Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1985, Page 15
Ur sagnabanka
Leifs
Sveinssonar
Reimt í
Miðgörðum
Sigfús Halldórsson tónskáld var á síld í gamla daga og var
landað í Grímsey á sunnudegi. Robert Jack er þá prestur þar og
bjó í Miðgörðum. Hann semur við Sigfús: Ef hann spili við barna-
guðsþjónustu, þá bjóði prestur honum í kaffi í staðinn.
Nú er messu lokið og Sigfús bíður eftir kaffinu í stofu prestset-
ursins. Hann situr þar í sófa þegar Robert kemur inn með kaffið.
Tilkynnir Sigfús presti, að honum sé eigi vært í stofunni fyrir
reimleikum og muni hann afþakka kaffið og halda þegar til skips.
Prestur spyr í hverju reimleikarnir séu fólgnir. Segir Sigfús
honum, að alltaf annað slagið lyftist sófinn öðrum megin og
haldist hann ekki við í honum.
— Vertu alveg rólegur, Sigfús minn, svarar prestur, þetta er
bara bolakálfurinn minn, sem á heima í kjailaranum undir stof-
unni, hann rekur hausinn annað slagið upp um gólfið undir sófan-
um, það er nefnilega sundurfúið.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 23. FEBROAR 1985 15