Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1985, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1985, Page 5
Viö vorum alveg sannfærð um að sú gamla Edith Piaf væri aö sveima hér um á frumsýningu, því hún stríddi okkur svo mikið, að það var ekki alveg eðlilegt — og allt í gegnum rafmagn, míkrófónninn fór úr sambandi, sem ekki á að geta gerst, og röð af viðlíka atvikum íí kærði sig kollótta, hún vildi lifa það sem hún söng. t Veistu það, að ég held að öll ástarsam- bönd hennar hafi í rauninni byggst á þessu, að hún hafi kastað sér ut í þau til þess að geta haldið áfram að syngja um ástina. Það virtist henni nauðsynlegt að vera alltaf yfir sig ástfangin til að geta túlkað söngvana af sannri tilfinningu. Hún lifði alltaf í tilfinningalegri spennu. ... nú ég þekki t.d. vel þessa sjálfseyð- ingarhvöt í sjálfri mér, þó ég virki hana ekki í stórum mæli í lífi mínu, þá þekki ég hana, get gripið til hennar. í rauninni held ég að sjálfseyðingarhvötin búi í okkur öll- um, þó hún komi ekki alltaf fram — en þú t.d. reykir þó þú vitir hve óhollt og eyði- leggjandi það er — nú, ég geri það líka ... bara svo ég taki nærtækt dæmi. Leikritið lýsir Piaf á ólíkum aldursskeiðum, henni er fylgt frá því hún er kornung götustelpa og þar til yfir lýkur. Það er óneitanlega spennandi viðfangsefni að giíma við þær breytingar sem eiga sér stað á jafn stormasömum lífsferli og hennar. Eitt er einkennandi fyrir Piaf, hún átti vini og kunningja bæði úr efstu og neðstu þrepum samfélagsins. Hún var trú upp- runa sínum og það fólk sem hún kynntist í æsku bjó alltaf i henni. Hún umgekkst alltaf tvo gjörólíka hópa fólks og var að því leyti eins og tvær manneskjur. Annars vegar voru mellurnar og smákrimmarnir og hins vegar fólk úr frönsku menning- arklíkunni." Holl TILBREYTING Edda hefur verið fastráðin við Þjóðleik- húsið (og er reyndar enn) síðan 1980, en fékk „leyfi“ frá störfum til að leika með Leikfélagi Akureyrar. Síðan 3. janúar sl. hefur hún því búið á Akureyri og kannski ekki úr vegi að spyrja hvernig það sé að vinna svo fjarri fjölskyldunni og sínum fasta vinnustað. „Já, ja — ég held að svona skipti á leik- urum milli leikhúsa séu í rauninni mjög holl, ekki bara fyrir leikarana heldur líka fyrir áhorfendur. Og þegar um er að ræða skipti milli landshluta, eins og í mínu til- felli, þá hefur það mjög endurnýjandi áhrif — nýtt umhverfi — nýir mótleikarar ... Mér finnst þetta góð tilbreyting. Nei, ég hef ekki fjölskylduna hjá mér hérna nema að litlum hluta, þeir feðgarnir voru hérna yfir páskana. Já, við eigum níu ára son, Fróði heitir hann — ég hafði hann hjá mér fyrstu tvo mánuðina og þá var hann í skóla hérna, í janúar og febrúar, en nú er hann aftur kominn í skóla fyrir sunnan, og þá er ég ein hérna ... Jú, jú, móðurhjartað er náttúrleg alveg að deyja úr samviskubiti, eins og gengur þegar brugðið er út af vananum. En Fróði er hjá pabba sínum og heldur sínu striki — ég held nú líka að börn hafi ekki gott af að vera ofvernduð." Eiginmaður Eddu er Finnur Torfi Stef- ánsson, lögfræðingur og verðandi tón- skáld... Við erum komnar inn í búningsherbergi, þar sem Sigríður er tekin til við að farða andlit Eddu og við erum allt í einu far- nar að horfa hvor á aðra í speglinum — Edda þarf að halda andlitinu sem mest í kyrrstöðu — það er t.d. mikil nákvæmn- isvinna að teikna augnabrúnirnar sem eru heilmikill hluti af gervinu. Allir leikararnir eru mættir — Þráinn búinn að hella uppá kaffi. Hárgreiðslumeistar- inn Elsa Björnsdóttir er líka mætt og mér hættir að lítast á að vera að trufla undirbúningsvinnuna í þeim tiltölulega þröngu húsakynnum, sem leikarar búa við baksviðs. En andi vinsemdar er ríkj- andi og sneitt er hjá árekstrum af lipurð — Edda heldur ró sinni og heldur áfram að spjalla. „Jú, víst er ég andstæða við Edith Piaf, það kemur meðal annars fram í því að ég er búin að vera gift sama manninum í fimmtán ár. Ég held líka Kristín — í sam- bandi við listina og lífið — að ég myndi alls ekki „fungera" ef ég ætti að lifa eitt- hvað í líkingu við það líf sem Piaf lifði. Ég held að ef þú ætlar að hafa einhvern auka- forða í listina, þá verðirðu að vera sæmi- lega í ró gagnvart sjálfri þér. Að minnsta kosti finnst mér það með sjálfa mig.“ Lárus Pálsson Stappaði í Mig Stálinu Efeinhver skyldi vera í minnsta vafa, þá má taka það fram að Edda Þórarins- dóttir á dágóðan leiklistarferil að baki, enda búin að vera átján ár í faginu, eftir að leiklistarnámi lauk, en hún útskrifað- ist úr Leiklistarskóla Leikfélags Reykja- víkur vorið 1967. Þá byrjaði Edda að leika, fyrst hjá leikfélaginu Grímu og síðan hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu. Hvað viðvíkur söngnum, þá lét Edda alvarlega til sin taka þegar hún bæði lék og söng í sýningunni „Þið munið hann Jörund“ hjá LR. En í fram- haldi af þeirri sýningu varð til tríóið „Þrjú á palli“, sem starfaði í tæp tíu ár og Edda söng með því m.a. inn á sjö hljómplötur. Edda hefur fengist við stærri og smærri verkefni gegnum árin og nokkur svo ólík sem frú Makbeð í leikriti Shakespeare .hjá LR og Sally Bowles í söngleiknum „Kabarett" hjá Þjóðleikhúsinu. Á síðastliðnu leikári lék hún stórt hlutverk á Litla sviði Þjóð- leikhússins, Betu í „Lokaæfingu“ eftir Svövu Jakobsdóttur. Af því bakgrunnur Piaf, virðist svo augljós, leikur mér hugur á að fá að vita eitthvað um bakgrunn Eddu. Ég fæ að vita að hún er elst af sex systkinum og að heimilislífið hafi oft verið ansi fjör- ugt. Svo verður Edda nánast hljóðlát og ég skynja að öll sú saga er efni í annað ævintýri. Hvenær fékkstu fyrst áhuga á leiklist og söng? „Það var lengi að brjótast í mér hvort ég ætti að fara i leiklist eða tónlist. Ég byrj- aði í undirbúningsdeild fyrir söngkennara- nám í tónlistarskólanum. Leiklistin var meira eins og fjarlægur draumur, ég þorði ekkert út í svoleiðis nám. Svo barst þetta einhverntíma í tal heima hjá mér, þessi togstreita mín og draumórar. Þá var þar staddur Lárus Pálsson leikari, sem var góður vinur pabba. Hann varð til þess að stappa í mig stálinu. Hann hvatti mig til að sækja um Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur. Kannski lá jafnvel beinna við að fara í Þjóðleikhússkólann, en Lárus hafði mikla trú á ungum og vel menntuð- um manni sem var orðinn leikhússtjóri í Iðnó og einnig skólastjóri Leiklistarskól- ans. Þessi ungi maður var Sveinn Einars- son. Gagga Lund Hefur Kennt Mér Margt Mikilvægt Ég tók Lárus á orðinu og fór i þann skóla sem hann mælti svo með, og leiídist- in hætti að vera fjarlægur draumur. Jafn- framt leiklistarnáminu sótti ég söngtíma hjá Göggu Lund. Þá var hún nýlega sest að á íslandi og það var Jón Nordal, skóla- stjóri Tónlistarskólans, sem ráðlagði mér að fara til hennar, hún kynni það sem væri gott fyrir leiklistarnema að Iæra, bæði í söng og raddþjálfun. Ég hef verið í tímum hjá henni meira eða minna allt fram á þennan dag. Hún hefur kennt mér mikið bæði í söng og raddþjálfun en kannski ekki minna um lífið og listina. Ékki síst það að taka listina alvarlega, fara aldrei ódýrar leiðir. Gagga er lífsreynd og gáfuð og sjálf hefur hún aldrei valið auðveldustu leið- ina.“ Nokkuð sem ég ekki vissi áður er að Edda var í leiklistarnámi í Englandi ár- ið 1973. Já, þá var ég í leiklistardeild háskólans í Manchester, var þar I eitt ár. Það var mjög hollt fyrir mig, tekið dálítið öðruvísi á málunum en ég hafði kynnst áður. Þetta var meira bókmenntalegs eðlis en í Leik- listarskólanum og ég fór að lesa leikrit með svolitið öðru hugarfari eftir þetta nám mitt.“ Á hvað trúirðu? „í lífinu eða listinni?" Þú ræður. „Já, það er víst óaðskiljanlegt. Ég held einfaldlega að ég trúi á það að nálgast sérhvert viðfangsefni, sérhvert verkefni með jákvæðu hugarfari. Neikvætt hugar- far eitrar og útilokar svo margt. Ég held að sköpunargáfan sé einskis megnug, nema hlúð sé að henni á jákvæðan hátt — það held ég eigi við alla sem vinna að því að virkja þá gáfu.“ Það er tæpur klukkutími, þar til sýning hefst. Það er uppselt. Tími til að hita upp oggera raddæfingar — ogfyrir mig að þakka fyrir spjallið... Hpnaskilnaðfr sem ganga fljótt fyrir sig eru skástir fyrir barnið Börn verða hrædd við deilur og þeim gengur illa að leysa vandamál fullorðnum, þegar skilnaður foreldra þeirra hefur orðið með langvinnum pyhting- um og látum. Á þessu máli er Morten Nissen, sálfræðingur, sem á vegum stofnunar, sem annast samfélagsrannsóknir, hefur átt viðtöl við mörg hundr- uð hjónaskilnaðarbörn í Dan- mörku. Við sjö þeirra hefur hann rætt ítarlega. Fyrir 12—13 árum voru þau leiksoppur for- eldranna og allra þeirra aðilja, sem koma við sögu í hatrömm- um hjónaskilnaðarmálum. Morten Nissen segir, að sálar- líf þessa unga fólk beri enn eftir svo mörg ár greinilegar menjar átakanna við skilnað foreldr- anna og muni sennilega gera það alla þeirra ævi. — Þetta unga fólk flýr í dag frá sínum eigin vandamálum og missir móðinn ef það sér ekki fram úr einhverju. Hinar hörmulegu minningar frá uppgjöri foreldranna eru svo áleitnar, að það vill fyrir alla muni komast hjá því að lenda í sömu aðstöðu. Ef það yfirleitt vill gifta sig, þá yrði það ekki fyrr en seint, segir það, og það myndi þá velja sér maka mjög vandlega. Ein stúlkan sagði blátt áfram, að hún væri ekkert á móti því að eignast barn, en að- eins að því tilskyldu að hún yrði ein með það — frá upphafi. Hún vill ekki taka þá áhættu, að það yrði að þola aðrar eins raunir og hún sjálf, segir Morten Nissen. Þó að sjálfur skilnaðurinn geti orðið barni sár lífsreynsla er Morten Nissen þeirrar skoðunar, að foreldrar eigi ekki að búa saman vegna barnsins, ef þau þoli ekki að sjá hvort annað. — Þá er skilnaður skárri. Rifrildi milli foreldra er yfirleitt þyngri raun fyrir barn en það að geta ekki séð annað þeirra dag- lega, segir hann. Af sömu ástæðu varar hann við því, að menn séu að setja fram kenningar um það, hvaða aldursflokkar barna muni þola skilnað þannig, að þau bíði minnst tjón á sálu sinni. Niður- stöður umfangsmikillar banda- rískrar könnunar fyrir nokkru voru nefnilega þær, að börn á aldrinum 0—6 ára þyldu betur skilnað foreldranna, þegar til lengri tíma væri litið, en börn á aldrinum 6—10 ára. — Slík aldursmörk eru frem- ur til ills en góðs, því að hægt er að nota þau til að fresta eða flýta hjónaskilnaði, segir Morten Nissen. — Eins vitum við það nú, að það er ekki aðeins sjálfur skiln- aðurinn, sem skiptir máli. Ör- yggisleysi barnanna er að jafn- miklu leyti því að kenna, að þau verða svo oft að flytja og þar með að skipta um skóla, félaga og kennara samtímis. Það dregur úr hinum dæmi- gerðu áföllum, sem fylgja í kjöl- far skilnaðar, ef börn geta fengið að vera áfram í því umhverfi, sem þau eru vön. Sérstaklega ef foreldrarnir geta komið á slíkri tilhögun, að börnin geti haldið sambandi við hinn brottflutta aðila, segir Morten Nissen. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11.MAI1985 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.