Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1985, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1985, Síða 4
Edda Þórarinsdóttir. -Þóvid Piafséum ólíkar aó flestu lejti,á ég auövelt meö aö akilja hana. tí pkki lifaö ílíkingu rið PIAF Edda Þórarinsdóttir leikkona í samtali við Kristínu Bjarnadóttur Vita ekki allir að Edith Piaf fæddist úti á götu fyrir utan hús númer 72 við Belle- ville-götu í samnefndu fátækrahverfi í Par- ís og var dóttir götufjölleikara og söngkonu sem söng á götum úti eða á krám og búll- um? Að minnsta kosti þeir sem hafa rifjað upp æviferil hennar með Leikfélagi Akur- eyrar, sem hefur gefið sögu þessarar ást- sælu frönsku söngkonu alveg nýtt líf í upp- færslu sinni á leikriti Pam Gems. Leikritið var frumsýnt í Englandi 1978 og hefur síð- an farið víða, en Leikfélag Akureyrar var semsagt fyrst til að sýna „Edith Piaf“ hérlendis undir stjórn Sigurðar Pálssonar. Kvöld eftir kvöld komast færri að en vilja á „Edith Piaf“. Söngkonan sú lést í október 1963 — en í hléinu má heyra raddir áhorf- enda: Hún syngur nú vel, hún Edda. — Já, mikil ansans ósköp ... Þessi kvöld er það Edda Þórarinsdótir, sem á óskerta athygli áheyrenda — hún syngur og syngur... nýtur lífsins — og deyr, leikur hlutverk spörfuglsins, eins og Edith var nefnd, til enda á sviðinu. En vita þá ekki allir að söng- og leik- konan Edda Þórarinsdóttir fæddist á Siglufirði fyrir — bráðum — fjörutíu árum og er læknisdóttir, sem búið hefur við það sem margir myndu kalla félags- legt öryggi nánast allt sitt líf og því alger andstæða Edith þegar litið er á hið ytra — já, það má segja að þær hafi verið eins og svart og hvitt... hafi verið já, því Edda er orðin pínulítið öðruvísi Edda, sé ég þegar ég hitti hana rétt fyrir sýningu á laugardagskvöldi. Sú Gamla Madam Hún Stríddi Okkur Svoleiðis Hvað — Ijóskan orðin svarthærð? „Já, þetta er skemmtileg tilbreyting — gaman að því. Sérstaklega af þvi ég hef verið svo íhaldssöm í sambandi við hár,“ segir Edda blátt áfram og sjálfri sér lík, fínleg og fjörleg — full af lífi. „Þetta er ansi róttæk breyting, bæði klipping, perm- anent og litur." Við sitjum í setustofu leikaranna, förð- unarsérfræðingurinn Sigríður Pétursdótt- ir rétt ókomin, sem og hinir leikararnir, Edda mætir tímanlega og kannski aðeins fyrr mfn vegna. Ég er búin að troða segul- bandstækinu mínu i samband — svo ég glati nú ekki gullkornum viðmælanda míns. „Mér dettur í hug Kristín, af því þú ert með svona rafmagnstæki, að við vorum alveg sannfærð um það að sú gamla Edith Piaf væri að sveima hér um á frumsýn- ingu, því hún stríddi okkur svo mikið að það var ekki alveg eðlilegt — og allt í gegnum rafmagn. Það byrjaði á því að hún tók úr sambandi einn míkrafóninn. Þetta hafði ekki gerst áður og enginn hefur skil- ið hvernig það gat gerst. En þegar kom að ákveðnu lagi, sem er eitt af hennar fræg- ustu lögum, La vie en rose“ (í rauðum bjarma) — Edda raular fyrir mig lagið — Edda í titilblutverkinu hjá Leikfélagi Akureyrar. „þá er „mækurinn" kominn úr sambandi — það heyrðist aldrei neitt í mér. Hún vildi greinilega ekki láta mig syngja þetta. Og hún lét ekki þar við sitja, það var alveg röð af atvikum þar sem hún bersýnilega lét til sín taka ... það kom t.d. fréttamað- ur með segulband og tók við mig viðtal en Madam Piaf þurrkaði það út...“ Ertu ekki bara göldrótt sjálf? „Ég veit það nú ekki, en Piaf trúði á allt mögulegt og ómögulegt. Það var eftir að hún missti ástina sína miklu, boxarann Marcel Cerdan, sem fórst í flugslysi, að hún hellti sér ut í spíritisma. Það fór dálít- ið út í öfgar hjá henni blessaðri. En tilfell- ið var að hún kenndi sjálfri sér um dauða hans, hún hafði beðið hann að taka einmitt þessa vél. Heyrðu, þú færð ekkert kaffi fyrr en Þráinn kemur — (Karlsson) hann hellir alltaf uppá.“ EKKI erfitt Að Skiua Piaf Nú virðist þið Piaf nánast algerar and- stæður t.d. hvað snertir bakgrunn og lífsstíl. Hvernig barstu þig að við að finna þína Piaf? „Ég byrjaði auðvitað á að lesa mér til, það var af nægu að taka, las ævisögu hennar og annað sem hefur verið skrifað um hana. Svo veistu hvernig það er — maður leitar að því í sjálfum sér sem teng- ist viðfangsefninu, þeim tilfinningum sem maður þarf að virkja til að koma hlutverk- inu til skila. Þó við Piaf séum ólíkar að flestu leyti þá finnst mér ég skilja hana. Piaf hafði í sér talsvert sterka sjálfseyð- ingarhvöt — fór oft illa með sig — en það sem ég dái hana fyrir er hve „professional" hún var samt sem áður í list sinni. Hún var óspör á sjálfa sig og gaf sig alla í söngnum. Það kemur fram í leikritinu, þegar Marlene Dietrich er að gefa henni ráð, benda henni á að hún þurfi ekki að gleyma sér alveg í innlifuninni — að Piaf

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.