Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1985, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1985, Page 5
Gunnar Gunnarsson skáld. Eftír málverki Gísla Sigurðssonar, sem byggt er á ljósmynd af Gunnari fertugum. þremur vikum. Sagan lýsir reynslu þeirra meðan á hamförunum stendur, reynslu sem kjarnast í einni setningu: „Það er hægt að deyja sitjandi á rúmstokkn- um með ullarsokk í hendi sér, án þess að gefa upp öndina. Sem betur fer er einnig hægt að rísa upp frá dauðum til áræðis og dáða“ (192). Sú er og raunin. Á botni breðans fjallar um ótrúlegt atvik en styðst þó við sérstakan sögulegan atburð því höfundur fylgir í flestum meginatriðum frásögn eftir Bólu-Hjálmar sem nefnist Ágrip af lífssögu og háttum Höskuldar Jónssonar. Hún var skráð eftir sögn Höskuldar sjálfs veturinn 1846—47 að Minni-Ökrum. Höskuldur þessi mun hafa átt hrakningssama ævi í blárri fátækt en aldrei látið bugast, lífsskoðun hans mótuð af þrautseigju og seiglu. Sé frásögn hans borin saman við verk Gunnars koma margar hliðstæður í ljós; Gunnar heldur jafnvel óbreyttum manna- og staðanöfnum, fylgir og atburða- rásinni trúlega að mestu. Það má meðal annars sjá af lýsingu Höskuldar bónda. í þætti Bólu-Hjálmars stend- ur skrifað: Svo bar við einn morgvn, þá ég var við. svonefnt róðraúthald með Jóni Austmanni og við vorum sökkhlaðnir orðnir af fiski, að formaður minn dró flyðru mikla, hverja vér unnum og innbyrtum; sáum vér þá, að við vorum við það að sökkva. Á sömu mínútu var þá í flýti afhöfðaður fiskur nokkur, og kom ég því til leiðar, að haldið var í land, enda gjörði upp á ofsaveður, þá búið var að setja, svo mörg skip úr sömu veiðistöðu náðu ekki einu sinni lendingu. ... einn dag, sem við rérum, tók báturinn að gliðna sundur undir oss; voru þá teknir strengir og bátur- inn bundinn saman, ogmeð háska miklum komumst við í land. s> Þessi lýsing tekur á sig lítið eitt breytta mynd í sögu Gunnars, hlutur Höskuldar aukinn nokkuð en inntakið þó hið sama: Hver var það sem fann upp á því að afhausa fiskinn heldur en verða af veiðinni, þegar þeir með bátinn sökkhlaðinn fengu sprökuna miklu á færið? Hver nema hann Höskuldur í Grundarkoti, var pilt- urinn allt í einu kominn yfir í aðra sálma: Og hver var það sem smeygði kaðallykkju um allt saman og herti að, þegar báturinn var að því kominn að gliðna sundur undir þeim miðfirðis? Ætli ekki hann pabbi. (183). Höskuldur Bólu-Hjálmars virðist hafa verið lífseigur með afbrigðum; hann kvað hafa lent hvað eftir annað í snjóskriðum, hrunið framaf björgum og hrakist hálf- nakinn í stórhríðarbyljum án þess að verða meint af; eftir eina slíka ferð ber hann að bæ einum og segist svo frá: Þorfinnur bóndi, brjóstgóður maður og hjálpsam- ur, gekk að með annan mann að ná af mér leppa- görmunum, og þá þeir skoðuðu, var skyrtan eitt svell innan upp og niður ígegn, en hattinn klipptu þeir af höfðinu í miðju hári. Var síðan allur líkami minn makaður sírópi og heitt ofan í mig brennivínsbland- að kaffi. 6> Þessi atburður gerist að vísu nokkrum árum eftir að Höskuldur flutti frá Grundarkoti en í sögu Gunnars verður hann þó tilefni til hugleiðinga: Hættast myndi hann hafa verið kominn nóttina sem hann fram á hábjartan dag stóð við að grafa fé úr fönn, hettan samfrosin hárinu, svo að klippa varð hvort tveggja af kollinum ogskilja hann eftir nauða- sköllóttan, skyrtan einn klakahólkur sem höggva varð af honum. Þarna stóð hann uppi alsber en þau höfðu makað hann í sírópi og honum ekki orðið meint af fremur en endranær. (184). INNILUKT í 18 DÆGUR Frásögn Bólu-Hjálmars hefur án efa hrifið Gunnar og orðið honum staðfesting á arfgengu þreki og lífsorku hins norræna bónda sem aldrei lætur bugast þótt kjörin séu hörð og næsta vonlaus. En í Á botni breðans er reynsla Höskuldar þó ekki í sjónarmiðju heldur einstök þrekraun eiginkonu hans. Höskuldur greinir Bólu- -Hjálmari frá því að vetur einn sem almennt var kallað- ur harðivetur hafi kot hans farið undir fannfergi og fjölskylda hans byrgst inni um þriggja vikna skeið. A jólaföstu hefði hann ráðist að heiman, legið hríðfastur og ekki komist heim fyrr en að vikum liðnum. Honum segist svo frá: ... lagði eg upp landveg til heimferðar í lítilli uppbirtu. Skall þá á mig enn að nýju stórhríð, svo eg komst aðeins ódauður ofan í Siglufjörð aftur og dvaldi í Höfn hjá hreppstjóra Kröyer nokkrar nætur þar til á nýjársdag, að upp birti; komst eg þá heim og ekki erindi feginn, því þá var fennt kokið og fannst ekki, þá til var komið. Hafði þá kona mín verið innilukt 18 dægur undir þessari óttalegu ábreiðu með 2 börn og annað ekki af fólki. Kúnni og kindunum hafði hún getað gefið, því undirgangur var til kindahússins og í lækinn, en kýrin var í baðstofu. í þessum nauðum hafði kona mín til bragðs tekið að brúka loft, er við áttum í skemmu, fyrir stoðir og styttur undir bæjarhúsin, þar sligast vildi, með því að saga og kljúfa fjalirnar, og mokaði hún 18 álna langan gang út og fram úr bæjardyrun- um til að leita eldiviðarhlaða, er þarátti að vera, því allan þennan tíma gat hún ekki eld upp tekið, og ekki þorði hún að sofna, nema láta eldra barnið vaka á meðan. En 15 tröppur voru upp úr bæjardyrunum. Þennan áðurnefnda nýjársdag kom maður frá MöðruvöIIum, næsta bæ, að leita kotsins og fann ekki, gekk ofan að Vík og safnaði mönnum, svo þeir urðu 12 saman, og þá þeir komu til, var kona mín búin að moka sig upp úr kotinu.7> Segir Höskuldur að þau hjón hafi harigið við búskap á kotinu 4 ár í viðbót en þá flust þaðan því konan festi þar „ekkert yndi og aftók þar að vera, síðan hún var inni- lukt undir snjófarginu forðum" 8) — og furðar víst fáa. Frásögn Bólu-Hjálmars er söguleg og hlutlæg, veru- leikinnn skipuleggur texta hans. Hver þáttur hennar virðist eiga sér hliðstæðu í raunverulegri atburðarás, vísbendingin einföld og ræð. Saga Gunnars er hins veg- ar túlkun eða umsköpun þótt hún geymi skýrslu Bólu- Hjálmars. Gunnar er trúr staðreyndunum en leggur í þær táknræna merkingu; hlutir, atburðir, umhverfi og persónur mynda málfarslegt kerfi sem kjarnást í goð-' sögulegri mynd. Hún sækir snið í veruleikann en er um leið hafin yfir hann. Textinn sprengir af sér hinn sögu- lega ramma, verður yfir-sögulegur, reynslusaga bónda- konunnar að almennu dæmi. SlGUR YFIR DAUÐANUM í upphafi sögu virðist kaos komið yfir heiminn, nátt- úruöflin byltast í heiftaræði, afmá og útskúfa í stjórn- lausri grimmd, náðarvana og vægðarlaus. Öll lýsing þeirra tengist hinu tröllslega eða djöfullega: „Kári gamli guðaði á glugga heldur en ekki kaldranalega, grimmdaræðinu við ekkert líkjandi nema helst drauga- dans og tröllatraðk. Þetta hlytu að vera heimsslit" (181). Manninum virðist búinn staður eða, öllu heldur, mannkyninu. Við þessar aðstæður sökkva Guðný og börn hennar í djúpið, þau grafast í breðann, lokast inni í bústað sem líkja má við gröf eða dýflissu, í dauðaþögn og myrkri: „Það var svo einkennilegt að ganga upprétt- ur og vera þó grafarbúi" (191). Aðstaðan er lík og Jónas- ar í hvalnum eða Þeseifs í völundarhúsinu: lifandi dauði — enda er mikið um líkingamál í þá veru. Tortíming virðist óhjákvæmileg því eldurinn hefur kulnaö, vatnið frosið og þekjan svignar undan þunga breðans. Sögu- miðið sveiflast og stöðugt frá hinu einstaklingsbundna til hins kosmíska: „Magnað og illkvittnislegt ógnar- myrkur umkringdi þau enn sem fyrr. Hver veit nema landið allt væri komið undir jökulskán og heimurinn búinn að vera (194). Hið litla niðurgrafna samfélag sögunnar tekur á sig mynd mannkynsins alls. Barátta Guðnýjar sýnist vonlaus; fyrst reynir hún að grafa göng útað taðhlaða líktog fyrirmynd hennar í raunveruleikanum en án árangurs, fyrst á jóladag byrj- ar hún að grafa sig uppúr fönninni. Henni tekst á löngum tíma, með fádæma þreki, æðruleysi og trúnað- artrausti, að reisa „himnastiga" uppúr bæjardyrunum og sækja ljósið af eigin rammleik. Uppi blasir við henni „glitundur galsafenginnar veraldar", flóðbylgja af dagsljósi, sólardagur í öllu sínu veldi. Náttúran hefur varpað af sér tröllshaminum og tekið á sig mynd gjöf- ullar og lífrænnar móður. Uppstigningin felur í sér opinberun, sigur yfir dauðanum, lífgjöf. Saga Guðnýjar er, einsog fyrr segir, annaö og meira en sérstæð fræknisaga því hún er hlaðin táknrænum vísunum auk þess sem baksvið formsins: niður- og upp- stigningar er goðsögulegt. Tímasetningin tekur af öll tvímæli um þetta. Helförin hefst þegar 12 dagar eru til jóla en uppstigningin á sér stað á nýjársdag. Framvind- an þannig hliðstæð hringrás árs og náttúru. Um leið og árshringurinn rennur sitt skeið tekur annar við — í sömu andrá. Áður fyrri stunduðu menn fórnarathafnir eða kveiktu blótelda til að tryggja endurkomu sólar. Barátta Guðnýjar er á sinn hátt hliðstæða þeirra, vera hennar í skauti jarðar er eldraun, vígsla. Sagan sjálf gefur þetta í skyn því við upphaf hennar er náttúrufár- inu líkt við fórnarhátíð langfreðins lands (182). Frjó- mátturinn leitar útrásar og fær loks sigur með „aðstoð" mannsins. Þessi skýring er ekki langsótt því dulkynjað samband af sama tagi er uppistaða verka einsog Jarðar og Aðventu. Guðný er líktog Benedikt i Aðventu og Þorsteinn í Jörð lausnarhetja því hún leysir lífsmátt úr læðingi og frelsar með því samfélag sitt úr viðjum. Hún hnígur til jarðar og um leið sjálfrar sín, tekst á við demónsk eyðingaröfl í heimi og sál en rís með nýju ári til nýs lífs. Augnablik upprisunnar táknar endurborna einingu jarð- ar, manns og himins/sólar. Af Kosmískum Samförum Hér er nauðsynlegt að staldra lítið eitt við og skoða tilverumynd sögunnar í ljósi annarra verka Gunnars. í sögulegum skáldsögum sínum, einkum Jörð, tjáir hann oft samræmishyggju sína með myndrænni líkingu: sól- arguðinn hefur samfarir við jarðmóðurina og tryggir með því sigur ljóss og sumars yfir myrkri og vetri, samsláttur þeirra trygglR látlausa endurnýjun hins lífsvaldandi sköpunarmáttar. í Jörð má til dæmis lesa: Erum við ekki synir Jarðar? spyr hann. Vér erum synir Jarðar! — Kristmenn kalla sig guðs syni. Jú, þeir um það! Trú vor kennir oss, að vér séum synir Ásanna. Getur það faðerni og móðerni Jarðar sam- rýmzt, faðir? Trú aldrei nokkrum manni, sem treður Jörðina sem saur, — hversu hátt sem hann kann að beina augum sínum, sonur. óðinn faðmaði hana og faðmar hana enn. Hún er þunguð af náð hans.9) í þessari skáldlegu mynd býr kosmísk heildarhugsun sem hefur nokkurn svip af frjósemistrú. Gunnar skýrir heiminn á mýþískan hátt með því að yfirfæra reynslu- heim manna á tilveruna alla. Rökfærslan svipuð og þegar sagt er að vatn renni um „æðar“ jarðar. Myndmál höfundarins á rætur að rekja til fornra arfsagna af norrænum toga. í dag er erfiðleikum bundið að henda reiður á þeim en þær sýna þó að fornmenn álitu að Jörð væri lífrænt goðmagn. Frumstæð alþýðutrú sagði hana tilorðna úr holdi frumjötunsins Ýmis, margar sagnir kváðu hana af jötnakyni og enn aðrar lýstu henni sem ástmey Óðins og móður Þórs hins ramma. Séu þessar sagnir skoðaðar í samhengi verður ljóst að Jörð á upp- tök sín í Jötunheimum en tengist Goðheimum í gegnum mök við karlgoðið. Það samrýmist fyllilega hugmyndum fornmanna um tilurð og framþróun heimsins: frá kaót- ískum óskapnaði til kosmískrar reglu. Samkvæmt sögn- unum er heimurinn ekki fullskapaður heldur í stöðugri LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. MAR2 1985 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.