Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1985, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1985, Blaðsíða 11
RÓMANSKUR STÍLL OG GOTNESKUR eftir SOFFÍU GUÐMUNDSDÓTTUR Rómanskur og gotneskur stíll eru hugtök sem menn hafa notað til að iýsa þróun þeirri sem varð í bygginga- list frá um 900 og fram yfír 1400. Rómanskur stíll rar ekki talinn sem sérstakur stíll fyrr en um aldamótin síðustu. Á þessum tíma héldust íhendur breytt stefna í boðskap kirkjunnar og aukin verkmenning og tækni- þróun. Bætt upplýsingamiðlun vegna pílagrímaferða og á vegum munkareglnanna varð til að herða á þróuninni og hin nýja stétt borgara lagði sitt af mörkum. I \ { i i | i í Rómanski Stíllinn Rómönsk byggingalist á rætur allt frá víking- um til araba. Hún kemur fram á sjón- arsviðið á 9. öld í Lombardi og Rínardal og einnig í Burgundar- héraði, sem ríkt er af rómversk- um arfi og breiddist síðan út um V-Evrópu. Til Englands barst hún með Normanna-innrásinni 1066. Hér hefst mikill uppgangstími í byggingalist, höggmyndalist og myndlist. Myrku aldirnar eru á undanhaldi og er það kristin kirkja sem fer í fararbroddi þeirra sem reka flóttann. Fyrstu kirkjur sem voru byggðar eftir 300, svokallaðar basilikur, höfðu tréþök og hélst það fram um níu hundruð en þá vildu bygginga- meistarar auka á tignarleik kirknanna með gerð steinhvelf- inga sem Rómverjar liöfðu þró- að, en þeirri tækni höfðu menn týnt og þurfti því að leysa það vandamál á ný. Steinhvelf- ingarnar útheimtu mikið burð- arþol og þar erum við komin með hinar rómönsku efnismiklu, þunglamalegu og dimmu kirkj- ur. Strax eftir 900 reisti Bene- diktsreglan risavaxna klaust- urkirkju í Cluny í Burgund, eitt mesta mannvirki álfunnar. Þessi kirkja er oft nefnd sem hin fyrsta bygging í rómönskum stíl, en þróunin var mjög ör og víða í Frakklandi var á 10. öld hafist handa um byggingu kirkna í rómönskum stíl með sérkennum sem mótuðust af hefðum hérað- anna. Eins og fyrr er getið fluttu Normannar þessa stefnu með sér til Englands 1066, þar er hún kölluð normönnsk. Á þessum tíma fer rómanski stíllinn að blómstra og er í blóma til seinni hluta 12. aldar þegar gotneski stíllinn fer að ryðja sér til rúms. Einna frægust rómanskra kirkna í Englandi er Dómkirkj- an í Durham byggð 1092—1130, í Þýskalandi kirkja heilags Mika- els í Hildisheim byggð um 1000 og í Frakklandi klausturkirkjan í Cluny. Kirkjubyggingar í rómönskum stíl eru að mörgu leyti mjög ólík- ar og það var ekki fyrr en um aldamótin síðustu að rómanski stíllinn var viðurkenndur sem sjálfstæður stíll með eigin hugmyndafræði. Sameiginleg einkenni bygginga í rómönskum stíl eru að byggingin er efnis- mikil, veggjaþykk og gluggar litlir. Ástæðan fyrir þessum þremur einkennum eru stein- hvelfingar sem komu til sögunn- ar á 10. öld og útheimta mikið burðarþol. Rómverski boginn í hvelfingum, gluggum og milli súlna inni í byggingunni er hluti af burðarvirki byggingarinnar og léttir aðeins á byggingunni án þess að rýra burðarþolið. Byggingin er aflöng, með sal í miðju, þar sem söfnuðurinn kom saman, kallað miðskip. Fyrir eystri enda miðskipsins er hálf- hringlaga bogi, sem nefnist kór. Hér þurfti að setja súlurnar inn í bygginguna til að halda kór- hvelfingunni uppi og þar mynd- aðist því gangur á bak við. Þar er upphækkað altari. Súlnaraðir beggja vegna miðskips greindu Eyborg átti þátt í samsýningum hér heima á vegum Menningar- og friðarsam- taka íslenzkra kvenna 1967 og ’69, á nokkr- um haustsýningum FÍM 1966—’76, sýndi sem gestur með SÚM-félögum og víðar. VINNA, HEIMILISHALD Og Barnauppeldi Eyborg þurfti eins og allflestir mynd- listarmenn að taka sér önnur störf. Hún vann hlutastarf í nokkur ár við erlendar bréfaskriftir o.fl. hjá Ferðaskrifstofu ríkisins. Túlkur var hún og stundum fyrir erlenda leiðangursmenn, m.a. franskan vísindaleiðangur. Árið 1968 gifti Eyborg sig Reyni Þórð- arsyni, þá starfsmanni hjá Flugfélagi ís- lands. Sama ár fæddist þeim dóttirin Gunnhildur. Eyborg lagði myndlistina að mestu til hliðar í 3—4 ár og var með allan hugann við heimilishald og barnauppeldi. En bráðlega var hún tekin til við myndlist- ina á ný með dyggum stuðningi manns síns og tók að skipuleggja samsýningar úti á landsbyggðinni. Hún stóð að sýningaröð undir nafninu „List um landið" og hafði veg og vanda að undirbúningi öllum. 15. marz 1975 opnaði Eyborg svo loks stóra, glæsilega einkasýningu í Norræna húsinu. Hér voru um 55 verk, akrýlmál- verk, nokkrar olíumyndir og tvívíðar glermyndir málaðar með akrýlmálningu. í nokkur verk — viðarrelief — var málað með fluoresent-málningu. Sýningin var í umfjöllun talin mjög heilleg og í niðurlagi listrýnis Mbl. sagði: „Eyborg hefur staðfest það með þessari sýningu að hún er vandvirkur málari sem gædd er miklu hugrekki og einurð og vinn- ur því umtalsverðan sigur með þessari sýningu." I sama listdómi sagði: „Eyborg hefur hrifizt af mörgu innan geómetríunn- ar og tileinkað sér margt af vinnubrögðum forveranna, en við því er ekkert að segja, því að öll list byggist á opnum viðhorfum fyrir umhverfinu, og því að viða að sér áhrifum, eingetin list hefur ennþá ekki séð dagsins ljós.“ OPTÍSKAR myndir í Anda Vasarelys Eyborg sýndi nokkra sérstöðu meðal ís- lenzkra málara með „sjónhverfu-" eða rúmtaksvídd sinni. öðru nafni voru þetta „Phaedra“ 1964. Eigandi: Listasafn íslands. optískar mvndir og kínetískar, en Eyborg varð fyrst Islendinga til að kynna þesskon- ar myndir hér á landi. Á undan henni hafði Dieter Roth sýnt þessa tegund listar hérlendis. í optískum og kínetískum myndum hennar koma flatarmálsformin jafnan við sögu líka. Þær eru nosturslega unnar og sumar þeirra optísku eru mjög í ætt við verk eftir Vasarely, unnar með reglulega útmældum röndum mismunandi mikið lýstum, sem virðast ganga hver inn í aðra og mynda þannig sérstök hreyfiáhrif. Eða einhvers staðar verður sjón-rugl vegna litaskiptingar eða smábreytingar í mynst- urgerð sem myndar dýpt eða upphækkun. Litanotkun er mjög takmörkuð eins og algengt er í list af þessu tagi. Margir lista- menn störfuðu samtímis að abstrakt- og oplist, og ýmsir þeirra voru á svipuðum aldri og Eyborg. Jesus Raphael Soto starfaði í París frá 1950 og má óhikað telja hann einn læri- feðra Eyborgar. Glermyndum hennar, þar sem einn flötur er felldur yfir annan með röndum og flötum, svipar mjög til ýmissa verka hans og hún notaði einnig kubba og mjóar línur í myndir sínar eins og Soto gerði um tíma. Fransis Morellet, Ellesworth Kelly og Charlos Cruz Diez unnu allir að gerð optískra verka á Parísarárum Eyborgar, sá síðasttaldi hélt stóra einkasýningu þar 1965, og myndir hennar eru sumar ná- skyldar verkum þessara manna. Brezka listakonan Briget Riley vann einnig undir þessum sama fána þó að myndir hennar séu miklum mun flóknari og lítríkari. Fyrst og fremst verður að telja Victor Vasarely (f. 1908) læriföður Eyborgar og áhrifavald. Hann stundaði á sínum tíma nám í Bauhaus-anda og þeim anda hefur hann miðlað áfram til yngri listamanna, sem komust undir áhrif hans. í Tvívídd Eyborg byggði jafnvægisfullar myndir sínar á hreyfingu vegna áhrifa birtu sem og á sjónrænni skynjun og hæfileika aug- ans til að framkalla eftirlíkingu þegar teflt er saman andstæðum eins og svörtu og hvítu og þegar ákveðinn litur er settur við hlið annars. í málverkunum, einkum þeim síðustu og beztu, renna endurteknar rendur með mismunandi litbrigðum hver inn í aðra og mynda þannig sérstök hreyfi- áhrif. Dæmi um þetta eru myndir sem hún nefnir Altaristöflu, Hljóma og Feluleik. Flötunum/einingunum er raðað þannig saman að hreyfing/taktur þeirra, heildin sjálf, verður auganu aðalatriði fremur en einhver ákveðinn hluti myndarinnar. í röð mynda tefldi hún saman mjóum línum með mismunandi millibili og hrein- um flatarmálsformum, hring eða ferhyrn- ingi. Þessar myndir ásamt „tví-þrívíddar- verkum" hennar voru aðaluppistaðan á síðustu sýningu hennar. Tvívíðu myndirn- ar voru flestar unnar á tvær glerplötur sem felldar eru hvor yfir aðra. Rýmið milli fremri og aftari flatar gefur óvenjulega birtu og hreyfingu í myndina, þ.e.a.s. línur og reitir á fremri og aftari fleti tengjast og blandast/skerast. Skoðandanum er síðan æltað að færa sig til og skoða myndina frá mismunandi sjónarhornum til þess að koma auga á síbreytileik hennar. Eyborg lagði ekkert upp úr pensilförum. Hún lagði aftur á móti allt upp úr hrein- um, sléttum flötum, oft í dökkum litum á hvítum grunni. Þessir fletir mynda festu í myndunum og form þeirra er aðalatriðið. Mjóar línur eða strengir, fíngerðar svartar línur eru þannig dregnar að þær virðast titra, vera á hreyfingu. Stundum eru heilir fletir, hluti myndar, þéttstrikaðir með þessari tækni. I fyrstu voru myndir Ey- borgar litlar en það breyttist. Á Parísarár- unum málaði hún stóra fleti og einnig síð- ar. Og hún var ýmist að fást við afstöðu forma eða lögmál rúms og hreyfingar. Alvarleg Veikindi Síð- USTU ÞRJÚ ÁRIN Eyborg hafði mikinn áhuga á því að list- in yrði almenningseign, væri ekki ein- göngu lokuð inni á söfnum og sýningum. Hún lagði til að listin yrði flutt til fólks- ins, á vinnustaði eða aðra fjölsótta staði. Hún hafði mikinn áhuga á að fá erlendar sýningar til landsins. Félagsmál myndlist- armanna voru meðal áhugamála hennar. Hún sat i stjórn FÍM, Félags íslenzkra myndlistarmanna, frá 1973—’76 og var virk í starfi þess á meðan heilsan entist. Um list sína sagði Eyborg sjálf: „Myndir mínar eiga sjaldnast að tákna neitt sér- stakt. Myndin er tilbúin í huganum áður en ég byrja að mála og ég mála aldrei yfir, annaðhvort tekst mér strax að fá myndina eins og ég ætla í upphafi eða þá að ég byrja á nýjan leik... Eg held því ekki fram að geómetrían — eða konstruktivisminn — sé öðrum stefnum fremri og réttari. Það vill aðeins svo til að hún hentar mér. Mér finnst hún spennandi viðfangsefni. Frum- form hennar, hringur, ferhyrningur og lína, eru undirstaða alls umhverfis okkar og í öllu áþreifanlegu lífi og það er hægt að brjóta þessi form upp í óendanlegum til- brigðum." Eyborg gerði alltaf strangar kröfur til sjálfrar sín. Síðasta sýning hennar var einstætt afrek, einkum þegar þess er gætt að hún var sjúk er hún vann að henni. í nærri þrjú ár var hún sýkt af krabba- meini. Og þrátt fyrir aðgerðir undir lækn- ishendi varð ekki við neitt ráðið. Eyborg lézt í júní 1977. Hún var þá aðeins 52 ára að aldri. Verk eftir Eyborgu eru á söfnum og í einkaeign í Frakklandi, Englandi, Austur- ríki, Þýzkalandi, Svíþjóð, á Spáni, Ítalíu og Bandaríkjunum. Fjölmörg verk eftir hana eru í einkaeign hér á landi, en auk þess eru verk eftir hana í Listasafni Islands, Lista- safni Borgarness, Listasafni Álþýðu, Listasafni Kópavogs og Listasafni A-Húnavatnssýslu. Eyborg var einlæg í listsköpun sinni sem og í allri framgöngu í félags- og bar- áttumálum listamanna. Álit hennar sjálfrar á gildi listar var stuttort og gagn- ort: „Ég tel að líf án lista sé ekki þess virði að vera lifað.“ LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 6. JÚLl 1985 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.