Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1985, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1985, Blaðsíða 10
„Les lignes d;mor“ 1963. Akrýl á stríga. Eftir tveggja ára dvöl í París fór sam- býlismaður Eyborgar til Bandaríkjanna. Ætlunin hafði verið að hún færi á eftir, en af því varð ekki. Hún valdi París og myndlistina. „Group Mesure" sýndi saman reglulega og Eyborg tók fyrst þátt í sýningu þeirra sem opnuð var 9. mars 1961 í Listasafninu í Rennes. Næst sýndi hún með hópnum í nokkrum borgum Þýzkalands 1962—63. Eyborg tók síðan þátt í „Salon des Realités Novelles" i Moderne-safninu í París 1963 og aftur 1964. Georges Folmer, fram- kvæmdastjóri sýningarinnar og samherji Eyborgar, ritaði síðar (1965): Sá sem hefur útvarpsins og gat fljótlega lesið bæði á dönsku og ensku sér að gagni, auk þess sem hún fór vel með móðurmálið. Og loks hillti undir að langþráður draumur Ey borgar yrði veruleiki: Hún skyldi setjast á skólabekk að Laugarvatni tæplega 16 ára gömul að hausti 1940. Um sumarið þjáðist hún af hósta sem ekki tókst að losna við. Og ekki hafði hún setið marga daga í fyrsta bekk að Laug- arvatni, þegar hún veiktist alvarlega. Hóstinn og óþægindin ágerðust og í ljós kom, að stúlkan var sýkt af lungnaberkl- um. Berklahælið að Vífilsstöðum var á þess- um tíma umsvifamikil stofnun og leið allra berklasjúklinga lá þangað. Unga stúlkan sá hrynja alla draumana um menntun og við tók erfiður tími þjáninga og læknismeðferðar í einangrun. Eyborg var snemma félagslynd og er ekki að efa að þessi tími einangrunar og þjáningar hefur markað djúp spor í sálarlíf hennar. Orðið berklar þýddi í hugum margra á þessum árum sama og dæmdur úr leik. En áhugi Eyborgar á frekari menntun rénaði ekki. Á Vífilsstöðum gafst henni tækifæri til að lesa og njóta kennslu eftir því sem kraftar leyfðu. í fjögur ár á hælinu aflaði hún sér menntunar sem kom henni að góðu haldi síðar. Eyborgu var reitt þungt högg er systir hennar lézt á Vífilsstöðum um líkt leyti og hún útskrifaðist þaðan sjálf. En hún var gædd sterkum vilja og ef hún ákvað eitt- hvað þá skyldi það verða. Þessi vilji hjálp- aði henni við sjálfsnám, til að vinna bug á sjúkdómnum og til að líta björtum augum á framtíðina. I LlTLA Timburhúsinu Við Vesturgötu Eyborg fór nú til móðurbróður síns, ólafs A. Guðmundssonar, og konu hans, Gunnhildar Árnadóttur, að Vesturgötu 53 í Reykjavík. Á því heimili var fóstursonur fyrir, Valtýr Pétursson, listmálari, en hann kom til þeirra hjóna í bernsku árið 1929. Þau hjón áttu sjálf son, Gunnar Rún- ar, ljósmyndara, sem einnig var listamað- ur á sínu sviði, en lézt löngu fyrir aldur fram. Oft var líf og fjör á heimilinu í litla timburhúsinu við Vesturgötu. Þar gekk á ýmsu og einkum var gustasamt umhverfis Eyborgu og Valtý. Og þau áttu margar góðar stundir saman. Þegar Gerpla Hall- dórs Laxness kom út keyptu þau hana glóðvolga og hófu lestur hennar að kvöld- lagi eftir miðnætti. Þau lásu upphátt til skiptis og hættu ekki fyrr en þau voru búin með bókina, svo að nóttina þá var þeim ekki svefnsamt. Eyborg tók fljótlega að sér skrifstofu- starf, þrátt fyrir lélega heilsu. Lengst vann hún hjá Búnaðarfélagi íslands, alls 12 ár, fram til ársins 1958. Þar var skarð hennar vandfyllt er hún hætti. Lífsorka og lífslöngun Eyborgar var óþrjótandi, enda varð líf hennar viðburða- ríkt. Hún var mannblendin atorkukona, sem ekki lét deigan síga þrátt fyrir heilsu- leysið. Árin 1956—57 var hún enn á Víf- ilsstöðum, en heilsa hennar batnaði er hún fór til útlanda árið 1959. Á Vesturgötu 53, var oft gestkvæmt og hittust þar m.a. ýmsir myndlistarmenn, samherjar Valtýs Péturssonar. Sumir voru tíðir gestir, eins og Kjartan Guðjónsson, Jóhannes Jóhannesson, Þorvaldur Skúla- son og Gunnlaugur Scheving. Eyborg var þá oft með þeim og fylgdist vel með því sem var að gerast í listalífinu. Þetta voru umbrotatímar, atómskáld og abstraktmál- arar voru í sviðsljósinu. Eitt sinn er glatt var á hjalla og mynd- list til umræðu sem oftar í kvöldsamsæti á heimilinu, fullyrti Eyborg við gesti kvölds- ins að hún gæti nú víst málað eins og þeir. Eitthvað var tekið dræmt í þá fullyrðingu, svo að hún hentist fram fyrir og fékk sér liti og pappír. Fljótlega kom hún inn aftur með mynd og sýndi. í henni var rauður bjarmi, líkastur eldi. „Jæja, hvað segið þið að þetta sé? Himnaríki eða helvíti?" spurði hún glettin og storkandi. „Það hlýtur að vera helvíti," svaraði Jó- hannes. Eftir þetta fór Eyborg að mála. Aðal- hvatamaður hennar til þess að gera alvöru úr listasköpuninni var Ungverjinn George Adrianyi. Hann var hugsjónamaður með áhuga á listum, en lagði leið sína til Is- lands eftir kynni við íslendinga í Vín. Þau Eyborg áttu saman heimili í Reykjavík um tveggja ára skeið. Myndmál Geómetríunnar Eyborg málaði af sömu natni og vand- virkni sem einkennt hafði önnur störf hennar. Á þessum tíma — 1957 — var abstraksjón í algleymingi og hafði verið um tíma, og sá myndstíll átti einkar vel við Eyborgu, átti raunar hug hennar allan. Fyrstu myndir hennar voru litlar og ein- faldar, einskonar vísir að því sem seinna varð. Hún setti sér alltaf þröngan ramma og ákveðin mörk í forskriftum sinum. „Hún tók ástfóstri við hið tæra myndmál geómetríunnar," eru orð eins vina hennar. Hvítt og svart var aðaluppistaðan í mynd- unum, en stundum kom inn þriðji liturinn eins og til áherzlu. Formin voru mikið til lóðréttar og láréttar línur, sem mynduðu t.d. svart form á hvítum grunni. Listamennirnir Dieter Roth, sem um þessar mundir var harðlínumaður eins og kallað var, og Sigríður Björnsdóttir, sem þá var kona hans, voru miklir hvatamenn Eyborgar, og góðir vinir hennar. Árið 1959 bar Eyborg myndir sínar undir Þorvald Skúlason, sem hvatti hana einnig til að halda áfram að mála. Fram að þessu hafði málverkið verið tómstundaiðja að mestu, en smám saman varð Eyborgu ljóst, hvert hugurinn stefndi. Hann stefndi hátt, og því sótti hún um hríð kennslu í frönsku og spænsku í Háskóla íslands. Erog “ 1961. í desember 1959 urðu þáttaskil í lifi hennar, er hún hélt utan til Parísar ásamt sambýlismanni sínum. Hann sneri sér að áhugamáli sínu,. ljósmyndun, og menntaði sig í því. En Eyborg málaði. Og hún málaði af fullum krafti. Hún fór strax að umgang- ast listafólk og skoðaði söfn af miklum áhuga. Hún innritaðist í akademíu í París, en kom þar aðeins tvisvar sinnum. Henni leizt ekki nógu vel á, og þar sem hún vissi hvað hún vildi taldi hún rétt að hefjast handa við verkefnin utan skóla. „Maður lærir mest á því að skoða og fylgjast með því sem er að gerast í listum," voru hennar eigin orð. Undir Handleiðslu Vasarelys Eyborg sá sér betri hag í að starfa sjálfstætt undir handleiðslu kennara og valdi hann ekki af lakara taginu. Victor Vasarely bauð henni hjálp og var aðal- leiðbeinandi hennar þau ár, sem hún dvaldist í París. Verk hans höfðuðu mjög til hennar og hún mat mikils kennslu hans og vináttu. Hann liðsinnti henni einnig, er hún sótti um styrk heim í fjárskorti sín- um. Ekki stóð á honum að leggja lið konu, sem hann eygði hjá hæfileika og batt miklar vonir við, samkvæmt eigin yfirlýsingu. Vinnusemi Eyborgar skilaði fljótlega árangri, og henni var boðin þátttaka í starfshópi myndlistarmanna, sem unnu úr margvíslegu efni. Þetta var hópur ab- straktlistamanna, um þrjátíu talsins, og eldri félagarnir höfðu tekið virkan þátt í þróun abstraktlistar frá upphafi. Hópur- inn nefndist „Group Mesure" og var stofn- aður 1960 af Georges Folmer, sem varð leiðbeinandi og aðalkennari Eyborgar er á leið ásamt listamanninum Di Teana. Folmer var framkvæmdastjóri „Salon des Realités Nouvelles" sem árið 1961 var talin þýðingarmesta árlega listasýningin í París og tók við af „Abstraction-Création" sem þeir Herbin og Vantongerloo stofnuðu til 1931. í „Group Mesure" eru/voru m.a. Jean Gorin, sem vann með Mondrian frá 1927, Marcelle Chan, sem tók þátt í flestum al- þjóðlegum listsýningum frá 1925, Maxim Descombin, Roger-Francois Thépot, Francis Pellerin, skólastjóri höggmynda- deildar Listaskólans í Rennes og Aurélie Nemours, sem er þekkt fyrir sérlega ein- föld form sín. Margir þessara listamanna hafa tekið þátt í sýningum, sem farið hafa víða um heiminn. Markmið hópsins var að halda áfram þróun í anda neo-plasicism- ans og konstruktivismans. að atvinnu að velja, finna listaverk, og listamenn sem ekki líkjast öðrum, verður kannski einn góðan veðurdag snortinn af stórum svart-hvítum myndum, einföldum í byggingu. Þær vekja athygli hans, þær eru eftir Eyborgu, sjálft nafniö er fallegt. Okkur langar til að kynnast henni.“ Eyborg tók á þessum árum þátt í all- mörgum sýningum í París og víðar í Frakklandi, m.a. kirkjulistasýningu og var einnig boðin þátttaka í samsýningum í nágrannalöndum. Á einni sýningunni í nágrenni Parísar haustið 1964 fékk hún viðurkenningu fyrir myndir sínar og um- fjöllun í blöðum, listdómar og greinar um þessar myndir sögðu hana í stöðugri fram- för. Einkasýning í Bogasalnum Mitt í allri velgengninni kom svo Eyborg heim og hafði frá mörgu að segja. Einkum var hún þakklát fyrir þann góða hóp sem hún starfaði með. Ætlunin var svo að halda samstarfi áfram í fjarlægð. Eyborg kom ekki tómhent heim. I hand- raðanum hafði hún 35 málverk auk nokk- urra klippimynda og teikninga. Nú var hún tilbúin að halda einkasýningu og stað- ráðin í halda hana heima. Sýning hennar stóð í Bogasal Þjóðminjasafnsins í 9 daga. Georges Folmer sagði í sýningarskrá: „í myndbyggingunni er jafnvægi og dirfska og hún leiðir aldrei til þess sem við bjugg- umst við, heldur til annarra og öruggari lausnar, sem við föllumst á ... Eyborg hef- ur skilið að það er tærleiki og einfaldleiki sem ber að stefna að í list.“ í listdómi sagði m.a. að langt væri siðan jafn heilleg sýning hefði sézt á geómetr- ískri list. Nokkru eftir sýninguna bauðst Eyborgu að hanna stigahandrið í nýbyggingu að Hallveigarstöðum við Garðastræti. Magn- ús Pálsson járnsmíðameistari vann verkið undir umsjón Eyborgar, en hún var mjög ánægð með verkefnið, hafði áhuga á að takast á hendur verk tengd arkítektúr. Handriðið er gert úr smíðajárni, svartmál- að, grind sterkleg og traust, en misstórir ferhyrningar bregða á leik utan á henni allt upp á 3ju hæð. Veggir eru hvítir, svo að hér koma fram andstæðurnar, uppá- haldslitir Eyborgar: svart og hvítt. í nóvember 1966 hélt Eyborg aðra einka- sýningu sína og þá á Mokka við Skólavörðustíg. Hún var sjálfri sér trú eins og áður, hvað snerti myndstílinn, en efniviður sumra verkanna var annar en áður. Sex verkanna voru máluð á viðar- og glerplötur, tvívíðar myndir með þrívíddar- verkun. Um þetta leyti vann Eyborg tölu- vert að bókaskreytingum og hannaði for- síður nokkurra tímarita. Hún fór til París- ar um 2—3 mánaða skeið sumarið 1965 og haustið 1966 og tók þátt í nokkrum sýning- um þar ytra, sýndi m.a. á kirkjulistarsýn- ingu járnkross sem hún gerði hér heima og vakti hann athygli, þótti allsérstæður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.