Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1985, Blaðsíða 8
Freigátan Jyfland
íslendingar á leið um Jótland ættu að skreppa til Ebeltoft og líta
á skipið, sem flutti Kristián kóng 9. til íslands með stiórnar-
skrána 1874
Eftir LEIF SVEINSSON
Skömmu fyrir jól barst
mér bréf frá Danmörku
með mjög fallegum
límmiða. Við nánari at-
hugun reyndist þetta vera lím-
miði með málverki Carls Frede-
rik Sörensen listmálara: „Krist-
ján IX. kemur til Reykjavíkur
1874“. Þetta var þá freigátan
Jylland, sem færði okkur hina
langþráðu frelsisskrá 1874. For-
vitni mín var vakin og ég bað
kunningjafólk mitt í Danmörku
að útvega mér eftirprentun af
málverki þessu, sem þau höfðu
svo með sér í jólaleyfi sínu hér í
Reykjavík.
En það sem er athyglisverðast
í máli þessu er, að freigátan er
enn varðveitt og sérstök samtök
starfandi til þess að koma henni
í upphaflegt horf og sjá um við-
hald hennar, en það er mjög
kostnaðarsamt að halda slíkum
skipum við.
Freigátan er nú í Ebeltoft á
Jótlandi, höfuðborg Molbúanna,
og þar er henni ætlaður endan-
legur samastaður.
Kjölurinn að freigátunni Jyl-
land var lagður 11. júní 1857, en
skipinu var hleypt af stokkunum
í nóvember 1860. Lengd þess er
71 metri og djúprista 6 metrar.
Var búið 44 fallbyssum. Áhöfnin
var 430 manns.
Jylland er smíöað úr eik, bæði
búið seglum og tveim lágþrýsti-
vélum, 400 hestafla hvorri. Skip-
ið gekk því bæði fyrir seglum og
gufu og markaði smíði þess
tímamót í danskri skipasmíði og
var skipið nefnt á dönsku
„Fuldkraftskib", algjör nýjung í
danska flotanum.
í Lademanns-alfræðiorðabók-
inni dönsku segir svo um
frammistöðu freigátunnar í
stríðinu 1864: „Þann 9. maí 1864
átti Jylland í höggi við samein-
aða flotadeild Austurríkis og
Prússlands. Frammistaða
áhafnar Jyllands var eina já-
kvæða framlag Dana í öllu stríð-
inu, en orusta þessi var háð við
eyjuna Helgoland."
Á þessum árum áttu Danir
nýlendur í Vestur-Indíum, St.
Thomas og tvær eyjar aðrar.
Þangað fór Jylland fimm ferðir,
en það er löng sigling. Á slíkum
langsiglingum var gjarnan
brugðið á það ráð að taka skrúf-
una úr sambandi og hífa hana
upp í þar til gerðan brunn á
skutnum.
Skorsteinunum var svo rennt
niður í sérstök göt á þilfarinu og
varð þá Jylland orðið að hreinu
seglskipi og sigldi mikinn.
Víkur nú sögunni til ársins
1874. Þá skyldi hátíð mikil hald-
in á íslandi til þess að minnast
þúsund ára byggðar á íslandi.
Kristján konungur IX. ákvað
að fara sjálfur til Islands og hélt
af stað með konungsskipinu Jyl-
land þann 22. júlí frá Kaup-
mannahöfn og kom til Færeyja
25. júlí. Þaðan var haldið til Is-
lands 27. júlí og komið til
Reykjavíkur 30. júlí, í fylgd
tveggja danskra herskipa, Heim-
dal og Fylla. Á ytri höfninni í
Reykjavík voru fimm erlend
herskip fyrir, sænska aðmír-
álsskipið Nörrkjöping, norska
skipið Nordstjernen, prússneska
korvettan Niobe og frönsku skip-
in Indre og Beaumanoir. Hin er-
lendu herskip hófu skothríð til
heiðurs konungi, er konungs-
skipin renndu framhjá þeim, en
dönsku skipin svöruðu á sama
hátt. Áhafnir erlendu herskip-
anna lustu síðan upp fagnaðar-
ópi, sem glöggt mátti heyra til
lands, þar sem mannfjöldi beið
konungs á landtökubryggjunni
(Knudtsonsbryggj u).
Kristján IX. var fyrsti kon-
ungur, sem sté á land á íslandi.
Hilmar Finsen landshöfðingi
gekk fram úr mannfjöldanum á
bryggjunni og bauð konung vel-
kominn til íslands. Var konungi
ákaft fagnað af mannfjöldanum,
sem safnast hafði saman á
bryggjunni.
Konungur bjó í Stjórnarráðs-
húsinu við Lækjartorg, en hafði
Menntaskólahúsið til umráða tii
veisluhalda (hús þessi voru þá
nefnd Landshöfðingjahús og
Lærði skólinn í Reykjavík).
Konungur dvaldi fyrst í
Reykjavík til 3. ágúst og sótti
m.a. þjóðhátíð Reykvíkinga, sem
haldin var í Öskjuhlíð. Var
Öskjuhlíðarhátíðin ekki vel
heppnuð, moldrok spillti henni
og tveir danskir sjóliðar slösuð-
ust alvarlega, þegar þeir skutu
af fallbyssum, sem þar hafði
verið komið fyrir. Aðalþjóðhátíð
íslendinga var svo haldin á
Þingvöllum 5.-7. ágúst og þótti
hún aftur á móti takast vel. Sótti
konungur hátíðina og reið auk
þess austur að Geysi.
Hinn 10. ágúst kvaddi konung-
ur Hilmar Finsen landshöfð-
ingja og hélt á konungsskipinu
Jylland heimleiðis til Danmerk-
ur, en kveðjudansleikur var um
borð í skipinu á lokadegi heim-
sóknarinnar. Þjóðólfur lýsir
þannig veislunni:
„En þann 10. þ.m. hélt kon-
ungur aftur dansleik fram á
skipi sínu. Þar var rúmsvæði nóg
og skemmtan hin besta. Drakk
hans hátign þar minni kvenna
með fáum en fögrum orðum, og
gekk með bikar sinn fyrir sér-
hverja þeirra kvenna, er í boðinu
voru. Og er hann gekk frá dans-
leiknum, kvaddi hann þær allar
með handabandi. Kl. 1—2 fór
boðsfólkið í land, enda var þá
flotinn búinn til brottlögu.
Glóðu þá öll skipin af ljósum
(bengölskum logum) og loftið af
flugeldum (rakettum). Kl. 3 lagði
konungsskipið út og með því all-
ur flotinn, og voru skipin að
hverfa fyrir Skagann, er fólk var
risið úr rekkju."
ísland hafði loks eignast
stjórnarskrá. Frelsisskráin var
flutt til landsins með freigát-
unni Jylland og hlýtur skip þetta
því að eiga sér nokkurn sess í
Islandssögunni.
Prófessor Carl Frederik Sör-
ensen sjávarmyndamálari (mar-
inemaler) var í fylgdarliði
Kristjáns IX. í íslandsferðinni
1874. Málverk hans af komunni
til Reykjavíkur er í Frederiks-
borgarsafninu í Hilleröd á Sjá-
landi. Árið 1892 var notagildi
freigátunnar Jylland sem her-
skips lokið og henni lagt og not-
uð sem íbúðir fyrir sjómenn
danska flotans (kaserneskib).
Síðan er skipið selt til niðurrifs
1908, en með hjálp góðra manna
tókst að bjarga því frá þeirri
smán.
Allar götur síðan hefur verið
barist fyrir endurnýjun og við-
haldi skipsins, en fjárskortur
háð mjög þeirri viðleitni, þótt
vilji væri nógur. Jylland var gert
að safnskipi, en að sjálfseignar-
stofnun 1977.
Verndunarsamtök skipsins
hafa látið postulínsverksmiðj-
una Bing & Gröndal gera minn-
ingarskjöld (platta) handmálað-
an eftir málverki af Jylland.
skjöldurinn er 32 cm í þvermál,
en á honum stendur efst: Freg-
attan, en neðst stendur: 1860-
Jylland-1908, en það var notkun-
artími freigátunnar í danska
flotanum.
Skjöldur þessi er gerður til
ágóða fyrir endurbyggingu
skipsins og er nú uppseldur.
Þótt enn sé langt í land að
endurbyggingu skipsins sé lokið,
þá koma um 80.000 manns á ári
hverju að skoða skipið. Það er
ómaksins vert fyrir íslendinga,
sem leið eiga um Jótland, að
skreppa til Ebeltoft og skoða
skipið. Frá Árósum er þetta
stutt leið.