Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1985, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1985, Blaðsíða 3
IggBfg Im] [®3 ® í®3 El] ® ® B ® ® [H ® ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvsti.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthias Jo- hannessen, Styrmlr Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Gisli Sigurösson. Auglýslngar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aóalstræt! 6. Sími 10100. Forsíðan Forsíðumyndin er af íslenskum brúðarbúningi sem geymdur er á safni Viktoríu og Alberts í London eins og segir frá í grein Oddriýjar Thor- steinsson á 2. síðu Lesbókar. Fiðluleikarinn Kristín Bjarnadóttir rekur í samtali við fiðlu- leikarann Hlíf Sigurjónsdóttur litríkan feril hennar á listabrautinni — en Hlíf er dóttir Sig- urjóns heitins Ólafssonar myndhöggvara og konu hans Birgittu Spur. Optisk list Eyborg Guðmundsdóttir átti sína sérstöðu meðal íslenskra myndlistarmanna — lagði stund á svo- kallaða optíska list í anda Vasarelys. Rúna Gísla- dóttir skrifar um þessa merku konu sem lést langt um aldur fram. Höfundur Njálu í leit að höfundi Njálu nefnist grein eftir Sigurð Sigurmundsson frá Hvítárholti. Hann fjallar einkum um staðfræði og stílrannsóknir í þeirri leit en greinina prýða myndir eftir Þorvald Skúlason listmálara sem birtust í útgáfu Helga- fells á Brennu-Njálssögu 1945 sem Halldór Lax- ness bjó til prentunar. Ólöf Siguröardóttir frá Hlöðum (1857—1933); Þú veist... Þú veist að ég spyr ei um endurást — þær ungu þær spyrja og vona — ég lærð hlýt að vera við líf þetta að fást ég lít út sem háöldruð kona. Og þó að þú finnir í þögn og í hljóm, að þrár eru í djúpinu faldar þú veist að ég býð þér ei visnuð blóm varirnar fölnaðar kaldar. En það má hver vita að ég elska þig enn að án þess mitt líf væri dauði. Það gætu engir bætt, hvorki Guð eða menn ef glataði’ ég hjarta míns auði. Charles Dickens ritaði sögu sína A Tale of Two Cities á sjöunda áratug 19du aldar en sögusvið bókarinnar var síðasti ársfjórðungur 18du aldar og tími frönsku stjórnarbyltingarinnar 1789 og upphaf iðnbylt- ingarinnar með gufuvélinni og spunavél- inni og uppi voru Voltaire, Rousseau og Adam Smith, sem sagt miklir umbrota- tímar. En tími Dickens, sem fæddur var 1812 og dáinn 1870, var líka umbrotatími. Hver uppfinningin rak aðra: eimlestin, skipsskrúfan, rafhreyfillinn, saumavélin, sláttuvélin, ljósmyndun, símritun, sprengiefnið og uppi voru Darwin, Mendel, Pasteur og Karl Marx og Bretaveldi þand- ist út og náði um hálfan hnöttinn. Dickens byrjaði bók sína með því að lýsa sögutímanum og bera hann saman við sinn eigin með svofelldum orðum í þýðingu Jón- asar Haralz í Lesbók 1970: „Þetta voru beztu timar og hinir verstu, öld vizku og öld heimsku, trúarskeið og skeið vantrúar, árstíö ljóss og árstíð myrk- urs, vordagar vonarinnar og vetur örvænt- ingarinnar. Við áttum allt í vændum, við áttum ekkert í vændum, við vorum öll á hraðri leið til himna, við vorum öll að fara beint til helvítis. í stuttu máli sagt, tím- Þetta voru bestu tímar og hinir verstu arnir voru svo líkir því, sem þeir eru nú, að sumir þeirra er mest höfðu sig í frammi, kröfðust þess, að allt væri til góðs eða ills, látið heita annaðhvort í ökkla eða eyra.“ Jónas Haralz rifjar svo upp til saman- burðar, það sem gerzt hefur á okkar tím- um: „Við höfum lifað tíma mestu framfara og velmegunar, sem um getur, en við höf- um einnig lifað tíma hungurs, klæðleysis og híbýlaskorts mikils hluta mannkyns. Við höfum lifað öld mikilla uppgötvana og afreka í vísindum og tækni en jafnframt öld eyðingar gróðurs og dýralífs, mengun- ar lofts og lagar. Við höfum lifað skeið trúar á það að velmegun færði okkur ham- ingju og öryggi en jafnframt skeið al- mennrar angistar. Við höfum lifað árstíð nýfengis sjálfstæðis ungra þjóða og gam- alla og árstíð þess myrkurs, er þær eyddu orku sinni í innbyrðis valdastreitu og þegnar þeirra bárust á banaspjótum. Við höfum lifað vordaga vonarinnar, er frelsið virtist gróa að nýju, og við höfum séð þann veika vísi frjósa í hel á vetri örvæntingar- innar. Við höfum alið unga kynslóð, sem öll veraldleg gæði átti í vændum í miklu ríkari mæli en nokkur kynslóð á undan henni, og við höfum séð þessa sömu kyn- slóð í vaxandi mæli afneita þeim gæðum, sem að henni voru rétt.“ Jónas leggur svo útaf samanburðinum og segir, að þótt við eigum erfitt með að trúa því að okkar tímar séu nokkrum tíma líkir, þá sé það nú samt svo, að okkar tímar eigi það sameiginlegt tíma frönsku stjórnarbyltingarinnar og Dickens sem mestu máli skipti manninn; þessir tímar og allir tímar séu „háðir þeim lögmálum mannlegs lífs, sem stjórna vexti og þroska, hrörnun og dauða." Allt er nú þetta satt og spaklega mælt hjá þeim Dickens og Jónasi og ekki ástæða til hagga orði, en þetta spakvitringa tal, leiddi huga minn að því, hversu dómhvatir við erum um liðinn tíma og jafnframt um eitt og annað sem á sér stað í öðrum lönd- um ólíkum okkur. Nú er það fyrst að nefna, að við skiljum ekki okkar eigin tíma fremur en við skilj- um sjálf okkur. Þeir þættir sem hafa áhrif á mat okkar, hvers um sig, á tilteknum tímaskeiðum sögunnar og ekki sízt sam- tímanum eru: lærdómur og þekking, heilsufar og afkoma, næmi á umhverfið, aldur okkar og ekki sízt, hvað fyrir okkur vakir með rannsókninni á tímaskeiðinu. Allt mat á liðnum tíma er einstaklings- bundið og ekki síður á það við um samtím- ann. Um þetta vildi ég skrifa langt mál, en tímdi ekki að trufla tal þeirra Dickens og Jónasar og fórnaði þeim rabbplássinu. Ég læt þvi nægja að ljúka rabbinu með setn- ingu hundrað ára gamallar konu, sem ég átti eitt sinn tal við. Foreldrar hennar höfðu misst sex fyrstu börn sín úr barna- veiki og mislingum. Mér fannst þetta ógurlegt og spurði eins og bjáni: — Voru ekki foreldrar þínir niðurbrotn- ar manneskjur? — Nei, nei, þetta var tíminn, hann var svona ... Og það voru hinir beztu timar og hinir verstu tímar þá sem nú. ÁSCEIR JAKOBSSON LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 6. JÚLi 1985 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.