Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1985, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1985, Page 9
nS wéÉti Bleikum lit bœgður fyrir í ,£kógarferd Soler- [jfflskyktunnar“. Pkasso málaði hana í hk 1903. Myndin er í eigu Nútúnasafnsins íUege, Beigíu. „Útior Casagemas" rar máhtð 1901 efíir að Picasso haíiii fengið tíma til að átta sig á andláti vinar síns. Hún er í eigu Nútímalistasafnsins í París. Picasso málaði ,Jfyrstu a!tarisgönguna“ fímmtán ára gamalL Myndin rar fyrst sýnd í listasafni rúdsins í Madrid árið 1897 en er í eigu Pkasso- safnsins í Barœhna. listamannslíf Kaffihúsið „Els Quatre Gats“ var mið- punktur listamanna í Barcelona í kringum aldamótin. Picasso kynntist þar fjölda manna sem hann átti eftir að hitta oft í París og njóta góðs af. Fyrsta einkasýn- ingin hans var haldin í kaffihúsinu í febrúar 1900. Þar bar mest á teikningum af félögum hans. Sýningin vakti athygli og fékk góða dóma. Hann hafði þá um áramótin tekið litla íbúð og vinnustofu á leigu ásamt Carles Casagemas, félaga sínum. Casagemas var einnig listamaður en þótti heldur tak- markaður á því svíði. Hann hélt sýningar á eftir Picasso í „Els Quatre Gats“ um veturinn og aftur um sumarið og vakti mun minni hrifningu en Picasso. Hann var sonur bandaríska ræðismannsins í Barce- lona, var auðugur og örlátur á fé. Hann hélt Picasso uppi fjárhagslega og var einn- ig hjálplegur við aðra listamenn. Þeir félagar fóru saman til Parísar í byrjun október 1900. Picasso hafði undir- búið sig vel fyrir ferðina. Hann var með mikið af myndum í fórum sínum, bar á meðal nautaatsmyndir sem höfðu vakið athygli á sýningu hans á kaffihúsinu þá um sumarið. Spánska listamannanýlendan í París var fjölmenn á þessum tíma og Picasso og Casagemas féllu strax inn í hana. Picasso komst í samband við kaup- endur og seldi flestar mynda sinnar strax fyrir gott verð. Spánverjinn Pere Manyac reyndist honum sérstaklega vel og samdi við hann um fastar mánaðargreiðslur svo að Picasso þurfti ekki að hafa áhyggjur af peningum. Hann og Casagemas tóku á leigu litla ibúð og þrjár franskar stúlkur, Odette, Germaine og Antoinette, tluttu inn með )eim. Þær sátu fyrir hjá þeim og þau skemmtu sér saman. Bréf frá þessum tíma benda til að það hafi verið lifað nokkuð hátt. Casagemas skrifaði á einum stað að hann væri hrifinn af Germaine. Picasso og Odette voru líklega par, hún kom hálfu ári seinna að honum með Germaine. Hann vann vel, undirritaði myndirnar sínar með stórum stöfum, kallaði sjálfsmýndir „Ég“, og var sjálfsöruggur og vinsæll meðal kvenna. Casagemas leið öllu verr og varð )unglyndur. Hann gat ekki málað og var getulaus. Skuggi Fellur á lífsbrautina Eftir tveggja mánaða dvöl í París fóru )eir í jólafrí heim til Spánar. Foreldrar Picassos voru þá í Malaga og þeir fóru )angað. Heimsóknin tókst ekki mjög vel. Foreldrunum var lítið um listamannalíf félaganna gefið og leiðir þeirra skildi eftir áramótin. Casagemas fór til Barcelona en Picasso til Madrid. Þar frétti hann mánuði seinna að Casagemas hefði skotið sig á kaffihúsi í París. Hann hafði verið þar staddur með gömlum félögum og fyrst skotið á Germaine, en ekki hitt, og þá skot- ið sjálfan sig. Picasso var önnum kafinn um þessar mundir. Hann vann að útgáfu tímaritsins Arte Joven ásamt félaga sínum í Madrid og byrjaði brátt að undirbúa sýninguna sem var haldin í París um sumarið 1901. Hann vann mjög hratt, gerði einar sextíu myndir á þremur mánuðum, og sló í gegn í höfuð- borg heimslistanna án þess að þurfa að hafa mjög mikið fyrir því. Myndirnar voru í anda „impressionistanna" en þó með „sterku Picasso-handbragði", eins og Júrg- en Glaesemer, listfræðingur í Bern, orðaði það. Myndin af herbergi Picassos í París (3) frá þessum tíma sýnir að Toulouse- Lautrec var í miklu uppáhaldi hjá honum, stórt auglýsingaspjald eftir Lautrec hang- ir yfir rúmi málarans. Eftir að búið var að koma sýningunni upp var spennunni lokið. Rólegra varð í kringum Picasso og hann gat tekist á við ný verkefni. Þau reyndust öllu dapurlegri en hans varvon og vísa. Hann gerði nokkr- ar myndir af Casagemas, nokkrar af hon- um látnum og eina sem hann kallaði „Út- för Casagemas" (4). Hann gerði rissmynd- ir og vandaði sig mun meira en hann hafði áður gert. Undirskrift hans á myndunum minnkaði og sjálfsmyndir hans frá þessum tíma þykja sýna þroskaðri, alvarlegri mann en fyrri myndir. Hann dvaldist í París fram aö jólum en fór þá heim til Barcelona. Manyac hélt tvær sýningar á verkum hans í París árið 1902, en þær vöktu ekki sérstaka hrifn- ingu. Picasso varð peningalaus og ein sag- an segir að hann hafi orðið að rífa niður teikningar og brenna í ofninum til að halda á sér hita, þegar hann var staddur í París veturinn 1902. Hann málaði mikið af dapurlegum kon- um, bognum í bagi með hvítan klút á höfð- inu á þessum tíma. Sorglegt vonleysi staf- ar af þeim, hvort sem þær sitja einar yfir drykk, standa nokkrar saman í hópi eða eru að strauja. Fyrirmyndin er talin koma úr gamla St. Lazare-kvenfangelsinu og sjúkrahúsinu í París. Hórur og drykkju- konur lentu þar og talið er að Picasso hafi heimsótt stofnunina eftir sýninguna sína í París 1901 og það hafi haft mjög mikil áhrif á hann. Hann málaði flest af þessum verkum, sem öll tilheyra Bláa tímabilinu, í Barce- lona. Þar vann hann einnig að myndinni „Lífið“. Hún sýnir nakta konu og hálfnak- inn mann standa hjá konu í dimmblárri skikkju með barn. Hún horfir heldur grimmilega á þau en maðurinn bendir á barnið. Á milli standa tvær teikningar af samanhnipruðu, sorgmæddu, nöktu fólki. Picasso gerði mörg uppköst að þessari mynd. Hann sjálfur var ávallt maðurinn á myndinni þangað til á lokaverkinu. Þar stendur Casagemas, vinur hans, með kon- unni. Talið er að hún sé Germaine, vinkon- an frá París. Röntgenmyndir af „Lífinu" leiddu í ljós að hún er máluð yfir fyrstu myndina sem Picasso fékk sýnda í París. Listfræingar lesa ýmislegt út úr bláu myndunum eftir Picasso. Þær þykja sýna erfiðleikatímabil listamannsins. Sjálfur vildi hann lítið segja beint um það en benti eitt sinn á að hann dagsetti ávallt verkin sín og þau bæru vott um hugarástand hans hverju sinni. Það fór að birta smátt og smátt yfir myndunum hans eftir að hánn lauk „Lífinu". Bleikt fór að gera vart við sig (6) og ballerínur og dansandi sirkusdýr tóku við af sorgmæddum konum og öðrum drungalegum viðfangsefnum. Gleði og kát- ína komu aftur fram í myndum hans, Bleika tímabilið gekk í garð og blái litur- inn lét í minni pokann. Anna Bjarnadóttir býr í Zúrich og er fréttaritari Morgunblaðsins bar. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 2. MARZ 1985 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.