Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1985, Side 8
ella færi hann í mola og þegar allt er til
reiðu, setur Kristjana upp asbesthanzka,
tekur á hlutnum með armlangri áltöng,
fær einhvern af heimilisfólkinu til að taka
í keðjuna sem opnar ofninn — og rennir
hlutnum niður í 800—900 gráða hita.
En stundum beitir Kristjana jarð-
brennslu. Þá er hluturinn kældur vel og
lengi. Ofninn er þá ef til vill ekki opnaður
fyrr en sólarhring eftir að hann slökkti á
sér. Við jarðbrennslu er notuð gröf, sem
minnir á kolagröf, þar sem viðarkol eru
búin til. Þessi gröf er hálfur annar metri á
dýpt og henni er lokað að ofan með plöt-
um. Hægt er að jarðbrenna marga hluti í
einu; Kristjana staflar þeim í gröfina, en
lætur sag, harðvið eða hrossaskít með og
þessi eldsmatur er látinn brenna ofanfrá. I
þessu fóðri getur lifað í heila viku; það
kraumar svona eins og í kolagröf, enda er
vandlega lukt yfir og hitinn í gröfinni get-
ur orðið mikill, á að gizka 600—700 gráður.
Það er ævinlega mjög spennandi augna-
blik að opna gröfina, segir Kristjana; ailt-
af kemur eitthvað á óvart. Til dæmis sýndi
hún mér tvö eða þrjú mannshöfuð, sem
höfðu ekki fengið þá áferð, sem hún óskaði
eftir; þau voru með þessum föla leirlit í
framan, en jarðbrennslan hafði litað á
þeim kollinn, svo þau voru líkt og með
húfur. En þetta kemur ekki að sök; hlutir
sem þannig fara, eru látnir fijóta með í
næstu jarðbrennslu.
Áhættan við þessa vinnslu felst einkum
í sprunguhættu og margan hefur það leik-
ið grátt, þegar allt springur. Sú hætta er
fyrst og fremst fyrir hendi í hrábrennsl-
unni, — sé leirinn illa þurr, getur orðið
hörkusprenging, og sundrar þá öðru sem í
ofninum er. Þessi áhætta er einnig fyrir
hendi í rakú-brennslunni.
„Það tók sinn tíma að skipuleggja vinn-
una og fá tíma til þess að ganga að þessu
verki jafnframt heimilisstörfunum. Nú
orðið er ég hörð á því að fara bara í mína
vinnu úti í vinnustofu, jafnvel þótt hjá
okkur séu gestir, sem búa kannski hjá
okkur svo dögum skiptir eins og komið
hefur fyrir. Gestirnir veiða bara að sjá um
sig sjálfir.
Mér finnst fólk skilja það núna, að ég
þarf að fá næði til að vinna. Að undan-
förnu hef ég getað verið löngum stundum
úti á verkstæði, já, alla daga. Þetta er
seinunnin vinna; hún krefst mikils tíma og
þolinmæði. Þetta væri ekki hægt, ef maður
hefði aðeins stolnar stundir til þess. Ef
maður gleymir sér aðeins, þá kemur mað-
ur kannski að öllu í molurn."
En sjálf myndefnin, það sem óneitan-
lega skiptir máli ekki síður en útfærslan,
— hvernig koma þau til Kristjönu? Um þá
hlið málsins segir hún:
„Vinnan sjálf leiðir af sér nýjar hug-
myndir. Ég hef nóg af hugmyndum á lager
og meira en ég hef komizt yfir að vinna úr.
Hugmyndir fæðast á meðan verið er að
vinna, — en það gerist líka, að maður setj-
ist niður með blýant og blað. Það gerist
ekki sízt, að hugmyndir komi til mín að
loknum vinnudegi, þegar litið er í hugan-
um yfir dagsverkið og á að fara að sofa, —
og þá halda þær fyrir manni vöku.
Mínar hugmyndir standa oftast í sam-
bandi við fólk — bæði hinn ytri og innri
mann. Kannski þó öllu meira þann innri.
Ég vona að það sjáist, að það er verið að
tjá einhverjar kenndir og að þetta eru
a.m.k. stundum myndir með sálrænu inn-
taki. Líkaminn — þá gjarnan kvenlíkam-
Horft á rígningu.
Kossinn.
inn — er form sem hentar mér vel núna.
Stundum er það aðeins höfuð og brjóst —
torsó — en brjóstið er holt, að hluta opið
og stundum má sjá eitthvað innanbrjósts.
Ég kalla þetta myndhvörf; það vex ekki
kaktus innan í manni í bókstaflegum
skilningi og enginn er heldur með mörg
hjörtu. Þetta er einskonar raunsæi með
fantasíuívafi."
Sumar þessara kvenmynda hefur Krist-
jana unnið úr leirþynnum, sem flattar eru
út eins og kökudeig með kefli, sem svipar
til kökukeflis. Þessar þynnur verða ákaf-
lega vandmeðfarnar, til dæmis sem efni-
viður í mannsmynd. Þær hafa ekki burð í
sjálfum sér og verður því að gefa þeim
einhvern stuðning. Sumar þessara mynda
eru útafliggjandi á stöplum úr límtré, —
og vegna þess að skúlptúrar á sýningum
hér hafa frá gamalli tíð fremur staðið lóð-
réttir upp af stöplum sínum, er við því að
búast að þetta þyki framandi. Útafliggj-
andi myndir hafa þó vissulega sézt hér,
enda er víst fátt nýtt undir sólinni. Má
minna á í því sambandi að einn fremsti
myndhöggvari heimsins, Henry Moore,
hefur margoft gert myndir af fólki, sem
liggur útaf.
Sýning Kristjönu á Kjarvalsstöðum er
fyrsta einkasýning hennar og þar af leið-
andi merkur áfangi fyrir hana. En aðeins
áfangi. Sú leið, sem framundan er, hefur
ekki verið vörðuð, en um leirinn segir
Kristjana, að hann sé tvímælalaust gott
efni í skúlptúr. Hún telur að hún muni
halda áfram að vinna með leir, en síðar
meir stefnir hún að því að vinna í brons og
aðra málma.
Gísli Sigurösson
Að leir sé notaður í höggmyndir er ekki
alveg nýtt af nálinni. Terracotta-myndir
eru jafn gamlar skráðum frásögnum af
mannkyninu; sumar þær elztu sem um er
vitað eru af frjósemisgyðjum. Þessi tækni
var notuð meðal Forn-Egypta, einnig á
Krít og í Grikklandi hinu forna og bæði
Etrúrskar og Rómverjar notuðu þessa að-
ferð. Það vakti athygli ekki alls fyrir
löngu, þegar gröf fannst í Kína með miklu
„fjölmenni" úr brenndum leir, og þannig
mætti lengi telja. Hinsvegar hefur þróunin
á íslandi og á Norðurlöndum að mestu
fallið í þann farveg að gera nytjahluti úr
leir.
Á þeim fjórum árum sem liðin eru síðan
Kristjana kom frá námi í Arizona, hefur
hún verið að þróa það sem hún lærði og á
tveimur undanförnum árum að vinna að
þeim verkum, sem á sýningunni eru. En
hvað um tímann til þess arna; hvernig fer
hún að því að sinna þessu jafnframt móð-
urhlutverki og heimilisstörfum. Um það
sagði hún:
Konumynd.
Selda brúðurin
eftir Smetana
Aþessu ári er liðin ein
öld frá andláti tékkn-
eska tónskáldsins
Smetana og 160 ár frá
fæðingu hans. Hann fæddist 2.
mars 1824 í Bæheimi. Faðir hans
rak ölgerðarhús, en lék á fiðlu og
lét sér annt um að hlúa að tón-
listargáfu sonarins. Hann lærði
á fiðlu og píanó og söng í kirkju-
kór meðan hann var barn að
aldri, og átta ára samdi hann
fyrsta verk sitt — dans fyrir
píanó. Foreidrar háns skiptu oft
um búsetu á æskuárum Smet-
ana, svo að námsferill hans mót-
aðist af því. Síðast var Smetana
z við tónlistarnám í Prag, en sló
heldur slöku við námið. Samt
lauk hann námi um 1847 og fór
þá í tónleikaferð sem varð þó
endaslepp vegna fjárhagsörðug-
leika og það sama ár varð hann
píanókennari hjá Thun-Hohen-
stein greifa. Smetana var virkur
þátttakandi í marsuppreisninni í
Prag 1848 og samdi kórlög og
marsa af því tilefni, en fjárhag-
ur hans var erfiður og hann leit-
aði ásjár Liszts og tileinkaði
honum fyrstu tónsmíð sína (opus
1). Ári síðar gekk hann í hjóna-
band og var kona hans píanó-
leikari, en þar bar skugga á því
að þrjú af börnum þeirra dóu í
æsku. Árið 1856 í október settist
Smetana að í Gautabcrg og kom
þar á fót tónlistarskóla og
stjórnaði hljómsveit. Konu sína
missti hann úr tæringu 1859, en
kvæntist aftur ári síðar og árið
1861 fór hann frá Gautaborg og
settist að í Prag og vann þar að
tónlistarmálum bæði sem
hljómsveitarstjóri og einleikari
á píanó. Hann lauk fyrstu óperu
sinni árið 1863 og 2 árum síðar
hóf hann að semja Seldu brúðina
og var hún frumflutt í Prag 30.
maí 1866. Á næstu árum samdi
hann fleiri óperur, en engin
þeirra hefir náð sömu vinsæld-
um og Selda brúðurin, sem kalla
má þjóðaróperu Tékka. Fimm
árum síðar var Selda brúðurin
flutt í fyrsta skipti erlendis, það
var í Pétursborg (nú Leningrad).
Síðustu æviár Smetana voru
dapurleg. Hann hrökklaðist úr
starfi sínu og missti heilsuna, en
fékkst þó við tónsmíðar fram
undir það síðasta. Hann andað-
ist 12. maí 1884.
Selda brúðurin er gamanóp-
era, sem fjallar um hjúskapar-
miðlun og ástir í meinum, en allt
fer þó vel að lokum. Hún gerist í
sveitaþorpi og sveitafólkið syng-
ur og dansar og tónlistin sem
Smetana lætur það syngja er
hrífandi og gædd sérstökum
þjóðlegum þokka sem ekki verð-
ur með orðum lýst.
Eins og að líkum lætur hafa
Tékkar ekki látið sitt eftir liggja
að leika Seldu brúðina inn á
hljómplötur, ein og sú nýjasta
kom út á árinu 1982. Það er
Supraphon digital 1116 3511-3,
stjórnandinn er Zdenek Kosler,
og hlutur hans í upptökunni er
mjög góður. Gabriela Benakova
syngur Marenku (Maríu), hún
hefur mjög blæfagran mezzo-
sópran og túlkar hlutverkið með
ljóðrænum trega sem fellur vel
að tónlistinni. Peter Dvorský
syngur Jeník (Hans) og tvísöng-
ur þeirra í upphafi óperunnar er
stílhreinn og fagur. Um önnur
hlutverk má segja að þar sé rétt-
ur maður á réttum stað. Ekki
þarf að taka fram að hér er
sungið á tékknesku.
Til er eldri útgáfa á 2 plötum,
þar er sungið á þýsku, stjórn-
andinn er Rudolf Kempe, aðal-
hlutverkin eru í höndum Pilar
Lorengar, Fritz Wunderlich og
Gottlop Frick og það er Bam-
berg-sinfóníuhljómsveitin sem
leikur. Enda þótt þessi útgáfa
-EMl IC 149 30967/9 - sé orðin
nær tveggja áratuga gömul, hef-
ir hún haldið velli og ber þar
hæst frábæran söng Wunderl-
ichs og listfeng tök Kempes á
þeirri töfraveröld sem hann
seiðir fram og býr að baki nótn-
anna.
A.K.