Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1985, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1985, Blaðsíða 13
skóla, en ekki varð af því. Ég fór í lands- próf á Núpi. Eiríkur lét fólk fara í lands- próf ef honum sýndist svo. Þegar ég var á Akranesi lærði ég söng hjá Guðmundu Elíasdóttur. Guðmunda er góð manneskja. Bolvíkingur og mikill lífskúnstner. Við erum skyldar. I þá daga hafði ég ekki áhuga á að fara til útlanda og nema söng. En undanfarin fjögur ár hef ég farið árlega með Gunnari til Weimar í Austur- Þýskalandi og tekið þátt í námskeiðum sem haldin eru þar. Það var fyrir tilstuðlan Önnu Áslaugar Ragnarsdóttur að við fórum til Weimar en eiginmaður hennar kennir píanóleik á þessum námsskeiðum. Þau hjónin búa í Múnchen en eins og margir Vestur-Þjóð- verjar koma þau árlega til þessa nám skeiðahalds. Þetta er strangur skóli í Weimar, fjórar kennslustundir á dag, æf- ingar og síðan tónleikar á kvöldin. Hanne- Lore Kuhse hefur verið kennari minn á þessum námskeiðum. Hún er stórkostleg Wagner-söngkona og vinsæll kennari. Vestur-Þjóðverjar sækjast mjög eftir því að komast til hennar. Ég hrósa happi því ég var einn tólf nemenda sem hún valdi úr 48 umsækjendum. — Hver er annars söngferill þinn hér á landi? — Ég hef sungið með kirkjukórum í fjöldamörg ár, og um og eftir 1980 fór ég um landið og æfði kirkjukóra. Ég stjórnaði karlakór á Akranesi sem síðar breyttist í blandaðan kór. Þetta voru bændur í Leirár- og Melasveitum og þeirra spúsur. Eitthvað var nú nafnið á þessum kór á reiki, en eitt sinn var hann kallaður Karlakórinn sunn- an Skarðsheiðar. Við hjónin vorum siðan íein þrjú ár með Selkórinn á Seltjarnar- nesi. En nú er framundan hjá okkur hjón um tónleikaferð til Þýskalands þar sem ég mun syngja í Weddingstadt bei Heide í Norður-Þýskalandi og í dómkirkjunni í Lúbeck. Síðan held ég einsöngstónleika þann 19. október í Austurbæjarbíói. Þegar Gunnar varð fertugur í fyrra keypti hann af öðru þarna á götunni þegar vék sér að okkur maður og spurði hvort við töluðum ensku. Gunnar svaraði um hæl að svo væri og sagði, kankvís eins og hann á vanda til: Yes, and much better than you do (já og mun betur en þú). Þá kom það upp úr kafinu að maðurinn var að biðja okkur um að halda tónleika i heimalandi sínu, Pól- landi. Þá for nú úr okkur mesti gorgeirinn og við fórum öll og fengum okkur bolla af double mocca á Goethe kaffihúsinu í Weim- ar. Þar sagði hann okkur með tárin í augunum að svona rödd eins og mína hefði hann hvergi heyrt nema þá helst í Ung- verjalandi og Finnlandi. Þetta varð upphaf þess að við fórum til Gdansk og héldum þar tvenna tónleika, aðra í tónlistarfélags- heimilinu og hina í kirkju, sungum, Gunnar á cellóið og ég með raddböndunum fyrir fleiri hundruð manns. Það var yndislegt að koma til Póllands. Ég hafði séð þar fyrir mér ekkert nema svarta kalla með yfirvaraskegg og aðþrengt fólk, en nú man ég helst eftir blómum, fegurð borgarinnar Gdansk og hlýjum viðtökunum. - En þú skrifar líka. - Eg er búin að skrifa skáldsögu, er enn í handriti og Gunnar hefur ekki enn haft tíma til að hreinrita hana fyrir mig. Ég treysti honum manna best fyrir því. Ég á mjög auðvelt með að skrifa, einna verst er að hætta eftir að ég er byrjuð. En oft hefur nú lítill tími geíist til að sinna rit- störfum. Ég var búin að ganga með þessa sögu í maganum í mörg ár, og svo var það eitt kvöldið skömmu fyrir jól að ég var upp í rúmi og ætlaði að skrifa tossalista: sveskj- ur, kanill, jarðarber var komið á blaðið þegar ég allt í einu byrjaði að skrifa soguna og gat ekki hætt. — Er þetta skáldsaga með sterku sjálfs- ævisögulegu ívafi, þroskasaga? — Við skulum kalla þetta stílfærðar endurminningar í skáldsöguformi. Þetta er barnasaga fyrir fullorðna. Þar segir frá Ágústa og séra Gunnar ásamt fleira fólki i Göthes Café í Weimar, þar sem samið var um konsertinn í Póllandi. Austurbæjarbíó og hélt þar tónleika og ég ætla að fara eins að nú. Á efnisskrá verða lög eftir Mozart, Skúla Halldórsson, Ragnar H. Ragnar, Hallgrím Helgason og Árna Björnsson, Verdi, Síbel- íus og Brahms. Þessi lög eftir Síbelíus eru stórkostleg. Þau slógu í gegn í Weimar þegar ég söng þau þar, og sömu sögu er að segja um íslensku lögin. En mig langar til að segja þér hver voru tildrög þess að við Gunnar förum i þessa tónleikaferð til Þýskalands. í sumar þegar fermingu var nýlokið í Fríkirkjunni kemur maður þar inn á mitt gólf og skoðar sig um. Ég hélt að þetta væri venjulegur túr- isti og spurði hvort hann langaði til þess að skoða kirkjuna. Það kom þá upp úr kafinu að þessi maður, Gunter Baden- Buhlmann er organisti í heimalandi sínu Vestur-Þýskalandi og hann langaði til að kíkja á orgel kirkjunnar. Ég söng fyrir hann og hann lék undir og síðan buðum við Gunnar honum í kvöldmat og á eftir fóru þeir upp á loft og léku saman sónötu eftir Vivaldi. Þá stóð Gunter upp og sagði: þið verðið að koma til Þýskalands og halda þar tónleika. Og eins og dugmiklum Þjóð- verja sæmir var hann búinn að koma öllu í kring á sólarhring. í sumar leið fórum við hjónin í tónleika ferð til Póllands, en það er yndislegt land og fólkið með afbrigðum viðmótsþýtt. Til drögin að þeirri ferð voru meira en lítið kátleg. Við Gunnar vorum á göngu í Weim- ar einn eftirmiðdaginn eftir að skóladegi lauk og vorum víst mest upptekin hvort því þegar ég var að alast upp, á sumrin á Brkku í Dýrafirðinum. Ég þjappa endur- minningum mínum frá þessum árum saman og læt söguna gerast á einu sumri. Þarna var margt manna í heimili á Brekku og lífið litskrúðugt. Ég var þar samvistum við mjög gagnort fólk sem talaði rómaða íslensku. I bókinni gerist margt — en hún bíður síns tíma. — Nú eruð þið hjónin bæði tónlistarmenn. Kynntust þið á tónleikum? Nú hlær Ágústa. — Nei, við kynntumst í snjóbil á Botnsheiðinni. Þá þjónaði Gunnar Bolungarvík og gegndi aukaþjón- ustu á Súgandafirði, en ég var þá þar að æfa kirkjukórinn. Það hafði verið grenj- andi stórhríð um daginn og presturinn var ekki kominn á tilsettum tíma, en fólkið beið samt — Vestfirðingar eru ekkert að fara heim í svona tilvikum. Eftir drykk- langa stund stakk ég upp á því að við létum ekki verða messufall. Eg gæti tónað og þau sungið, en rétt í þann mund birtist Gunnar, snjóugur frá hvirfli til ilja og messaði. Ég var þá líka að þjálfa kór í Hnífsdal og því urðum við samferða með snjóbílnum yfir Botnsheiðina. Þannig hófust okkar kynni. - O - Kjötsúpan er að verða soðin á eldavél- inni. Degi er tekið að halla og flöskurnar tómu sem Ágústa notar sem gluggatjöld hafa dökknað í dvínandi ljósinu. Þýski organistinn fer að láta sjá sig. Séra Gunnar kemur frá því að skíra, frá því að fagna. Hér i Garðastræti eru annir. Við heils- umst. Við kveðjumst. JENNA JENSDÓTTIR í Kína Hallir keisaranna í Kína skína íaugu mín ljóma upp vitund mína eins og margli tir flugeldar mæta sjónum barns er sérþá fyrsta sinni. Hrifningí sýn allsnægtanna hríslast um hverja taug líkama míns. En meðan augun líta meira gull oggersemi breytir hugsun mín mynd þeirra. Ógn verðuríumhverfi öllu svipuhögg, sveltandi þrælar deyjandi fólk sem fæddist til að byggja þessar hallir bera þetta gull og gersemi alla bera eigendur þess á gullstólum upp tuttugu þrep hundrað þrep daghvern. Deyja án þess að lifa. Jenna er rithöfundur i Reykjavik. SVEINBJÖRN BEINTEINSSON Hallvarður Svigna fornu salartré, sig í hornin dregur. Dreifir að morgni draumafé dagur nornarlegur. Efmig rekur uppá sker, eða sekur gerður, hrakinn tek éghúsá þér, hvað sem meira verður. Þó er hljótt íhuga spurt hvað mér ótta býður. Vístmun þóttiþoka burt þegar nóttin líður. Grár í lund éggeng og kem. Gefst þá stundarfriður. Grefst þó undan öllu sem okkar fundi styður. Flest það gagn sem fann ég í ferð um sagnalöndin lítinn fagnað færir því fjötra þagnarböndin. Fjallið roðar sýl um síð. Sigrar voðinn eigi. Ljóðaboð um betri tíð birta góð með degi. Sveinbjörn Beinteinsson er bóndi, allsherjar- goði og skáld á Draghálsi. GUÐBRANDUR SIGLAUGSSON Með kínverskum blýanti Örmagna dagur finnur sér skjól undir kvöldi, örlaráljósi úrgluggum úrreykháfum reykur, fölgrár og dyr eru allar hér aftur. Vindurinn leggur lauf á laufí trjánum, köttur rumskar og hljóður að þröskuldi gengur. Úr runnanum, fyrrum vígi hans herja nú skuggar. Skuggarmeð langar neglur á löngum fingrum leggjast ígrasið, feta sighægt íkringum stráin, stansa við rætur trés ogfikra sig ofurhægt upp, ofurhægt upp bol trésins og út á grein og umlykja laufið og drekka krassa dagsins úr Iófa þess áður en stefnan er tekin í boga af reyksem fyrir hussins horn blár hverfurþar sem inni bíður hins blakka reyks orðum fjötraður maður. Guðbrandur Siglaugsson býr I Þýskalandi. Ljóð eftir hann hafa áður birzt I Lesbók. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 19. OKTÓBER 1985 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.