Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1985, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1985, Blaðsíða 6
og Hans var ákveðið að fulltrúar íslands skyldu vera fjarverandi, þegar atkvæði væru greidd, þannig var farið eftir fyrir- mælum ríkisstjórnar og Alþingis, án þess að bein hjáseta kæmi til greina. Mendes-France Talsvert óvenjulegur atburður auðveld- aði fjarveruna, ef ég man rétt. Mendes-France, forsætisráðherra Frakka, var þá staddur í Bandaríkjunum og átti að ávarpa allsherjarþingið mánu- daginn 22. nóvember, en að lokinni ræðu hans átti að hefjast umræða um ályktanir fjórðu nefndar, þar á meðal Grænlands- málið. Mendes-France stóð á þessum tíma á hátindi frægðar sinnar. Amerísk blöð skrifuðu þá mikð um hann og var ljóst af skrifum þeirra, að Bandaríkjamenn bæði dáðu hann og tortryggðu. Það dró aukna athygli að ræðunni, að um þessar mundir voru viss tímamót í málum Evrópu. Búið var að ganga frá samningum um að Vestur-Þýskaland tæki þátt í vörnum Vestur-Evrópu og fengi því aðild að Atlantshafsbandalaginu. Sovét- menn höfðu snúist öndverðir gegn þessu og hótað að svara þessu með stofnun nýs hernaðarbandalags í Austur-Evrópu sem þeir gerðu líka vorið 1955 (Varsjárbanda- lagið). Ræðu Mendes-France var beðið með slíkri forvitni að sennilega hefur fundur- inn, þegar hann flutti ræðuna, verið einn sá allra fjölsóttasti í sögu allsherjarþings- ins. Menn urðu ekki heldur fyrir vonbrigð- um. Mendes-France var ómyrkur í máli og talaði ekki að ýmsu leyti eins og Banda- ríkjamenn hefðu helst kosiö. Það gladdi þá hins vegar mikið, að hann tók eindregna afstöðu með væntanlegri þátttöku Vest- ur-Þjóðverja í vörnum Vestur-Evrópu. Hann taldi þá hótun Rússa síður en svo skelfa sig, að stofnað yrði hernaðarbanda- lag í Austur-Evrópu. Þvert á móti gæti það auðveldað samninga milli austurs og vesturs síðar að bandalögin yrðu tvö. Það vakti nokkra athygli, að fulltrúi Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, Andrei Vishinsky, var ekki mættur til að hlusta á Mendes-France. Sumir skýrðu þetta með því, að hann væri að búa sig undir stór- ræðu, sem hann ætlaöi að flytja daginn eftir á fundi stjórnmálanefndarinnar. Ástæðan var þó önnur. Nokkru eftir að umræður hófust um nýlendumálin, kvaddi forseti allsherjarþingsins sér hljóðs og kvaðst verða að rjúfa umræður vegna al- varlegra tíðinda, sem væru þau, að Vish- insky hefði látist um morguninn. Því hafði hins vegar verið haldið leyndu um sinn svo að andlátsfréttin birtist ekki síðar í Moskvu en New York. Sennilega hefur líka verið tekið tillit til Mendes- France. Fráfall Vishinskys Fréttin um andlát X'ishinskys kom á óvart. Þó hann væri orðinn rétt sjötugur, virtist hann vel frískur. Kvöldið áður hafði hann setið veislu, sem haldin var til heið- urs Mendes-France og leikið þar við hvern sinn fingur. Hann hafði farið snemma á fætur um morguninn og farið að vinna að ræðunni. Skyndilega hné hann niður og var allur. Eftir að forseti þingsins hafði tilkynnt lát Vishinskys sleit hann fundi, en til- kynnti sérstakan minningarfund næsta dag. íslenska sendinefndin þurfti því ekki að hyggja til fjarveru þennan dag. Eftir langan minningarfund um Vish- insky daginn eftir, var gefið fundarhlé og gátu íslensku fulltrúarnr þá skotist burt, en síðan áttu að hefjast umræður um Grænlandsmálið. Undir þessum kringum- stæðum gat fjarveran verið eðlileg. Ég verð að játa, að mér var talsvert hugsað um fortíðina á hinum langa minn- ingarfundi um Vishinsky. Hann hafði ver- ið aðalsaksóknari ríkisins í málaferlum Stalíns gegn ýmsum helstu leiðtogum kommúnista, sem enduðu með syndajátn- ingu þeirra og dauðadómi yfir þeim. Síðan hafði hann verið víðfrægur. Það rifjaðist upp fyrir mér, sem ég hafði skrifað um hann á þessum tíma, og var ekki allt sem vinsamlegast. Nú söknuðu fulltrúarnir á allsherjar- þinginu hans á vissan hátt. Ég skrifaði þá fréttagrein, þar sem m.a. sagði á þessa leið: „Augljóst var, að mönnum hafði brugðið við hin óvæntu tíðindi. Fyrirvaralaust hafði verið brottkvaddur sá maður, sem meira en nokkur annar hafði verið umtal- aður í sambandi við störf SÞ og með sér- stökum hæfileikum sínum hafði stuðlað að því að gera garðinn frægan. Menn áttu erfitt með að átta sig á því, að þeir myndu ekki framar eiga eftir að hlusta á Vish- insky halda eina af hinum annáluðu ræð- um sínum. Hinn hvíthærði öldungur, sem á fundum allsherjarþingsins og stjórn- málanefndarinnar sat venjulega sístarf- andi við borð sitt, — ýmist við ræðuflutn- ing eða að skrifa athugasemdir eða ræður — myndi ekki framar skipa það sæti. Aldrei framar myndu þeir heyra þennan lágróma mælskumann, er fylgdi máli sínu oft eftir með talsverðum handahreyfing- um, varpa fram hinum nöpru ásökunum sínum, kryfja miskunnarlaust til mergjar veilurnar í málflutningi andstæðinganna, gera aukaatriði að höfuðatriðum og blekk- ingar að staðreyndum, vera illyrtan og stóryrtan eða blíðmálan og kurteisan, — leika yfirleitt eins vel á alla hina ólíku strengi hins snjalla málflutningsmanns eftir því sem við átti hverju sinni.“ ÓSIGUR THORS 1960 Thor Thors átti þess vafalaust kost eftir formennsku sína í sérstöku stjórnmála- nefndinni á allsherjarþinginu 1954 að hljóta áfram virðingarstöðu á næstu þing- um, en hann setti sér hærra mark og hafði þar jafnt ísland og sjálfan sig í huga. Takmark hans var að verða forseti alls- herjarþingsins. Til þess að ná því marki varð hann að bíða til 1960, því að fyrr kom ekki röðin að því að forsetaembættið félli Evrópuríki í hlut. Áður en Thor gaf kost á sér, mun hann hafa rætt við Cabot Lodge, aðalfulltrúa Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, og talið sig hafa fengið góða von um stuðn- ing hans. Hann átti líka stuðningi að fagna hjá ríkjum rómönsku Ameríku. Norðurlönd studdu hann eindregið. Ósigur hans í keppninni um forsetaemb- ættið var hins vegar nokkurn veginn ráð- inn eftir að Frederick H. Boland, aðal- fulltrúi írlands hjá Sameinuðu þjóðunum, gaf kost á sér. Eftir það mátti heita ljóst, að Thor fengi ekki stuðning Cabots Lodge eða Banda- ríkjanna, — en eins og þá var ástatt á allsherjarþinginu réði afstaða Bandaríkj- anna úrslitum. Skýringin á þessu er m.a. sú, að þetta haust fóru fram forsetakosningar í Banda- ríkjunum. Cabot Lodge hafði verið valinn varaforsetaefni repúblikana, en John F. Kennedy forsetaefni demókrata. Þeir Lodge og Kennedy höfðu áður keppt um sæti öldungadeildarþingmanns í Massa- chusetts og Kennedy tekist að fella Lodge. Vitað var, að þar höfðu atkvæði íra ráðið úrslitum, en þeir eru fjölmargir í Massa- chusetts, en ekki síður í New York-ríki, en fri hefur oft gegnt borgarstjóraembættinu í New York. Það skipti miklu fyrir repúbl- ikana í forsetakosningunum 1960 að reyna að tryggja sér sem mest fylgi f ra, en hætta var á, að þeir hefðu snúist gegn repúblik- önum, ef hægt hefði verið að kenna Lodge um, að hann hefði komið í veg fyrir að fri yrði forseti allsherjarþingsins. Undir þessum kringumstæðum var erf- itt fyrir Lodge að gera annað en að styðja Boland, enda varð það niðurstaðan og sig- ur Bolands þannig tryggður. Það styrkti líka Boland, að hann var búinn að vera aðalfulltrúi íra hjá Sameinuðu þjóðunum í fjögur ár og unnið sér í því starfi vinsældir og traust. Loks bættist það við, að þriðji keppand- inn var með í leiknum, en það var Jiri Nosek, aðalfulltrúi Tékkóslóvakíu hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann var í miklu áliti. Um skeið var ekki talið útilokað, að hann gæti náð kosningu, ef atkvæði skipt- ust jafnt milli Thors og Bolands. Banda- ríkin hertu því róðurinn fyrir Boland. Úr- slitin urðu þau, að Boland fékk 46 atkvæði, Nosek 25 og Thor 9. Þrátt fyrir hinn mikla áróður Bandaríkjanna, sem vafalaust reyndu að fá Thor til að draga til baka framboð sitt, fékk hann öll atkvæði Norð- urlanda, ísraels og þriggja ríkja rómönsku Ameríku. fsrael átti Thor Thors sérstakar þakkir að gjalda, en hann hafði sem framsögu- maður stjórnmálanefndarinnar átt góðan þátt í að koma í veg fyrir miklar deilur um inngöngu ísraels, þegar það mál var rætt á allsherjarþinginu. Ábba Eban minntist þessarar framgöngu Thors mjög lofsam- lega í ævisögu sinni. Það var revnsla mín frá allsherjarþing- inu 1954, að Island átti mikilsmetinn full- trúa á alþjóðavettvangi, þar sem Thor Thors var. Þetta álit mitt átti þó eftir að styrkjast meira og ég gerði mér góðar von- ir um að hann yrði kosinn forseti allsherj- arþingsins 1960, en sérstök atvik komu í veg fyrir það, eins og hér hefur verið rakið. Thors Thors verður ekki svo getið, að ekki sé minnst á konu hans, Ágústu Ing- ólfsdóttur. Hún var ekki síður glæsilegur og góður fulltrúi fslands. Ég minnist þess, þegar ég kom inn á veitingastað í London haustið 1937 og sá þau hjón saman í fyrsta sinn. Þau voru glæsileg hjón. Fróðlegt er að bera saman allsherjar- þingið 1954 og 1984. Árið 1954 áttu ekki nema 60 ríki aðild að Sameinuðu þjóðun- um og þar af aðeins þrjú Afríkuríki (Eg- yptaland, Eþíópía og Líbería). Flest ríkin, sem hafa bæst við síðan 1954, voru þá ný- lendur. Svipurinn yfir allsherjarþinginu var að ýmsu leyti virðulegri þá en nú. Með- al annars bar þá meira á þekktum stjórn- málamönnum, sem vöktu sérstaka athygli vegna ferils síns. Nú eru embættismenn í yfirgnæfandi meirihluta. Yfirbragðið er hversdagslegra og bjartsýnin minni, því að þrátt fyrir kalda stríðið ríkti enn 1954 mikil trú á framtíð Sameinuðu þjóðanna. Þótt sú trú hafi talsvert dvínað, hefur hlutverk Sameinuðu þjóðanna og mikil- vægi síst minnkað og ef til vill reynist það styrkur, að nú er litið á þetta raunsærri augum en fyrir 30 árum. Þórarinn Þórarinsson er fyrrverandi ritstjóri Tlmans. w W u R M 1 N U H O R N I Að Grípa I Tómt ísli Sigurbjörnsson, sem er kunnastur þeirra manna sem beitt hafa sér fyrir velferðarmálum aldraðra hér á landi, ritar 29. janúar sl. í Morgunblaðið eftirfarandi orð: „Flestir segja ekki neitt og gera heldur ekkert, en verða svo fokvondir, þegar þeir grípa í tómt og engin pláss eru til.“ Hann er hér einu sinni enn að tala um hælislsysi gamla fólksins, sem hann kveðst hafa barist fyrir að liðsinna í hálfa öld. Hvernig skyldi standa á því, að svona örðugt skuli vera að opna augu almennings fyrir nauðsyn stórtækra almenn- ingssamtaka um þessi mál? Ég held að miklu ráði sú al- genga tregða hjá fólki, að átta sig á því í tíma að okkar þjóð- félag er í svo ótalmörgu allt öðruvísi en það var í tíð fyrri kynslóða. Og svo það, að ótrú- lega margir eru haldnir hinni miklu blekkingu sem segir þeim, að mér og mínum sé borgið, ég muni aldrei komast á vonarvöl. Hér á landi farast eins margir af slysum og í styrjöld- ] um hjá þeim þjóðum sem við slíkt eiga að búa. Reykinga- krabbinn, áfengis- og fíkni- efnastríðið tekur líka sína skatta. Auðvitað er í hópi þess fólks, sem deyr á góðum aldri, sumir þeirra, sem myndu ann- ars annast foreldra sína í ell- inni. Þeir, sem á annað borð verða gamlir og eiga þá lifandi börn, hljóta oft að horfast í augu við þá staðreynd, að næsta kynslóð, kannski tutt- ugu til tuttugu og fimm árum yngri, er sjálf komin á fallandi fót og að oft má ekki á milli sjá hvor ættliðurinn er úttaugaðri og þreyttari en hinn, og því báðar jafn óhæfar til að veita hinni lið. Ég veit um það dæmi úr sömu fjölskyldunni að góðir vandamenn urðu með fárra ára millibili að úthýsa tveimur nánum ættingjum komnum yf- ir nírætt. Fólk Á Félags- MÁLAALDRI Þess vegna ættu þeir, sem nú eru á félagsmálaaldri og gætu sýnt fyrirhyggju, að koma upp íþúðum fyrir aldraða eða stuðla að því með einhverjum hætti að roskið fólk geti tekið sig upp úr alltof stórum íbúð- um í tæka tíð. Skynsamlegar hugmyndir hafa margar komið fram. En að mestu er látið sitja við orðin tóm. Þú, sem þessar línur lest, ert kannski tæplega fimmtugur og foreldrar þínir og tengdafor- eldrar enn vinnandi fólk í eigin íbúð. Þegar þú lítur yfir mannvænlegan hóp fólks á góðum aldri í fjölskylduboðum ertu ekki að velta vöngum yfir því, að fyrr en varir hlýtur það vandamál að koma upp, að dauði, sjúkdómar og ellihrörn- un segja til sín. Þetta er sjálfstætt fólk við góð efni, sem leysir sjálft úr sínum vanda hugsar þú. En viðhorfin eru fljót að breytast; peningar, góð og mik- il húsgögn og íallegt heimili hjálpa ekki. Það er nú einmitt þetta síðast talda, sem oft fremur eykur vandann en leys- ir hann. Ekkja, eða ekkill, situr ein í fallegu stofunum sínum, tíminn líður hægt, yngra fólkið hefur vonda samvisku. Alltof sjaldan má það vera að því að koma í heimsókn. Og hvað duga raunar stuttar og strjálar heimsóknir til þess að lækna nagandi einsemd? SÖNN SAGA Gömul kona, sem alla ævi hafði þrælað sér út fyrir börn sín og barnabörn, átti sinn kofa og þar vildi hún búa og hvergi annars staðar. Loks kom að því að ekki þótti mannsæmandi að láta hana vera þar eina. Stúlka ein úr barnabarnahópnum, einstak- lega góð og elskuleg, en með dálítinn líkamlegan ágalla, sem gerði hana ekki eins eftir- sóknarverða á giftingarmark- aðnum, var ráðin til þess að sjá um gömlu konuna, ömmu sína. íbúðin þeirra var góð stofa og eldhús. Áfastur húsinu var svo bílskúr fullur af rusli. Stúlkan hafði tekjur af ræstingu á skóla í nágrenninu. Alltaf fækkaði þeim, sem máttu vera að því að leysa stúlkuna af hólmi þau kvöld sem hún þurfti ekki að ræsta skólann. Stúlkunni fannst þetta ekki skemmtileg ævi. Hún 3á fram á að hún myndi pipra og það hafði hún ekki hugsað sér. Éft- ir nokkurra ára heilabrot fékk hún því ráðið að bílskúrinn var tæmdur og leigður ungum og meinleysislegum manni, sem hafði það fyrir aukavinnu eða föndur að gera við bíla. Stúlk- an bauð honum auðvitað nokkrum sinnum kaffisopa, þegar hann kom til að fá lánað- an síma. Og fyrr en varði var hún „auminginn“, eins og góð- ar nágrannakonur komust að orði, farin að þykkna undir belti. Ég hef breytt þessari sögu dálítið, svo hún meiði engan, en annars er hún sönn. Skiln- ingsríkur læknir gat loks sannfært gömlu konuna um að einn af hennar mörgu sjúk- dómum væri þess eðlis, að hann væri einkar forvitnilegur fyrir þá sem ættu að varðveita heilsu þjóðarinnar. Og þar sem sú gamla var orðin heyrnar og sjónlítil varð aldrei úr því, að hún kæmi aftur heim til sín. En í hvert skipti, sem umrædd stúlka kom í heimsókn, fór hún aftur til baka með vonda sam- visku. Og kann ég ekki söguna lengri. JÓN (Jr VÖR Ef þú vilt veröa gamall

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.