Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1985, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1985, Page 2
Leiðir píiagrímanna lágu í meginatriðum frá fjórum stöðum í Frakklandi, en sameinuðust nærri Pamplona í Baskalandi og síðan restur eftir NorðurSpáni, unz komið var til Santiago de Compostella. Jakobsleiðin akobsleiðin, hin fjölfarna helgigönguleið mið- alda, var fyrst farin á öndverðri níundu öld. Þekktust var hún og fjölförnust á elleftu öld- inni og hinni tólftu, en einmitt þá var mestur vegur rómanskrar listar, sem einatt hefur verið við helgigöngumenn kennd og kölluð „list píiagrímanna". Um þær mundir breiddust út um gjör- vallan hinn kristna heim öflugir straumar menningar, sem fram til þess tíma hafði verið innilokuð í klaustrum og munkasetr- um, en dreifðist nú um álfuna, náði augum og eyrum aðalsmanna í köstulunum, al- múgans í þorpum og til sveita og ferða- langanna ótal mörgu í gististöðum þeirra. Hvarvetna risu kirkjur og trúarlegir minnisvarðar, er báru vott um hvort- tveggja í, senn, lifandi og sterka trú og jafnframjt kunnáttu og verklagni lista- manna og handverksmanna, er lögðu sig alla fram um að smíða sem veglegust verk guði til dýrðar. STJÖRNUVELLIR í Jakobslandi til stranda Kantabríahafsins til þess að stemma stigu við framsókn Mára að sunn- an. Norðanmegin markalínunnar héldu rómönsku kirkjurnar á loft trúarlegum eldmóði kristinna manna, sunnan megin gat að líta moskur máranna og austrænan glæsileika kalífanna í Kordóba. Stjörnuregnið — MANNKYNSSAGAN Og Goðsagan Árið 813, er Alfons II hinn skírlífi ríkti yfir Astúríum og Galisiu, fannst á stað einum í biskupsdæminu Iria Flavia í Gal- isíu marmaraskrín nokkurt, er hafði að geyma leifar mannslíkama. Biskupinn Þeómír (Teodomiro) taldi þar komnar jarðneskar leifar postulans Jakobs. Öskuker Jakobs postula. Fáir heföu trúað því er gröf postulans Jakobs fannst á níundu öld vestast í Evrópu að þangað myndu um aldir sækja pflagrímar víðsveg- ar að úr Evrópu. Sú varð þó reyndin, að kristnir menn af Vesturlönd- um leituðu til þess helga staðar unnvörpum, fyrst úr Frakklandi, þar sem fréttin um fund grafarinnar barst fljótlega út um landið þvert og endilangt, síðan af öðrum löndum. AHar miðaldir lá síðan straumur pflagríma til helgistaðarins á Norðvestur-Spáni þar sem gröf postulans var, í Santiago de Compostela. Á þessum umbrotatímum miðalda, er hjörtu manna fyllast trúarlegum eldmóði, er rekur þá til að reisa sér ævarandi minn- isvarða í höggnu grjóti hinna atórkostlegu bygginga, er varðveist hafa frá þessum tímum, einmitt þá hefjast fyrir alvöru helgigöngur manna til „Santiago de Comp- ostela" — heilags Jakobs á Stjörnuvöllum eða Stjörnuvalla í Jakobslandi — eins og staðurinn var kallaður. Bændur hurfu unnvörpum frá búum sínum til þess að leggja upp í þessa ævintýralegu ferð, með stjörnurnar einar að leiðarljósi. Fólk af öllum stéttum, leiguliðar jafnt sem lands- drottnar, frjálsbornir menn og ófrjálsir lögðu upp í langferðina eftir þjóðleiðinni til grafar postulans Jakobs, heillaðir af sögunum sem sagðar höfðu verið á vetrar- kvöldum við arineldana um dýrð og dá- semdir í framandi og fjarlægu landi, sem yfir bar töfrabirtu í frásögnunum. Ferðalangarnir komu til Compostela — Stjörnuvalla — hvaðanæva úr hinum kristnu löndum Evrópu, þræddu slóðina að baki framvarðarlínu kastalanna, sem sett- ir höfðu verið niður um þveran Spán allt Mannkynssagan segir okkur að Astúríu- konungur, sem í þann tíð réð einnig fyrir Galisíu, hafi nýtt sér fregnina um fund þennan og stofnað til kirkju á þeim stað er Ieifar postulans höfðu fundist. Þjóðsagan greinir hér aftur á móti nokkuð á annan veg frá. Þar er hermt að eftir krossfestingu Jesú hafi það fallið í hlut Jakobs hins eldra að fara til Spánar að snúa landsmönnum til kristni. Átti hann þar að hafa komið í hirðisstarfi sínu til stranda Galisíu, þar sem var þá ysti oddi þess heims er menn í þann tíð þekktu og Rómverjar kölluðu „Finis terrae" eða endimörk jarðar. En er Jakob kom aftur til Jerúsalem lét Heródes Agrippa taka hann höndum og lífláta. Tveir dyggir læri- sveinar Jakobs fóru þá með jarðneskar leifar hans sjóleið allt til Spánar og til Iria Flavia, sem var nærri bæ þeim er nú heitir Padrón, en þar var þá í fyrirsvari matróna sú er Lupa hét. Hún setti sig upp á móti greftrun Jakobs þarna, en þá urðu þar ým- is kraftaverk, m.a. það að mannýg naut urðu sem gæfustu geldneyti og féll Lupa þá frá andstöðu sinni. Þannig var postul- inn Jakob eða Jacobo Boenargues, eftir- lætislærisveinn Jesú, sonur Salomé og Zebedeusar,. bróðir Jóhannesar skírara, jarðaður í Galisíu. Sömuleiðis segir þjóðsagan að einsetu- maður einn, Pelagíus að nafni, hafi þá um nóttina er Jakob var jarðaður séð stjörnu- regn falla á jörð og leggjast undur mjúk- lega á fjallið sem þekkt er sem „liberum donum". ANNAÐ Og Meira En Helgur DÓMUR Fundur grafar postulans Jakobs var á þessum tímum trúareldmóðs annað og meira en einber fundur helgra dóma. Hann var táknrænn atburður, sú hvatning sem hinn kristni heimur þurfti til þess að geta snúist til varnar með æðri og meiri bakhjall en vopnin ein, gegn ógnvekjandi framsókn fylgismanna hálfmánans aust- ræna. Ellefta öldin og hin tólfta skiptu sköpum fyrir veg rómanskrar listar, er þá reis hæst og ekki síður fyrir helgigöngurnar til Stjörnuvalla. Cluny-munkareglan reisti klaustur og gististaði báðum megin leiðar- innar til þess að veita helgigöngumönnum beina og húsaskjól. Þá var einnig stofnuð riddararegla heilags Jakobs, Orden de Santiago, er ætlað var að vernda göngu- menn fyrir árásum stigamanna og óaldar- seggja. FYRSTI ferðamanna- BÆKLINGURINN Franskur klerkur, Aymeric Picaud, skrifaði um miðja 12. öldina fyrsta „leið- arvísinn" til handa helgigöngumönnum á leið til Galisíu, til grafar heilags Jakobs. í kveri sínu skýrir klerkur frá öllu því er máli skiptir í sambandi við ferðalag eftir Jakobsleiðinni og greinir þar skýrt og skil- merkilega frá öllu og heldur vel á penna. Hann tíundar kirkjur, minnisvarða, helga staði, klaustur og gistiskýli og hvar slíkt sé að finna, getur jafnframt siða og sér- kenna fólks í hverju héraði er leiðin liggur um, lýsir landslagi og staðháttum, getur þess hvort vatn sé gott eða óhollt til drykkjar og tilfærir sitthvað fleira, sem margt er smálegt en um leið harla lifandi og skemmtilegt. Leiðarvísir þessi var síðar felldur inn í bók V í „Liber Sancti Jacoboi" eða „Codex Calixtinus", sem svo er og kall- aður, eftir formálsbréfi Calixtusar páfa að bókinni. „Quattuor via sunt ad ... þ.e. „Fjórar liggja leiðir til ..." — þannig hefst V. bók Codex Calixtinus, sem nú er varðveitt í bókhlöðu dómkirkjunnar í Santiago de Compostela. Og rétt er það, að fjórar lágu leiðirnar frá Frakklandi á miðöldum til norðurhéraða Spánar, til Stjörnuvalla heilags Jakobs. Hin fyrsta þeirra var „Via Turonensis", sem átti upptök sín í götunni sem við Sankti Jakob er kennd í hjarta Parísarborgar, Saint Jacques; önnur var „Via Lemovicensis" frá Vézelay og Limog- es; hin þriðja „Via Podensis", er lá frá Notre-Dame du Puy og loks var svo „Via Tolosana", er átti upptök sin í Arles og lá í gegnum Toulouse. Þrjár fyrstnefndu leið- irnar sameinuðust í Saint-Jean Pied de Port og lágu þaðan áfram yfir spænsku landamærin í átt til Pamplona. Fjórða leiðin fylgdi gamalli gönguleið um skarðið Somport í aragónsku Pýreneafjöllunum og tengdist hinum þremur í Puente de la Reina, en þaðan lá leiðin siðan yfir héruð- in Navarra og Rioja, til Kastilíu og León og vestur þaðan allt til þess er komið var í áfangastað. Enn sem fyrr er yfir Jakobsleiðinni and- blær trúarhita og eldmóðs liðinna daga, enn stafar sögulegum ljóma á grasi gróna slóðina sem svo margir gengu forðum og enn flytur Jakobsleiðin okkur sem nú lif- um boðin fornu um að ganga á guðs vegum allt til enda veraldar. Aitor Yraola er lektor I spænskudeild Háskóla Is- lands. Sonja Diego starfar I fréttadeild sjónvarpsins. Helgistaðurinn og griðastaðurinn Santuario del Cebrero. Einn ferðamöguleiki í sumarleyfinu væri að þræða Jakobs- leiðina, fjölfarna helgigönguleið mið- alda á Norður- Spáni. Eftir Aitor Yraola. Sonja Diego þýddi. Kastali musterisriddarareglunnar í Ponferrada.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.