Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1985, Blaðsíða 2
Islenskur
brúðar-
búningur
eftir ODDNÝJU THORSTEINSSON
Safn Viktoríu og Alberts í London hefur aö
geyma marga góði gripi. En hve margir ís-
lendingar vita, að meðal dýrgripa safnsins er
íslenskur brúðarbúningur sem á sér engan lík-
an. Slíkur búningur er ekki til á íslandi í dag.
Saga þessa búnings er forvitnileg. Ým-
islegt er á huldu um uppruna hans og
fyrstu eigendur, en með því að tína til allt
sem vitað er um hann, má geta í eyðurnar.
Er Jörundur hundadagakonungur kom
til íslands í síðara skiptið, í júní 1809, var
með í förinni þekktur maður í Bretlandi og
um skeið velgjörðarmaður Jörundar eftir
íslandsferðina. Hooker var hér við nátt-
úrufræðirannsóknir meðan Jörundur
fékkst við að stjórna landinu. í frásögnum
af Jörundarleiðangrinum segir á einum
stað um Hooker: „Er hann hélt heim á leið,
hafði hann meðal annars meðferðis að eig-
in sögn, einn ríkmannlegasta kvenbúning
landsins, brúðarbúning." Sonur W.J.
Hookers, Joseph, mun hafa erft búninginn
og selt hann Viktoríu og Alberts-safninu
(árið 1895).
Ekki munaði miklu að brúðarbúningur-
inn glataðist á leiðinni frá íslandi. í lok
Jörundarleiðangursins var siglt af stað í
tveimur skipum, Margaret & Anne og
Orion. Var Hooker á hinu fyrrnefnda en
Jörundur á hinu. Eldur kom upp í Marga-
ret & Anne fyrir sunnan Reykjanes, en
Jörundur lét snúa Orion við. Og fyrir snar-
ræði hans varð mannbjörg. Einhverjum
munum tókst að bjarga, og hefur brúðar-
búningurinn verið þar á meðal.
í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
1984 er skilmerkileg grein eftir Elsu E.
Guðjónsson, deildarstjóra við textíldeild
Þjóðminjasafns fslands, um þennan ís-
lenska brúðarbúning. Athuganir hennar
hafa leitt í ljós, að þéssi fagri faldbúning-
ur er gerður fyrir eða um aldamótin 1800
og að sennilegast sé, að Guðrún eldri, dótt-
ir Skúla fógeta Magnússonar, sú sem
nefnd var í eftirmælum „blómstranna
móðir", hafi saumað blómstursauminn,
sem er á pilsinu og svuntunni, en hún
dvaldi í Viðey frá árinu 1783 til dauðadags
1816.
Sir William Hooker skrifaði ferðabók,
en þar lætur hann þess hvergi getið hvar
hann fékk búninginn. Mestar líkur eru á
því að Hooker hafi fengið hann og eitthvað
af silfrinu, sem honum fylgdi, hjá afkom-
endum Sigríðar Magnúsdóttir, sem var
eiginkona Ólafs stiftamtmanns Stephen-
sen í Viðey. Að minnsta kosti var sumt af
silfrinu merkt Sigríði með stöfunum SMD
(Sigríður MagnúsDóttir). (Silfurskildir á
fagurri reiðhempu, sem Hooker komst yfir
og flutti með sér til Bretlands í þessari
sömu ferð.)
Sigríður Magnúsdóttir deyr árið 1807,
tveimur árum áður en William Hooker
heimsækir landið. Eldri dóttir þeirra
hjóna, Sigríðar og Ólafs Stephensen, hét
Þórunn. Hún hafði látist aðeins 22 ára
gömul árið 1786. Það er því yngri dóttirin,
Ragnheiður, sem erfir búninginn og silfrið
eftir móður sína, það er að segja það sem
eftir var af því í eigu Sigríðar, en báðar
dæturnar höfðu fengið hluta af silfur-
skartinu í heimanmund. I Þjóðskjalasafni
íslands er til skrá yfir heimanmund Þór-
unnar og er þar meðal annars getið um
gyllt koffur úr víravirki merkt stöfunum
SMD.
Upphluturinn aftan fré. Þreföld herðafesti úr
silfri með ártalinu 1537.
Þórunn hafði gifst ung að árum, aðeins
16 eða 17 ára gömul, Hannesi biskupi
Finnssyni, en yngri dóttirin Ragnheiður,
giftist Jónasi Scheving sýslumanni að
Leirá, stórauðugum manni. Var það árið
1804 og var hún þá þrítug að aldri.
Eins og kunnugt er, var íslenski fald-
búningurinn í mörgum hlutum: Upphlut-
ur, undirpils, treyja, pils og svunta auk
faldsins og höfuðklútsins, og virðast ekki
allir hlutar búningsins vera frá sama
tíma. Þannig mætti ímynda sér, að Sigríð-
ur Magnúsdóttir hafi borið búninginn á
sínum heiðursdegi, eins og sagt var, að því
undanskildu þó að pilsið, svuntan og fald-
urinn er af yngri gerð og er ekki ólíklegt,
að þessir hlutar búningsns hafi verið
endurnýjaðir, þegar dætur Sigríðar settust
á brúðarbekkinn.
Elstu silfurgripirnir, sem fylgdu bún-
ingnum eru frá árunum 1520 (krossmark)
og 1537 (myndaskjöldur), og munu þeir
upprunnir frá Þýskalandi eða Niðurlönd-
um, en ekki er vitað, hver hefur átt þessa
gripi áður. Einnig er vafamál, hver hefur
upphaflega átt hálsfestina með víravirk-
isnistinu, en hún er merkt HHD 1782.
Sú spurning vaknar, hvernig þessar ríku
konur þessa tímabiis gátu fengið sig til
þess að selja erfðagripi sína og heiman-
mund. Tilgáta Elsu Guðjónsson er senni-
leg. Það er vitað, að Magnús Stephensen
dómstjóri og bróðir þeirra Þórunnar og
Ragnheiðar „var mjög hvetjandi þess, að
konur legðu niður íslenska faldbúninginn
ásamt „óhóflegu og arðlitlu" silfri og hafði
han birt á prenti mjög harðorða grein um
það efni árið 1798“. Það er einnig vitað, að
íslenskur kvenbúningur frá um 1800 í eigu safns Viktoriu og Alberts í London, sem var á
sýningu íBogasal Þjóðminjasafnsins 1969.
Magnús Stephensen var í fylgd með Willi-
am Hooker er hann heimsótti hjónin að
Leirá, þau Ragnheiði og Jónas Scheving.
Því mætti vel hugsa sér, að Magnús hafi
haft áhrif á systur sína, sem átti þetta
„óhóflega og arðlitla" silfur og fengið hana
til að farga silfrinu og búningnum, þegar
fast var sóst eftir, eins og William Jackson
Hooker hefur eflaust gert.
Ég vil að lokum hvetja alla íslendinga,
sem eiga viðdvöl í London, að leggja lykkju
á leið sína, heimsækja safn Viktoríu og
Alberts í Kensington, fara þar upp á aðra
hæð og gefast ekki upp, þótt þrír eða fjórir
safnverðir, sem spurðir eru til vegar, bendi
í sitt hverja áttina, þegar spurt er um
þjóðbúningadeildina (en þetta henti undir-
ritaða). Brúðarbúningurinn góði frá ís-
landi er þarna áreiðanlega. Hann er í
glerskáp innan um 15 eða 20 þjóðbúninga
frá ýmsum löndum og ber hann af þeim
öllum.
28. maí 1985,
Oddný Thorsteinsson.
KiU-skri:
„LlcBHkur brúAarbúníugur i cnnku s»fni“ eft-
ir Elsu E. GuAjónnson birtisl í Árbék Hins ís-
lenzka rornleifafélags 1984.
„Meé gullband um sig miija" eftir Elsu E.
Guijónsson og „íslenskur brúiarbóningur í út-
legi“ eltir Oddnýju Thorsteinsson birtist f tfma-
ritinu „Húsfreyjan" I. tbl. 36. árg. 1985.
Journal of a Tour in lceland eftir William
Jackson Hooker, útg. 1811.
Jödiíilur hundadagakonungur eftir Rhys Dav-
ies. Hersteinn Pálsson islenskaii (1943).
2