Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1985, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1985, Blaðsíða 6
Listaháskólinn íHong Kong. Með þessari nýju byggingu á að leggja grunn að blómlegu listalífi íborginni. Hong Kong að verða listaborg ótt Hong Kong sé tæpast talin meðal helztu borga menning- ar og lista í heiminum, hafa ýmis samtök og stofnanir með háleit markmið á þeim svið- um aðsetur þar í borg og þar eru haldnar alþjóðlegar listahátíðir, sem laða til sín mikinn fjölda gesta. En borgin hefur yfirleitt orðið að treysta á útlenda lista- menn til að efla og glæða menn- ingarlíf borgarinnar, þar sem aðstöðu til mennta í ýmsum greinum lista hefur verið ábóta- vant. En nú er svo komið, að Hong Kong getur státað af nýj- um listaháskóla, sem gefur fyrir- heit um blómlegt og frjótt menn- ingarlíf þar í borg á komandi árum. Listaháskólinn, The Academy for Performing Arts, hóf starf- semi sína í september 1985 og mun útskrifa árlega um 150 efnilega nemendur í dansi, leik- list, tónlist og fleiri greinum — og jafnframt verða vettvangur, þar sem listamönnum hvað- anæva úr heiminum á að gefast kostur á að koma fram. Listahá- skólinn er samstæða margra bygginga samtengdra, sem eru margstrendar að lögun, á 5'/2 hektara lóð við höfnina. Bygging- in kostaði nær 50 millj. dollara, og megnið af því fé var framlag The Royal Hong Kong Jockey Club, sem hlýtur að vera ein- hvers konar hestamannafélags- skapur, en í tilefni 100 ára af- mælis síns vildi klúbbur þessi fjármagna eitthvert verkefni, sem um munaði. í Listaháskól- anum eru 10 salir fyrir dansæf- ingar, 12 hljóðeinangraðar kennslustofur fyrir hljóðfæra- leik og 20 æfingasalir. Stærstur fjögurra áheyrendasala er „Lyric", sem hefur stærra svið en Covent Garden í London og baksvið, sem að rými og tækni tekur fram flestum öðrum tón- listarsölum og leikhúsum. En Hong Kong getur stært sig af fleiri menningarstofnunum en Listaháskólanum nýja. Þar eru tvær sinfóníuhljómsveitir, þrír flokkar listdansara að atvinnu og tvö leikfélög. Þá er einnig haldin listahátíð þar árlega, og stendur hún í mánuð. Aðsókn er að jafnaði mjög góð, og hátíðin skilar yfirleitt góðum arði. En ungt og áhugasamt fólk hefur að mjög takmörkuðu leyti átt kost á góðri menntun í listgrein- um yfirleitt og hún verið allt of dýr fyrir flesta. „Það vantaði hlekk í menntakerfi okkar," segir Alex Wu, þingmaður í Hong Kong og iðnrekandi og formaður stjórnar Listaháskólans. „Áður var ekki nema um einkakennslu að ræða í þessum greinum, og það var aðeins vel efnað fólk, sem hafði ráð á slíku. Efnilegir nem- endur fóru utan og komu yfirleitt ekki aftur." Viðbrögðin við frétt- inni um hinn nýja listaskóla voru frábær meðal væntanlegra nem- enda sem og hjá yfirvöldunum. Skólanum bárust 1.764 umsóknir um 60 nemendapláss, sem aug- lýst voru fyrst. Um helmingur þeirra nemenda, sem hafa fengið inngöngu í skólann, kemur frá „fátækum" fjölskyldum, og munu þeir nemendur fá styrk frá stjórnvöldum til að greiða skóla- gjöld, sem nema 705 dollurum, ca. 35.000 krónum, á ári. Að loknu fjögurra ára námi fá þeir, sem útskrifast úr skólanum, prófskír- teini, sem á að veita þeim réttindi til starfa í viðkomandi grein. Listaháskólinn hefur laðað til sín kennara frá Bretlandi, Ástr- alíu og Japan meðal annars, en sinn hlut í aðdráttaraflinu á vafalaust nálægðin við Kína, sem er að opnast æ meir. Tom Brown, kennari skólans í nútímadansi, kom frá New York-háskóla og réð sig til tveggja ára. Hann vonast til að eiga samvinnu við dansflokka í Peking við upp- færslu ballettsins „Les Noces" eftir Bronislava Nijinska. Hann er frá 1923, og hljómlistin eftir Igor Stravinsky. Stjórn skólans væntir þess, að innan tveggja ára, þegar skólinn verður full- skipaður með 600 nemendum, muni víðtæk samskipti vera komin á við meginlandið. Þrír reyndir kennarar frá Listahá- skólanum í Peking hafa þegar fallizt á að dvelja í Hong Kong í sex mánuði til að undirbúa kennslu í hefðbundnum kín- verskum dönsum. Búizt er við, að þessi tengsl við Kína muni gefa mikilvæga vísbendingu um, hversu mikið fylgi aukið frelsi í listrænum efnum hafi meðal valdamanna í Kína. Aðstandendur Listaháskólans binda miklar vonir við hann. „Við stefnum að því að blanda saman á sérstæðan og heilbrigð- an hátt kinverskum og vestræn- um menningarstraumum," segir Basil Deane, rektor háskólans og til skamms tíma tónlistarstjóri hjá Britain’s Art Council í Lon- don. „Við viljum, að Hong Kong verði listamiðstöð í þessum heimshluta sem og eins konar menningarsendiráð í Kína.“ Næsta sumar verður haldin sér- stök danshátíð á vegum Listahá- skólans, og þangað verður boðið úrvalsnemendum frá Asíu, Bandaríkjunum, Evrópu og Ástr- alíu. Og stærsti áheyrendasalur- inn verður vígður í febrúar nk., en þá mun Britain’s Glynde- bourne Opera flytja óperuna „Don Giovanni" eftir Mozart. Er það fyrsta hljómleikaferð Glyndebournes utan Evrópu. ElíasB. Halldórsson. I. „heitur seinnipartur — prófíll skógarmannsins í ljósgeislans öskri viö lónið, hlustandijörð hlustandi veggir — þá sagði tröllið ... samsæri litanna í ríki fljótsins straumniður bládreymi eyja hinna rauðu leikhús guðanna ljóð í fæðingu — háflæði bláklukkan kallar: afmæli kóngurlóarinnar tónn dymbilvikunnar skeyti frá bach — Ijóð í pokanum og spunavélin tafsar: bíóðnætur.“ Bolli Gústavsson ræðir við Elías B. Halldórsson myndlistarmann á Sauðárkróki Að gamni mínu raðaði ég þannig saman nokkrum heitum á myndum Elías- ar B. Halldórssonar, sem héngu uppi á Kjarvals- stöðum frá 22. júní til 7. júlí síðastliðið sumar. Sýningarskráin bar það ótvírætt með sér, að Elías hefur gaman að orðum. Hann er sprottinn úr jarðvegi þar sem orð voru mikils metin, lifandi frásagnir og skáld- skapur óhjákvæmileg nautn daglegs lífs. Elías er fæddur 2. desember 1930 á mörkum tveggja heima, álfheima og mannheima, að Snotrunesi í Borgarfirði eystra. Það bar eitt sinn við á aðfangadag jóla, að sauða- maður á þeim bæ fór í humátt á eftir hús- móður sinni niður til sjávar. Þar sá hann hana taka upp tvær silkislæður í fjörunni, kasta annarri niður, en breiða hina yfir höfuð sér og steypa sér í sjóinn. Sauðamað- ur var áræðinn og gjörði slíkt hið sama, tók silkislæðuna sem eftir lá og steypti sér á eftir. Þjóðsagan hermir svo frá: „Þau líða lengi niður þangað til þau komu á grænar grundir. Skammt þaðan sér sauða- maður borg skrautlega. Þangað gengur Snotra (en það var nafn húsfreyjunnar); er þaðan að heyra gleði mikla og glaum. Snotra gengur í höll og er þar alsett mönnum á báða bekki og vistir miklar á borðum. Maður sat í hásæti tígulega búinn og var dapur; til hægri handar var auður stóll. Allir fögnuðu Snotru og þó mest hásætismaður. Hann faðmar hana og setur í auða stólinn. Sauðamaður stóð í horni í skugga. Nú tekur öldin til snæðings og eru slátur svo feit á borðum að aldrei hafði sauðamaður slíkt séð. Hann læddist að og náði einu rifi og geymdi; hann náði og öðrum mat til snæðings. Eftir að menn höfðu matast var vín drukkið og dansað af mikilli gleði. Daginn eftir gekk allt fólk í kirkju. Ekki skildi sauðamaður þar eitt orð, en fagur þótti honum söngurinn. þennan dag var og gleði mikil, en undir kvöldið urðu allir hljóðir því þá bjóst Snotra burtu. Þau hásætismaður kvöddust og hörmuðu mjög. Nú fóru þau Snotra og sauðamaður sömu leið og fyrr gegnum sjóinn, líklega upp í móti, og í fjöruna fyrir neðan Nes.“ II Það er ekki að undra þótt sjórinn hafi löngum sett sterkt mót á list Elíasar B. Halldórssonar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.