Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1985, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1985, Side 14
 ýmiss konar verðmæti og eftirsóknarverða hluti sem eru stöðutákn og þar með líka til þess að komast hjá þeirri vanvirðu, sem fylgir í kjölfar bágborins efnahags. Einn virtasti félagsfræðingur Banda- ríkjanna, Travis Hirschi, prófessor við Ríkisháskólann i Arizona-fylki, lagði i hinu merka riti sínu „Causes of Delinqu- ency“ (Orsakir afbrotahneigðar), 1969, mikla áherzlu á þau tengsl, sem eru á milli þróunar mála innan fjölskyldunnar og af- brotahneigðar meðal ungmenna. Prófessor Hirschi benti á, að um alllangt árabil kynnu rannsóknir félagsfræðinga á orsök- um afbrotahneigðar að hafa verið byggðar á allsendis röngum forsendum, með því að fremur var leitað svara við þeirri spurn- ingu, af hverju maður, sem teldist góður að upplagi og eðlisfari eða skikkanlegur og meðfærilegur, kynni síðar að láta leiðast af ýmsum öflum innan félagslegs um- hverfis síns — af hópum afbrotaunglinga á götunni, slæmum áhrifum skólafélaga, af aðgerðum lögreglu eða af slæmu ástandi á vinnumarkaðnum — til að fremja afbrot. Hirschi benti á, að fyrsta spurningin sem vaknaði væri ekki sú, af hvaða ástæðum menn brytu lögin, heldur öllu fremur af hverju menn hlýddu þeim; löghlýðni og félagsleg aðlögun er atferli, sem raunverulega þarfnast nánari skýr- inga en ekki svo mjög frávik frá löghlýðni og velsæmi. Oreiða I MÁLEFNUM Ffjölskyldunnar Leiðir Oft Til Af- BROTAHNEIGÐAR BARNA Skýringin, sem Travis Hirschi kom fram með, var sú, að fólk hlýði almennt reglum, boðum og bönnum, en þó aðeins í þeim mæli sem þessar reglur tengi fólk beint við samfélagið. í aðalatriðum eru þessi tengsl fjórþætt: Tilfinningatengsl — og þá aðal- lega við fjölskylduna — félagsleg samhygð — en með því á prófessor Hirschi við varkárt og skynsamlegt mat alls þorra manna á því gjaldi, sem greiða þarf fyrir ranga hegðun annars vegar og þau laun, sem menn hljóta hins vegar fyrir réttan hegðunarmáta — þáttaka manna í ýmiss konar hefðbundnu, félagslegu starfi eins og t.d. skólastarfi, og loks ber að nefna trú manna og sannfæringu varðandi siðferði- legt gildi laga og fyrirmæla þeirra, sem þjóðfélagið setur mönnum. Hið fræðilega álit sitt í þessum efnum byggði Hirschi á niðurstöðum athugana sinna og víðtækrar upplýsingasöfnunar varðandi afbrot og heimilisástæður nokk- urra þúsunda gagnfræða- og menntaskóla- nema í borginni Richmond í Kaliforníu- fylki og einnig í nágrannasveitarfélögum borgarinnar. Fjöldi þeirra afbrota, sem framin voru, en áðurnefndir skólanemendur skýrðu sjálfir frá afbrotunum, stóð í hverju tilviki í mjög nánu sambandi við þau tilfinninga- legu tengsl, er voru milli viðkomandi barns eða unglings og foreldranna. Því nánar sem móðirin fylgdist með barni sínu, því einlægara sem samband barnsins var við föðurinn og því meiri ástúð sem ríkti yfirleitt milli foreldra og barna, þeim mun færri og meinlausari voru afbrotin. Það virtist ekki skipta neinu máli, þótt faðirinn gegndi einhverju lítilsigldu lág- launastarfi, því upplýsingarnar leiddu vel í ljós, að því nánari tilfinningaleg tengsl, sem ríktu milli föður og barns, þeim mun fátíðara var, að barnið léti leiðast út á afbrotabrautina. Þær yfirgripsmiklu upplýsingar, sem nú orðið liggja fyrir varðandi beina fylgni milli bágra heimilisástæðna barna og af- brotahneigðar þeirra, hafa þegar leitt í í vísindalegri athugun í Bandaríkjun- um 1955, reyndust afbrota- og vandræðaunglingar fremur koma frá heimilum, þar sem misklíó og hávær rifrildi einkenndu heimilislífið mun meira en ástúð eða samhygó innan fjölskyldunnar. Allir drengirnir með tölu sem alizt höfðu upp í mis- klíóargjörnum fjölskyldum með ómarkvissum ögunaraðferðum for- eldra, reyndust síðar hafa hlotió dóma fyrir afbrot. ljós — svo greinilega að telja má allt að því óyggjandi — þau afar sterku og hvetj- andi áhrif á afbrotahneigð ungmenna, sem felast í fjölskylduaðstæðum, er helzt ein- kennast af óreiðu, ástleysi, skorti á eðli- legri sjálfsvirðingu fjölskyldumeðlima og af handahófskenndri, ómarkvissri beit- ingu aga af hálfu foreldranna. Beztar og áreiðanlegastar verða þær fé- lagslegu athuganir að teljast, þar sem fylgzt hefur verið með heilum hópi drengja um langt skeið á uppvaxtarárum þeirra. Lengst stóðu þær félagslegu hópathuganir, sem kenndar eru við Cambridge-Somm- erville, en athuganir þessar hófust á árinu 1937. Enn þann dag í dag er verið að birta ýmsa þá upplýsingaþætti, sem unnir hafa verið úr þessum athugunum. í tveimur ofangreindum iðnðarbæjum voru 650 drengir valdir til þátttöku í sér- staklega sniðinni félagslegri starfsáætlun, er miða skyldi að því að koma í veg fyrir að drengirnir leiddust út á afbrotabraut- ina. Helmingur þessara drengja varð fyrir valinu, af því að kennarar þeirra eða þá félagsráðgjafar álitu þá einkar líkleg efni í afbrotamenn; hinn helmingur drengjanna var valinn til þátttöku í starfsáætluninni eingöngu af því að þeir voru álitnir efni- legir og eðlilegir drengir í alla staði. Drengirnir tóku þátt í skipulögðu félags- starfi, þegar þeir höfðu náð ellefu ára aldri, og voru þá yfirleitt allir saklausir af að hafa framið afbrot af nokkru tagi. Markmiðið með þessari félagslegu starfs- áætlun með drengjunum var einkum að kanna þau áhrif, sem slík leiðbeinandi fé- lagsleg starfsáætlun hefði i þá veru að koma í veg fyrir, að viðkomandi drengir tækju að hneigjast til afbrota. í þessu skyni var drengjunum skipt af handahófi í hópa, er nutu félagslegra leiðbeininga og meðferðar, og í samanburðarhópa. Við lok þessara langtíma athugana kom fátt í ljós, sem sannað gæti nokkur sérstök, jákvæð áhrif af hinu félagslega leiðbeiningastarfi á drengina upp til hópa, en sá þáttur er þó ekki þýðingarmestur í þessu sambandi. Cambridge-Sommerville-athuganirnar eru öllu fremur athyglisverðar fyrir þær sakir, að þær þykja hafa sýnt mjög eindregið fram á bein tengsl á milli aðstæðna innan fjölskyldunnar — samkvæmt skýrslum þar að lútandi, sem gefnar voru um fjöl- skylduaðstæður drengjanna af félags- ráðgjöfum, kennurum, sálfræðingum og læknum — og atferlis. AFBROTAHNEIGÐ - Lægra Greindarstig Átján árum eftir að Cambridge- Sommerville-athuganirnar hófust — eða árið 1955 — tóku þau hjónin William og Joan McCord til við vísindalega greiningu hins viðamikla upplýsingasafns, sem dreg- ið hafði verið saman um atferli drengj- anna, og frekari úrvinnslu á einstökum þáttum þessa efnis. Greiningu sína og úr- vinnslu framkvæmdu þau hjónin alveg „blint" — þ.e.a.s. án þess að hafa nokkra vitneskju fyrirfram um það, hverjir þess- ara drengja komust að þeirri niðurstöðu, að það væru um það bil tvisvar sinnum meiri líkur á því, að afbrotadrengir kæmu frá heimilum, þar sem ögunaraðgerðir for- eldranna höfðu í skýrslum verið kallaðar ómarkvissar eða slappar. Þá reyndust af- brota- og vandræðaunglingar fremur koma frá heimilum, þar sem misklíð og hávær rifrildi einkenndu heimilislífið mun meira en ástúð eða samhygð innan fjöl- skyldunnar. Hin samvirkandi áhrif þess- ara tveggja þátta — þ.e.a.s. ástúðar (eða hins vegar ástúðarleysis) og markvissrar ögunar barnanna (eða þá handahófs- kenndrar ögunar) — reyndust afar sterk: Allir drengirnir með tölu sem alizt höfðu upp í misklíðagjörnum fjölskyldum með ómarkvissum ögunaraðgerðum foreldra, reyndust síðar hafa hlotið dóma fyrir af- brot — en aftur á móti einungis fjórðung- ur þeirra drengja, sem alizt höfðu upp við fjölskyldulíf, þar sem ríkt hafði ástúð og samhygð og ögun -barnanna hafði verið markviss. Um það bil 30 af þessum 650 drengjum urðu með tíð og tíma óforbetr- anlegir síbrotamenn. Þá kom og í ljós, að afbrotadrengirnir hlutu mun oftar lægri greindarvísitölu en hinir löghlýðnu, og vandræðadrengirnir áttu oftar foreldra, sem voru ruddalegir í háttum, hirðulausir eða óvirkir og afskiptalausir um umhverfi sitt. Þegar á heildina er litið komu fram mjög svo ákveðnir þættir, sem virðast sldpta höfuðmáli sem vísbending um það, hvaða drengir kynnu að hneigjast til af- brota: Lág greindarvísitala (og greindin þá bæði mæld með munnlegum prófum og öðrum — orðvana hæfnisprófunum), mikil fjölskyldustærð, afbrotahneigð foreldra, lágtekjufjölskyldur og lélgar uppeldisað- ferðir. Sá þáttur, sem félagsfræðingar mega heita algjörlega sammála um, eru hin afar djúpstæðu áhrif, sem lélegar, ómarkvissar uppeldisaðferðir hafa á skapgerð barnsins. Sú skýring á tengslum afbrotahneigðar barna og fjölskyldulífs, sem talin er önnur algengasta í athugunum félagsfræðinga, er erfðaþátturinn, þar sem barnið kann að hafa tekið ýmsa fráviksþætti í skynjun- arhæfni og skapgerð foreldranna að erfð- um, og þessir erfðaþættir leiði svo til upp- vöðslusemi og árásargirni barnsins. Það eru gildar vísindalegar ástæður til að líta svo á, að barn sé engan veginn óskrifað blað, að því er skapgerðareinkenni varðar, sem foreldrarnir, vinir og samfélagið geti svo sett sitt mark á að vild. Þriðja skýringin er svo sú, að mjög ósamhentir og kaldranalegir foreldrar veki árásarhneigð hjá börnum sínum með þeim refsingum, sem þeir beiti, og þá alveg sérstaklega líkamlegum refsingum. í mjög þekktum athugunum, sem gerðar voru af þeim Robert Sears, Eleanor Maccoby og Harry Levin, sýndu niðurstöðurnar, að „því harðari sem refsingarnar voru, þeim mun meiri árásargirni og uppvöðslusemi á barnið eftir að sýna“. Kunnáttuleysi I Upp- ELDISMÁLUM KANN Ekki Góðri Lukku Að Stýra Á síðustu áratugum hefur áhugi félags- fræðinga og uppeldisfræðinga í síauknum mæli beinzt að tilraunum til að ráða bót á ónógri þekkingu fjölmargra foreldra á uppeldismálum. Það sem í augum fræði- manna gerir foreldra fyrst og fremst að slæmum uppalendum er ekki svo mjög taugaveiklun þeirra, afskiptaleysi eða hirðuleysi þótt algengt sé, heldur öllu fremur áberandi kunnáttuleysi á sviði uppeldismála. Þegar foreldrar sitja orðið uppi með þverúðarfullt, óhlýðið, ofsafengið og ef til vill undirförult smábarn, þá er það ekki vegna þess að þeim falli svo vel þróun barnsins í þessa átt, að þeim standi alveg á sama, hvernig barnið hegði sér eða af því að foreldrum hafi mistekizt að greiða úr öllum ödipus-geðflækjum barnsins; — ástæðan er öllu heldur sú, að foreldrunum hefur einfaldlega láðst að segja barninu skýrt og skorinort, hvers konar hegðunar sé vænzt af því. Þá hafa. slíkir foreldrar líka látið undir höfuð leggjast að fylgjast náið með ýmsum miður heppilegum hegð- unareinkennum barnsins til þess að tryggja, að það fari ekki að leggja slíkt óþolandi atferli i vana sinn. Og slíkum for- eldrum hefur líka mistekizt að innprenta barni sínu reglurnar fyrir sómasamlegri hegðun með því að veita því hæfilega við- urkenningu fyrir að fara eftir þeim reglum og hæfilega refsingu fyrir að brjóta þær — en sú refsing verður að koma þegar í stað og vera alveg ótvíræð. Það ber að hafa í huga, að á því eru vægast sagt afar lítil líkindi, að nokkur sálfræðingur eða upp- eldisfræðingur megni að breyta síðar hegðun þverúðarfullra vandræðabarna að nokkru ráði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.