Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1985, Side 10
Svefnhöfgi sækir á risann
Síðari hluti. Eftir Boris Khasanov.
Sovézkin*
veruleiki
nútímans
— óskynsemin, fátæktin og svínaríið —
Þótt margt gangi á afturíótunum hjá risaveldinu, er útþenslustefnunni haldið áfram. Hér eru
sovézkir hermenn í skógum Sansibar og enn berjast þeir í Afghanistan.
Sovétborgarar í lest. „Þegar nánar er skoðað, verða menn varir við hið víðtæka sinnuleysi
almennings í landinu, deyfð og afskiptaleysi um gang mála yfirleitt“
Boðskapurinn, sem hljómar hverju sinni á
flokksþingi Kommúnistaflokks Ráðstjórn-
arríkjanna, er fluttur á alveg sérstöku
táknrænu helgimáli — það eru einungis
prestarnir, sem hafa einhvern áhuga á
„ Yfirgnæfandi meiri-
hluti Sovétmanna hefur
misst hvern snefil af
persónulegu sjálfstæði
einstaklingsins, bæði til
orðs, æðis og hugsunar,
hefur engan skilning
lengur á né tilfinningu
til að bera fyrir sameig-
inlegum hagsmunum og
kynni einfaldlega ekkert
með frelsið að fara, ef
það skyldi falla þeim í
skaut eins og einhver
guðsgjöf af himnum
ofan. “
sjálfu efni textans. Þar kemur fram viss
hluti af miklu kenningarbákni hálfgild-
ings vísindalegs marxisma, sem er fyrir-
skrifað skyldunámsefni fyrir alla þá, sem
stunda framhaldsnám í Ráðstjórnarríkj-
unum. Heilu hersveitirnar af prófessorum
í þessu fræðabákni eru svo önnum kafnar
við að telja áheyrendum sínum trú um yf-
irburði sovétkerfisins á öllum sviðum:
Hinn óhjákvæmilegi sigur kommunismans
yfir öllum heiminum sé tryggður með
óskeikulleika marxismans á sama hátt og
stöðugleiki myntkerfis sé tryggður með
gullfæti, það er að segja með gullforða í
ríkisfjárhirzlunni.
Við vitum hins vegar, að á síðustu öldum
Býsanzka ríkisins tíðkaðist orðið að sýna
útlendingum gullklumpa, sem voru holir
að innan, og svikna gimsteina, þegar þeim
var boðið að skoða alla fjársjóðina í fjár-
hirzlum keisarans.
ÓSKEIKUL KENNING EN
Mjög Svo Hol að Innan
Sé raunverulega reynt að framkvæma
fjarstæðukennda hugaróra eða útópíu, þá
táknar það dauða og endalok slíkra hug-
sýna. Ótvíræðasta staðfestingin á rétt-
mæti hinna nýju þjóðfélagslegu trúar-
bragða var jafnan í augum rússneskra
marxista, að þessari trú þeirra yrði svo
breytt í áþreiíanlegan veruleika, en ein-
mitt sú umbreyting hefur líka orðið til
þess að uppræta trúna á marxismann með
öllu.
Fyrir nokkru bárust fréttir af hópi
ungra lenínskra menntamanna, sem stofn-
að höfðu neðanjarðartímarit með titlinum
„Vinstribeygja" í Moskvu. Þeir höfðu lesið
ritverk stofnanda Ráðstjórnarrikjanna í
frumútgáfu (Við sovézka háskóla er nám
það, sem fram á að fara í kenningum Len-
ins, svo og fræðilegar athuganir á verkum
hans, svo til eingöngu bundið við það, að
stúdentar eru látnir læra utanað ýmsa
bæklinga með pólitískri fræðslu), og eftir
þann lestur tóku þeir að ásaka sovézk
stjórnvöld um svik við leninismann.
Ungmenni þessi voru vitanlega öll hand-
tekin.
Og þessir ungu, einlægu leninistar hlutu
tvíþætta refsingu fyrir frumhlaup sitt.
Enginn, sem hafði spurnir af þessum hópi
ótrauðra hugsjónamanna, tók hugmyndir
þeirra alvarlega. Starfsmenn sovézka
saksóknaraembættisins álitu hina ákærðu
hálfgeggjaða; foreldrar og nánustu vinir
hinna ungu leninista reyndust hafa svip-
aða skoðun á sálarástandi þessara ógæfu-
manna. f augum vina, aðstandenda og
einnig að áliti opinberra aðila ríkisvalds-
ins var Lenin með sitt 55-binda pólitiska
heildarritverk ekkert annað en sá Lenin,
sem hvílir í grafhýsinu við Kremlarmúra
— fagurlega farðað og smurt lík.
Það var svo Krússéf, sem gerði síðustu
tilraunina til að endurlífga hina einu
sönnu trú almennings á gildi marxismans
og leninisma: Árið 1961 var því lýst hátíð-
lega yfir, að kommúnismi yrði innleiddur í
Ráðstjórnarríkjunum innan næstu tuttugu
ára. Þegar sú kynslóð, sem þá loks skyldi
fá tækifæri til að klífa síðasta spölinn upp
í dýrðlegar hæðir hinnar marglofuðu jarð-
nesku sæluvistar, er núna á góðri leið meö
að safnast til feðra sinna, þá stendur
marxísk hugmyndafræði aftur á móti
frammi fyrir nýju og einstaklega örðugu
verkefni. Hvernig getur eiginlega sann-
leikur og óskeikulleiki marxismans sam-
rýmzt þeirri raunalegu en áþreifanlegu
staðreynd, sem nú er ekki lengur unnt að
fara í launkofa með — það er að segja
hinum allt of augljósu efnahagslegu
örkumlum þessa þjóðfélagskerfis?
Kanónur Og Kúlur í Stað
Kjötkatla Og Korns
Sovézka hugmyndafræðin mun líka
örugglega kunna einhver ráð til að útskýra
málið og stappa stálinu í þegnana. Hvort
hugmyndafræðingum Flokksins tekst hins
vegar að kippa efnahag Ráðstjórnarríkj-
anna í lag, skal þó ósagt látið. Þeir munu
láta sér detta einhverjar nýjar formúlur í
hug. En enginn hefur annars nokkurn
minnsta áhuga á þess háttar yfirklóri, því
að trúin á málstaðinn er fyrir löngu dauð.
Dapurlegt útlit fátæklegra kofa, þjóð-
vegur á kafi í forareðju, þar sem bíllinn
sekkur eins og lekabytta, ef menn álpast út
á hann, akrar alþaktir gróskumiklu ill-
gresi — er ekki einmitt þetta táknmynd
um farinn veg? Má ef til vill líta svo á, að
einhvers konar þreytustjarfi sé kominn yf-
ir risann eftir ýtrustu en árangursiausa
áreynslu, og að hann safni nú í hvíldar-
svefni orku til að geta tekið nýtt stökk út í
ginnungagapið?
Þeir, sem leiða sovézkan veruleika nú-
tímans augum, sjá risavaxnar borgir,
bókstaflega yfirfullar af fólki, geysistór
iðjuver, afar flókið stjórnunarfyrirkomu-
lag, og þar að auki sívaxandi hernaðar-
anda, sem lýsir sér í mun strangari og
nákvæmari herþjálfun, stofnun sífellt
fleiri herdeilda og öflugri uppbyggingu
hernaðarmannvirkja, og það gerist í því-
líkum mæli, að Vesturlandabúi getur
naumast gert sér það fyllilega í hugarlund.
Samfara þessari þróun í sovézkum innan-
ríkismálum, er í gangi markviss útþenslu-
stefna í utanríkismálum, sem að undan-
förnu hefur borið framúrskarandi góðan
árangur.
Þegar nánar er skoöað, verða menn samt
varir við hið víðtæka sinnuleysi almenn-
ings í landinu, deyfð og afskiptaleysi um
gang mála yfirleitt. Raunverulega athafn-
asemi og lifandi áhuga sýnir sovézkur al-
menningur aðeins, þegar farið er í búðir,