Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1985, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1985, Qupperneq 14
BÍLAR VOLVO 740 Þessi rúmgóði Volvo er traustur og vel búinn eins og fyrirrennarar hans og hvað verð snertir er hann í efri kant- inum í milliflokki, þar sem samkeppn- in er mjög hörð — en með þessum bíl hefur Volvo tromp á hendi. mjög vönduð og gagnger (50 stiga) ryðvarnarmeðferð, sem málmurinn fær þegar bíllinn er framleiddur. í annan stað hefur Volvo lagt áherzlu á öryggi og hinir nýju 740/760 eru eins ör- uggir og nútíma bílaframleiðsla ræður við, en jafnframt er vafa- samt að halda því fram að þeir séu öruggari en ýmsir aðrir á sambærilegu verði. Þó er ástæða til að geta um öryggisnýjung sem einungis er þó enn aukabún- aður í 760-gerðunum og fæst einnig sem aukabúnaður í 740 Eins og myndin ætti að bera með sér, er innréttingin í lúxusflokki. Sætin eru með því bezta, sem röl erá. egar Volvo hleypti af stokkunum stóru gerð- inni, sem auðkennd er með 750 í febrúar 1982, var ljóst að stefnt var að því að ná til mun stærri — og kannski umfram allt efnaðri kaupenda- hóps. Það hefur tekizt. Stóri Volvóinn hefur náð góðri mark- aðshlutdeild í Bandaríkjunum, enda varð mörgum á orði í upp- hafi, að útlit bílsins benti til þess hvar honum væri ætlað að selj- ast. Það þótti sumsé hafa verið tekið mið af bílum eins og Chevrolet Celebrity og Pontiac 6000 frá General Motors, en engu að síður er niðurstaðan sú, að stóri Volvóinn hefur að lang- flestu leyti evrópsk einkenni þegar betur er að gáö. Með Volvo 760 Turbo er kominn alvörubíll, sem getur staðið uppi í hárinu á mörgum af þessum kunnu hrað- brautavörgum; hámarkshraðinn er yfir 200 km og viðbragðið í 100 km hraða er 8,5 sek. Það var sterkur leikur hjá Volvo að útfæra úr 760-gerðinni bíl í milli-verðflokki eins og gert hefur verið með 740-gerðinni, sem hleypt var af stokkunum í janúar 1984. Hreinar en nokkuð hvassar línur einkenna Volvo 740, en gott rými að innan hefur verið látið ganga fyrir straumlínu og lágum vind- stuðli. Þrátt fyrir rerulegar breyt- ingar frá fyrri gerðum, hefur Volvo-andlitinu verið randlega haldið. Það er turbo-gerðin, sem hér sést, en hún er nánast eins í útliti og GL. Hann er sumsé ársgamall og gerður úr sama boddýi og því eins í útliti og dýrari gerðin 760. Þrátt fyrir gagngera útlitsbreyt- ingu frá 240-gerðinni, hefur „andlitinu" verið haldið, svo það ætti ekki að fara á milli mála, að hér er Volvo á ferð. Með þessari gerð hefur trúlega tekizt að endurheimta þann ljóma, sem lék um Volvo þegar Amazon var og hét um og uppúr 1960. Ekki svo að skilja, að ekki hafi gengið vel að selja Volvo 240; hann hef- ur verið geysilega vinsæll hér til dæmis. En samt skorti alltaf eitthvað uppá að hann hefði þann „karakter" sem Amazon óneitanlega hafðí. Hér verður ekki farið lengra út í þá sálma, því ætlunin er að gaumgæfa grundvallargerðina af Volvo 740, sem jafnframt er ódýrust. Kostar nú á skrifandi stund 750 þúsund miðað við beinskiptingu og 5 gíra. Volvo hefur verið auglýstur hér sem „fasteign á hjólum" og þótt það sé nokkuð yfirlætisfull framsetning, þá mun staðreynd að endursöluverð á Volvo hefur að jafnaði verið hátt og hann endist lengi; liðlega 20 ár að jafnaði í Svíþjóð samkvæmt opinberum athugunum. Mestan þátt í þeirri endingu á líklega Turbo intercooler: „Electronic Traction Control", sem nefnt hefur verið rafeindastýrt veg- grip. Þessi búnaður kemur í veg fyrir að hjólin missi veggrip í hálku og er líklega með því merkara sem fram hefur komið uppá síðkastið til aukningar á öryggi. Tölva ber sífellt saman snúning á framhjólunum og drifhjólunum að aftan. Þegar bíll missir veggrip og fer að skrensa gerist það jafnframt að drifhjólin spóla og snúast þá hraðar en framhjólin í þessu til- viki. Um leið og tölvan greinir mismun á snúningi hjólanna að framan og aftan, drepur hún á einum strokk; á öðrum ef það dugar ekki og enn á þeim þriðja. Vélin er látin missa nákvæmlega nægilega mikið afl til þess að bíllinn spóli ekki og þar með er veggripinu borgið. Auk þessa er ABS-kerfið, sem er læsingarvörn á hemlum, fáanlegt sem auka- búnaður og þá er sannarlega óhætt að koma óþyrmilega við hemlana, jafnvel í fljúgandi hálku. Volvo 740 er mikil drossía og afar traustverkjandi bíll. Sætin eru í hæsta gæðaflokki, stór, vel formuð og upphituð, ef óskað er, og 16 mismunandi stillingar fyrir mjóhrygginn. Þar að auki eru þau nokkurn veginn hæfi- lega mjúk. Útsýnið er tiltölulega óhindrað á alla vegu og stjórn- tækin eru alveg óaðfinnanleg. í mælaborðinu er allt sem með þarf: greinilegir mælar og gaumljós í röð. Þegar vélin er ræst og bíllinn tekinn af stað vekur strax at- hygli nokkuð grófgerður gangur, sem tæpast er í samræmi við út- færsluna á bílnum að öðru leyti. Það hefur lengi loðað við að keppinautarnir líki Volvo við traktor og þessi grófi gangur kynni að verða til þess að það yrði gert áfram. Öðrum finnst þetta einungis afar traustvekj- andi. f þessu sambandi er þó vert að benda á, að ólukkans ventla- glamrið, sem lengi hefur ein- kennt Volvo-vélina og fór oft í taugarnar á mér þegar ég átti Volvo hér fyrr á árum, er nú með öllu horfið. Vélin er 2,3 lítrar að rúmtaki, 4ra strokka og við hámarkssnún- ing er afl hennar 112 hestöfl. Þar að auki er völ um gerðirnar GLE, sem 131 ha og 740 Turbo, 177 hestöfl. Með beinskiptingu verður viðbragðið 12,3 sek. í hundraðið, sem er alveg viðun- andi, en yrði í það slappasta með sjálfskiptingu; að sjálfsögðu er hún fáanleg. Stýrið er með þjálparátaki og krappur snún- ingshringur gerir bílinn auð- veldan í bæjarakstri og í þrengslum á bílastæðum. Volvo hefur alltaf verið góður malar- vegsbíll og þessi er það einnig: það er hægt að geysast yfir venjulegan, ósléttan malarveg án þess að það verði óþægilegt á nokkurn hátt. Stærðin er svo til nákvæmlega hin sama og á Audi 100 hinum þýzka, sem verður einn af keppi- nautum Volvo 740. Hins vegar er ódýrasta gerð af Audi uppundir 50 þús. dýrari, svo samanburður- inn verður ef til vill ekki raun- hæfur. Aftur á móti kostar þessi Volvo svo til uppá krónu jafnt og BMW 520, beinskiptur, sem verður annar skæður keppinaut- ur, enda þótt hann sé um 17 sm styttri og 10 sm mjórri. Það er fróðlegt að bera þessa bíla saman; báðir eru góðir og skemmtilegir í akstri. Það er meiri fágun yfir BMW í frágangi og allt gangverkið í honum ein- kennist af silkimýkt, sem tæpast er fyrir hendi í Volvo 740. Sætin í Volvo eru betri fyrir minn smekk og ekki eins hörð; sömu- leiðis er útsýnið úr honum betra og rúðurnar stærri. Ég mundi líklega kjósa BMW á malbikinu en Volvóinn ef ég þyrfti mestan part að aka á malarvegum. GIsli Sigukðsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.