Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1985, Blaðsíða 12
KONUR
LEIKA
KLASSAPIUR
I
ikið hafa konur mátt líða í gegnum
tíðina — eins og sá afdankaði Vínarbúi
Freud sagði — fyrir að geta ekki pissað
yfir eld. Þær hafa þó ekki allar viljað
sætta sig við þessi ósköp, ekki viljað
lifa lífi sínu inn á við, ekki þol'að að vera
allt sitt líf handbendi karla, heldur beitt
klækjum til að lifa út á við eins og sá hluti
mannkyns sem getur sprænt á eldstæðið
úr hæfilegri fjarlægð. En eins og hver sú
kona þekkir sem reynt hefur að komast
áfram í veröld einokaðri af körlum með
því að tileinka sér hætti þeirra í stað þess
að viðhalda sínum eigin, verður sá frami
sem á þann hátt vinnst dýrkeyptur, sár
sem einskonar tiðaverkur í hjartanu. Sá
sem svíkur sína huldumey, honum verður
erfiður dauðinn.
Margrét, fulltrúi nútímans í Klassapíum,
hefur fórnað dóttur sinni fyrir framann.
Kona þessi er að hefjast til metorða í at-
vinnumiðlun einni í London að því er virð-
ist helst fyrir þær sakir að hún er frek og
ófyrirleitin. í upphafi leiks hefur hún boð-
ið nokkrum konum úr fortíðinni til veislu
þar sem fagna skal stöðuhækkun hennar
innan fyrirtækisins. Þessar konur eru all-
ar því marki brenndar utan ein að hafa
viljað lifa sjálfstæðu lífi. Jóhanna dulbjó
sig sem karlmaður til að geta gerst þrætu-
bókarmaður á miðaldavísu með svo góðum
árangri að hún var sett á páfastól eða svo
segir þjóðsagan. Henni varð það að falli að
hlýða eðlinu og ala barn, en eins og allir
vita mega páfar ekki fylgja því boðorði
Guðbrandur Gíslason
skrifar í tilefni sýningar
Alþýðuleikhússins á
Klassapíum eftir Caryl
Churchill
Sigrún Edda:
Páfínn dreypir
í bjór.
drottins að vera frjósamir og uppfylla
jörðina. ísabella Bird var nítjándu aldar
kona frá Edinborg sem lagðist ein í ferða-
lög komin á fimmtugsaldurinn hefurðu
heyrt annað eins guðséossnæstur. Lafði
Ninjó fékk að liggja undir keisurum í
heimalandi sínu Japan meðan hún var til
þess brúkleg en gekk síðan um landið sem
búddanunna í tuttugu ár. Gréta er niður-
lensk valkyrja í málverki eftir Brueghel og
leiðir hóp kvenna til helvítis til að lumbra
á Kölska en undan hans rifjum er öll hrell-
ing í heimi hér runnin nema konur. þótt
lítið hafi hann notað slökkvitækið þar
neðra blessaður.
Gríshildur hlaut hinsvegar viðurnefnið
hin góða fyrir undirgefni sína sem var svo
mikil að sögur gengu af alla leið til ís-
iands. Þar segir fyrst frá henni að hún
hirti grísi fyrir kotbóndann föður sinn.
Kom þar að garði konungur einn gamall í
leit að kvonfangi og tók Gríshildi með sér
heim í höllina og gerði henni dóttur og tvo
syni sem hann síðan lét færa á brott og
hélt Gríshildur þau dauð. Rekur nú kóngur
barnsmóður sína aftur heim í kotið og
kveður hana ekki aftur á sinn fund fyrr en
að 16 árum liðnum og vill að hún þjóni nú
sér og nýrri brúður sinni til sængur. Segir
svo af þessu í Þjóðsögum Jónasar Árna-
- LEIKA
FÓLK
sonar undir kaflaheitinu „Vondir ættingj-
ar“:
Og um kvöldið er þau til sængur gengu
vill Artus ekki annað ljós hafa en Grís-
hildur haldi á litlum stubbi sem rétt sé
dauður. Og er hún nú sér brúðarefnið fara
upp í og kóngurinn er að komast í rúmið og
er mjög stirður segir Artus að ljósið sé að
deyja og er sagt að kviknað hafi í gómum
hennar og hún hafi þá sagt: „Sárt brenna
fingurnir, en sárara brennur hjartað."
En þá kemur í ljós að brúðarefnið er
dóttir þeirra hjóna og synir þeirra tveir
lifa enn. Lofaði konungur nú góðlyndi og
þolinmæði Gríshildar. Sannast þar mál-
tækið að sínum augum lítur hver silfrið.
Ekki verður það á nútímakonuna Mar-
gréti borið að hún sé góðlynd eða þolin-
móð, enda eru þeir kostir víst ókostir í
veröld þar sem frekja og ófyrirleitni virð-
ast helst duga til að komast áfram. Til
þess að komast að því hvernig Margréti
reiðir af þurfa menn að ganga inn um
portið hjá Dún og fiðurhreinsuninni við
Vatnsstíg og upp á aðra hæð í bakhýsinu
þar sem Nýlistasafnið er til húsa. Þar sýn-
ir Alþýðuleikhúsið um þessar mundir hvað
það kostar að veðsetja í sér sálina.
II
Sýning Alþýðuleikhússins á Klassapíum
er fjölskyldufagnaður í tvennum skilningi.
Inga Bjarnason er leikstjórinn, Leifur Þór-
arinsson maður hennar semur tónlistina,
Hákon Leifsson sonur hans þýddi leikritið.
Hin fjölskyldan eru þær átta konur sem
leika í verkinu og Elfa og Gerla, Albert og
Árni. Ég var svo heppinn að koma of
snemma á æfingu og fá að fylgjast með
hvernig þetta fólk tekur hamskiptum áður
en sýning hefst.
Sjálft umhverfið er annarlegt: allir
gluggar eru byrgðir rétt eins og hætta'
stafi af loftárás, á veggjunum hangir
brúnn dúkur með fjólubláum blettum eins
og mér er sagt að garðyrkjumenn noti yfir
yrkju sína og þar yfir plast í tugfermetra-
'vís. í aflöngum salnum puða þessar stúlk-
ur, sem að degi til eru gjaldkerar, glugga-
þvottarar, afgreiðslumenn eða skrifstofu-
menn við að breyta sér í kynsystur sínar
aftan úr öldum: hirðmeyjar, griðkonur,
bóndakonur, drottningar, jafnvel páfa.
Gerla í glansrauðum stígvélum með dökk-
rauðan kollinn málar karlmannsáhyggjur
á páfann sem er með sígarettu í munnvik-
inu, Kristín straujar fyrir Margréti, lafði
Ninjó er hög með nál og tvinna og Anna er
komin í lífstykki ferðalangsins ísabellu,
keik og tíguleg eins og konur þurftu að
vera hér áður fyrr þegar þær voru ekki
einstaklingar heldur kvenímyndin sjálf
holdi klædd, das ewig weibliche, boðberar
Guðrún Erla
(Gerla) puntar
Isabellu/Önnu
Inga leikstjóri:
Við fjöllum um fólk.
hugmyndar eins og hundur er boðberi
hugmyndar skapara síns um hund.
Innan um þetta tilvistarkraðak gengur
Inga Bjarnason leikstjórinn og er svo
elskuleg og tilgerðarlaus að maður fer að
efast um gildi þess að ná sínu fram með
stressi og hótunum. Þetta kvöld er hún í
síðum bláum nærbuxum af Leifi Þórar-
inssyni með einskonar kengúrupoka fram-
an á. Það er óþægilegt að slökkva eld úr
þessháttar buxum. Leifur situr í horninu
bak við segulbandið og gongið. Hann segir
að það sé dásamlegt að vinna með þessum
konum, og að konur vinni betur saman en
karlar. Leifur er alvarlegur maður sem fer
ekki með fleipur.
Inga sem á að baki margra ára leikara-
og leikstjórnarferil i London og Cardiff
(en þar stofnaði hún Saga Theatre ásamt
Nigel Watson) setti upp „Teppið hennar
ömmu“ eftir Nínu Björk Árnadóttur með
þessum sömu leikurum á Hótel Loftleiðum
í fyrra. Inga segir réttilega að þessi leikrit
séu ekki kvennaleikrit í þeim þrönga skiln-
ingi sem stundum er sniðinn því hugtaki,
heldur fjalli þau um fólk. Þær nota hvert
tækifæri sem þeim býðst þessar konur til
þess að þroska sig sem leikara og menn og
dýpka reynslu sína með því að setja sig
bókstaflega í annarra spor. Með því hjálpa
þær áhorfendum til hins sama. En að
hjálpa öðrum hefur sjaldan þótt góður
bisniss, sérstaklega ef hjálpin snýr að því
sem í sálarkirnunni býr og leitast við að
göfga það. Þess vegna eiga þessar konur,
þess vegna á Alþýðuleikhúsið hvergi inni,
heldur er á sífelldum hrakningi með verk-
efni sín. Það ér leitt til þess að vita að
hvorki Gríshildur góða, lafði Ninjó né páf-
inn né allar þær persónur sem búa í hæfi-
leikum þessara leikara skuli eiga sér
tryggt húsaskjól á þessu.landi.
Hákon Leifsson þýddi leikritið úr ensku,
leikstjóri er Inga Bjarnason og henni til
aðstoðar Elfa Gísladóttir. Leikmynd og
buninga gerði Guðrún Erla (Gerla) Geirs-
dóttir, tónlist er eftir Leif Þórarinsson en
lýsingu hefur Árni Baldvinsson með hönd-
um.
Persónur og lcikendur í Klassapíum:
Margrét ............... Margrét Ákadóttir
ísabella, Rósa ........ Anna S. Einarsdóttir
Lafði Ninjó, Kit ...... Sólveig Halldórsdóttir
Gréta, Didda...........Ása Svavarsdóttir
Jóhanna páfi, Ása ..... Sigrún Edda Björnsdóttir
Gríshildur góða, Dúdda .. Sigurjóna Sverrisdóttir
Elísabet .............. Kristin Bjarnadóttir
Lovísa, þjónustustúlka .... Guðný J. Helgadóttir