Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1986, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1986, Blaðsíða 6
Stórólfshvoll íHvolhreppi Teikningeftir Jón Kristinsson í Lambey. ....Á&fczzz. LITAST UM í HV OLHREPPI Ferðamaður ekur á örskammri stundu í gegn- um grösugan Hvolhreppinn, enda er þjóðveg- urinn um hann ekki nema um átta kílómetr- ar, sama hvort ekið er áfram austur eða farið inn í Fljótshlíð, en nú skulum við skyggnast EFTIR PÁLMA EYJÓLFSSON aðeins betur um og skoða þessa yfirlætis- lausu sveit svolítið betur. Við komum að vestan og byrjum ferð okkar um Hvolhreppinn við brúna á Eystri-Rangá. Hún er traustleg og var byggð árið 1969, en gamla brúin, sem er spölkorn ofar var byggö 1914 undir yfirum- sjón Geirs G. Zoéga, sem síðar var vega- málastjóri. Eystri-Rangá er að mestu bergvatnsá. Hún á upptök sín í Rangár- botnum, en jökulkvísl fellur í hana úr Tindfjallajökli. í Eystri-Rangá falla og Fiská og Teitsvötn. I mörg ár hefur verið reynt að rækta ána upp, en á árum áður var í henni góð veiði. Hér á árbakkanum er Djúpidalur, sem var hjáleiga frá Stórólfshvoli, sem Sigur- steinn Þorsteinsson, skósmiður, byggði upp árið 1924, þá hafði jörðin verið í eyði í aldarfjórðung. Oft mátti á árum áður sjá hér gamla skósmiðinn renna fyrir vatna- fiskinn, en hann var snjall veiðimaður. Litla skóbúðin hans var hér rétt við bakk- ann. Hús Sláturfélags Suðurlands eru hér og á árbakkanum, mikil um sig, en forn. Sex áratugir eru síðan að byrjað var að slátra hér, en nú eru ný hús í takt við tímann tekin viö hlutverki þeirra, austur á Hvols- velli. MikilJökla-Og Fjallafegurð Rétt austan við Rangárbrúna er ofurlítið hæðardrag. Úr því að við ráðum veðrinu í dag höfum við fjallabjart og fagurt veður. Og nú skulum við litast um: Svo langt sem augað eygir til austurs er gróðurlendi og héðan er víðsýni til ailra átta. Fjöllin norðan við bygginga í uppsveitum Árnes- sýslu raða sér upp. Hekla gamla er hér í hánorðri sakleysisleg og tigin í sólskininu. Stundum leggur enn ljósan reyk upp frá hátoppi hennar. Austan við Heklu koma Vatnafjöllin, þá Þríhyrningur og Vatns- dalsfjall, sem við í Hvolhreppnum nefnum venjulega Árgilsstaðafjall, norðar og aust- ar er Tindfjallajökull. Síbreytilegur en alltaf fagur og minnir á myndir frá svissn- esku ölpunum. Svolítið austar sjáum við hjarnbungur Mýrdalsjökuls, og prýði Rangárþings, Eyjafjallajökull skartar þarna með sinn „silfurbláa tind“. En áður en við höldum austur á bóginn, skulum við skreppa niður veginn til hægri, sem liggur svo til á bökkum Eystri-Rangár og nefnist Móeiðarhvolsvegur. Móeiðarhvoll er tví- býlisjörð, þar hefur alla tíð verið vel búið. Þar bjó Skúli Thorarensen læknir. Hann var sonur Vigfúsar sýslumanns Þórarinssonar á Hlíðarenda og var þing- maður Rangæinga um skeið. Hann var búhöldur góður og höfðinglegur svo af bar, hraustur og drengilegur. Niðjar hans hafa sett svip á byggðir og mannlíf á Suðurlandi. Með síðari konu sinni, Ragn- heiði, dóttur Þorsteins Helgasonar prests í Reykholti, átti Skúli Þorstein bónda á Móeiðarhvoli, Sigfús bónda að Hróarsholti í Flóa, Grím í Kirkjubæ, föður Egils kaup- félagsstjóra í Sigtúni og þeirra systkina, Hannes fyrsta forstjóra Sláturfélags Suð- urlands, Sigríði sem átti Jón Árnason, hreppstjóra í Vestri-Garðsauka, Kristínu, sem átti Braga lækni Pétursson í Kirkjubæ, Steinunni sem átti séra Magnús Helgason frá Birtingaholti, skólastjóra Kennaraskólans. Ragnheiði sem átti Matt- hías kaupmann í Holti við Skólavörðustíg í Reykjavík og Móeiði, sem átti Ágúst bónda í Birtingaholti. Þar Sem Klemens sáði Rétt ofan við Móeiðarhvol eru tvö forn vöð á Rangá, Bátsvað og Bergvað. Hér á þessum slóðum eru nokkrir sumarbústaðir meðal annarra, Norðurhjáleigan hans Þorsteins Thorarensen, Rangárbakki sem Guðjón Ó. byggði, en er nú veiðihús og Langanesið hans Hrafnkels Helgasonar yfirlæknis frá Stórólfshvoli. Stórólfsvallabúið er hér austar á miðri sléttunni, verksmiðjan hefur starfað frá 1960. Samband ísl. samvinnufélaga hóf þennan rekstur 1960, tíu árum síðar keypti Landnám ríkisins fyrirtækið. Land fékk verksmiðjan úr höfuðbólinu, Stórólfshvoli. Verksmiðjan jók jafnt og þétt framleiðslu sína þar til nú í ár, en reynsla er fyrir því, að hið íslenska fóður er hollt og gott. Klemens á Sámsstöðum byrjaði fram- leiðslu grasmjöls i smáum stíl áður en verksmiðjan á Hvolsvelli reis af grunni. Austan við verksmiöjuna er frítt býli, Út- garðar, en norðan vegar eru önnur tvö nýleg býli, Sólheimar og Kornvellir, þar sem hann Klemens Kristjánsson sáöi á hverju vori og beið barnsglaður eftir upp- skerunni, þar sem allt þetta græna gras vex hér í Vellinum var áður smáþýfi og lyngmóar, land gott til ræktunar. Frá Djúpadal austur að Hvolsvallar- kauptúni eru fimm kílómetrar. Sunnan þjóðvegar eru tvær ábýlisjarðir, Vestri- Garðsauki með víðáttumikil tún, þá jörð átti lengi Oddakirkja og Miðkriki, þá jörð átti Stórólfshvolskirkja. Nú hafa hesta- menn a Hvolsvelli eignast jörðina og standa þar gæðingar við marga stalla á hverjum vetri og nokkrir íbúar Hvolsvall- arkauptúns eiga kartöflugarða í landi jarð- arinnar. Norðan við Miðkrika er eyðijörðin Eystri-Garðsauki, sem lengi var stór stað- ur með póstafgreiðslu, þar var lítil sveita- verslun og Sparisjóður Rangárvallasýslu. Sæmundur Oddsson, sem hér bjó í 40 ár var fyrsti Rangæingurinn til að kaupa bíl og láta skrásetja hann í Rangárvallasýslu, það gerðist á vordögum 1919. Þetta var Ford blæjubíll til mannflutninga og hlaut skrásetningarnúmerið RA-1. Áætlunar- bíllinn frá Garðsauka var þetta frá 4*/2 til 6 tíma á leiðinni til Reykjavíkur. Oft festu menn bíla sína í Strandarsíki, sem þá var óbrúað. Hestum var einatt beitt fyrir bíl- ana til að draga þá upp úr festunum, en Strandarsíki var brúað árið 1928. Eystri-Garðsauki hefur fyrir löngu verið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.