Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1985, Blaðsíða 3
IggPáW
inöiiiiisHNiiiESisamiiii
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Rltstjórar: Matthías Jo-
hannessen, Styrmlr Gunnarsson. Ritstjórnar-
fulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin
Jónsson. Ritstjórn: Aöalstrœti 6. Sími 10100.
Ágústa
Ágústsdóttir er orðin kunn söngkona meðal
þjóðarinnar og hefur látið í sér heyra í vax-
andi mæli, hér og erlendis. Raunar hefur hún
skáldsögu í smíðum einnig, en viðtal Guð-
brands Gislasonar við hana er í tilefni
hljómleika, sem hún heldur í dag í Austur-
bæjarbíói
Indriði
G. Þorsteinsson var ráðinn til að skrifa
ævisögu Kjarvals og nú er bókin komin
út á aldarafmæli málarans. Af því til-
efni hefur Illugi Jökulsson átt tal við
Indriða og birtur er kafli úr ævisögu
Kjarvals, þar sem segir frá erfiðum
tímum, 1931, þegar efnt var til sýn-
ingar á málverkum hans í Charlotten-
borg.
Forsíðan
er í tilefni aldarafmælis Kjarvals, sem minnst
er áýmsan hátt í blaðinu. Myndin á forsíðunni
heitir „Fagra veröld" og var gjöf Kjarvals til
Tómasar Guðmundssonar á merkisafmæli.
Hún er nú í eigu Þorvaldar Guðmundssonar.
Þorvaldur
Guðmundsson, löngum kenndur við Síld og
fisk, er mestur Kjarvaldsmyndasafnara allra
núlifandi manna, en safn Þorvalds spannar
auk þess verk fjölda annarra myndlistar-
manna. Á aldarafmæli Kjarvals efnir Þor-
valdur til sérstakrar Kjarvalssýningar —
sýnir verk úr eigin safni í eigin húsnæði, Há-
holti í Hafnarfirði, m.a. Lífshlaupið, en Les-
bókin hefur átt samtal við hann af þessu til-
efni.
ISSA:
Spegill
daggardropans
1
Syngjandi tínirmóðirin teblöðin
og barnið á baki hennar
slær taktinn með blómi.
2.
Hjartarkálfurinn
stuggar fiðrildinu burt
ogheldur áfram að sofa.
3.
Froskurinn starir á fjallið
oglætur það ekki
vaxa sér íaugum
4.
Fugl, tekurðu ekki eftir því,
að verið er að fella tréð
þar sem hreiðrið þitt er.
5.
Lífið — daggardropi
já, vissulega erlífið daggardropi
ogþó...
6.
Églyfti hendi
tilþess að sópa burt köngulóarvefnum
en éghætti við það.
Jón úr Vörþýddi.
A slöustu áratugum hefur mikið komið á Norðurlandamálum I tlmarit-
um og á bókurn af þýddum vlsum og kvæðum, sem uppruna sinn eiga
I Austurlönduni og raunar öörum fjarlægum menningarsvæðum.
Fæst af þessum skáldskap hefur verið þýtt af frumtungu og þvl að
sjálfsögðu fjarlægst uppruna sinn, en þó oftast haldið nokkru af þokka
þess tungutaks. sem hann var gæddur I upphafi.
Um skeiö varð þaö mér nokkur árátta að hripa hjá mér sllkar vlsur,
og snúa þeim þegar tóm gafst til. Stundum þótti mér þrjár llnur gott
dagsverk. Loks var orðið til sómasamlegt handrit, sem sfðan gleymdist
og týndist. Við búferlaflutning kom það nýlega I leitirnar. Hér er sýnis-
horn, vísur eftir japanskan bónda, sem lengi hefur verið frægur I landi
slnu. Hann hét ISSA og var uppi á árunum 1763—1827.
Þýð.
Tízkan kemur
víða við
að er tízka í öllu, ekki
bara í fatnaði. Til að
mynda er mataræði
fólks háð tízkusveiflum.
Núna þykir mjög ómóð-
ins að borða hefðbundna
sunnudagssteik með
grænum baunum og sultu. Soðningin er í
tízku, alls kyns fiskmeti, sem lengi vel
þótti heldur klént. Að ekki sé talað um
allt grænmetið. Og nú er í tízku að drekka
te en ekki kaffi.
Tízkan kemur lika glöggt fram í nafn-
giftum. Til skamms tíma var mjög algengt
að skíra börn tveimur nöfnum, einu tveggja
atkvæða.en hinu eins atkvæðis. Eva Dögg,
Edda Rós og Ingvar Már voru þá á hverju
strái og eru vonandi enn, þótt nöfnin þeirra
séu komin úr tízku. Núna virðast biblíu-
nöfn mjög vinsæl. Það eru Aron, ísak,
Rakel og Sara og svo framvegis. Fyrir
nokkrum áratugum datt fæstum í hug að
gefa börnum sínum slík nöfn. Þá voru
norrænar nafngiftir í tízku og foreldrar
kíktu gjarnan á nafnaskrá íslendingasagn-
anna áður en þeir tóku lokaákvörðun um
nöfn barna sinna. Forn nöfn eins og Hildi-
gunnur, Arnaldur og Freygerður heyrðust
þá á ný eftir margra alda hlé eða þá nöfn
úr ásatrú, sem kristnir íslendingar höfðu
sjaldan vogað sér að gefa börnum sínum
fram að því. En þrátt fyrir allar tízku-
sveiflur hefur sá siður ekki horfið hérlendis
að skíra börn í höfuðið á afa eða ömmu,
enda þótt þeim fækki stöðugt sem bera
hvunndagslegu nöfnin Jón, Sigríður og
Guðmundur er lengi vel fylltu kirkjubækur
um allt land.
Tómstundaiðja fólks og hvers kyns
hugðarefni fara heldur ekki varhluta af
tízkunni. Fyrir nokkrum árum var í tízku
að hreyfa sig sem minnst og taka lífinu
með ró. Nú mega menn varla vera að því
að anda vegna alls kyns íþróttaiðkana.
Þeir eru ýmist á harðahlaupum, hjólandi
eða á skíðum fyrir utan alla hina sem eru
í golfinu. Til skamms tíma þóttu þeir sem
stunduðu gönguferðir um hálendið hinir
mestu sérvitringar. Nú er sérvizka þeirra
orðin hæstmóðins og sá telst varla maður
með mönnum sem hefur ekki þrammað um
Hornstrandir eða norður Kjöl.
Og ekki lætur tízkan lífsviðhorf fólks
ósnortin. Lengi vel fæddust menn inn i
stjórnmálaflokka og áttu þaðan ekki aftur-
kvæmt nema þeir endurfæddust inn í ein-
hvern annan flokk í eitt skipti fyrir öll og
þótti slíkt mikill hringlandaháttur. Núna
geta menn farið marga hringi á milli
stjórnmálaflokka og dansað milli önd-
verðra skauta án þess að blása úr nös.
Ungir og reiðir menn frá umbrotatímum
7. áratugarins hafa fylgt tízkusveiflum til
hægri með eða án viðkomu í öðrum flokk-
um og gætu svo sem fullt eins farið svipaða
leið til baka til að tolla í tízkunni. Nema
það komizt brátt í tízku að halda fast við
skoðanir sínar.
En þá fyrst færist skörin upp á bekkinn,
þegar annað kynið kemst í tízku á kostnað
hins. Við því er nefnilega sáralítið hægt
að gera sé maður svo óheppinn að vera
þess kyns sem er ómóðins. Það er þó bót
í máli að pendúllinn sveiflast hratt og
kynin eru bara tvö.
Af framansögðu má ljóst vera að það
eru ekki bara gróðafíknir kaupmenn sem
stjórna tízkunni eins og sumir vilja vera
láta heldur koma þar önnur öfl til skjal-
anna. Og tízkan er sjálfsagt jafngömul
mannkyninu. Það sem gerir hana svona
fyrirferðarmikla í nútímasamfélagi er trú-
lega aukið upplýsingastreymi, bættar
samgöngur og fjölþættari áhrif.
Mikið af þeim tízkusveiflum sem hér
hafa verið taldar upp hafa haft heillavæn-
leg áhrif, m.a. til betra mataræðis og
annarra hollra lífshátta. En i öllu írafárinu
við að tolla í tízkunni hættir okkur við að
hundsa eigin dómgreind og gleypa hrátt
það sem að okkur er rétt. Þótt sérkennilegt
biblíunafn láti vel í eyrum þessa stundina,
kann það að hljóma afkáralega eftir nokk-
ur ár og sá sem það ber er þá lítt öfunds-
verður. Og fá lífsviðhorf eru það lítilfjörleg
að þau beri að láta fyrir róða vegna þess
eins að þau eru ekki í tízku. Þau gætu
jafnvel komizt í tízku fyrr en varir.
GUÐRÚN EGILSSON
LESBOK MORGUNBLAOSINS 19. OKTOBER 1985 3