Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1985, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1985, Page 13
var líklegur til herstjórnar, þegar fyrir dyrum lá að gera uppreisn í Noregi gegn Hákoni konungi tengdasyni sínum og leggja undir sig allan Noreg? Umfjöllun Fræðimanna Flestir fræðimenn skilja tilvitnuna í 143. kapítula íslendingasögu Sturlu á þann veg, að Snorri hafi þegið jarlsnafn á laun með það fyrir augum að verða jarl yfir Islandi, þegar Skúli væri kominn til ríkis í Noregi. En svo sem kunnugt er mis- heppnaðist uppreisn Skúla gegn Hákoni konungi og féll Skúli við Helgisetur nálægt Niðarósi í júní árið 1240. Hann var högg- vinn eins og Snorri og voru andlátsorð þessara manna svo til hin sömu: „Höggið eigi í andlit mér, því at þat er engi siðr við höfðingja at gera“, sagði Skúli. „Eigi skal höggva", sagði Snorri. Með dauða Skúla varð ekkert úr jarladómi Snorra. Þvert á móti leiddi hann til þess að Snorri var veginn af útsendurum Hákonar kon- ungs heima á íslandi í kjallaranum í Reykolti ári síðar. Fræðimenn eins og Sigurður Nordal, Jón Jóhannesson, Bjarni Aðalbjarnarson o.fl. telja einsýnt, að Snorri hafi átt að verða jarl Skúla á íslandi. Guðbrandur Vigfússon benti hins vegar fyrstur fræðimanna á að folgsnarjarl þýddi jarl af Folgsn í Noregi. Gunnar Benediktsson, sem mikið hefur fjallað um Sturlungu, styður þessa kenn- ingu margvíslegum rökum í riti sínu Snorri skáld í Reykholti. En ítarlegast hefur norðmaðurinn Nils Hallan fjallað um þetta efni í ritgerð, sem hann nefnir Snorri folgsnarjarl og birtist í Árbok for Trondel- dag nr. 1, 1967. Grein Hallans birtist í íslenskri þýðingu Björns Teitssonar í Skírni 1972. í grein sinni fjallar Hallan m.a. ítarlega um orðið fólgsnarjarl og bendir á að skýring Guðbrands Vigfússon- ar standi best að vígi. Það er hins vegar athyglisvert að Hallan virðist ekki vera kunnugur skrifum Gunnars Benediktsson- ar um efnið. Að dómi Hallans er fráleitt að gera ráð fyrir að fólgsn hafi verið lif- andi orð með ljósri merkingu á dögum Sturlunga. Hér sé um fornt orð að ræða, sem ekki finnist í íslenskum miðaldatext- um. Folgsn hafi á hinn bóginn verið algengt orð við Noregsstrendur á öndverðri vík- ingaöld. Hallan kemur víða við í grein sinni en megintilgangur hans er að sýna fram á að Skúli hafi sóst eftir stuðningi íslend- inga með Snorra í broddi fylkingar í upp- reisninni gegn Hákoni og á móti hafi komið loforð um jarladæmi með staðfestu í Nor- egi, sem Snorri veitti viðtöku fyrir hönd landa sinna. Hallan vekur m.a. athygli ó óvenjulegri hugmynd í þessu sambandi, sem kemur fram í lok Hreiðars þáttar heimska. Þar segir frá því þegar konungur býður íslendingnum Hreiðari hólma einn fyrir Noregi til eignar. Telur Hallan að hér sé átt við eynna Folksn. Hreiðar þiggur gjöfina og segir: „Þar skal ég samtengja með Noreg og ísland. „Eftir að Hreiðar hefur látið þessi orð falla, fær konungur bakþanka og hættir við að gefa Hreiðari eyjuna, telur að gjöfin geti orðið að bit- beini þeirra, sem vildu kaupa eyjuna af Hreiðari. Með þessum ábendingum vill Hallan vekja athygli á því, að hugmyndin um herstöð eins ríkis fyrir ströndum ann- ars ríkis hefur verið til á tímum Snorra. Sjálfur vekur Snorri manna skeleggast athygli á slíkri hugmynd í Ólafs sögu helga með frægri ræðu Einars Þveræings, þar sem varað er við því að gefa konungi eyju fyrir Islandsströndum, þar sem sköpuð væri aðstaða fyrir her manns. Snorri hefur því getað manna best gert sér grein fyrir því, hvaða möguleikar væru í því fólgnir fyrir hann og Islendinga yfirleitt, ef þeir eignuðust eyju fyrir Noregsströndum, hvað þá eyju á borð við Folksn í tengslum við jarlstign. Hér er því við að bæta til um- hugsunar í þessu sambandi, að það segir frá því í 35. kapítula íslendinga sögu, að vísu með mjög óljósum hætti, að þegar Páll Sæmundarson í Odda kom út til Noregs 1216 hafi Björgynjarmenn gert spott að honum mikið „og sögðu, að hann myndi ætla að verða konungur eða jarl yfir Nor- egi“. Var jafnvel talið rétt að koma í veg fyrir að Páll efldi ófriðarflokk. Það fékkst ekki upplýst, hvort aðgerðir í þá veru eða hreint slys leiddi til þess, að Páll drukknaði fyrir Noregsströndum, er hann sigldi sjö byrðingum til fundar við Inga konung Bárðarson. Þessi atburður hafði afdrifarík- ar afleiðingar í för með sér og áður en yfir lauk, lá við að Noregshöfðingjar gerðu út herskipaleiðangur til íslands, vegna þess hve Sæmundur faðir Páls hefndi sonar síns grimmilega á norskum kaupmönnum á íslandi. Sæmundur var uppeldisbróðir Snorra, en Snorri var sem kunnugt er tekinn í fóstur af Jóni Loftssyni í Odda, föður Sæmundar, sem rak ættir sínar til Noregskonunga. Landafræðin í Þágu Sagnfræðinnar Þegar heimildirnar eru hverfandi litlar í mikilvægu sagnfræðilegu spursmáli, get- ur þurft að tjalda öllu til, sem varpað getur ljósi á viðfangsefnið. Þegar þannig er í pottinn búið getur landafræðin og jafnvel innsæið, þótt það sé reyndar sjaldnast tekið gilt, komið að gagni. Það vekur nokkra athygli, að svo virðist sem enginn þeirra fræðimanna, sem um fólgsnarjarlsgátuna hafa fjallað, hafi komið til títtnefndrar eyju Folksn. Það var því ekki án eftirvæntingar, að stigið var fram úr rekkju að morgni miðvikudagsins 6. september það herrans ár 1978 á Hótel Ambassadeur í Þrándheimi. Fjórði dagur fyrrnefndrar Noregsferðar á slóðir Sturl- ungu og Heimskringlu var runninn upp. Við hugðumst heimsækja eyjuna Folksn fyrir mynni Þrándheimsfjarðar, auk þess sem fyrirhugað var að kanna nágrenni eyjarinnar, Eyrarland, höfuðbólið Austur- átt og ættarsetur Skúla hertoga á Rein. Þar stofnaði Skúli klaustur árið 1226, um líkt leyti og Snorri vinur hans studdi klaustursstofnun í Viðey. Sólin var nýkom- in upp og sveipaði bæinn, sem á miðöldum var nefndur Niðarós, dulúðugu mistri. Frá hótelglugga mínum mátti sjá, hvernig áin Nið hlykkjaðist eins og ormur gegnum miðjan bæinn og fyrr en varði var hugur- inn horfinn á vit miðalda. Hér í þesssum stað sat Snorri Sturluson síðasta veturinn í útlegðinni, sem Sturla Sighvatsson hrakti Þegar við komum til Garda reyndist vera um klukkustundar bið, áður en blásið yrði til brottferðar út til Folksnar. Við ákváðum því að nota tímann til að skoða okkur um í nágrenninu, hinu forna Eyrarlandi. Herstöðvarhugmyndin í Framkvæmd Hér um slóðir blasti mikið sléttlendi við augum, hvert sem litið var. Minnti lands- lagið meir á Danmörku heldur en Noreg. Oddvar vakti máls á því, að á svona svæð- um hafa ræktunarskilyrði verið miklu Höfnin á Folksn er þannigfrá náttúrunnar hendi, að þar mátti ieynast með heilan skipa- flota. Af þessum fylgsniseiginleika hafnarinn- ar var nafn eyjunnar dregið, Folksn. landshlutanum var svo há landskuld ein- ungis goldin af um tylft jarða. Bent skal á að Hlaðir (ættarsetur Hlaðajarla, innsk.) voru einnig metnar á 8 spannir. Þegar fyrir daga Sverris konungs höfðu ármenn kon- ungs (lendir menn, Snorri var lendur maður, innsk.)aðsetur á eyjunni, og það fyrirkomulag var ef til vill mjög fornt. Ljóst er, aö Hákon konungur Hákonarson hafði áhuga á eynni. Hann lét reisa þar kirkju, sem var vígð 1236. Folksn liggur þannig við að konungur gat neyðst til að bíða þar í hvert sinn, sem hann hafði verið í Niðarósi og þurfti að komast sjóleiðina suður á bóginn. — Víst er að Hákon kon- ungur setti sýslumann á eyjuna og það fyrsta sem Skúli hertogi gerði, eftir að hann hafði tekið sér konungsnafn haustið Greinarhöfundur í miðaldakirkjunni, sem Hákon konungur lét reisa af steini árið 1236 rið konungsgarðinn á Folksn. hann í 1237. Hér var Snorri með hertogan- um, eins og segir í sögunni, ásamt Órækju syni sínum og Þorleifi Þórðarsyni. Hér hafði hertoginn þá félaga í boði sínu, áður en þeir létu í haf út til Islands og var það sögn Arnfinns Þjófssonar, stallara og nán- asta samverkamanns Skúla, að hertoginn hefði gefið Snorra jarlsnafn. Snorri dvaldi einnig í Niðarósi í fyrri Noregsför sinni. Gera má því ráð fyrir að hann hafi verið vel kunnugur i bænum, sem hefur komið honum vel við sagnaritunina. Við hófum ferðalag okkar á því að aka volvónum, sem við höfðum til ráðstöfunar um borð í ferju, sem flutti okkur frá Niðar- ósi yfir Þrándheimsfjörðinn. Landfestar voru leystar kl. 8.00 og tók siglingin þrjá stundarfjórðunga. Við horfðum á Niðarós hverfa úr augsýn okkar í upphafningu andans og ræddum um það okkar á milli, að þannig myndi Snorri hafa séð bæinn hverfa úr augsýn vorið 1239, þegar hann lét í haf á skipi því, er vinur hans Guðleik- ur (Guðrekur) á Skartastöðum hafði gefið honum, og sigldi út til íslands í banni Hákonar konungs. Ferjan okkar sigldi framhjá Niðarhólma, sem einnig nefnist Munkhólmur. Það var hér undir þessum hólma, sem Snorri bjó skip sitt til Islands- siglingar, þegar honum bárust bréf Hákon- ar konungs, sem bönnuðu honum að sigla, fyrr en ráð væri fyrir gert með hvaða erindum hann færi út til íslands. Þá mæiti Snorri hin fleygu orð sín: „Út vil ek“. Þrándheimsfjörður skartaði sínu fegursta þennan morgun. Stundarfjórðungi fyrir kl. níu höfðum við aftur fast land undir fótum, settumst upp í volvóinn og ókum af stað upp í blómlegar sveitir Fosnahéraðsins. Það voru ekki bara við Sigurður Sverrir, sem vorum fullir eftirvæntingar og nánast sannfærðir um, að landafræðin ætti eftir að varpa nýju ljósi á sagnfræðilegt spurs- mál, heldur deildi Norðmaðurinn Oddvar Foss, þeirri eftirvæntingu með okkur. Hingað hafði hann aldrei komið áður. Því var þetta mikið ævintýri fyrir hann, sem hafði um árabil kennt norska miðaldasögu í Björgvin. Við tókum stefnuna á næsta ferjustað, sem nefndist Gardar og kom norska vegahandbókin nú í góðar þarfir. betri heldur en inn til landsins, og þvi væri augljóst að þetta svæði hefur gefið af sér mikinn auð til forna. En þetta land- svæði bjó einnig yfir öðrum möguleikum. Við höfðum veitt því athygli um stund, að yfir höfðum okkar sveimuðu herskáar orrustuflugvélar í stórum fylkingum. Það var engu líkara en að heil móttökusveit léki lystir sínar í háloftunum þessari sendi- nefnd ofan af íslandi til heiðurs. Hér skyldi þó ekki vera herstöð í nágrenninu, spurðum við leiðsögumann okkar? Svarið reyndist vera að ein af þremur stærstu herstöðvum Nato í Noregi var hér í næsta nágrenni. Það kemur upp úr dúrnum, að Þjóðverjar höfðu kunnað vel að meta hern- aðarlegt mikilvægi svæðisins í heimsstyrj- öldinni síðari, sem leiddi til þess að þeir byggðu hér herflugvöll. Að styrjöldinni lokinni var hér komið upp einni af þremur aðalbækistöðvum Nato í Noregi og flugvöll- ur Þjóðverjanna þar eingöngu notaður til hernaðarþarfa. Hafi svæðið hér á Eyrar- landi verið hernaðarlega mikilvægt til forna, eins og ráða má af heimildum, þá virðist hernaðarlegt mikilvægi þess síst hafa minnkað á okkar dögum. Folksn — Storfosna Það voru andaktugir ferðalangar, sem óku rauðbrúnum volvó frá borði ferjunnar upp til Folksnareyju, sem var böðuð fegurð, þennan sólskinsdag í september. Ekki leið á löngu þar til eftirvænting okkar snerist upp í undrun. Hér var búsældarlegt um að litast. Og ekki þurftum við að aka lengi á vegum eyjarinnar til að koma auga á hina frábæru höfn, frá náttúrunnar hendi, sem þarna var. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem okkur voru tiltækar um eyjuna var hún um 8 ferkílómetrar að flatarmáli. Við tókum stefnu á bóndabýli við höfnina, þar sem okkur þótti líklegt að konungs- garðurinn hefði verið til forna. „Folksn var konungseign á miðöldum", skrifar Nils Hallan í grein sinni um Snorra folgsnar- jarl, og bætir við: „Þar var aðeins ein jörð, heil og óskipt með þeim stærstu í Þrænda- lögum. Landskuldin staðnæmdist eftir svartadauða við átta spannir og í öllum 1239, var að senda sína menn út á Folksn þeirra erinda að drepa menn konungs. Það tókst. I Hákonarsögu segir Sturla Þórðar- son svo rækilega frá þeim atburði, að hann hlýtur að hafa stuðst við frásögn sjónar- votts": „Þann dag, er hertoginn lét gefa sér konungsnafn, sendi hann bréfsveina sína og skútu út að þeim ívari. Var þar fyrir Gautur Varbelgur og Sigurður saltsáð. Þeir komu á óvart til Folksnar og felldu þegar Gunnar inni í stofunni. Þar féllu og fleiri menn. ívar korni var úti í lofti og komst út um glugga einn í skyrtu og lín- brókum og ætlaði í kirkju, og var hún læst. Stigi stóð við kirkjuna og hljóp hann í stigann og svo upp á kirkjuna og var þar um nóttina. En þeir hlupu umhverfis og gættu um morguninn, er dagað var. Var Ivar þá drjúgum dauður af kulda og bað sér griða og fékk eigi. Síðan gekk maður upp stigann að honum og lagði hann með spjóti. Hrapaði hann þá dauður ofan, en blóð hans og innyfli lágu eftir á kirkjunni. Þetta var hið þriðja sumar, síðan er Hákon konungur hafði látið vígja kirkjuna." (Há- konar saga 171. kap. Útg. GJ) kóngsgarðurinn Og Steinkirkjan Við ókum nú í hlað hjá bóndabýlinu, þar sem við töldum, að konungsgarðurinn hefði verið forðum og reyndumst sannspáir í því efni. Heimamenn voru að dytta að húsum sínum, þegar okkur bar að garði. Nýir eigendur höfðu nýlega tekið við eignunum og voru að keppast við að gera húsin upp eftir margra ára niðurníðslu. Við buðum góðan dag og gerðum grein fyrir ferðum okkar. Þegar ljóst var að við vorum komnir alla leið frá íslandi til þess að heimsækja þennan stað fengum við að hafa alla okkar hentisemi, en áður en við skoðuðum okkur um var okkur boðið að heilsa upp á vinnu- konu á bænum, sem okkur til mikillar undrunar reyndist vera íslensk. Okkur fannst hér vera nánast um táknræna til- viljun að ræða. Okkur var sagt að bæjarhúsin væru frá því um 1700, en þar sem allt var á rúi og stúi þótti ekk\ árennilegt að bjóða okkur í stofu, hins vegar bentu húsráðendur okkur á að á baklóðinni væru fornar kirkj- urústir og það væri ekki svo grafið í kring- um þær að ekki væri komið niður á manna- bein. Við létum ekki segja okkur það tvi- svar að fara og skoða kirkjurústirnar, það var aldrei að vita nema hér væri enn að finna rústir steinkirkju þeirrar, sem Há- kon konungur lét reisa hér á Folksn árið 1236. Margt benti til að svo myndi vera. Kirkjugólfið var um það bil einum metra neðar en yfirborð umhverfisins, sem var vísbending um mjög háan aldur byggingar- innar. Oddvar Foss var sannfærður um að rústirnar væru af kirkju Hákons. síðar kom í ljós að höfundur rits um norsk stór- býli (Norske Storgárder, útg. 1950) var sama sinnis. Oddvar Foss varð nú í sann- leika sagt mjög undrandi á því sem hér bar fyrir augu. „Ég er jú sagnfræðingur að mennt," sagði hann, „og tel mig hafa LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 16. NÖVEMBER 1985 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.