Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1985, Side 5
Thor Thors hafði sett sér það mark að verða forseti allsherjarþingsins
1960 og hann hafði fengið von um stuðning hjá aðalfulltrúa Bandaríkj-
anna, Henry Cabot Lodge. En áður en til þess kæmi, varð Lodge
varaforsetaefm repúblikana og til þess að styggja ekki fólk af írskum
uppruna, varð hann að styðja írann Frederic H. Boland.
Thor Thors og Victor A. Belaunde, aðalfulltrúi Perú og forseti allsherjarþingsins 1954. Margir
töldu hann mesta ræöuskörung allsherjarþingsins 1954.
„Ég var fyrst í vafa um, hvernig samstarfi okkar Thors yrði háttað.
Kynni okkar höfðu hafizt með óvenjulegum hætti eða á framboðs-
fundum á Snæfellsnesi 1933. Thor Thors var þá í framboði þar í fyrsta
sinn.“
stjórnarinnar. Alls átti ég sæti með Thor á
sex allsherjarþingum og kom aldrei til
teljandi ágreinings milli okkar um afstöðu
til aiþjóðamála. Thor var með frjálslynd-
ari og víðsýnni mönnum, sem ég hef
kynnst á því sviði.
MlKIÐ DEILUMÁL
Stærsta málið, sem sérstaka stjórn-
málanefndin fékk til umfjöllunar á alls-
herjarþinginu 1954, var tvímælalaust deil-
an um inntökubeiðnirnar.
• Um það leyti, sem ísland fékk inngöngu
í Sameinuðu þjóðirnar, var kalda stríðið
að komast í algleyming. Það reyndist
heppilegt, að innganga íslands dróst ekki
meira á langinn, því að annars hefði hún
sennilega dregist í a.m.k. nokkur ár.
Ein fyrsta afleiðing kalda stríðsins var
sú, að deilur hófust innan Sameinuðu þjóð-
anna um inntökubeiðnir ríkja, sem óskuðu
eftir aðild að þeim. Á árunum 1947 til 1950
fengu aðeins fimm ríki inngöngu og voru
það aðallega ný ríki, sem orðið höfðu til
með vissum afskiptum Sameinuðu þjóð-
anna eins og Pakistan, Indónesía og ísrael.
Hin voru Burma og Jemen (Norður-Jem-
en). Á þingunum 1951—1953 voru engar
inntökubeiðnir samþykktar. Ástæðan var
ósamkomulag milli Bandaríkjanna og Sov-
étríkjanna. Bandaríkin og fylgiríki þeirra
beittu meirihluta á allsherjarþinginu og í
öryggisráðinu til að hafna inntökubeiðini
ríkja, sem Rússar báru fyrir brjósti. Rúss-
ar beittu hins vegar neitunarvaldi sínu í
öryggisráðinu til að hafna inntökubeiðn-
um ríkja, sem Bandaríkin studdu. Inn-
tökubeiðni þarf að samþykkjast bæði af
allsherjarþinginu og öryggisráðinu.
Þegar sérstaka stjórnmálanefndin hóf
störf sín á allsherjarþinginu 1954, lágu
fyrir inntökubeiðnir frá þessum ríkjum:
Albaníu, Mongólíu, Jórdaníu, Portúgal,
Eire, Ungverjalandi, Ítalíu,- Austurríki,
Rúmeníu, Búlgaríu, Finnlandi, Ceylon,
Suður-Kóreu, Norður-Kóreu, Nepal, Víet-
nam, Líbýu, Vietminh, Cambodiu, Laos og
Japan.
Á undanförnum allsherjarþingum höfðu
verið samþykktar tillögur, þar sem lýst
var fylgi við inntöku Jórdaníu, Portúgals,
Eire, ftalíu, Austurríkis, Finnlands, Ceyl-
ons, Suður-Kóreu, Nepal, Líbýu, Japans,
Víetnams, Cambodíu og Laos.
Tillögur um að veita þessum ríkjum inn-
göngu hafa líka hlotið meirihlutafylgi í
öryggisráðinu, en Rússar beittu neitunar-
valdi til að hindra samþykkt þeirra.
Bæði á allsherjarþinginu og í öryggis-
ráðinu höfðu verið felldar tillögur með
miklum atkvæðamun um að veita inn-
göngu Albaníu, Mongólíu, Ungverjalandi,
Rúmeníu, Búlgaríu, Norður-Kóreu, Norð-
ur-Víetnam.
Þegar sérstaka stjórnmálanefndin hóf
að ræða um inntökubeiðnirnar, höfðu ver-
ið lagðar fram eftirgreindar tillögur:
Ástralía, Pakistan og Thailand höfðu
flutt tillögu um að Laos og Cambodíu yrði
veitt innganga og að skorað yrði á örygg-
isráðið að samþykkja það.
Sovétríkin höfðu flutt tillögu um svipað
efni varðandi Albaníu, Mongólíu, Búlg-
aríu, Rúmeníu, Ungverjaland, Finnland,
ftalíu, Portúgal, frland, Jórdaníu, Austur-
ríki, Ceylon, Nepal og Líbýu.
Argentína, Kúba og E1 Salvador höfðu
flutt svipaða tillögu varðandi Austurríki,
Ceylon, Finnland, írland, ftalíu, Japan,
Jórdaníu, Nepal og Portúgal.
Loks fluttu Bandaríkin svipaða tillögu
varðandi Suður-Kóreu og Suður-Víetnam.
Ef tillögur þessar hefðu komið til at-
kvæða, myndu þær allar hafa verið sam-
þykktar, nema tillaga Sovétríkjanna. Hins
vegar myndi hafa verið allmikið um hjá-
setur.
Eftir að umræður hófust í nefndinni,
hlaut sú skoðun brátt mikið fylgi, að reynt
yrði að komast hjá atkvæðagreiðslu um
inntökubeiðnir einstakra ríkja, enda
myndu þær ekkert greiða fyrir lausn,
nema síður væri. Dag Hammarskjöld
framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna
var þessu eindregið fylgjandi og sama gilti
um Thor Thors sem formann sérstöku
stjórnmálanefndarinnar.
Þetta leiddi til þess, að samkomulag
náðist um tillögu frá Indlandi, Argentínu
og fleiri ríkjum, þar sem lýst var fylgi við
þá stefnu, að Sameinuðu þjóðirnar yrðu
sem fyrst samtök allra friðelskandi þjóða
og skorað var á öryggisráðið að taka inn-
tökubeiðnirnar til jákvæðrar athugunar í
því Ijósi.
Einróma samþykkt þessarar tillögu
nægði þó ekki til þess, að tillögur um
stuðning við einstakar inntökubeiðnir
yrðu dregnar til baka og strandaði þar
mest á Ástralíu, sem fékk stuðning Banda-
ríkjanna, Bretlands, Frakklands og Kan-
ada.
f kjölfar þess hófst mikill áróður að
tjaldabaki og þó einkum éftir að Indland
og Indónesía fluttu tillögu um að vísa öll-
um tillögum um inntökubeiðnir til örygg-
isráðsins. Áðurnefnd ríki beittu sér ein-
dregið gegn þeirri tillögu og var með öllu
óvíst, hvernig atkvæðagreiðslan um tillög-
una myndi falla. Formaður nefndarinnar
var eindregið fylgjandi tillögu Indlands og
Indónesíu og hafði það vafalítið veruleg
áhrif.
Atkvæðagreiðslunni lauk á þann veg, að
tillagan var samþykkt með eins atkvæðis
mun eða 25 atkvæðum gegn 24. Önnur ríki
sátu hjá eða voru fjarverandi. Norðurlönd-
in fjögur, sem sæti áttu á þinginu, greiddu
henni atkvæði og einnig ýms ríki róm-
önsku Ameríku, sem yfirleitt fylgdu
Bandaríkjunum að málum, auk kommún-
istaríkjanna. Móti tillögunni greiddu at-
kvæði Bandaríkin, Bretland, Frakkland,
Benelúx-ríkin og ýmis gömlu ríkin í Asíu
og Afríku.
Úrslit þessarar atkvæðagreiðslu voru
söguleg vegna þess, að Bandaríkin töpuðu í
fyrsta sinn í atkvæðagreiðslu, sem hafði
verið sótt af kappi. Fyrir fsland var þetta
sögulegt vegna þess, að atkvæði þess réð
úrslitum.
Úrslit þessarar atkvæðagreiðslu voru
hins vegar mikilvægust vegna þess, að í
kjölfar þeirra fylgdu nýjar sáttatilraunir,
sem báru þann árangur, að samkomulag
náðist um svokallaða pakkalausn. Á næsta
allsherjarþingi (1955) var samþykkt inn-
ganga sextán ríkja, og var það einnig sam-
þykkt í öryggisráðinu. Meðal hinna nýiu
þátttökuríkja voru írland, Austurríki, It-
alía, Portúgal, Spánn, Ungverjaland, Búlg-
aría, Rúmenía og Albanía.
Síðan þetta samkomulag náðist, hafa
inntökubeiðnir yfirleitt verið samþykktar,
án stórátaka.
Ég er ekki í vafa um, að Thor Thors átti
sem formaður sérstöku stjórnmálanefnd-
arinnar 1954 þátt í þessari þróun.
Palestínu- Og Kynþátta-
MÁLIN í SUÐUR-AFRÍKU
Af öðrum meiriháttar málum, sem fjall-
að var um í sérstöku stjórnmálanefndinni
á allsherjarþinginu 1954 má nefna Palest-
ínumálið og kynþáttamálin í Suður-
Afríku.
Palestínumálið snerist þá aðallega um
aðstoð við þá Palestínumenn, sem höfðu
flúið frá heimkynnum sínum á þeim land-
svæðum, sem féllu undir Ísraelsríki við
stofnun þess. Samþykkt var að halda þess-
ari aðstoð áfram, og endurnýjaðar þær
ályktanir, að flóttamennirnir fengju ann-
að hvort að hverfa heim aftur eða yrðu
greiddar skaðabætur vegna missis eigna
sinna. ísraelsstjórn hafnaði hvoru tveggja
á þeim grundvelli, að hún gæti ekki fallist
á heimflutningsmanna, sem væru óhæfir
til að verða þegnar ríkis, sem þeir væru
mótfallnir, en slæmur fjárhagur ísraels
vegna herkostnaðar, sem leiddi af umsát
Arabaríkja, gerði því ókleift að greiða
skaðabætur.
Athygli vekur eftir á, að Sovétríkin
lögðu eiginlega ekkert til þessara mála á
allsherjarþinginu 1954. Þau studdu stofn-
un Ísraelsríkis á sínum tíma og voru, þeg-
ar hér var komið sögu, ekki farin að ráði
að leita eftir vinfengi Arabaríkja né þau
eftir vináttu Sovétríkjanna. Breyting á
þessu varð fyrst eftir að ísraelsmenn,
Bretar og Frakkar réðust á Egyptaland
1956. Þá urðu þáttaskipti, sem hafa dregið
dilk á eftir sér, sem hefðu þá orðið alvar-
legri, ef Eisenhower hefði ekki gripið
myndarlega í taumana og rekið árásarher-
ina heim-
Kynþáttamálin í Suður-Afríku voru
rædd í tvennu lagi. í öðru lagi var tillaga
frá Indlandi og Pakistan þess efnis, að
hafnar yrðu viðræður þessara ríkja við
Suður-Afríku um málefni fólks af ind-
verskum ættum, sem búsett væri í Suöur-
Afríku og nyti ekki fullra mannréttinda.
Slíkum viðræðum hafði stjórn Suður-
Afríku hafnað á þeim grundvelli, að hér
væri um innanlandsmál að ræða og heyrðu
því ekki undir verkahring Sameinuðu
þjóðanna. Eigi að síður samþykkti alls-
herjarþingið samkvæmt tillögu sérstöku
stjórnmálanefndarinnar, að umræddar
viðræður skyldu hafnar.
Málefni blökkumanna í Suður-Afríku
voru svo rædd sér í lagi. Af hálfu Samein-
uðu þjóðanna hafði sérstakri nefnd verið
falið að skila skýrslu um kjör þeirra og var
hún undirstaða umræðnanna í sérstöku
stjórnmálanefndinni. Skýrslan leiddi í
ljós, að blökkumenn bjuggu við mikið mis-
rétti og hefði það verið aukið með mörgum
nýjum lögum og reglugerðum, sem væru
ósamrýmanlegar mannréttindayfirlýsingu
Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúi Suður-
Afríku beitti þeim rökum, að hér væri um
innanlandsmál að ræða og mótmælti því
öllum afskiptum Sameinuðu þjóðanna af
því. Undir þetta tóku þá Bretar, Frakkar,
Kanadamenn, Ástralíumenn og Ný-Sjá-
lendingar.
Fulltrúi Suður-Afríku lagði einkum
áherslu á, að horfið yrði frá því, að Sam-
einuðu þjóðirnar fælu áðurgreindri nefnd
að fylgjast með þessum málum áfram og
skila skýrslu um þau til næsta allsherjar-
þings.
Þetta varð allmikið hitamál í nefndinni
og fór fram nafnakall um það, hvort
nefndin ætti að starfa áfram, og var það
samþykkt.
ísland greiddi eitt Vestur-Evrópuríkj-
anna atkvæði með því að nefndin héldi
áfram. Á móti voru Bretland, Frakkland,
Bandaríkin, Benelúx-löndin, Kanada,
Ástralía og Nýja-Sjáland og nokkur fylgi-
ríki þeirra. Danmörk, Noregur og Svíþjóð
sátu hjá. Hins vegar greiddu Noregur og
Svíþjóð atkvæði með, þegar atkvæða-
greiðslan fór fram um tillöguna í heild, en
þá sátu Danmörk og Bandaríkin hjá. Önn-
ur framannefnd ríki greiddu atkvæði gegn
tillögunni í heild.
Nú hefur orðið breyting á afstöðu þess-
ara ríkja. Þau greiða nú öll atkvæði á svip-
aðan veg og ísland gerði í sérstöku stjórn-
málanefndinni 1954. Kanada, Ástralía,
Benelúx-löndin og Bretland telja ekki
lengur að kynþáttamálin í Suður-Afríku
séu innanlandsmál, sem öðrum komi ekki
við.
Það hefur jafnframt áunnist að fólk af
indverskum ættum, ásamt kynblending-
um, nýtur orðið aukinna réttinda miðað
við ástandið 1954.
Sérstaka stjórnmálanefndin fékk nokk-
ur fleiri mál til meðferðar en þau voru
minniháttar og stóðu flest í sambandi við
kalda stríðið. Þess má geta, að Sovétríkin
komu þá fram sem öflugur málsvari Pek-
ing-Kína,. en Bandaríkin voru þá mjög
andvíg Kína vegna Kóreu-stríðsins. Þetta
átti eftir að breytast.
Grænland Og Pétur
Ég tók ekki sæti í íslensku sendinefnd-
inni fyrr en seint í október og hafði þingið
þá staðið í rúman mánuð, en störf nefnd-
arinnar þó rétt byrjuð, því að fyrstu vik-
urnar fer fram allsherjarumræða í þing-
inu sjálfu, þar sem utanríkisráðherrar
láta aðallega til sín heyFa.
Fjórða nefndin eða nýlendunefndin
hafði þó hafið störf sín og var a.m.k. búin
að ljúka því verkefni sínu að fjalla um
Grænland. Danir höfðu þá farið þess á leit,
að Grænland yrði ekki lengur talið ný-
lenda, þar sem það væri orðið hluti af
Danmörku og hefðu Grænlendingar fallist
á það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fjórða
nefndin féllst eindregið á þetta og var að-
eins eftir að afgreiða þetta nefndarálit á
fundi allsherjarþingsins.
Þetta mál bar á góma á fyrsta fundi
íslensku sendinefndarinnar, sem ég sat.
Fyrir lá að taka afstöðu til ræðu, sem
Kristján Albertsson hafði samið og átti að
flytja. Ræðan var snjöll eins og Kristjáns
var von og vísa, en mér fannst Dönum vera
borin fullvel sagan. Ég hreyfði því athuga-
semdum, en Hans Andersen gat þess, að
Kristinn Guðmundsson utanríkisráðherra
hefði verið með einhverjar vangaveltur um
afstöðu íslands, en Hans var þá nýkominn
að heiman til að fylgjast með hafréttar-
málum. Niðurstaðan varð því sú, að leita
skyldi eftir fyrirmælum frá ríkisstjórn-
inni.
Eftir skamma stund bárust fyrirmælin
og komu þau nokkuð á óvart. Eftir því,
sem ég hef frétt síðar, hafði atburðarásin
verið á þessa leið: Stjórnin taldi að þetta
gæti orðið nokkurt deilumál og ákvað því
að leggja málið fyrir lokaðan fund Alþing-
is. Þetta mun hafa orðið síðasti lokaður
fundur þingsins. Eftir að ráðherrar höfðu
skýrt máiið, tóku hinir gömlu garpar úr
sjálfstæðisbaráttuni við Dani, Pétur
Ottesen og Jörundur Brynjólfsson, til máls
og var Pétur Ottesen ekki minnst ákveðinn
í máli, eins og hans var háttur. Pétur hafði
stundað þá verslun um þingsæti að fá
jafnan sætið, sem var hægra megin næst
dyrunum, þegar gengið var í þingsalinn.
Til þess að fylgja máli sínu sem best eftir,
hafði Pétur staðið tvívegis upp og skellt
hurðinni hastarlega á eftir sér. Ólafur
Thors, sem var þá forsætisráðherra og tók
oftast mikið tillit til Péturs, á þá að hafa
sagt: „Ég held við verðum að gera það fyrir
Pétur að sitja hjá. Hvort, sem þessi saga
er rétt eða röng, fengum við fyrirmæli um
hjásetu. Ég verð að játa, að persónulega
féllu mér þessi fyrirmæli vel.
Kristján Albertsson flutti því aldrei
sína ágætu ræðu, en að ráöi þeirra Thors
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 23. FEBRÚAR 1985 5