Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1985, Page 4
allsheiiarþinginu 1954
ísland átti mikils metinn
fulltrúa á alþjóðavettvangi
þar sem Thor Thors var.
Eftir stofnun Sameinuðu
þjóðanna var ísland eitt
fjögurra landa, sem fyrst
fengu inngöngu og má ætla,
að Thor Thors hafi átt mest-
an þátt i því.
Eftir
ÞÓRARIN
ÞÓRARINSSON
ameinuðu þjóðirnar munu minnast þess há-
tíðlega, að 24. október í ár verða liðin fjörutíu
ár síðan stjórnarskrá þeirra var undirrituð af
fulltrúum fimmtíu og einnar þjóðar. Fyrir-
fram hafði verið sett það skilyrði að ekki
stæðu önnur ríki að stofnun samtakanna
en þau, sem hefðu sagt öxulveldunum
svokölluðu (Þýskalandi, Ítalíu og Japan)
stríð á hendur. íslendingar höfnuðu því að
gerast þannig stríðsaðili og voru því utan-
garös, þegar Sameinuðu þjóðirnar voru
stofnaðar.
Hins vegar töldu fslendingar sig veru-
lega skipta að fá sem fyrst aðild að Sam-
einuðu þjóðunum, þar sem í því fælist m.a.
fyllri viðurkenning en ella á sjálfstæði ís-
lands. íslendingar vitnuðu í því sambandi
til þess, að þegar samið var við Bandaríkin
um hervernd fslands sumarið 1941, hétu
bæði Bandaríkin og Bretland því að afla
sjálfstæði íslands sem fyllstrar viður-
kenningar, þegar stríðinu lyki.
Af hálfu íslenskra stjórnvalda var geng-
ið eftir því, að Bandaríkin og Bretland
stæðu við þetta fyrirheit, m.a. með því að
tryggja íslandi aðild að Sameinuðu þjóð-
unum. Þetta bar þann árangur, að ísland
varð eitt þeirra fjögurra ríkja, sem fyrst
fengu inngöngu í Sameinuðu þjóðirnar eft-
ir stofnun þeirra. Hin ríkin voru Svíþjóð,
Afganistan og Thjailand. Þetta gerðist á
allsherjarþinginu 1946, en áður hafði Ör-
yggisráðið veitt samþykki sitt.
Eg efast ekki um, að Thor Thors hafi
verið sá maður, sem mest studdi að þvi, að
ísland naut hér sérstaks forgangs, en
mörg ríki höfðu þá sótt um aðild. Thor
Thors var þá sendiherra íslands í Wash-
ington og hafði því góða aðstöðu til að
fylgja málinu eftir, auk þess, sem hann
hefur vafalaust notiö góðs stuðnings Ölafs
bróður síns, en hann var utanríkisráð-
herra á þessum tíma.
Thor Thors varð fyrsti aðalfulltrúi ís-
lands hjá Sameinuðu þjóðunum og gegndi
því starfi til dauðadags, en hann Iést löngu
fyrir aldur fram í ársbyrjun 1965. Hann
gegndi samtímis sendiherraembættinu í
Washington og átti því annríkt í þá þrjá
mánuði, sem alisherjarþingið var háð í
New York. Fundina á allsherjarþinginu
sótti hann af mikilli samviskusemi, en
hann sat í stjórnmálanefndinni, sem var á
þessum tíma mesta starfsnefnd þingsins.
Þar vann hann sér þá viðurkenningu að
hann var valinn framsögumaður nefndar-
innar á þingunum 1951—1953, en því starfi
fylgir að greina allsherjarþinginu frá
ályktunum nefndarinnar og mæla með
þeim.
SÉRSTAKA STJÓRN-
MÁLANEFNDIN
Það, að Thor Thors var ekki kjörinn
áfram framsögumaður nefndarinnar á
þinginu 1954, átti sérstaka ástæðu. Svo
mörg mál höfðu borist stjórnmálanefnd-
inni síðustu árin, að hún gat ekki sinnt
þeim nema að takmörkuðu leyti.
Þess vegna var ákveðið í byrjun allsherj-
arþingsins 1954 að setja á stofn nýja
nefnd, sem hlaut nafnið sérstaka stjórn-
málanefndin, og hefur sú skipan haldist
jafnan síðan. Verkefni þessarar nefndar er
að fjalla um ýms mál, sem áður heyrðu
undir stjórnmálanefndina.
Samkomulag hafði náðst um, að Thor
Thors yrði fyrsti formaður eða forseti
þessarar nefndar, en ráðlegt þótti, að mað-
ur, sem væri vanur þingstörfum og nyti
góðs trausts, fylgdi nefndinni úr hlaði.
Valið féll því á Thor Thors.
Þrjátíu ár eru nú liðin síðan sérstaka
stjórnmálanefndin kom til sögu og Thor
Thors var fyrsti formaður hennar. Eg átti
sæti í þessari nefnd um nokkra hríð á ný-
loknu allsherjarþingi. Það rifjaðist þá upp
fyrir mér, að ég hafði setið í nefndinni í
sæti íslands á þinginu 1954 og átti að
þessu leyti 30 ára afmæli eins og nefndin
og fyrsti formaður hennar. Mér kom því til
hugar að rifja upp störf nefndarinnar á
þessu fyrsta starfsári hennar undir for-
ustu Thors Thors.
Ástæðan til þess, að ég tók sæti íslands
í nefndinni var sú, að ekki þótti hlýða að
Thor Thors færi þar með atkvæði Islands
meðan hann sat í forsetastóli. Jafnframt
þótti eðlilegt meðan íslendingur væri for-
seti, að sæti íslands væri skipað. Þetta
leiddi til þess, að samstarf okkar Thors
varð strax öllu meira en orðið hefði, ef ég
hefði setið í annarri nefnd.
Framboðsfundir á Snæ-
FELLSNESI
Ég var fyrst í vafa um, hvernig sam-
starfi okkar Thors yrði háttað. Kynni
okkar höfðu hafist með óvenjulegum hætti
eða á framboðsfundum á Snæfellsnesi
1933. Thor Thors var þá í framboði þar í
fyrsta sinn. Framsóknarmenn gerðu sér
nokkrar vonir um að vinna kjördæmið, þar
sem ekki hafði munað nema 17 atkvæðum
á frambjóðendum Framsóknarflokksins og
Sjálfstæðisflokksins í þingkosningunum
1931. Fornvinur Jónasar Jónssonar, Hann-
es Jónsson dýralæknir, var í framboði
fyrir Framsóknarflokkinn og ákvað Jónas
að mæta á 2—3 framboðsfundum honum
til styrktar. Jónas vildi einnig að ég mætti
á þessum fundum og talaði í tíma heima-
manna, en ég hafði lokið prófi við Sam-
vinnuskólann þá um vorið. Ég gerði þetta
með hálfum huga aldurs vegna, enda fékk
ég að heyra það hjá Sjálfstæðisflokks-
mönnum á Ólafsvíkurfundinum að Ólsarar
þyrftu ekki 18 ára ungling innan úr Fróð-
árhreppi til þess að segja þeim, hvernig
þeir ættu að kjósa. Þótt ég teldi frammi-
stöðu Jónasar góða á þessum fundum og
mína alveg viðunandi, leyndist ekki, að það
var Thor styrkur að fá andstæðing eins og
Jónas til að glíma við og sýna á þann hátt
enn betur ræðumennskukosti sína en ella.
Útkoman varð líka sú, að Thor sigraöi
glæsilega og vann með framkomu sinni
bæði á framboðsfundum og utan þeirra
fylgi margra, sem ekki höfðu fylgt Sjálf-
stæðisflokknum.
En viðskiptum okkar Thors lauk ekki á
þessum fundum. Ég varð þremur árum
síðar ritstjóri Nýja dagblaðsins, sem
reyndist lítill vinur Thorsaranna. Það
breytti ekki afstöðu minni, þótt þjóð-
stjórnin kæmi til sögunnar 1939. Mér varð
það meira að segja á að skrifa svo harð-
orða grein um Kveldúlfsmálið, að Ólafur
Thors hætti að mæta á stjórnarfundum
um skeið, eða þangað til, að Jónas Jónsson
hafði birt grein, sem bar fyrirsögnina:
Þegar byssurnar skjóta sjálfar. Með þess-
ari fyrirsögn var gefið til kynna, án þess
að ég væri nefndur á nafn, að formaður
Framsóknarflokksins og ráðherrar hans
bæru enga ábyrgð á skrifum mínum.
Ég var svo frambjóðandi á móti Ólafi í
þingkosningum 1942 og 1946.
Þessi gömlu viðskipti mín við Thorsar-
ana bar aldrei á góma hjá okkur Thor eftir
að samstarf okkar hófst á allsherjarþing-
inu, og höfðu engin áhrif á það. Með okkur
tókst góð samvinna. Sendinefnd íslands
hjá Sameinuðu þjóðunum var þá mun
sjálfstæðari en nú og mál sjaldnar borin
undir úrskurð utanríkisráðherra eða ríkis-
Henry Cahot Lodge, Thor Thors
og Sobolev, einn af aðalfulltrúum
Rússa á allsherjarþinginu 1954.
Með
Thor
Thors
á
4