsmanna né vera á ann- an hátt í ósamræmi við þjóðarviljann. Jafnvel nafn Stalíns kallar ekki fram einskæran viðbjóð, fyrirlitningu, háð og spott, þegar það er nefnt í samhengi við minningarnar frá stríðsárunum. Sú staðreynd, að langsamlega harðsnún- asti og sókndjarfasti her í heimi skyldi bíða svo herfilegan og eftirminnanlegan ósigur á rússneskri grund, hefur allt fram á þennan dag verið rússnesku þjóðinni haldbezta og fyllsta sönnun — hvers? Þess, að trúin á Rússland sjálft byggist á réttum forsendum og á traustum grunni. Þessi trú er meira í ætt við auðmýkt hjartans en að hún lýsi sér í hroka, því að það skipulagsleysi, sem ríkir á flestum sviðum í þessu landi, óskynsemin og fá- tæktin, allt svínaríið, sem iátið er viðgang- ast, og svo visst lánleysi í sögu landsins: Allt þetta gerir það að verkum, að trúin á hulda hollvætti Rússlands styrkist og dafnar á gjörsamlega óskiljanlegan hátt. Hlutlaus og óvilhöll úttekt á stöðu mála í Sovétríkjunum leiðir í ljós, að þetta þjóð- riki á sér enga minnstu framtíðarmögu- leika; það er ekki hægt annað en að undr- ast, að bað skuli yfirleitt ennþá vera til. En um þetta land má segja það sama og rithöfundurinn Évgeníj Samjatin sagði eitt sinn í kringum 1920 am rússneskar bókmenntir: „Ég er hræddur um, að við eigum okkur framtíð á aðeins einu sviði — í fortíð okkar." t LESBOK MORGUNBLAÐSINS 23. FEBROAR 1985 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.