Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1985, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1985, Blaðsíða 12
Sveskjur — jarðarber — skáldsaga ... egar ég knúði dyra í gráu steinhúsinu ofan vegar við Garðastrætið stóðu þau í anddyr- inu hjónin og bjuggust til að fara út að gegna embættisverkum, séra Gunnar Björnsson kominn í hempuna með rifflaðan hvítan kraga um hálsinn og frú Ágústa í loðkápu fagurri. Það þurfti að kistuleggja og skíra, kveðja og fagna, og Ágústa fer alltaf með manni sínum, styrkir hann með nærveru sinni, hvort sem er í sorg eða gleði. Slíkt er hlutverk lífsförunautar, hlutverk prestsfrúar, og Ágústa gegnir þessum hlutverkum af gleði og auk þess er hún söngkona, rithöfundur og elda- buska. Aukvisar mundu heykjast undir slíkri byrði. En ekki Ágústa. Þegar hún snýr aftur eftir kistulagning- una sest ég við eldhúsborðið meðan hún setur upp kjötsúþuna fyrir kvöldið, nýstár- lega súpu með tómötum sem á að metta þau hjónin og vin þeirra þýskan organista, áður en þau fara að æfa um kvöldið í svölum skuggum Kristskirkju á hæðinni fyrir ofan, æfa fyrir tónleika sem eru skammt undan, Ágústa að syngja með raddböndunum, og Gunnar að syngja á cellóið, því Gunnar syngur á cellóið eins og þeir vita sem á hann hafa hlýtt, og Þjóðverjinn að leika undir, íslenska músík, franska og þýska. Við Ágústa tölum um þessa embættis- lausu embættisstétt, prestskonur, meðan hún setur upp kjötsúpuna. Umræðan hefst þegar ég hef á orði þessar grönnur stutt- hálsa mógrænu flöskur sem fylla kistuna í eldhúsglugganum og sía í gegnum sig haustbirtuna en voru áður fullar af grænu gulli frá vínyrkjanum Kenderman í Mós- eldalnum og Ágústa segir hispurslaust enda engin kveif konan sú: þessar flöskur nota ég sem gardínur. Ég hef ekki sama smekk og aðrir, nýti mér ýmis tilbrigði í lífinu sem hvorki eru löggilt né stöðluð. Kannski brýt ég í bága við hefðir. Ég hef verið gift presti næstum í þrjú ár en sungið í kirkjukórum ' tuttugu og fimm ár upp á hvern helgan dag og í kórnum heyrir maður að það vita allir hvernig prestsfrúin á að klæða sig, hegða sér og koma fram Guðbrandur Gíslason ræð- ir við Ágústu Ágústsdóttur sópransöngkonu og prests- frú í Fríkirkjunni, en hún er nýkomin úr hljómleika- för til Þýzkalands ásamt manni sínum, sem lék þar á celló — og lætur ekki þar við sitja: Heldur ein- söngshljómleika í Austur- bæjarbíói í dag Ágústa og maður hennar, séra Gunnar Björns- son, á brautarstöðinni Schöne Weide í Aust- ur-Berlín, en þau rorv þá að koma frá Póll- andiogáleið til Weimar. nema veslings konan sjálf. En sem betur fer er prestskonustéttin vel mönnuð — þar er kvennaval. Enda verða mætustu menn prestar botna ég, og Ágústa kinkar bros- andi kolli. — Ég hef oft dvalið á prestssetrum úti á landi og veit aö prestar eru kátir og fjörugir. Þeir hafa gaman af því að segja brandara hverjir af öðrum. Það eru miklar krófur gerðar til prestshjóna. Það er ágætt, veitir þeim aðhald sem kannski allar stétt- ir þyrftu að hafa. Þau eru í brennidepli, það er fylgst með þeim. Ég var norður á landi og þá var haft þar á orði að enginn mundi hvað kona læknisins hét en allir vissu hvernig prestsfrúin var klædd. Svona er það. En kirkjusóknin skiptir máli. Fyrst þegar ég var á Akranesi fannst mér að einungis gamalt fólk sækti guðsþjónustur. Núna er unga fólkið farið að sækja kirkju, enda heyrir það þar boðskap sem kemur því við. Það er ánægjulegt þegar á annað hundrað manns koma til kirkju um hverja helgi eins og verið hefur hjá Gunnari í Fríkirkjunni. — Þú ert Vestfirðingur. — Já, og Dýrfirðingur að auki. Dýrfirð- ingar eru mesta aristókratí landsins. Agnar heitinn Bogason sagði eitt sinn i langri grein að hefði Viktoría Englands- drottning komið til íslands þá hefði hún gist á Þingeyri. Enginn annar staður hefði verið henni samboðinn. Erlend áhrif voru sterk í Dýrafirðinum. Otlendir kaupmenn sátu á Þingeyri, Norðmenn stunduðu hval- veiði frá Framnesi, þangað komu enskir togarar, franskar skútur. Dýrfirðingar eru blandaðir suðrænu blóði. Pabbi var brúnn á hörund með skásett augu. Kannski komu Baskar víðar við en okkur hefur grunað, því að þeir voru margir undirmenn á frönsku skútunum. Yfirmenn voru fransk- ir. En Baskar eru eins og Dýrfirðingar, þeir hafa aldrei aldrei sætt sig við annarra yf irráð eða þolað öðrum misrétti. Ég ólst upp á Brekku í Brekkudalnum þar til ég var þrettán ára en þá fluttumst við til Þingeyiar. Ágúst Jónssonfaðir minn var af prestaætt. Forfaðir hans var Friðrik Jónsson prófastur á Stað á Reykjanesi í Reykhólasveit. Friðrik var einn fjögurra bræðra sem allir lærðu til prests hjá Geir biskupi Vídalín. Um þá var sagt að þeir hefðu verið kvensamir, misvel gefnir en allir haft söngrödd fagra. Ég hef gaman af þessari einkunn sem þeir fengu. Mitt fólk hafði fallega rödd, ekki síst pabbi, en ekkert þeirra lagði á f ramabraut- ina. Það var einfaldlega sjálfsagt að syngja vel. Mér vitanlega er ég eina manneskjan í ættinni sem lagt hefur fyrir sig söng. Ég má þó ekki gleyma Ladda. Við erum þre- menningar. Laddi lítur út eins og afi minn þegar hann var áttræður. Þegar ég var á Hólahátíð söng ég dúett með frænku minni Sigríði Schióth, en hún er orðin 72 ára og stjórnar kór Grundarþinga í Eyjafirði. Hún syngur kvenna best, komin á þennan aldur. Ég var lítiö á Þingeyri þótt ég flyttist þangað þrettán ára. Eg var við Núpsskóla á vetrum hjá séra Eiríki Eiríkssyni og Kristínu frænku minni þangað til ég fór suður. Eiríkur vildi að ég færi í mennta 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.