Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1985, Blaðsíða 14
Djúpavík. Kvennabragginn heitir
nú Hótel Djúpavík og sést á miðri
myndinni.
uppi grasivöxnum tréborðunum
hvar á standa enn gamlir ljósa-
staurar með skermum, hallir
mjög af elli.
Einn af sjómönnunum ungu
var Arnar, 13 ára sonur hjón-
anna Evu Sigurbjörnsdóttur og
Asbjörns Þorgilssonar, sem reka
nú Hótel Djúpuvík í Kvenna-
bragganum. Þau Eva og Ásbjörn
eiga lika tvö yngri börn, Krist-
jönu og Héðin.
Kvennabragginn hlaut nafn
sitt af því að þar var íverustaður
síldarstúlkna á velmektardögum
Djúpuvíkur á árunum 1935—45.
Karlmenn sváfu annarstaðar, til
dæmis sumir um borð í Suður-
landinu, sem nú hefur hallað sér
ryðbrunnið á hliðina í fjöru-
kambinum. Ekki þótti það þó
fýsilegur gististaður og til var að
piltar kysu fremur að sofa í
tjöldum.
Kvennabragginn er tvær hæð-
ÞAR SEM GAMLI
TÍMINN ANDAR
Sumarheimsókn til Djúpuvíkur á Ströndum
Sannast að segja hef ég
alltaf haft hálfgerðan
ímugust á Djúpuvík á
Ströndum frá því ég sá
hina annáluðu mynd Hrafns
Gunnlaugssonar í sjónvarpinu
um árið. Að minnsta kosti liðu
mörg ár, sem mig langaði alls
ekki að koma á þann stað. Síð-
astliðið vor breyttist þetta álit
mitt, þegar ég heyrði talað um
framkvæmdirnar í Kvenna-
bragganum og lýst var fyrir mér
komu á staðinn. Það varð úr að
sumarleyfisferðinni var m.a.
heitið til Djúpuvíkur á því herr-
ans ári 1985.
Um hádegi 7. júlí borðuðum
við nestið okkar við tæra berg-
vatnsá í Veiðileysufirði meðan
við virtum fyrir okkur hvíta
fjallfossa í hlíðum, „snjóengil"
undir háum hnjúk og rauðar
skriður hins tindótta Reykjar-
fjarðarkambs, en innan hans
liggur vegurinn yfir að Reykj-
arfirði og Djúpuvík.
Af hárri og brattri brekku-
brún ofan við Kúvíkur, fornan
verslunarstað, blasti við okkur
litla þorpið innst í samnefndri
vík. Við þekktum strax rauðmál-
aðan Kvennabraggann, sem
greinilega hafði orðið aðnjótandi
endurnýjunar.
Innkeyrslan i þorpið er alltil-
komumikil. Á hægri hönd er
risastór ryðkláfur, Suðurlandið
forna, tveir steyptir sívalir síld-
argeymar og risastórt verk-
smiðjuhúsið, en á vinstri hönd
fossinn í Djúpavíkurá, sem renn-
ur af fjallsþrún beint niður í
fjöru. Akvegurinn bugðast síðan
inn á milli gamalla húsa og
húsarústa. Þessa daga var þarna
verið að rífa eitt af fornum
mektarhúsum þorpsins.
Við ókum heim að Kvenna-
bragganum, sem nú heitir Hótel
Djúpavík, og tókum hús á Evu
Sveinbjörnsdóttur, sem var þar
ein heima með börnum sínum
þennan sólbjarta sumarsunnu-
dag. Eva vísaði okkur til gist-
EFTIR ÖNNU
MARÍU
ÞÓRISDÓTTUR
ingar í einu af hinum nýupp-
gerðu herbergjum og eftir að
hafa drukkið sunnudagskaffi í
veitingasalnum fórum við í
vettvangskönnun um staðinn.
Norðangolan var allsvöl, en
sólskinið bjart og sjórinn svo
hreinn og tær að skoða mátti
nákvæmlega brúnan og grænan
þanggróðurinn af gömlu tré-
bryggjunni.
Og þarna var líf og fjör.
Nokkrir karlmenn unnu við að
setja grásleppuhrognátunnur
upp á vörubílspall, ungt fólk var
við fiskflatningu í öðrum enda
verksmiðjubyggingarinnar,
krakkahópur lék sér í gömlum
bátum í fjörunni og maður var í
óða önn að múra upp stórt
tveggja hæða steinhús með
valmaþaki, en þar var greinilega
búið svo og í öðru húsi. Vetur-
setu hefur enginn haft í þorpinu
í nokkur ár, en alltaf dveljast
þar nokkrar fjölskyldur á sumr-
in og stunda sjóinn.
Við lögðum leið okkar upp á
hæðina vestan Kvennabraggans,
en þar standa nokkur lítil, gömul
hús, en flest í eyði, þó munu sum
notuð sem sumarbústaðir. Við
fengum sérstakan augastað á
rauðbleiku laglegu húsi, ystu í
röðinni. Neglt var fyrir alla
glugga, en húsið snyrtilegt og
óskemmt að því er virtist. Þarna
væri gaman að dveljast að
sumarlagi. Að vísu var golan
nokkuð svöl upp af sjónum, en
upplagt væri að byggja sér sól-
byrgi að sunnanverðu og rækta
þar blóm og annan gróður.
Seinna komumst við að því að
hús þetta var víst alls ekki falt,
mun vera sumarbústaður eins
alþingismannsins.
Líklega er Djúpavík ekki hent-
ugur skógræktarstaður, en fífa
þrífst vel innan um gömul útihús
að baki íbúðarhúsanna og blakti
fannhvít í svalri sumargolunni.
Viö héldum áfram göngu okkar
upp á hæðina og sáum niður í
vinalegan fjalladal. Eftir honum
rennur Kjósará framhjá grasi-
grónum rústum bæjarins Kjós-
ar, en Djúpavík er upprunalega
byggð úr landi hans.
Við lögðumst niður í sól-
vermda brekku og slíkt hið sama
gerði ljósbrún hundstík, sem
slegist hafði í för með okkur, en
átti hvolp sinn heima í Kvenna-
bragganum. Sterkur lyngilmur
réð þarna ríkjum og vænir sætu-
koppar gáfu fyrirheit um aðal-
bláber í sumarlok. Ekkert rauf
kyrrðina nema skrjáf vindsins í
grasi og lyngi og fjarlægt skrölt
i dráttarvél símamanna, sem
keyrðu um vegleysur innst í
dalnum og drógti saman gamla
símastaura, sem felldir höfðu
verið að lokinni notkun og mátti
rekja slóð þeirra utan í fjalls-
hlíðunum. Einnig mátti stöku
sinnum greina bílhljóð norðan af
veginum í átt að Gjögri og þétt-
býliskjarnanum i Trékyllisvík.
Um lágnættið hafði goluna
lægt. Svartalogn var komið á
sjóinn í fjallskugganum og víða
mátti sjá ljósar álfaslóðir. Glett-
in kvöldsólin kom eftir röð í
hamragættirnar milli Reykjar-
fjarðarfjalls, Nónhyrnu og Árk-
arinnar og gyllti fossinn í fjalls-
hlíðinni ofan við Djúpuvíkur-
þorp. Enn var mannlífið í fullum
gangi. Fiskverkunarfólkið stóð i
gulrauðu buxunum sínum við
vinnu í sólskininu í opnum dyr-
um verksmiðjuhússins, tvær
konur tóku tal saman á miðri
þorpsgötunni, smákrakkar léku
sér utan við fiskverkunárhúsið.
Nokkrir unglingspiltar drógu
fiskilínu, sem þeir höfðu lagt yf-
ir þvera höfnina, rétt utan við
leifarnar af gömlu trébryggj-
unni. Það var eins og þeir reru á
léttkrumpuðu silfurbréfi. Þeir
báru sig faglega að við dráttinn,
en ekki held ég að veiðin hafi
verið mikil. Ég sá ekki betur en
þeir hengdu fiskspyrður á gömlu
bryggjustaurana, sem héldu
ir, steypt jarðhæð og timburhæð
með lágu risi og kvisti að fram-
an, sem setur skemmtilegan svip
á húsið. Þessi djarfhuga ungu
hjón, Eva og Ásbjörn hafa gert
húsið upp og búið það afburða
smekklega. Aðalinngangur og
móttaka eru í vesturenda húss-
ins. Þaðan er gengið inn í 50
manna borðsal með hvítmáluð-
um steinveggjum, svörtum loft-
bitum og stoðum og litlum, djúp-
um glúggum. Gamla trégólfið er
látið halda sér. í einu horninu er
setustofa og breiðar dyr snúa út
að sjónum. Þarna eru íslensk
húsgögn úr ljósum viði með ull-
aráklæði í sérlega smekklegum
dröppuðum og rauðleitum dauf-
um litum og gluggatjöld í stíl.
Úr anddyrinu liggur gamall,
snúinn tréstigi upp á loftið. Þar
er fyrst notalegur setkrókur með
samskonar húsgögnum og niðri
og allbreiður gangur með níu
rúmgóðum tveggja manna her-
bergjum á báðar hendur. Þetta
eru hin gömlu svefnherbergi
síldarstúlknanna, en í þá tíð
sváfu átta til tíu stúlkur í hverju
herbergi. Rúm, náttborð og fata-
skápar eru úr ljósum glansandi
viði og gluggatjöld af sömu gerð
og áður er lýst.
Veggir hafa verið einangraðir,
málaðir og nýjar lagnir Iagðar.
Lítill vaskur er í horninu á
hverju herbergi, en tvö stór
snyrtiherbergi með vöskum,
klósettum og sturtum í glerbúr-
um við ganginn frammi. Undir
litla kvistinum er gengið út á
svalir og blasir þar við útsýnið,
sem ég horfði á um lágnættið úr
herbergisglugga mínum.
Við kvöddum þennan friðsæla
stað með söknuði daginn eftir.
Rjómalit handklæðin hennar
Evu blöktu úti á þvottasnúru í
sumargolunni. Mig langar til að
koma aftur og ferðast þá lengra
norður, koma að Gjögri, Árnesi,
Norðurfiröi, í Ingólfsfjörð ...
Eitt er víst. Þarna fann ég
gamla tímann aftur, þetta sem
burtflutt þorpsfólk finnur ekki í
sínum heimaþorpum nú á tím-
um.
Á Hótel Djúpuvík er hægt að
búa við nútíma þægindi, en finna
samt gamla tímann — frá því
fyrir stríð.
14