Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1985, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1985, Blaðsíða 2
HLJOMF LUTN I NGSTÆK I GMegar samstæður eru ekki endilega bezta lausnin sjaldan hafa fyrir augu borið ummáls- miklar auglýsingar í dagblöðum hér, þar sem gylltar eru og falboðnar svonefndar samstæður hljómflutningstækja ýmiss konar. Hver er auglýsingin annarri lík og þeim flestum sameiginlegt að mikið er gert úr skápi þeim, sem hljómtækjunum getur fylgt: hverrar tegundar viðarlíki og áferð sé og hvort tækjunum hlífi glamr- andi glerhurðir. Viðskiptavininum vænt- anlega er og gert ljóst að óhjákvæmilegt sé að klukka og tónjafnari fylgi hljómtækj- unum ef vel á að vera, en sjaldnast er minnst á hvers konar hljóðdós eða nál fylgir plötuspilaranum. Hvað varðar tæknihliðina er tíundað með stóru letri að magnarinn sé svo og svo mörg músíkwött. Oftast er svo rúsínan í pylsuendanum sú að skýrt er tekið fram að hátalararnir sjálfir séu síðan svo og svo mörg hundruð vött! í auglýsingunni er svo gjarnan komið fyrir brosandi stúlku, sem eflaust táknar gaman það er auglýsandinn hendir að frómum lesandanum, sem naumast hefir minnstu hugmynd um hvað máli skiptir í því moldviðíi vitleysunnar sem slík tegund auglýsingamennsku er. Reynsla min hefir verið sú við innlit i verslanir þær, sem annast sölu hljómtækja, að við væntanleg kaup slíkra áhalda hefir kaupandanum einna fyrst verið bent á hvað sjálfvirkur plötuspilari hefir fram yfir ósjálfvirkan eða þá reglu að gæði snældutækja séu frekast fólgin í ljósafjöld og takkamergð og síðan því hampað að hljómtæki með svartri áferð séu silfruðum fremri. Ekki má heldur gleyma þeirri „höfuðreglu", sem flestum er kunn, að hljómgæði magnarans standi í réttu hlutfalli við afl eða watta- tölu. — Þannig gætum við lengi haldið áfram. — SÍGILD TÓNLIST ÚTHEIMTIR Sterkari Magnara Síst þarf að fjölyrða um það, að ofan- greindar upplýsingar sölumanr.sins skipta engu varðandi hljómgæði vöru þeirrar sem hann er að selja, sem þó hlýtur að vera sá þáttur, sem kaupandinn metur mest. Sú staðreynd að hljómtæki hafa mismunandi góöan hljóm, ekki aðeins mismunandi út- lit, ætti flestum að vera ljós. Hljómtækin ætti kaupandinn síðan að velja með tilliti til þeirrar hljómlistar sem honum eða henni er kærust. Ekki er víst að allir geri sér ljóst að aðdáendur AC-DC og annars þungarokks komast ágætlega af með 20 vatta magnara við þokkalega næma hátal- ara til að fremja tónlist með hávaða allt að sársaukamörkum, á meðan aödáandi sí- gildrar tónlistar getur þurft 200 vatta magnara til að spila Vorblót Stravinskys skammlaust. Samband vattafjölda, eða út- gangsafls magnarans, og hávaða er ekki jafn augljóst og virst gæti. Með nokkurri einföldun staðreynda gætum við sagt skýr- inguna þá, að við hljóðritun rokktóniistar er tónstyrknum breytt þannig að jafnað er yfir toppa og dali. Tónstyrkurinn jafnast og afl magnarans nýtist því margfalt bet- ur en þegar hlýtt er á hljóðritun sígildrar tónlistar þar sem tónstyrkurinn er látinn njóta sín til fulls. Þannig getur þýður strengleikur hljómað fagurlega, enda þótt afl magnarans út í hátalarana fari ekki yfir eitt vatt, en fast slag pákuleikarans kostað yfir 100 vött í útgangsafl ef vel á að EFTIR KONRÁÐ S. KONRÁÐSSON vera. Slíkur talnaleikur er þó afstæður, en gefur þó nokkra hugmynd um hvenær afl magnarans skiptir máli. Það er svo allt annar handleggur hvort aflmikill magnari hljómar fallega eða miður. Þar er manns- eyrað besti dómarinn, og kaupandinn skyldi að sjálfsögðu treysta þar best eigin dómgreind. Sem dæmi um breyttan smekk má nefna, að nú á síðari árum hafa austur- lenskir magnarar frá Japan, Kóreu og Formósu sætt vaxandi gagnrýni og margir hverjir taldir hafa óþægilega hvassan og harðan hljóm. Hafa raunar lamparnir gömlu nú látið á sér kræla á ný þar sem lampamagnararnir þykja hafa mýkri og fegurri hljóm, enda þótt hátt verð hafi skyggt verulega á kosti þeirra. Hafa því hönnuðir nýrri gerða smáramagnara mætt þessari gagnrýni með ýmsu móti og má í því sambandi nefna „elass A“, en með slíkri hönnun má minnka bjögun magnar- ans verulega. Hljómurinn verður mýkri, en ókosturinn er aflminni magnari og hátt verð. Er slíkt þó of langt mál til að ræða hér til hlítar. Ekki megum við hverfa frá vöttum og afli án þess þó að víkja lítillega að auglýs- ingunum góðu þar sem skilmerkilega er greint frá vattafjölda hátalaranna. Sá vattafjöldi skiptir raunar engu máli, að öðru leyti en því að gott er að hafa slíkar upplýsingar til hliðsjónar þegar valdir eru saman magnari og hátalarar. Þurfa hátai- ararnir að geta tekið við afli því sem magnarinn skilar án heyrilegrar bjögunar, en frekari vattatala oftast með öllu óþörf. Hins vegar er oft mikilvægt að vita næmi hátalaranna eða hve miklum tónstyrk há- talarinn skilar við hvert vatt, sem magn- arinn lætur frá sér fara (dB/w/m). Vatta- fjöldinn auglýsti skiptir hins vegar minna máli nema auglýsandinn geri því skóna að hátalararnir verði notaðir til upphitunar, sem þó er sjaldgæft. Á Hvaða Einingum Þarf Maður Að Halda? Skyidi þá nokkur tónlistarunnandi láta sér detta í hug að kaupa hljómtækjasam- stæðu? Jú, því ekki það ef hægt er að gera góð kaup, en til þess er oftast leikurinn gerður. — Þó er í upphafi mikilvægast að kaupandinn geri sér grein fyrir því á hvaða einingum samstæðunnar hann þarf í raun á að halda. Undirstaðan hlýtur allt- af að vera hátalarar, plötuspilari auk hljóðdósar og magnara. Flestir kjósa svo að bæta við snældutæki og viðtæki, sem er ágætt að gera síðar og dreifa þannig útlát- unum. Aðrar einingar samstæðunnar, s.s. klukkur og tónjafnarar hvers konar eru í raun óþarfar nema fyrir tónlistarunnend- ur með sérþarfir. Hvað síðan verði við- Wá kemur er sá hluti samstæðunnar, sem oft- ast stendur fyrir sínu: viðtæki, snældutæki og magnari. Vankantarnir eru hins vegar nál eða tónhaus, hátalarar og skápurinn umræddi. Sá þáttur sem veldur því senni- lega helzt að kaupandinn telur hljóm- tækjasamstæðuna vænlegan kost er oftast veröið, sem oft er vel frambærilegt og ekki sakar að eiga einhvern afgang til hljóm- plötukaupa að kaupunum loknum. Aug- ljóst er þó, að seljandinn hlýtur einhver- staðar að spara og er það oftast gert svo sem að framan greinir á hátölurum og hljóðdós. Miklu skiptir því að ganga úr skugga um að hægt sé að skipta um hljóð- dós í plötuspilara þeim sem keyptur er og jafnvel fara fram á að seljandinn haldi eftir hljóðdós og hátölurum og dragi af auglýstu verði því sem munar eða láti fylgja samstæðunni aðra betri, sem óhjá- kvæmilega hækkar verðið nokkuð. Hvað varðar skáp þann sem nú virðist eitt merkasta stofustáss á landi hér skal sagt sem minnst. Raunar er þó vandfundin lé- legri undirstaða fyrir plötuspilarann en slíkt hrófatildur. Spilarinn er best kominn á litlu, stöðugu, en léttu borði og sjálf láta tækin lítið yfir sér í bókahillu. Staðsetning hátalaranna er þó mikilvægust, en hér skal aðeins ítrekað að þeir standi stöðugt og í svipaðri hæð og höfuð áheyrandans. Einnig að engin húsgögn beri á milli heyr- andans og hátalara. Séu hátalararnir litlir má gera þá hljómmeiri, einkum á lægri nótunum, með því að koma þeim fyrir á stöðugum fæti fast upp við vegg. Vanda skal til raftauga þeirra sem tengja hátal- ara og magnara og þess gætt að þær séu sem sem stystar og báðar jafnlangar. Að Raða Saman HUÓMTÆKJUM AF Ólíkum Uppruna Ekki má þó ljúka þessu spjalli án þess að benda lesandanum á að ekkert mælir gegn því að velja saman hljómtæki af ólík- um uppruna og gerðum, sem raunar er oft á tíðum ódýrasta og besta lausnin. Austur- lenskir magnarar hæfa oft vel enskum há- tölurum og dönsk hljóðdós getur átt vel heima í þýskum plötuspilara. Er affara- sælast að treysta eigin heyrn og dóm- greind við slíkt val. Mikilvægt er að kaup- andinn notfæri sér sem best þá þjónustu, sem verslunin býður og geri sér ljóst að seljandinn er til hans vegna en ekki öfugt. Skiptir og miklu máli að gefa sér góðan tíma og setjast niður og byrja á því að hlusta á ódýr tæki, en fikra sig síðan upp á við í verðflokkunum uns ekki heyrist við samanburð hljómgæðamunur að eigin mati. Grunar mig að margir kæmust með slíkri aðferð betur frá kaupunum og héldu heim á leið með ódýrari og betri hljóm- tæki, en þegar helst er horft á útlit og áferð, sjálfvirkni, ljósablik, snerlamergð og aðra þætti sem ekkert ekkert eiga skylt við þann eiginleika, sem mestu skiptir, hljómgæðin. Höfundurinn er læknir I Svlþjóö. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.