Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1985, Page 13
að ná þessum
markmiðum, getur vel svo
farið, að þessir drengir bregðist siðar við
með því að stela til þess að komast yfir
bílinn og hafi ofbeldi i frammi til þess að
skapa óttablandna virðingu um persónu
sína. Félagsfræðingarnir Richard A. Clow-
ard og Lloyd E. Ohlin, sem báðir störfuðu
við Columbiu-háskóla, lögðu einmitt þessa
skoðun til grundvallar rannsóknum sínum
á þróun afbrotahneigðar hjá ungmennum,
en þessar rannsóknir voru gerðar á árun-
um milli 1960 og ’70. í niðurstöðum sínum
létu þeir i ljós það álit, að afbrotahneigð
geri oftast vart við sig hjá fólki, sem sé að
komast á fullorðinsaldur og búi fjárhags-
lega við mun krappari kjör en almennt
gerist í þeirra þjóðfélagsstétt. Meðal þessa
fólks vaknar iðulega hneigð til afbrota,
i sem þá eru framin til þess að komast yfir
þátt í þróun afbrotahneigðar meðal barna !
eins og haldið hafði verið fram — og lík-
amleg einkenni skiptu alls engu máli í
þessu sambandi.
Ein af þeim skoðunum, sem settar voru
fram af félagsfræðingum í þessu sam-
bandi, gekk í þá átt, að það væri börnum
einkar eðlilegt að reyna að laga sig í einu
og öllu að því gildismati, sem ríkjandi væri
í umhverfi þeirra á uppvaxtarárunum;
vandræðadrengjum og afbrotaunglingum
er samkvæmt því einfaldlega innrætt ann-
að siðferðilegt mat á gildi hluta og and-
legra verðmæta heldur en okkur hinum
hefur verið kennt. Þjóðfélagsstaða við-
komandi fjölskyldu eða þjóðfélagsstaða
fjölskyldna annarra drengja í götunni
verði að skoðast sem afar mikilvægur
þáttur í því gildismati, sem drengir til-
einki sér. Þannig kunni drengir, sem vaxið
hafa upp í fjölskyldum, sem almennt njóta
minna álits innan þjóðfélagsins, að snúast
öndverðir gegn og hafna með öllu því hefð-
bundna siðferðilega gildismati, sem ríkir
innan fjölskyldu þeirra en tileinka sér þess
í stað harðsnúin hörkuleg viðhorf til um-
hverfis og þjóðfélagsins og kjósa að njóta
þeirra gæða, sem þeir geta beint hrifsað til
sín með einhverju móti.
Aðrir félagsfræðingar, sem á 6. og 7.
áratugnum höfðu lagt orð í belg varðandi
nokkrar helztu ástæðurnar til afbrota-
hneigðar hjá drengjum, létu í ljós það álit
sitt, að afbrotaferill ungmenna ætti í flest-
um tilvikum ekki rætur sínar að rekja
beinlínis til sérstakrar uppfræðslu í að
fremja afbrot, sem síbrotaunglingar hefðu
hlotið í heimahúsum, eða að þessi börn og
unglingar hefðu endilega leiðst út á af-
brotabrautina vegna vonbrigða yfir síend-
urteknum, árangurslausum tilraunum við
að höndla þau lífsgæði, sem vonir þeirra
stóðu til frá unga aldri. Ástæðan til sí-
brotahneigðar barna og ungmenna gæti
allt eins verið sú, að sjálft þjóðfélagið og
stofnanir þess hafi á fordómafullan hátt
hreinlega stimplað þessi börn sem verð-
andi afbrotamenn, vegna uppruna þeirra
og aðstæðna, sem þau hafa alizt upp við.
Uppeldið þó Alltaf
Afdrifaríkast
Núna á allra síðustu árum má þó segja,
að orðið hafi eins konar afturhvarf til
fyrri stefnu í viðhorfum félagsvísinda-
manna til frumorsaka afbrotahneigðar hjá
börnum og unglingum: Athuganir þeirra
beinast nú aftur og í æ ríkari mæli að
fjölskyldunni og þeim aðstæðum, sem
barnið vex upp við. Hinn þekkti fræðimað-
ur í félagsvísindum, Robert K. Merton,
prófessor við Columbiu-háskóla í Banda-
ríkjunum, hafði þegar árið 1949 haldið
þeirri eindregnu skoðun sinni fram, bæði í
ræðu og riti, að það sem einkum réði úr-
slitum við mótun félagslegs atferlis
mannsins, væri sambandið á milli helztu
framtíðarvona hans og þeirra möguleika,
sem hann hefði yfir að ráða til þess að ná
því marki, sem hann setti sér í lífinu. í
sumum fjölskyldum kann til dæmis að
vera ýtt undir löngun drengja í dýran og
vandaðan bíl og góða stöðu innan þjóðfé-
lagsins; en ef þjóðfélagið neitar þeim svo
viðurkenndar
í brennidepli
Grein úr tímaritinu The Atlantic, sem fjallar m.a. um það, hvernig mistök
foreldra geta leitt af sér afbrotafólk
EFTIR JAMES O. WILSON
egar svo er komið málum, að barnið á
heimilinu er orðið að algjörum og óviðráð-
anlegum villingi, þá virðist hinn eiginlegi
þáttur fjölskyldu barnsins í þeirri öfug-
þróun oft á tíðum vefjast mun meira fyrir
sprenglærðum félagsfræðingum heldur en
fyrir foreldrum yfirleitt. Væri einhver
ósköp venjuleg manneskja á förnum vegi
spurð, hverju það sætti, að sum ungmenni
virtust hafa mun sterkari tilhneigingu til
að fremja afbrot og óknytti heldur en aðrir
unglingar, þá er líklegt að viðkomandi
myndi svara því til, að þess háttar hegðun
ætti rætur sínar að rekja til einhverra
miður heppilegra aðstæðna innan fjöl-
skyldunnar á uppvaxtarárum þessa vand-
ræðafólks. Ef svo er spurt áfram, hvernig
á því standi að börn einnar og sömu fjöl-
skyldu séu oft svo mismunandi að því er
hegðun varðar, myndi sá sem spurður væri
segja, að það stafi af því að börn séu mis-
munandi skapi farin, hafi mismunandi
upplag og bregðist því við sömu meðferð 1
uppvexti á mjög svo mismunandi hátt —
skýringin geti líka verið sú, að foreldrarn-
ir mismuni beinlínis börnum sínum — eða
þá að hvort tveggja sé reyndin.
Þegar þau hjónin Sheldon og Eleanor
Glueck, kennarar við lagadeild Harvard-
háskóla í Boston, Bandaríkjunum, birtu
árið 1950 niðurstöður tíu ára athugana
sinna á ferli afbrotadrengja á Bostonsvæð-
inu, leiddu þau rök að því að ef ekki væri
tekið beint tillit til atriða eins og aldurs,
kynþáttar, umhverfis og (í stórum drátt-
um) greindarstigs, þá virtist afbrotaeðli
drengjanna vera afleiðing samvirkni milli
vissra líkamlegra eiginleika — líkams-
byggingar og skapferlis — og svo aðstæð-
na innan fjölskyldunnar, þar sem til dæm-
is annað foreldranna — eða jafnvel þau
bæði — skipti sér eiginlega ekkert
af börnum sínum í
mæltu því eindregið, að Glueck-hjónin
teldu sig, í ljósi þeirra niðurstaðna sem
þau hefðu komizt að við athuganir sinar,
geta sagt fyrir hverjir það væru, sem
myndu lenda á afbrotabrautinni, ef vissar
aðstæður væru fyrir hendi innan fjöl-
skyldunnar; spádómar af þessu tagi, sögðu
gagnrýnendurnir, kynnu vel að leiða til
þess, að prúður og vel innrættur drengur
yrði sjálfkrafa stimplaður sem verðandi
afbrotaunglingur.
Breytt Viðhorf
í Félagsvísindum
En hafi það hins vegar verið allt að því
samdóma álit gagnrýnendanna, að einung-
is væri um vissa galla að ræða á sjálfum
rannsóknaaðferðum Glueck-hjónanna,
hefði vitanlega mátt búast við því, að bet-
ur skipulagðar athuganir yrðu
gerðar á þessari hlið mála og
reynt að vinna úr þeim traustari
vísindalegar niðurstöður, til
þess að unnt væri að prófa
frekar þær fullyrðingar, er
fram komu í Glueck-nið-
urstöðunum og fá þannig ljósari
mynd af raunverulegu
gildi þeirra.
Fáar slíkar athuganir hafa
verið gerðar.
UppVCAUllUIIl
jafnvel fjandsamlega fram við þau og
beitti börnin slöppum og óskynsamlegum
uppeldis- og ögunaraðferðum.
Það kom fljótlega fram margs konar
gagnrýni á þessar rannsóknir Glueck-
hjónanna og þær niðurstöður sem þau
höfðu komizt að. Sumir vildu meina, að
athuganirnar á drengjunum kynnu að ein-
hverju leyti að hafa ráðizt af vitneakju
rannsakendanna um það, hvort einhver
drengjanna væri afbrotapiltur eða ekki.
Aðrir bentu á, að sumir þeirra þátta í at-
hugunum Glueck-hjónanna, sem álitnir
hafa verið hvað mikilvægastir í sambandi
við afbrotahneigð eins og til dæmis það,
hve mikillar eða lítillar ástúðar drengirnir
hefðu notið í uppvexti og líka þær ögun-
arvenjur, sem ríkt hefðu á heimilinu, gætu
ekki hafa komið fram við beinar athuganir
þeirra hjóna, heldur hafi þessir þættir ver-
ið felldir inn í athuganirnar samkvæmt
munnlegri frásögn drengjanna og foreldra
þeirra. Svo voru það enn aðrir, sem mót-
Ástæðan fyrir því kann að vera sú, að
einmitt á þessum árum voru félagsfræð-
ingar teknir að mynda sér almennt aðra
skoðun á því, hverjir þeir félagslegu þættir
væru, er teldust bezt fallnir til vísinda-
legra athugana á ástæðunum til afbrota-
hneigðar. Þessi breyttu viðhorf fólust
einkum í því, að fjölskyldulífið þótti orðið
varla lengur hentugasti vettvangurinn
fyrir skipulegar rannsóknir á sviði af-
brotafræði. Áhugi manna í félagsvísindum
beindist öllu fremur og í sífellt ríkari mæli
að tiltektum unglingahópa og þeim áhrif-
um, sem einstaklingurinn verður fyrir inn-
an þeirra og einnig að sjálfu þjóðfélags-
kerfinu.
Þetta nýja mat á þjóðfélagsaðstæðum
tengdist að nokkru þeirri greinilegu aukn-
ingu í ofbeldi af hálfu unglingahópa, sem
orðin var áberandi strax á sjötta áratugn-
um, en hin nýju viðhorf til félagslegra
vandamála áttu líka rætur sínar að rekja
til gjörólíkra hugmynda hjá nýrri kynslóð
háskólamenntaðra glæpasérfræðinga, sem
komu fram á sjónarsviðið um þetta leyti.
Hjá þeim gætti nokkuð annarra fræði-
legra viðhorfa til þeirra félagslegu að-
stæðna, er leitt gætu börn og unglinga
út á afbrotabrautina. Velflestir
þeirra álitu, að áhrif uppeldis og
erfiðleika innan fjölskyldunnar
ættu alls ekki eins afgerandi
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 11.MAI1985 13