Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1985, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1985, Side 12
Ræningjar á fjöllum — 7. þáttur Undir Amarfeli og flóttinn yfir jökul í 6. þætti var fjallað um samband Arnesar og Höllu og síðan rakinn ferill þeirra Eyvindar og Höllu úr Leirufjalli og suður á Hveravelli. Skagfirðingar hrekja þau þaðan, þau flýja á Arnarvatnsheiði, en séra Snorri rekur þaðan allan þjófalýðinn og ásamt Abra- ham og Arnes flýja þau austur undir Arnarfell við Hofsjökul og koma sér vel fyrir. Utilegumennirnir með hagleiksmanninn Ey- vind til að stjórna verkinu hafa búið vel um sig undir Arnarfelli og ætlað sér þar langa dvöl. En þeir hjuggu of stórt í búfén- að bænda. Skýrsla Brynjólfs Sigurðssonar, sýslu- manns Árnesinga, var öll birt í Jólalesbók, enda þá ekki gert ráð fyrir því framhaldi, sem orðið hefur á Eyvindarsögu og Höllu. Nú verður því aftur tekið uppúr þeirri skýrslu það, sem hér þarf að notast í frá- sögnina. „Anno 1762 þann lta octobris, sem var föstudagur, fóru 33 karlmenn með 45 hesta frá Kaldbak í Ytrahreppi uppá fjöll að ieita eftir mönnum, sem þar höfðu sézt þann 7da septembris. Menn- irnir voru úr Biskupstungunum 8, Ytrahreppi 4, af Skeiðum 3, úr ViII- ingaholtshreppi 4, Hraungerðishreppi 2, Sandvíkurhrepp 3 og úr Bæjarhrepp 3. Þessir menn leituðu 1 ta og 2an oct- obris. Þann 3ja fundust tjaldstaðir þjófanna og seinast þeirra híbýli, vest- an til við Arnarfell undir jöklunum, hér um bil 3 þingmannaleiðir frá byggð (ca. 110-12 km. Á.J.)“ Ásgeir Jakobsson tók saman Brynjólfur lýsir svo húsakosti útilegu- mannanna að hann hefur ekki almennt gerzt betri hjá bændum í byggð: „Þar var grafinn innan stór hóll, fal- lega hlaðnir kampar að dyrum og hrís- flaki í þeim, fyrir innan kampana var hús þvert um, tveggja faðma langt en vel faðms breitt, grafið með páli ogrek- um. Innan af þverhúsinu lágu nær 2ja faðma löng göng upp í hólinn í kringl- ótt eldhús, sem var 20 fet í kring. í eldhúsinu voru lítil hlóð. Uppyfir þeim héngu 2 lundabaggar og magáll af sauðum. Húsin voru af viðarflökum og sauða- gærum upp gerð og tyrfð, gærurnar skaraðar sem helluþak. “ „Það er athyglisvert, að útilegumennirn- ir hafa tjöld með sér á ferðum sínum. Mörgum kotbóndanum hefði líka þótt útilegumennirnir búa vel að matarforða á þessum hallæristíma. „Utan húss var þar viðarköstur af rifhrísi, fullkomlega á 30 hesta, í hon- um sauðakjöt, föll af 73Vs sauð talsins, ganglimir af folaldi, sauðamör, nóg klyf á fjóra hesta, ristlar á einn hest. Sauðahöfuð voru þar hjá í bunka 75, flest af gömlum sauðum, nokkur af tvævetrum og þrevetrum ogáttu heima 22 á Unnarholti, 9 á Kópsvatni, 18 á Tungufelli, 15 í Berghyl, 1 á Mið felli, 2 á Hólum, 2 á Seli, 3 á Skálholti, 1 á Auðsholti og 2 6viss.“ Unnarholtsbóndinn hefur trúlega gengið rösklega fram í eftirleitinni. Ekki var það merkilegt sem eftir lá af búshlutum í híbýlum útilegumannanna, en þá er þess að gæta, að þeir voru horfnir á hvorki meira né minna en 5 hestum og að þvi er séð verður hafa 3 þeirra verið undir klyfjum: „í fremra húsinu fundust tvær bæk- ur, sumarpartur Gíslapostillu og Jóns Arasonar passíuprédikanir, tveir ask- ar, trédiskur, skæri, mjólkurtrog, smiðjubelgur, smjör skemmt í óbrúk- uðum skinnstakk, 4 fjórðungar að vikt, rifrildi af skinnbrók og þar í saman- runnin vorull, 2 pör karlmannaskór af nýju hrossskinni, 1 par kvenskór og 1 par dito á til lotil 11 ára ungmenni af sauðaskinni, kvenmannssvunta, slitur af grænu raski, klæðiskventreyjugarm- ur, barns nærskyrturæfill af einskeftu, rauðir kven- og aðrir barnssokka ræfl- ar, gul prjónapeysa sett látúnshnöpp- um, skjóða með álftafiðri, vorullar bandhnyklar og 2 snældusnúðar. „En híbýli sín meina menn þeir hafi flúið og í flaustri viðskilið, þá þeir, yfir eyðisand sléttan og nær 3ja part úr þingmannaleið hafi um daginn séð för leitarmanna, þó hafa þeir með sér tekið það nauðsynlegasta, svo sem tjald, verkfæri, reiðtygi, pottinn og gærur nokkrar, ítem langan staf með broddi neðan í, sem með hestinum dregizt hef- ur í snjónum, þar um fóru.“ Þótt Brynjólfur ætli að útilegumennirn- ir hafi flúið í flaustri, þá gefur hann þeim að minnsta kosti tveggja tíma forskot, því að þriðji partur úr þingmannaleið er 12—13 km og leitarmenn riðið hægan, svo sem háttur er þeirra sem fara leitandi, en þau Eyvindur geta hafa fengið miklu lengri tíma til að búast til ferðar. Hinn fjölmenni hópur leitarmanna, 33 menn á 45 hestum, var búinn að vera að leita á slóðum útilegumannanna í tvo daga, og það er ólíklegt að þeir hafi ekki orðið leit- armannanna varir fyrr en þeir riðu að tjaldstæðunum á þriðja degi. Þá er að nefna, að liðsafnaðurinn í sveitinni til leit- arinnar, getur ekki hafa farið framhjá Jóni í Skipholti, sem þá hefur haft tök á að gera bróður sinn varan við. ÖLLU UMTURNAÐ í KOFUNUM „Engan mann urðu leitarmenn varir við, því fóru þeir að leita spora hjá híbýlum þessum, og fundu þeir 5 hesta og tveggja manna ný spor upp á Arn- arfellsjökul, hver þeir röktu upp á jök- ulinn. Sneru þeir svo til baka eftir sól- arlag til híbýla þjófanna." Leitarmenn hirtu allt sem nýtilegt var í kofunum og „umturnuðu og umveltu" þeim. „Síðan hefur ekki í Árnessýslu til þjófanna spurzt eður við þá vart orðið. Til byggða var skemmst af jöklinum, þá leitarmenn aftur snéru í Blöndudal- inn. Að þetta sé satt og svoleiðis eftir leitarmönnum uppteiknað testerað að Hjálmholti d.21ta octobris 1762. Brynj- ólfur Sigurðsson." Eins og fram kemur í skýrslu Brynjólfs sýslumanns, sjá leitarmenn ekkert til ferða útilegumannanna, finna aðeins spor þeirra, en munnmælin segja, að leitar- menn hafi verið á hælum þeirra Eyvindar og Eyvindur stanzað til að gefa förunaut- um sín forskot og slöngvað úr vað klaka- stykkjum að leitarmönnum og tafið þann- ig ferð þeirra, en sjálfur gat hann náttúr- lega brugðið fyrir handahlaupi, þótt erfitt sé að hugsa sér mann fara á handahlaupi upp jökul eða yfirleitt uppí móti og reynd- ar nokkurs staðar, nema á eggsléttum velli. Þá er það og sanngjarnt að eigna Ey- vindi allar íþróttir, sem lag eða lipurð þurfti til og vel má vera, að hann hafi verið þeirri íþrótt búinn að slöngva úr vað og hitta það er hann kastaði til en er ekki ofílagt, að ætla honum að hafa tafið för 15 velríðandi manna á víðum velli, með því að slöngva að þeim klakastykkjum, sem hann reif uppúr jöklinum? Mennirnir hefðu ekki þurft annað en dreifa sér og ríða honum úr öllum áttum. Munnmælasaga Um Barnsmorð Þá er og í þessari munnælasögn hjá Gísla Konráðssyni, að Halla hafi verið ólétt og að auki verið með kornabarn í fangi sínu og hafi Halla verið að örmagn- ast og barnið sárþjáð. Halla á þá að hafa beðið Eyvind að stytta barninu aldur held- ur en láta það kveljast, en Eyvindur ekki treyst sér til þess en beðið Arnes að gera það og hafi hann kálað barninu þarna á jöklinum, því að þetta varð „áður en þeir Abraham og Arnes skildu við þau,“ segir Gísli og kemur þannig enn fram, að þeim hefur ekki þótt ráðlegt að halda hópinn, ef þau voru á flótta, heldur sameinast aftur í áfangastað, svo sem varð þegar þau flýðu öll frá Hrafnsfjarðareyri og suður. Það var ekki lengur friðvænlegt fyrir hópinn syðra í bili, búið að flæma þau undan Arnarfelli og af Hveravöllum og Arnarvatnsheiði og það var ráðlegast að láta eitthvað um líða áður en hópurinn kæmi á þessar slóðir aftur. Það var löng ferð framundan og oft þurfti að ferðast í nánd við byggðir og ekki gætilegt að fara þar um í stórum hóp. Þá getur og verið, að þeim Arnesi og Abra- ham hafi þótt Halla tefja ferðina og stung- ið þau hjón af. Það kom síðar í ljós með allmikilli vissu að Halla hefur verið barnshafandi haustið 1762, þegar flóttinn var á jökulinn og því illa ferðafær. Þá getur það og einnig staðizt, að hún hafi verið búin að ala barn í útlegðinni og það verið orðið árs gamalt eða svo og því verið kálað á jöklinum. Líknarmorð hljóta að hafa verið mörg á þessum ógurlegu tímum. Loks er að benda á, að það kemur einnig fram í skýrslunni, að það er 10—11 ára stúlkubarn í fylgd með þeim hjónum og hefur það verið Guðrún, sem áður er getið að þau Eyvindur muni hafa átt um 1750 og sagt var að hefði fylgt þeim, þegar þau flúðu frá Hrafnsfjarðareyri. Lífsbjörg En Enginn Eldur Það var í þeim hrakningum, sem fylgdu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.