Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1985, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1985, Blaðsíða 10
Bræður þrír reru á stórum bát út í hafsauga. Þá sást Dyrfjalls- tindur gnæfa úti í fjarlægðinni. Þetta var hugs- að f rá Geitavík í Borgarfirði eystra er ég var á tólfta ári — að mig minnir —, en skrifaö niður í fyrra, 1955-56. Bakki er næsti bær við Geitavík, innar í firði, horft í vestur — en þar mun ég hafa hugsað mér að Bakkabræður, sem miklar sögur fóru af, hafi einhverntíma búið — en sagan hefur verið að semj- ast til þessa — og segi ég nú söguna hérna áfram. Þá er þrír bærðurnir reru á stóra bátnum, og þóttust vera komnir á mið, sem var út og suð- ur af Hafþórsgrunni, renndu þeir færum í sjó — en þar voru þrír færisstrengir sextugir, hnýttir saman; stóð það heima, að kenndi botns, er eftir var faðmsspotti til að vefja um hendina — þeim er undir færinu sat —. Þarna var einn í andófi — það er árar í sjó — en þriðji sat hjá — og var nú hlustað í mikl- um spenningi eftir einum stór- drætti. Og éftir fjarskalega mik- inn langvarandi tíma kippist snögglega báturinn 'við------en sá, er undir færinu sat, hrýtur útbyrðis! Þá laut hjásetumaður yfir öldustokk og náði löpp bróð- urins, og var það snöggur rykkur að kippa honum upp í bátinn — — en framsýni bjargaði færinu ------því að um úlnlið var vafið auk handarinnar færisendanum. — — Þá var þarna áður stafa- logn á hafinu, utan skinnaköst nokuru sunnar — en öll fjöll í sjó nema Dyrfjallstindur reigði sig við loft í fjarlægðinni. — Er nú byrjað að draga inn færið------ en það er svo erfitt að segja frá því hvernig það gerðist, því að þarna var um einhvern stórdrátt að ræða, með svo miklum rykk- ingum og ólátum, að svitinn rann og bogaði af dráttarmann- inum — — og var auðséð að hann mundi vera æfður rímna- kveðari, svo snarlega brá hann hætti í drættinum eftir duttlungum skepnunnar, er tók á rás og strikaði hálft og inndregið það, sem hafði náðst.------En nú var byrjað að hvessa á sunnan — — og enn strikaði og gnast og urraði í hástokknum upp í sextíu faðma roku, líkt og errrrrrrrit — þegar sigað er hundum á hesta í offorsi, sem hafa staðið í túni af hinum bæjunum — en það er heldur að glæða kaldann------og færið er nú á ská út frá bátnum, því glæjar af honum og grillir í grámötu á líklega þrjátíu föðm- um. Svíður nú í augun undan svitanum dráttarmanni, sem nú er mikill í herðunum------ og sjá þeir að þetta muni vera lúða svona afskaplega stór------. Eru nú allir dasaðir, því að andófið er orðið tveggja manna og það er að koma rok. ffærurnar, sem mikið er látið af í svona skip, koma nú í góðar þarfir------en þessi afskaplega flyðra flýtur nú í sjónum við bátshliðina------nú er úr vöndu að ráða — — því að innbyrða svona skepnu er ofraun — — fólk í iandi mundi sjá slíkan grip óstykkjaðan------rétt á litinn — — sem sannan velvilja — og bezt var þá að hafa hana attaní------. Nú var kettingin í kjalsöginu siglingafesta nógu löng, hnýtt upp í lúðuna og attanífest bátinn ------og svo mastrað------í guf- una og fleygiferð sett á bátinn — —. En mikil og mörj» og góð segl vantaði ekki------. En helzt leit út fyrir stólparok. Sigla þeir nú liðugan á Dyr- fjallstind. EFTIR JÓHANNES S. KJARVAL y*^r?......... -jv < 's^#y , / k.......... Ttramag rrm 11 "^T /v l HVALASAGAN En lúðan plumar sig á kett- ingnum ofarlega í sjónum. Er nú siglt mikinn og rísa fjöll úr sæ hvaðanæfa —. Glettingur suður um Snæfugl — — og er það langt — líparítur í Húsavík- urskörðum rísa sem skínándi gull — —. Brúnavíkurógöngur suður um Norðfjarðargnípii kvika skiptandi litmyndum og tvíbrá, eins og yfirnáttúrulegur harmóníkubelgur. Það er énnþá að hvessa. Nú sést Hafnarbergið, en Ósaíjóll í glaða sólskini —. Það er enn djúpt af Tindaröst — — en hvert í syngjandi þó — og þetta skilur ekki neinn------. Er þeir augum líta Múlann — norð- an við Héraðsflóann — — einn glórulaus brimskafl — — á að líta — — með rokum, sem standa beint upp sem geysirar eða spangólur um Vopnafjörð og Langanes------sem norðaustan átt eða hánorðan — — svo skammt á milli æðisgengnu sunnanroki — —. Þetta hlýtur að vera hvalavaða á leið suður- um. Nú er ráð að hugsa í snar- heitum, því að hér er hraði á gerðum------hvort mun hvala- vaðan loka innsiglingu á fjörð- inn svo lengi------ef ekki hefst fyrir oddann vöðunnar — áður en? Annars sigla norður um hafsmegin------en til hvers — — heldur þá liggja dýpra af og hana af sér meðan framhjá fer — — þó of hvasst til hvíldar- dorgunar — — en í því enginn spenningur------. Aukum nú seglasíuna telja þeir frambærilegt og strekkja nýjan pikkfal. En setja aukakíló til sýnis — reisa mersanstautul með breiðfokkurá, hala tott á stórskaut nokkrar mínútur------ áður en hvalavaðan kemur upp á Njarðvík og Skálanes — er nú pressað á útreikning hvort hægt sé að hleypa. Miðfjarðargrunn við opið ginið á vöðunni — —. Lúðan flýtur nú þurr ofan á sjónum------. Nálgast nú óðum hvalir og menn — . Er nú brim- skaflinn kvanta Njarðvíkur- skriður, sjást nú en mestu furðu- skepnur, er getið er um í heimsbókmenntum, sléttbakur eða reyðurinn fremstur, en rauð- kembingur á sitthvora hlið — — annars flestar eða allar hvala- tegundir norðurum, sem sást — var nú útreikningurinn í há- spennu um augnablik með rísikó hraðar gert, en hreyfing á vog undan grammalóði — snarlið- ugra, sjóðbullandi fullum öllum seglum um elið og fyrirrennar- inn tók djúpkafið------. Eins og öndun — náttúrleg og eðlilega. Það var fögur sjón þegar lúðan kom rennandi eins og ég veit ekki hvað yfir hrygginn á hvaln- um — niður um-hliðina steypi- reyðurinnar, er hún kom úr djúpkafinu. En það sögðu þeir seinna, þegar þeir fóru að rifja þetta upp------að heppnin hefði verið með — — því að hefðu hrosshvelin hlumsað sér upp á lúðuna á hryggnum á sléttbakn- um — þá heföi stefnið slitnað úr bátnum, eða jafnvel skuturinn allur. Er nú ekki við neitt ráðið nema sigla og taka Geitavík, en þar er Geitavíkurtangi er víkina gerir, en sker eru mörg fyrir mynni víkurinnar og sund á milli------er víkin ein merkileg náttúrusmíði — og all-stór —. Þarna má að vetrarlagi sjá æsi- leg brim. Nú sigla þeir öllum hraðanum víkina inn og setja skip í fjöru, en draga í land lúð- una — náði hausinn grasbakk- anausti, þegar sporður var í flæðarmáli------auðvitað hefur verið flóð. En er allstór samt — lúðan. En það hefur saga þessi um að tjá, að mikil hafi sú sjón verið hjá fólki í þessum sveitum, að horfa út á hafið þennan sól- bjarta dag á fyrirganginn, og dæmalaust heldur maður að fólk hafi orðið hissa. Jæja — áfram með söguna — —. Ofan í fjöru, þar sem þrír menn------eru að vitkast------ eru að rétta úr bökum sínum — — eftir háska og gáska — — karlmennsku ofraun------menn, sem léku sér með höfuðskepnun- um á tækninnar þeirra tíma beztu getu------úrvinda þreyttir menn------rétta sig úr stálvilja- hnútnum — baklotunni — —. Þeir standa nú stjarfir í hvíldar- fríinu — —. Er þeir lyfta upp- litdjörfunni fram víkina. Þar slummaði þá fyrst í þeim —. Já, þetta var þó nokkuð að hafa til sýnis. — Viti menn — mundi ekki hún náttúra ætla sér síð- asta leikinn — eins og venjulega — með skák og mát, góðir dreng- ir — mundi hún ekki taka af ykkur frægðina. Ef þið gætuð í hvoruga löppina stigið fyrir monti — var það þá ekki greiði að losa ykkur við hana frægð — skáldsins gull og græna skóga, sem ekki er neins staðar til ef maður fer í sjálfs síns barm — það hefði slumað í hverjum sem var skal.— undir svona kring- umstæðum. En satt er það------ ef það er nógu lygilegt: víkin var full af hvölum------sléttbakur- inn þverskorðaður innan við skerin, enn alls kpnar aðrar teg- undir — þekktar og óþekktar — í vöðum og riðlandi dembum, í rolukasti nöldrandi bauli — með dynkjum og rausi, nema rauð- kembingarnir stukku út yfir allt saman og til hafs — svoleiðis skepnur láta víst ekki að sér hæða. Sannleikurinn í málinu hlýtur að vera sá, að hið skyggna bola-auga hvalavöðunnar hafi uppgötvað alflyðruna á hafflet- inum og pólíhæðað framvinduna á níutíu gráðu horn.— Já — fyrr má nú vera —. Er þetta náttúrlegt, gæti maður hugsað sér, að þessir menn hafi sagt — svona til þess að reyna að byrja að tala------. Já — það var svo sem ekki allt búið enn------ þarna mundu menn þá allt í einu eftir snillingum eins og sögu- hetjum Vellygna-Bjarna------og öðrum aðdráttarfrömuðum, sem ekki hugsuðu minna en í heilum hreppum —. Var það því mál- venja þeirra tíma, er happ bar að landi, svo sem hvalreki------ að nóg væri fyrir þrjá hreppa í þrjú ár------en þetta var meira, sáu þessir menn strax — fyrir þrjár sýslur mundi það verða — það var gefið. Hefði manni kom- ið í hug, að þessir menn hefðu verið þeir svokölluðu Bakka- bræður — er ekki að tvíla hvort þeir eru nær því almenna — — eða óvanalega að svo komnu máli------. Og mættu menn því hafa hvíld nokkra eftir vosbúð og slark------og víkur svo sagan að eða frá venjunni.------ Jú, þarna kom það. í skynd- ingu fundur þeir þetta út, Bakkabræðurnir — þessir ótrú- legu menn allra þjóða — menn- irnir með hina langvarandi miklu reynslu — sem raunveru- lega voru ekkert annað en var- kárnin einber, sem gerðu svo margar vitleysur þegar þeir fóru að hugsa. Þeir eiga nú leikinn við sögulokin. — — Og svo skal ég segja ykkur söguna eins og hún varð. Þegar þeir voru búnir að hvíla sig eftir þessa óskapa áreynslu.---------- Og mikið er blessað veðrið gott------og mikið blessað góð- æri hefur nú verið og er í öllum nálægum sveitum — og hefur verið undanfarið. Þarna kom það — eins og allt- af — þeir þurftu nefnilega að hugsa — alltaf að vera að hugsa ----------og þess vegna gerðu þeir svo margar vitleysur. Eiginlega vantar nú engan neitt — — sögðu þeir — engan neitt — já — hreint ekki neitt------Það er um hásláttinn núna------og ef allir fara að skera hval------fólk úr þremur sýslum----------ha — ja — og ef það skyldi nú verða harður vetur í vetur — þá verður heyleysi------. Já — það verður áreiðanlega heyleysi. Það er bezt að losa sig sem fyrst við alla þessa hvali — alla hvali. Og hvað haldið þið, að þessir ágætismenn geri? — Þeir fara og tala við beztu vini sína — hreppstjórana í þremur sýslum — og biðja þá um mannskap til að hjálpa hvölunum á næsta flóði út úr víkinni — og hvað haldið þið að fólkið hafi ekki alltaf verið mikið gáfað — jú, það fannst þetta öllum vera rétt — — ja, fyrr má nú vera hvað þetta var svo augljóst mál------. þetta var samt ekki létt verk að koma hvölunum út, en þetta tókst samt, af því að allir áttu nóg af öllu. Hvalirnir hafa nátt- úrlega verið glaðir yfir þessu — sérstaklega steypireyðurinn — og alltaf sennilega ákaflega þakklátir og hjálplegir við smá- báta á sjó, að verja þá fyrir ill- fiskum. Það er samt hvergi talað um það, að það hafi verið af þessu — bara að það sé þeirra skepnu náttúra, en kannski að þeir.r finnist líka þeir vera svo fjarskalega miklar vitverur eins og mennirnir eru — og finnst þeir eiga eitthvað sameiginlegt að passa í almættinu. — Haldið þið að skepnurnar geri nokkuð annað en það, sem þeim finnst gaman að — —. Svona er þá þessi saga — — og kannski er svona afskaplega mikið til af hvölum í heiminum — af því að þeim var ölluni saman sleppt einu sinni, þegar allir höfðu nóg af öllu------og------af því hefði orðið harður vetur hefði mönnum þótt svo leiðinlegt að vera í heyleysi — þess vegna hlýtur aö vera gaman að eiga hey og líka gaman að eiga nógan hval — og þá er líka gaman að eiga sögu um svona menn, sem róa út í hafsauga — eru svona heppnir að hugsa og heppnir að draga svona stórar lúður og geta siglt svona mikið og leikið sér svona stórkostlega með öðrum skepnum í náttúrunni. 1957 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.