Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1986, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1986, Blaðsíða 3
JJSBŒ @@®@@®®B[a)®[s][]][n][s] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 10100. Forsíðan er af mynd eftir Sigfús Halldórsson sem allir landsmenn þekkja vegna ljúfu laganna hans. Sigfús hefur líka lengi fengizt við myndlist og í dag opnar hann stóra sýningu á Kjarvalsstöðum með eftirlætis viðfangs- efni sínu: Gömlum húsum. Þetta eru allt Reykjavíkurmyndir og tilefnið er 200 ára afmæli borgarinnar. Flugvélar framtíðarinnar verða ólíkar þeim flugvélum, sem við þekkjum nú. Það er verið að finna upp flugvélina á nýjan leik, segja bjartsýnir hönnuðir og nú stendur mest á ímyndunar- aflinu. Þeirtelja þó ljóst, að farþegavélar framtíðarinnar muni fljúga með ailt að fimmföldum hljóðhraða, en venjulegar nú- tímaþotur ná ekki einföldum hljóðhraða. Líkamsrækt er í tízku og það er vissulega gott, en of mikið af öllu má þó gera. Fólki sem tekur upp þjálfun eftir langvarandi kyrrsetur, hættir til að verða of kappsfullt. Þegar æðar eru orðnar þröngar eða stíflaðar, getur stíf áreynsla orðið hjartana ofviða. Svo það er betra að fara að með gát. Sauðnaut eru ekki víða á borðum, en þegar borgar- stjórinn í Angmagssalik býður til veizlu, þá er það sauðnautaveizla. Frá því segir Guðni Þorsteinsson fiskifræðingur hjá Hafrann- sóknarstofnun í lokagrein sinni um tilrauna- veiðar við Austur-Grænland. KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK Stjörnuhrap Sjá, stjörnuhrap það vottar—fyrr mér var sá vissuþáttur birtur— aðeinhverhafi þegn íþeirri átt íþessu veriðmyrtur. Til sverðaleiks við söng og lúðurhljóm ersafnað æskumönnum og dáð það telst og dyggð um allan heim að drepa þá ihrönnum. Oggamalmenni einirbera út en aðrirfórna börnum. Efstjömuhrapið þýddi myrtan mann þá myndi rigna stjörnum. Kristján frá Djúpalæk, f. 1916 i Bakkafiröi, en býr á Akureyri, er þjóðkunnur sem skáld og höfundur margra bóka. Deyddu ekki draumsýn mína Arið 1957 keypti ég í félagi við bróður minn jörðina Álftanes á Mýr- um, en þar hafði lengi búið afasystir okkar, Marta Níelsdóttir, og maður hennar, Harald- ur Bjarnason, sem þá var orðinn ekkill og ákvað að bregða búi. Þá var engin bílfetja komin milli Reykjavíkur og Akraness, þann- ig að ávallt varð að aka fyrir Hvalfjörð. Ég mun hafa farið um hundrað ferðir á þeim sjö árum, sem ég átti hlut í Álftanesi. Margir spurðu mig, hvort ekki væri af- spyrnuleiðinlegt að aka fyrir Hvalfjörð, en ég svaraði: „Aðeins í tvö skipti af hundrað hefi ég enga fegurð getað fundið í Hval- firði.“ Ég tók undir með Þorsteini Erlings- syni í kvæði hans, Vara þig Fljótshlíð. Þá manstu að hann Hvalf/'örður áleitinn er þó ást okkargæti hann eislitið en það segi ég, hvert sem það flýgur ogfer, aðfátt hef égprúðara litið. Jeg sá þetta glitrandi bláfjallabað íbrosheiði skínandi daga, en égslapp núyfrum hann allt fyrirþað og óskemmdur norður á Draga. íslendingar halda hver fram sinni sveit og telja hana þá fegurstu á landinu. Þó ekki Þorsteinn, sem gerði sér grein fyrir fegurð Hvalfjarðar og því mætti Fljótshlíð vara sig. En við skulum forðast að alhæfa á þessu sviði. Ég hefi mikið dálæti á Mý- vatnssveit, Þingvöllum, Fljótshlíð, Öræfum, Borgarfirði og Eyjafirði. En ég hefi átt erfitt með að gera upp á milli þessara sveita og nú í sumar komum við hjónin í fyrsta sinni í Vatnsdal. Hvílík opinberun. Við ókum Vatnsdalshringinn í hinu fegursta veðri. Jörundarfellið spéglaðist í Flóðinu, hinu fagra stöðuvatni. Ég hafði lengi haft hug á að sjá foss einn í Vatnsdal, sem afi minn, Haraldur Níelsson, leggur út af í einni af ræðum sín- um, er hann nefnir „Aldrei fjarri“ (Árin og eilífðin I., bls. 247). Fossinn er í læk, sem kemur ofan úr Hjallaskarði skammt utan við Hvamm. Ræðukaflinn er á þessa leið: „Dæmalaust er til einkennilegur foss í Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Hátt uppi í fjallsbrún kemur lækur eða gil ofan úr fjall- inu og fellur fram af háu klettabergi. Skálin í bergið, þar sem fossinn fellur niður, er stór og fögur. En þegar lítið vatn er í gilinu og þurrkar ganga, fer einkennilega um fossinn, ef hvasst er og vestanvindur. Þá þyrlar vindurinn öllu vatninu upp í loftið, þar sem það byrjar að hrapa, og vatnsbunan slitnar með öllu, fossinn hverfur, leysist upp í einlæg úðaský,sem feykjast fyrir vindinum, og standbergið, sem fossinn er vanur að hylja silfurslæðu sinni, blasir bert við manni, en þó sífeldlega dökkt af úðanum. En þegar horft er lengra niður eftir berginu, sjást ofursmáar táralindir streyma stöðuglega, þótt þær séu svo smágervar, að þær sjást varla. En er niður í hlíðina kemur, fellur lækurinn þar fram með sama afli og áður og með sama vatnsþunga og uppi á brún- inni, áður en vindurinn sleit hann í sundur. Líkt og um þessa vatnsbunu fer stundum um lind guðstraustsins í lífi voru. Margs konar mæða og hörmungar geta slitið foss- inn sundur í ’oili. Oss finnst þá guðssam- félagið rofna, Guð vera hvergi nærri oss. En ef vér höldum áfram að þrá Guð og samfélag hans, þá taka smám saman smá- gervar lindir að safnast undan úðanum og lind guðstraustsins rennur aftur gegnum líf vort.“ Ég gekk upp að fossinum og skildi nú ræðuna til fulls. Gott er að aka eftir góðum bílvegum, eins og nú eru langleiðis milli Reykjavíkur og Akureyrar, en ekkert jafnast á við að skoða landið af hestbaki. Árið 1969 fór ég ásamt 28 Fáksfélögum austur í Skaptár- tungur. Eitt það minnisstæðasta úr þeirri ferð er morgunstund, sem við vöktum fjórir félagar yfir Fákshestunum hjá lóni einu í Kýlingum, en lón þetta er uppistöðuvatn frá Tungnaá, en þarna er gott haglendi með grösugum flóum og flæðimýrum. Við höfð- um komið daginn áður frá Landmannahelli. Þar höfðum við vaknað í snjó, þótt miður júlí væri. Hestarnir höfðu rásað alla nóttina kringum fell eitt í nátthaganum og sumum eigendum þeirra ekki orðið svefnsamt þeirra vegna. Einn fýlgdarmanna okkar vaknaði stífur af þjótaugargigt og mátti sig ekki hreyfa. Dagurinn gat ekki byrjað verr. En stutt er reið til Landmannalauga. Þegar þangað kom var ofsarok og tjölduðum við fimm sinnum, áður en við fundum trygga festu fyrir tjaldhælana. Síðan var skipst á að halda hestunum til beitar í Kýlingum. Við fjórmenningarnir áttum vakt frá 5-7 að morgni. Nú var dottið á dúnalogn. Kirkju- fell speglaðist í lóninu á undurfagran hátt í morgunkyrrðinni, óðinshanahjón syntu um vatnið og hestarnir hámuðu í sig störina. Þetta var alsælustund, sem aldrei mun okkur úr minni líða, sem hennar nutum. Ég hefi reynt að bæta við mig einhverju nýju á hveiju ári, hvort sem er nýr staður á íslandi eða nýtt land úti í heimi. Árið 1983 var það Marokkó á Miðjarðarhafs- strönd og Kot í Svarfaðardal, þar sem lagt er á Heljardalsheiði til Skagafjarðar. Ég fór með Ungmennafélagi Mývetninga í Herðubreiðarlindir árið 1940. Þá voru Herðubreiðarlindir algerlega ósnortnar. Þangað komu engir, nema gangnamenn á haustin. Þar mátti taka þriggja punda bleikju í lækjunum með vettling. Endalausar eyrarrósabreiður prýddu nágrenni þessarar paradísar. Síðan 1940 hefi ég ekki komið í Lindirnar og hefi ekki hug á því. Mér er eins farið og Englendingnum, sem hafði fundið einhvetja paradís í Suðurhöfum og var spurður að því, hví hann heimsækti ekki eyjarnar sínar nú, þegar þær væru orðnar eftirsóttur ferðamannastaður. Hann svaraði aðeins: „Deyddu ekki draumsýn mína.“ LEIFUR SVEINSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. JANÚAR 1986 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.