Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1985, Side 3
H@H@[u][m][S][l][*][ð)[SH][m1®
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Jo-
hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar-
fulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin
Jónsson. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 10100.
Afganistan
virðist ekki ætla að komast undan
hrammi sovézka bjarnarins, sem leggur
nú alla áherzlu á að innlima þetta fjalla-
land. Þetta hefur kostað 10 þúsund sovézk
mannslíf og meiripartur allra þorpa i
landinu er í kaldakoli samkvæmt frásögn-
um flóttamanna, en fjöldi afganskra
ungmenna er sendur í margra ára „nám“ í
Sovétríkjunum.
Edda
Þórarinsdóttir reynir að setja sig í spor
Gdith Piaf án þess aö stæla hana; segist
vel skilja hana, þótt hún sé ákaflega ólik
þessum franska söngfugli. Samtal við
Eddu eftir Kristínu Bjarnadóttur.
Forsíöan
Kjartan Guðjónsson, listmálari, heldur
stóra sýningu á Kjarvalsstöðum, sem
opnuð verður í dag. Þar er m.a. myndin á
forsíðunni, sem heitir „Sjómaður" og er
frá 1984. Eftir að Kjartan fór að mála
myndir af þekkjanlegum fyrirbærum hef-
ur hann sótt sér myndefni í líf og störf
sjómanna. En á sýningunni núna kennir
nýrra grasa; þar eru ný myndefni frá hans
hálfu, sem sýna, að hann er enn að þróast
og þreifa fyrir sér.
Barnauppeldi
hefur lengi þótt vandaverk og nú er talið víst
að meira en fjórðungi bregði til fósturs, en sú
var kenning fornmanna. Bandarísk könnun
hefur leitt í ljós, að afbrota- og vandræðaungl-
ingar virtust einkum koma frá heimilum, þar
sem þrálát rifrildi, skortur á ástúð og slakur
agi ríktu.
GRÍMUR THOMSEN
Ölteiti
Þið, sem státnir staupum hringið
og stærsta metið gleði þá,
er þið kátir og kenndir syngið,
kossa ei þekkið munngát á.
Þið hafið í lundi ei setið svölum
svanna hjá um aftanstund,
og við nið af næturgölum
náttlangt hjalað frítt við sprund.
Mig þú hefur menglöð armi
mjúkum stutt, er var eg tæpt,
og einatt þér á björtum barmi
böl og raunir mínar svæft.
Á vara þinna bergði eg brunni,
burt hef eg margar sorgir kysst,
eg lífsins dögg þér drakk af munni
en drakk þó aldrei mína lyst.
Þegar kraftar líkams linna,
lífs er úti brýnan stinn,
vörum dreypa í vara þinna
vil eg bikar enn eitt sinn.
Grímur Thomsen, 1820—1896, fæddur á Bessastöðum og bjó þar einnig slðari
hluta ævinnar, eftir að hann sagöi skilið við utanrlkisþjónustu Dana. Gagnstætt
þvl sem oftast á sér staö um skáld orti Grlmur meginhluta Ijóða sinna eftir að
hann varð sextugur.
að er ókyrrð í íslensku
þjóðfélagi og ekki má
mikið út af bregða svo
illa fari. Vaxandi
óánægja er vegna launa-
kjara og stöðugt er tekist
á um kaup og kjör. Ekki
fyrr búið að skrifa undir
samninga við eina starfsstétt en önnur er
farin af stað og krefst bættra kjara. Þegar
þetta er ritað hafa staðið yfir samningar
við sjómenn og kennarar hafa fengið sinn
kjaradóm. Næsta haust má svo búast við
að nóg verði um að vera í höfuðstöðvum
sáttasemjara þegar samningar eru lausir
við öll helstu stéttarfélögin í landinu og
ekki er ólíklegt að þá komi til verkfalla
rétt einu sinni, verkfalla sem munu þá
valda verulegum skakkaföllum í íslensku
þjóðfélagi. Það er mikil óánægja meðal
þúsunda launamanna með afkomu sína.
Einstaka starfstéttir búa því miður við
slæm kjör, sérstaklega á það við um lág-
launastéttirnar, verkamenn og iðnverka-
fólk en því verður tæplega neitað að til eru
þær stéttir sem greinilega komast vel af
en heimta þó stöðugt meir og meir í sinn
hlut. Kröfur til lífsgæðanna eru miklar nú
á tímum og vill oft gleymast að þjóð eins
og íslendingar sem skuldar sextíu og þrjú
til sextíu og fjögur prósent af þjóðarfram-
leiðslu í erlendum lánum hefur varla efni á
að skipta liði í harðvítugum átökum um
Þjóð í
lífsgæðin. íslendingar eru fámenn
þjóð, íbúafjöldi varla meiri en við nokkrar
götur í stórborg á meðal milljónaþjóða.
Það er samt staðreynd að launamismunur
hefur farið vaxandi í okkar fámenna þjóð-
félagi, bilið breikkar stöðugt á milli þeirra
sem hafa góð laun og hinna sem eru á
mörkum þess að komast af. Það misrétti
þarf að leiðrétta sem fyrst og er það brýnt
verkefni fyrir stéttarfélögin að berjast
fyrir því að aftur komist á jafnvægi í þeim
málum. Fjölmargir eru þeir sem vinna
þetta tólf til fjórtán tíma á dag til að
framfleyta sér og fjölskyldu og enn virðist
langt í land að hægt sé að lifa sóma-
samlegu lífi á átta stunda vinnudegi. Það
er engan veginn eðlilegt i nútímaþjóðfélagi
og er það eitt af fjölmörgum vandamálum
sem venjulegir launþegar búa við hér á
landi.
Samtök áhugafólks um úrbætur í hús-
næðismálum freista þess nú að rétta hag
vanda
þeirra fjölmörgu sem standa í húsabygg-
ingum eða hafa verið að festa kaup á íbúð-
arhúsnæði á liðnum árum. Þessi hópur
sem áreiðanlega skiptir þúsundum hefur
orðið illa úti á tímum vaxtaokurs í þjóðfé-
laginu, á timum þegar lánskjaravísitalan
hækkar stöðugt en kaupgjaldsvísitalan er
næstum óbreytt mánuðum saman. Hér er
stórmál á ferðinni. Fjöldi fólks sem staðið
hefur í byggingum og kaupum á íbúðar-
húsnæði rambar á barmi gjaldþrots og það
kom nýlega fram í fréttum fjölmiðla að
lán í vanskilum hjá lánastofnunum eru
fjórtán þúsund og sjö hundruð að tölu sem
er óhugnanlega há tala í ekki stærra þjóð-
félagi en því íslenska. Þær eru ófagrar lýs-
ingarnar á erfiðleikum fólks og ljóst er að
verði ekki þegar af hálfu stjórnvalda kom-
ið verulega á móts við það fólk sem nú á í
mestum erfiðleikum vegna húsbygginga og
íbúðarkaupa þá er voði fyrir dyrum fjölda
heimila á íslandi. Nýleg ráðgjafarþjónusta
á vegum Húsnæðismálastofnunar ríkisins
er spor í rétta átt en ljóst er að meira þarf
til af hálfu opinberra aðila og lánastofn-
ana til að rétta hlut þeirra sem stofnað
hafa til verulegra greiðslubyrða til að
eignast þak yfir höfuðið. Hins vegar er það
svo ljóst að húsnæðismál okkar íslendinga
eru séríslenskt fyrirbæri. Hér á landi er
það í tísku að byggja einbýlishús og rað-
hús, burtséð frá því hvort nokkur þörf er á
slíku. Fjölmargir leggja nótt við dag í basli
við að koma sér upp slíku húsnæði og
fórna öllu til, jafnvel lífi og heilsu. Þeir
taka lán á lán ofan og er þar að finna að
einhverju leyti skýringuna á því öngþveiti
er ríkir í húsnæðismálum á íslandi. Það er
þó aldrei svo að þrátt fyrir að lífsbaráttan
sé oft á tíðum nokkuð erfið hér á landi þá
höfum við þó ýmislegt fram yfir erlendar
þjóðir til að státa okkur af. Hér ríkir sem
betur fer lítið sem ekkert atvinnuleysi og
það er þensla á vinnumarkaði á höfuðborg-
arsvæðinu að minnsta kosti. Atvinnulíf er
ef til vill ekki nógu fjölbreytt og þrátt
fyrir að betur horfi nú um nýtingu fisk-
stofnanna við landið en oft áður þá er það
eitt brýnasta verkefnið í náinni framtíð að
laða erlent fjármagn til þátttöku í íslensku
atvinnulífi með stóriðju í huga og mér sýn-
ist stóriðjunefnd vinna nú þegar ágætt
starf að þeim málum.
ÓLAFUR ORMSSON
LESB0K MORGUNBLAÐSINS 11. MAl 1985 3