Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1985, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1985, Side 11
Félagar úr Mujaheddin-samtökunum, sem berjast móti ofurefh Sorétríkjanna, virða fyrir sér leifar af sovézkrí þyrlu, sem þeir hafa skotið niður. Sovézkt Afganistan í deiglunni Samantekt úr New York Times Magazine eftir Richard Bernstein Af frásögnum flóttamanna sem og öðrum heimildum er Ijóst, að Sovétríkin eru ekki einungis að hernema landið, heldur eru Rússar að umbreyta þjóðfélag- inu þar frá grunni með sitt eig- ið alræðisskipulag að fyrir- mynd. Þessari stefnu er fram- fylgt af vægðarlausri hörku og grimmd IPeshawar, gráleitri og rykugri borg á landa- mærum Pakistans og Afganistans, hafa menn margar skelfilegar sögur að segja um þessar mundir. Saga M. Yusufis, fyrrum prófessors við landbúnaðarháskóla í Kabúl, er dæmigerð og gefur til kynna í stuttu máli, hversu hörmulegir atburðir hafi gerzt í landi hans eftir innrás Sovétríkjanna á jólum 1979. Þegar Yusufi fannst lífið orðið óbaerilegt í Afganistan, ákvað hann að freista þess að komast burt. En skömmu áður en hann fór, sá hann fréttaþátt í sjónvarpi þar um fæðingarþorp sitt, Behsoud, sem eitt sinn var þyrping lítilla múrsteinshúsa um 100 búandi fjölskyldna. í sjónvarpsþættinum var Behsoud lýst sem sælustað, þar sem miklar framfarir hefðu átt sér stað í land- búnaði, veldi jarðeigenda verið afnumið með öllu og stuðningur þorpsbúa við bylt- inguna færi stöðugt vaxandi. Nú vill svo til, að Behsoud er á leiðinni frá Kabúl til landamæra Pakistans. Yusufi ákvað að heimsækja æskustöðvar sínar á leið sinni í útlegðina. Þorpið var í rústum, þegar hann kom þangað. Þar voru ekki nema fimm fjöl- skyldur eftir. Grimmileg loftárás hafði verið gerð á þorpið. Þannig er munurinn oft á áróðri og raunveruleika. Mörg og ef til vill flest þorp í Afganistan hafa hlotið sömu örlög og Behsoud, að því er Yusufi og aðrir flóttamenn fullyrða. Sovézki innrásarherinn hefur hafið kerfis- bundnar loftárásir á sveitaþorp í Afgan- istan til að reyna að brjóta á bak aftur mótspyrnu afgönsku skæruliðanna, múja- hedín. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna sagði í nýlegri skýrslu, að að- gerðir sovézka hersins miðuðu greinilega að því að eyða mannabyggð á stórum svæðum í sveitum landsins. Flóttamenn segja, að heil landsvæði, svo sem Pansjir- dalurinn norðvestur af Kabúl, séu vart í byggð lengur. Yusufi og starfsbróðir hans hafa safnað upplýsingum um ástand land- búnaðar nú í Afganistan og komizt að þeirri niðurstöðu, að uppskera hveitis, korns og hrísgrjóna sé nú um fjórðungur þess, sem hún var 1978. En hinir ríkis- reknu fjölmiðlar í landinu hafa jafnan af framförum í landbúnaði að segja. „í Behsoud er land og vatn, en enginn búskapur. Áveitukerfið hefur verið eyði- lagt. Þar eru engir bændur til að yrkja jörðina," sagði Yusufi. SOVÉT-AFGANISTAN er í DEIGLUNNI Af frásögnum flóttamannanna sem og af öðrum heimildum er ljóst, að Sovétríkin eru ekki einungis að hernema landið, held- ur eru Rússar að umbreyta þjóðfélaginu þar frá grunni með sitt eigið alræðisskipu- lag að fyrirmynd. Sovét-Afganistan er í deiglunni. Það fer heldur ekki á milli mála, að þessari stefnu er framfylgt af vægðar- lausri hörku og grimmd. Afganskir flóttamenn segja, að hand- bendi Sovétríkjanna í leiðtogastöðum í landi þeirra hafi lýst því yfir, að það þyrfti ekki að verða nema ein milljón Afgana eftir í landinu. Það væri nægilegur grunn- ur til að byggja á þjóðfélag byltingarinnar, en íbúarnir voru um 16 milljónir fyrir inn- rásina. Það hefur að vísu ekki verið sannað til fulls, að leiðtogarnir hafi orðað þetta á svo ruddalegan og miskunnarlausan hátt, en slík yfirlýsing væri í samræmi við markmið og leiðir Sovétmanna og afganskra kommúnista, að því er reynslan hefur sýnt. Þriðjungur íbúanna hefur þegar flúið til Pakistans, frans og annarra landa, en margir aðrir, enginn veit hve margir, hafa flúið heimili sín úti á landi til borganna, þar sem öryggið er meira, eftir að Sovét- menn hófu skipulega útrýmingu sveita- þorpa með loftárásum. Þessi mannflótti er með mestu þjóðflutningum sögunnar. KOSTNAÐUR OG ÁLITSHNEKKIR Menn hafa velt því fyrir sér, hvers vegna Sovétríkin haldi fast við þessa stefnu sína í ljósi hins gífurlega kostnaðar, sem þessi hernaður hafi í för með sér, en þau munu hafa um 115 þúsund hermenn í Afganist- an, og með hliðsjón af þeim mikla álits- hnekki, sem þau hafi beðið annars staðar í heiminum. Álgengust mun sú skoðun á Vesturlöndum, að Rússar sæki suður á bóginn, eins og þeir hafi gert um aldir, til að tryggja hernaðarlega stöðu sína í Suður-Asíu og við Persaflóa. En hvað sem upphaflega hefur vakað fyrir þeim í Afg- anistan, eru aðgerðirnar í rökrænu sam- hengi út af fyrir sig. Kommúnistaflokkur- inn í Moskvu verður að halda reisn sinni. Flokkurinn er óskeikull, og öll andstaða við ákvarðanir hans er af hinu illa. Flokk- urinn telur sig sprottinn af sögulegri nauðsyn, hann er ímynd framfara og framþróunar og í krafti þess eru honum öll meðul heimil. Sovétríkin geta ekki látið undan í þessum átökum og eru reiðubúin að fórna hverju sem er til að ná marki sínu. Þó að Sovétmenn geri allt, sem hægt er, til að ráða öllum fréttaflutningi frá Afg- anistan og loki landinu með öllum ráðum, er þetta stríð ekki háð án vitna. Læknar frá ýmsum hjálparstofnunum hafa starfað lengi á yfirráðasvæðum skæruliða. Er- lendir stjórnarerindrekar hafa sent skýrslur frá Kabúl. En helztu vitnin eru að sjálfsögðu Afganir, sem kynnzt hafa fram- ferði Sovétmanna af eigin raun og flúið land. Vitnisburði þeirra verður að vísu að taka með fyrirvara, eins og ávallt þegar flóttamenn eiga í hlut, hvað hvern einstak- an varðar. Þessir flóttamenn eru allir and- stæðingar leppstjórnar Sovétmanna í Kabúl, ella hefðu þeir varla flúið landið. En engu að síður gætir svo mikils sam- ræmis i lýsingum þeirra í smáatriðum jafnt sem meginmáli, að frásagnir þeirra gefa trúverðuga mynd af því, sem gerzt hefur og er enn að gerast. Kommúnistadeildir Og leynilögregla Abdul Majid Mangal er fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins í Kab- úl og gegndi síðast stöðu næstæðsta yfir- manns sendiráðs Afganistans í Sovétríkj- unum. Hann flúði til Pakistans 1983 eins og Yusufi. Hann segir, að í Kabúl, Jalala- bad, Herat, Kandahar og öðrum helztu borgum landsins hafi þegar verið komið á fót fjölda stofnana að sovézkri fyrirmynd. Þar er um að ræða áróðursvélar, ríkis- rekna fjölmiðla, starfsfélög, deildir úr Kommúnistaflokknum í hverju hverfi, öll- um skólum o.s.frv. Að sjálfsögðu er einnig búið að koma upp öflugri leynilögreglu, sem nefnist Khad eftir afgönskum upp- hafsstöfum, en er hönnuð eins og KGB með griplur úti um allt þjóðfélagið. Skóla- kerfinu hefur öllu verið breytt, frá forskól- um upp í háskóla. Þúsundir ungmenna hafa verið sendar til náms í Sovétríkjun- um, þar á meðal börn á aldrinum 5—6 ára, sem eiga að vera þar í tíu ár. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 11. MAl 1985 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.