Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1985, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1985, Blaðsíða 9
Vestursalur Kjarvalsstaða er svo stór, að fremur fáir listamenn hafa bolmagn til að leggja hann allan undir sig, enda hefur mönnum taiizt svo til, að ekki minna en 80 miðl- ungsstórar myndir þurfi þá til að koma. Raunar hófst vertíðin í þessu húsi eftir áramótin með því að Sveinn Björnsson lagði einn í stóra salinn og fór létt með það. En það er varla við því að búast, að þeir sem eru að taka fyrstu skrefin á þessari braut, hugsi svo stórt og það hefur einmitt einkennt sýningar ungra málara upp á síðkastið, að þeir virðast ekki hafa burði til að sýna öðruvísi en nokkrir saman. Kjarvalsstaöir: „í návist fjalla “ eftir Rut Rebekku. Þetta er stór mynd, 2,20x1,60 m Afstrakt landslag og endurminningar úr Skuggahverfi Rut Rebekka Sigurjónsdóttir sýnir málverk Rut Rebekka Sigurjónsdóttir er á því stigi, að hún er svo að segja að hefja sinn sjálfstæða listferil eftir nám. Hún hefur að vísu staðið að einkasýningu í Bókasafn- inu í Mosfellssveit, sem telja má eins kon- ar generalprufu, en sýning hennar á Kjarvalsstöðum er samt sú frumraun, sem eftir er tekið. Og Rut hefur þann háttinn á, að sýna í hálfun vestursalnum. Jafnvel það er stórt átak, ekki sízt þegar þess er gætt, að Rut hefur húsmóðurskyldum að gegna og þau hjónin eiga þrjú börn á unglings- aldri og flestir þekkja, hvert tilkall það gerir til móðurinnar að koma ungu fólki til manns. Konur hafa uppá síðkastið gerst að- sópsmiklar i grafík og fyrir gamaldags misskilning finnst mönnum það liggja í hlutarins eðli, að þær kjósi fremur fínleg vinnubrögð á fremur smáum myndfleti. Sjálfsagt er það að breytast eins og annað og það fyrsta sem maður rekur augun í hjá Rut, er hvað myndirnar eru stórar. Sumar eru þrír metrar á lengd og næstum tveir á hæð. Og Rut er að því leyti eins og góðir bændur, sem tömdu sér að geta hvort sem var að smíða skeifur — eða heil hús. Hún er ekkert að leita til trésmiða til að koma saman blindrömmum undir þessi stóru skilirí. Hún smíðar þá bara sjálf. Og þeir sem reynt hafa, þekkja að það er meiri- háttar erfiðisvinna að strekkja léreft eða segldúk á svona stóra ramma. Einnig það gerir hún sjálf — og hjálparlaust. Forsagan er sú, að Rut fór að fást við málverk þegar hún var 17 ára, en gafst upp á kvöldnámskeiðum fyrir byrjendur, vegna þess að hún var ekki ánægð með árangur- inn. En þessi ástríða vildi ekki víkja á Rut Rebekka Sigurjónsdóttir brott og þar kom árið 1975, að hún innrit- aðist í Myndlistarskólann í Reykjavík; var þar um þriggja vetra skeið og fékk síðan að sleppa forskólanum og gat gengið beint inn í málaradeildina í Myndlista- og hand- íðaskólanum, sem hún lauk á tveimur og hálfu ári. Síðan hefur staðið yfir mótunarskeið og leitin að sjálfri sér og persónulegum tóni í myndsköpun eins og gengur. Föng lista- konunnar eru að því er virðist úr umhverf- inu og landslagi en útkoman er oft nánast abstrakt: Stórar öldur eða hæðir, málaðar röndóttar og ég sagði i gríni, að þarna mundi kominn reynsluheimur konunnar samkvæmt nútíma skilgreiningu: Röndótt sængurver breidd á jörðina. Rut tók því eins og það var sagt, en kvað af og frá að reynsluheimur kvenna kæmi neitt við sögu þarna. Þetta er aftur á móti sú aðferð, sem Rut hefur til þess að nota lit og láta hann klingja. Hún beitir þeirri aðferð hins veg- ar ekki í allmörgum myndum af konum með hatta. Það er nokkuð augljóst, að þetta eru ekki nútíma konur, því þær sjást sjaldnast með svona hatta, sem voru í móð fyrir margt löngu. Enda kemur í ljós, að myndirnar eru reistar á endurminningum Rutar frá því hún var að alast upp í Skuggahverfinu, nánar tiltekið á Lindar- götunni. Það var mikill gestagangur heima hjá henni, sagði hún; konur með hatta komu í heimsókn, og í næsta nágrenni var hattabúð. Rut varð starsýnt á gínurnar í glugganum, þar sem búið var að ákvarða hvernig konan ætti að líta út: Endajaxl- arnir fjarlægðir til að fá réttan hefðar- konusvip — það var sætt að vera kinn- fiskasoginn og toginleitur. Svona elegant konur áttu að vera dálítið þokukenndar á svipinn og þær voru áreiðanlega mjög þægar við eiginmennina. Rut bætir við, að sér hafi þótt þetta frekar aðdáunarvert í þá daga. Löngu seinna var hún að taka myndir við Hverfisgötuna, þar sem búðin er; var að heyja sér myndefni eins og málurum er títt. Þá sá hún að gínurnar voru þarna enn — og þótti gaman að þessari gömlu kven- ímynd. Þess vegna smellti hún af þeim myndum, sem hún hafði til hliðsjónar. Rut hefur vinnustofu heima hjá sér í Stafnaseli í Breiðholti, þar sem hún og eiginmaður hennar, Hörður Kristinsson tæknifræðingur, hafa byggt. Þar ríkti sá eini og sanni ilmur, sem fylgir þessari iðju; líka sú eftirvænting sem fylgir því að eiga brátt að flytja myndirnar úr þrengslum vinnustofunnar og sjá þær í sýningarsal. En Rut lokar sig ekki til langframa inni í einsemd vinnustofunnar. Hún telur mik- ilvægt að ferðast og skipta um umhverfi. Síðastliðið sumar gafst henni kostur á að dvelja og starfa í gistivinnustofu í Viborg í Danmörku, sem starfrækt er á vegum Nordisk Kunstcenter og ráðstafað frá Sveaborg. Gísli Sigurðsson LESBÖK MORGÚNBLAÐSINS 23. FEBRtlAR 1985

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.