Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1985, Page 12
ins hófust skipulega eftir aprílbyltinguna
1978, þegar kommúnistaflokkur landsins
brauzt til valda og Taraki varð forsætis-
ráðherra. „Þá komu sovézkir ráðgjafar til
landsins til starfa í utanríkisráðuneytinu,"
segir Mangal, sem þar starfaði, „og fengu
sínar eigin skrifstofur með mynd af Lenin
í hverju herbergi. Þetta voru ráðgjafar í
lögum, stjórnmálum og hagfræði."
Taraki var sviptur völdum og tekinn af
lífi 1979, en við tók Hafizulla Amin, keppi-
nautur hans í flokknum, sem var ekki eins
Sovétsinnaður. Sovétmenn gerðu svo inn-
rás í landið í lok ársins. Amin var drepinn
og Babrak Karmal settur í sæti hans.
Brátt voru yfir 100.000 sovézkir hermenn
komnir til landsins til að styðja við bakið á
stjórn hans.
ungir menn sendir
TlL ÞJÁLFUNAR
í MOSKVU
Áhrif hinna sovézku ráðgjafa í utanrík-
isþjónustunni jukust nú mjög. Fyrsta verk
þeirra var að skipa svo fyrir, að allir þeir
starfsmenn ráðuneytisins, sem ekki væru
flokksbundnir kommúnistar, skyldu sendir
til starfa í Sovétríkjunum eða fylgiríkjum
þeirra í Austur-Evrópu. Mangal, sem fjall-
að hafði um málefni Sameinuðu þjóðanna
í 5 ár í ráðuneytinu og átti að flytjast til
starfa í Nýju Delhí, var sendur til Moskvu
í staðinn.
Þá tóku Sovétmenn einnig að annast
þjálfun ungra manna til starfa í utanríkis-
Kaldir og rólegir horfast þeir íaugu við dauðann hrern einasta dag: Afganskir þjóðfrelsismenn
ganga til vopna sinna í Pansjír-dal, þar sem aiit er nú í rúst
Herkostnaður Sovétmanna er mikill. Hér lendir Antonov-22-berfIugvél á Kabukflugrelli með nýja hermenn. Til þessa hafa 10.000 Sovétmenn
fallið.
þjónustunni, og oft voru þeir úr fjölskyld-
um háttsettra manna í flokknum. Bæði
voru ungir menn sendir til þjálfunar í
Moskvu, og sovézkir kennarar komu til
Kabúl.
Hvað varðar stefnuna í utanríkismálum
Afganistans, þá tóku Rússar hana alger-
lega í sínar hendur. Hinn raunverulegi
utanríkisráðherra er Vasily Safronchuk,
deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu í Sov-
étríkjunum. Afganski utanríkisráðherr-
ann, Shah M. Dost, fer undantekningar-
laust um Moskvu á leið sinni til þings
Sameinuðu þjóðanna. „Hver einasta orð-
sending og yfirlýsing af háifu utanríkis-
ráðuneytis Afganistans er undirbúin og
endanlega afgreidd í Moskvu," segir Mang-
al.
Afskipta Sovétmanna gætir í stóru og
smáu í öllu stjórnkerfinu. Þá hafa þeir
einnig tekið að sér að semja sögu Afgan-
istans til kennslu þar í landi. „Ég vissi um
þetta verk, þegar ég var í Moskvu," segir
Mangal. „Hópur sovézkra sagnfræðinga
vann að því undir stjórn Akramovich,
prófessors í Austurlandafræðum við há-
skólann í Moskvu." Megináherzlan er Iögð
á baráttu Afgana gegn brezkri heims-
valdastefnu á 19. öld og á það öryggi sem
sjálfstæði landsins nýtur nú í skjóli Sovét-
ríkjanna vegna „bróðurlegrar aðstoðar"
þeirra.
SOVÉTRÍKIN NEFND 200
SlNNUM Á SÓLARHRING
Sovétmenn boða þá kenningu, að þeir
Afganir einir séu föðurlandsvinir, sem séu
vinir Sovétríkjanna. Útvarpið í Kabúl
minnist stöðugt á Sovétríkin og nefnir þau
a.m.k. 200 sinnum á sólarhring. Banda-
rískri heimsveldastefnu er úthúðað a.m.k.
jafnoft og aðstoð Sovétríkjanna við Afgan-
istan er lofuð.
Ekki er hann öfundsrerður: Sovézkur ber-
maður, sem Afganir bafa tekið höndum, sýnir
skilríki sín.
Sé lesin saga Sovétlýðvelda á borð við
Uzbekistan og Tadzhikistan, má sjá
greinilegar hliðstæður þess, sem er að ger-
ast í Afganistan. Lönd persneskumælandi
múslima í Mið-Asíu voru hertekin í lok 19.
aldar, þegar Rússar leituðust af mikilli
þrjózku og þrákelkni við að færa út landa-
mæri hins víðlenda ríkis til suðurs og
austurs. En keisararnir voru alveg sáttir
við það, að íbúarnir lifðu sínu venju-
bundna lífi óáreittir eftir sem áður, en
eftir valdatöku bolsévika 1917 þurftu þeir
óhjákvæmilega að stofna kommúnista-
flokka í Mið-Asíu, sem síðan tóku að
skipta sér af öllu. íbúarnir snerust gegn
hinum nýju kúgurum og grimmilegt stríð
hófst. Sovézkur rithöfundur segir ílýsingu
sinni á stríðinu í Uzbekistan, að skærulið-
arnir hafi verið menn á hestbaki, sem
„hurfu í næstu þorpum bókstaflega fyrir
framan augun á hermönnum okkar“. Það
tók sovézka herinn fimm ár að brjóta á
bak aftur mótspyrnuna í Tadzhikistan og
önnur fimm ár að kúga bændur til hlýðni
við stefnu Stalíns um stofnun samyrkju-
búa.
Varðandi Afganistan er þó sá munur á,
að Moskva heldur því ekki fram, að landið
sé hluti Sovétríkjanna, eins og var um
Uzbekistan og Tadzhikistan. En ef til vill
er mesti munurinn fólginn í því, hversu
víðtæk mótspyrnan er í Afganistan og
grimmdin mikil, sem Sovétmenn sýna við
tilraunir sínar til að bæla hana niður. For-
ingjar skæruliða, sem koma stundum í
heimsókn til Pakistans og í auknum mæli
til Vesturlanda, fullyrða, að í upphafi hafi
stríðið við Sovétmenn verið takmarkaðra
og hefðbundnara en það er í dag. Það var
barizt um yfirráð yfir landsvæðum, og þeir
réðust gegn mújahedín-skæruliðunum
sjálfum. En þrátt fyrir margítrekaðar
stórárásir á þá hefur þeim ekki tekizt að
ganga milli bols og höfuðs á þeim, og þar
sem þeim hefur ekki einu sinni tekizt að ná
öruggum yfirráðum yfir landsvæðunum
umhverfis helztu borgirnar í Afganistan,
hafa Sovétmenn hert svo mjög á hernaði
sínum, að svo virðist sem það sé ásetning-
ur þeirra að eyða byggð að miklu leyti úti á
landi.
NÝJAR AÐFERÐÍR RtfSSA
Gegn Skæruliðum
Abdul Haq, æðsti andspyrnuforinginn í
Kabúlhéraði, segir, að hin breytta stefna
Sovétmanna í stríðinu hafi byrjað fyrir ári
eða svo. Haq, sem er stór og stæðilegur
maður, skeggjaður og skapmikill, var tek-
inn tali í Peshawar, þar sem hann kom við
á leið sinni frá Áfganistan til Evrópu.
Hann og aðrir andspyrnuforingjar töluðu
sérstaklega um nýjar aðferðir, sem Sovét-
menn beittu nú í hernaði sínum gegn
skæruliðum. í fyrsta lagi gerðu þeir ákafar
loftárásir á sveitaþorp og landbúnaðarhér-
uð með flugvélum og þyrlum. í öðru lagi
sendu þeir sveitir til skyndiárása á þorp og
landsvæði, þar sem þeir telja, að skærulið-
ar hafist við, til að reyna að ráða niðurlög-
um þeirra. í þriðja lagi eru svo snöggar og
tafarlausar hefndaraðgerðir gegn óbreytt-
um borgurum vegna árása skæruliða á
sovézka hermenn og herstöðvar.
„Mestur vandi okkar er sá, að þeir berj-
ast gegn börnum okkar, fólkinu okkar,
húsdýrum okkar og búfénaði," sagði Haq.
„í Kabúlhéraði hefur um 90 af hundraði
þorpanna verið eytt. Á síðustu tveim til
þremur mánuðum hafa milli fimm og sex
þúsund flóttamenn komið til Pakistans að-
eins frá sveitunum umhverfis Kabúl.“
Pakistanskir embættismenn, sem ann-
ast málefni flóttamanna, skýrðu frá því,
að mikill straumur flóttamanna hefði að
undanförnu komið til tiltölulega nýrra
búða nálægt Peshawar. Það táknar ekki,
að fjöldi flóttamanna í heild hafi aukizt.
Starfsmenn flóttamannahjálpar Samein-
uðu þjóðanna segja, að mesti fólksfjöldinn
hafi flúið frá Afganistan á tveim fyrstu
árunum eftir innrás Sovétmanna, þegar
ættarhöfðingjar tóku þá ákvörðun, sem
var fyrst og fremst pólitísk, að búa ekki
við yfirdrottnun Sovétríkjanna. En bæði
pakistanskir og vestrænir starfsmenn eru
sammála um, að margir hinna nýju flótta-
manna, en þeir eru milli þrjú og fimm
þúsund á mánuði, sem koma til Pakistan,
séu að flýja ógnir stríðsins sjálfs, sérstak-
lega loftárásirnar.
LÍTIL VON TIL LENGDAR
í Baráttunni
VlÐ OFUREFLIÐ
í sjúkrahúsi Rauða krossins I Peshawar
fá árlega um þrjú þúsund fórnarlömb
stríðsins læknishjálp. Á síðustu fimm ár-
um hafa samtökin farið margsinnis fram á
það bæði við stjórn Karmals í Afganistan
og Sovétríkin, að þeim yrði leyft að koma
upp sjúkrahúsum í Afganistan til að veita
særðu fólki læknishjálp, en hingað til hef-
ur þeim málaleitunum verið neitað. Það
tekur um 7 til 10 daga að flytja særðan
mann, yfirleitt á múlasna eða úlfalda eða á
bökum ættingja, frá Afganistan til Pakist-
ans. Dr. Bjarne Ranheim, norskur læknir,
sem er yfirmaður sjúkrahússins, segir, að
algengustu sárin séu af völdum loftárása,
jarðsprengja og bruna.
Flóttamennirnir og andspyrnuforingj-
arnir láta í ljós óbilandi trú á því, að þeir
muni sigra í stríðinu gegn hinum sovézku
innrásarmönnum. Þetta er að sönnu trú,
því að þeir eru sannfærðir um, að Guð sé
með þeim. Og þeir hafa trú á hinu afg-
anska þjóðerni og þrautseigju og harð-
fengi þjóðarinnar. Fólk, sem býr við við-
stöðulausan áróður og fær engan frið fyrir
honum, fyllist oft efasemdum. Stúdentarn-
ir, sem eru við nám í Sovétríkjunum, geta
snúizt öndverðir gegn hinu sovézka kerfi
fremur en að verða sannfærðir og eldheitir
marxistar.
En fordæmin frá sovézku lýðveldunum í
Mið-Asíu benda til þess, að aðferð sé
þekkt, sem reynslan sýni að dugi með tím-
anum. Á þriðja áratugnum börðust upp-
reisnarmenn í Tadzhikistan af hörku og
þolgæði — þeir voru kallaðir „bandíttar"
(stigamenn, þorparar) í sovézku blöðunum
alveg eins og afgönsku skæruliðarnir nú —
en smám saman á mörgum árum lýjuðust
þeir og biðu lægri hlut gegn ennþá meira
úthaldi Sovétmanna, miskunnarleysi
þeirra og yfirburðum, hvað vopn snerti. Þó
að mótspyrna Afgana sé öflugri, og margt
bendir til þess, að máttur hennar sé veru-
legur, þá má búast við því, að stríðið í
öræfum Afganistans kosti miklar fórnir,
og skæruliðunum eru í þeim efnum meiri
takmörk sett en óvinum þeirra. Á sama
tíma styðjast Sovétmenn við ógnarvald
hins þaulskipulagða ríkis, sem vinnur
markvisst að því að brjóta niður vilja
þjóðarinnar til sjálfstæðis. Sagan sýnir,
hvernig lönd hafa orðið fylgiríki. Og það er
greinilegt, að hverju Sovétríkin stefna,
hvað Afganistan varðar.
— Sv.Ásg. — þýtt og stytt
úr „The New York Times“