Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1985, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1985, Qupperneq 3
E F N LESBOK @ [ö] [M] [ö] [u] [n] [1] £] [aI ® ® CD ® ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthias Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Gisli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 10100. ísland var meðal fjögurra þjóða, sem fyrstar fengu inngöngu í Sameinuðu þjóðirnar eftir stofnun þeirra. Sá sem mestan þátt átti í því var án efa Thor Thors, sendi- herra í Washington. Þórarinn Þórarins- son, fyrrum ritstjóri Tímans, var með Thor á allsherjarþinginu 1954 og segir frá því. Forsíöan Myndin er af skúlptúr úr brenndum leir eftir Kristjönu Samper, — ein af mörgum myndum úr þessu forna efni á sýningu á Kjarvalsstöðum, sem opnuð verður í dag. Þar verða líka málverk eftir Rebekku Rut og í Lesbókinni er fjallað um báðar þessar listakonur. Útilegumenn þar á meðal Eyvindur og Halla — höfðu komið sér fyrir hjá Arnarfelli undir Hofsjökli, — grafið þar innan hól og komið sér vel fyrir. En þau voru of stórtæk í sauðfjárslátrun og bændur gerðu aðför að þeim 1762. Þá var ekki um annað að gera en flýja uppá jökulinn. Boðskapurinn á flokksþinginu í Moskvu er á alveg sér- stöku táknrænu helgimáli. Flestir hafa engan áhuga á honum, enda er kenningin mjög hol að innan og sovézka hugmynda- fræðin heldur áfram að leggja áherzlu á kanónur og kúlur í stað kjötkatla og korns. Síðari hluti samantektar um sov- ézkan veruleika samtímans. WERNER ASPENSTRÖM Augu JÓHANN HJÁLMARSSON þÝDDI Mörg ár bjó ég í leiguherbergi sem sneri í norður og áttaði mig illa á augum fólks. (Þannig var komið fyrir mér.) Eftir það bjó ég í herbergi sem sneri i austur og áttaði mig illa á augum fólks. (Það var mér sjálfum að kenna.) Nú bý ég í suðurherbergi og átta mig illa á augum fólks. (Of seint að breyta til.) I dag er óvenju kyrrt. A neðri hæðinni hefur einhver neglt nagla í vegg og lagt frá sér hamarinn. Greniskógurinn þýtur við dyr og þröskuld og við langborðið sem bróðir minn smíðaði. Kvistaugu horfast í augu við mig. Einhver sem var mjög tímabundinn sagði: „Hefði ég tíma myndi ég skýra allt.“ Ég hef haft nógan tíma. Samt get ég næstum ekkert skýrt. Werner Aspenström (f. 1918) er eitt at helstu skáldum Svia og á sæti í sænsku akademiunni. Augu birtist i Ijóðabók hans, Sorf sem kom út i fyrra. Þýd. „Er andinn bær aö rengja sig sjálfan?“ annig spyr Einar Ben. hvort maðurinn sé fær um að rannsaka sitt eig- ið sjálf. Vissulega er það þverstæðuhugsun, að rannsóknartæki svo sem heilinn geti rannsakað nema einstaka hluta sína hvern með öðrum en alls ekki grund- vallargerð sjálfs sín. Til þess yrði rann- sóknartækið að hverfast um sjálft sig. Við verðum líklega að bíða eftir því að tölvan fái nóg skyn til að rannsaka okkur í grunn. Ekki er það álitlegt. Eftir að hafa heyrt Nóbelana síðustu ræða um lífið og tilveruna, finnst manni að allir standi nokkurn veginn jafnt að vígi að leggja orð í þann belg, og var nú reyndar vitað fyrr, að það skiptir ekki máli í umræðum um hina óræðu gátu mannlífs- ins, hvort þar ræðast við menn með greindarvísitöluna 100 eða 110 fremur en það skiptir máli, hvort menn sem seilast til stjarnanna eru 100 eða 110 sm á hæð. Eitt af því sem langmestur hluti manna, heimskra sem gáfaðra, telur sig vita með vissu af langri reynslu stakra fyrirbæra hins daglega mannlífs er, að á bak við þekktan heim mannsins sé dulinn heimur eða dulin öfl. Hins vegar er maðurinn ekki viss um, hvort þessi dularheimur eða dul- aröfl eru í honum sjálfum eða utan sín. Það er því sjálfgefið að maðurinn reyni að rannsaka þessi fyrirbæri, sem þrátt fyrir dul eru staðreynd mannlífsins. Þá rísa upp raunvísindamenn, svonefnd- ir af sjálfum sér, samanber nýlegar þræt- ur í Lesbók og segja að þessar rannsóknir geti ekki kallazt vísindi, þar sem forsend- an fyrir vísindum sé sú að hægt sé að sannprófa niðurstöður með síendurtekn- um tiiraunum við nákvæmlega sömu að- stæður hverja og eina. Þetta sé ekki hægt í rannsókn dulfyrirbæri og af því séu þau fræði gervivísindi. Nú er það ljós að renna upp fyrir mann- inum, að raunvísindi séu gervivísindi og hafi byggt okkur gerviheim. Vissulega með síendurteknum tilraunum, snúið hverjum steini fyrir sér á ótal vegu þar til hann sat traustlega á næsta steini fyrir neðan. Þótt hver steinninn falli að öðrum, ef sá neðsti hefur verið skakkt lagður, þá hallast allur veggurinn og það dugir heldur ekki að stíga með varúð hvorum fætinum fram fyrir annan, til að komast leiðar sinnar, ef haldiö er af stað í skakka átt. Gerviheimur raunvísinda, sem við búum nú í, er allur hornskakkur, einn veggur byggingarinnar hlaðinn til himins og end- ar þar í strýtu, og hallast ískyggilega yfir okkur en annar veggur nær tæpast úr jörð, allar dyr hurðarlausar og ekkert er þakið. Maðurinn hríðskelfur í þessari byggingu af kulda og hræðslu. Er það nema von að hann vilji leita að þeim dularheimi, sem geymir máski uppruna hans eða er fullur af dularkröftum, sem af einhverjum ástæðum, og að því er sýnist algerlega af handahófi, eiga það til að grípa inn í líf hans. Auðvitað hlýtur sú spurning að vakna í leiðinni, hvort einhver eða ein- hverjir séu að gera tilraunir með okkur. Öll staðbeztu dularfyrirbæri gerast með þeim hætti að það er ekki hægt að endur- taka þau. Þau gerast með hinum ólíkustu mönnum úti í hinu daglega lífi og óháð tíma og rúmi, það er gerast óvænt og við alls kyns aðstæður. Það er til að mynda aðeins einu sinni á langri ævi að mann dreymir draum, sem ótvírætt sýnir að hann hefur ferðazt í tímanum og séð fyrir orðinn atburð og stundum verður óskiij- anleg kraftverkan að algeru veruleikafyr- irbæri, eins og hjá togaraskipstjóra, sem stendur við brúarglugga og er að sigla inná erlenda höfn í svarta myrkri og haugasjó, fékk ekki út lóðs vegna veðurs en lá á að taka land með veikan mann. Hann ákveður að keyra inn eftir korti sínu og innsigl- ingarljósum. Allt i einu á leiðinni inn stekkur skipstjórinn á manninn við stýrið, hrindir honum frá og snýr stýrinu sem óður maður í borð og um leið skipinu út á aftur. Skipstjórinn gat enga grein gert fyrir athöfnum sínum, nema þá að hann hafi skyndilega orðið vitlaus, en hætti samt við að fara inn. Morguninn eftir kom lóðsinn út og sagði skipstjóranum að dag- inn áður hefði sokkið skip í hinni réttu innsiglingu, og hann hefði farið beint á það ef hann hefði siglt áfram inn eftir innsiglingarljósunum og enginn maður bjargazt. Eða það sitja fjórir menn í lúkar á skipi, sem liggur fram á Reykjavíkur- ' höfn og það er allt í einu farið að hamast í keðjukassanum undir lúkarsgólfinu fremst. Þeir höfðu engan frið í lúkarnum fyrr en þeir tóku til þess ráðs að slaka út allri akkeriskeðjunni í blíðskaparveðri. Örstuttu síðar rauk hann upp með ofsa- veður og skip þeirra hefði umsvifalaust farið upp í kletta, ef þeir hefðu ekki verið búnir að slaka út meiri keðju. Það er ekki j vitað tii að nokkur mannanna síðar á sinni ævi hafi reynslu af dularfullu fyrirbæri. Mannlífið er fullt af svona stökum fyrir- bærum sem ekki er hægt að endurtaka. Vísindamenn í dulsálarfræði verða líklega eða reyndar efalaust að byrja á því að kasta fyrir róða aðferðum „raunvísinda- manna" ef þeir vilja ekki lenda strax í öðrum gerviheimi eins og þeir. Þá er það auðvitað fjarstæða, að „raun- vísindamenn" geti helgað sér alla vísinda- starfsemi af þeim vinnubrögðum sem þeir sjálfir nota. Vísindin eru leit að sannleika. Það er aðalskilgreiningin á hugtakinu og það er ekki til nein löggilt leið til leitar að sann- leika. ÁSGKIK JAKOBSSON LESBOK MORGUNBLAÐSINS 23. FEBRÚAR 1985 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.