Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1986, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1986, Blaðsíða 10
 breytilegan þrýsting og í mismunandi hæð og taka um leið tillit til sveigjanleika efna og styrkleika byggingarlags. I raun er hægt að Vinna við milljarða útreikninga á umflæði á sekúndu og fá þannig út bestu hönnun. John Swihart hjá Boeing hefur sagt að tölva geti teiknað væng á 757-þotuna sem væri 12% afkastameiri en upphaflegi vængurinn sem var teiknaður á hefðbundinn hátt fyrir sjö árum. Vindgöngin munu halda áfram að vera mikilvæg en aðallega til þess að staðfesta niðurstöður tölvunnar. Tölvugeymd þekking á flæðiorku kann að hjálpa verkfræðingum að ryðja úr vegi einhverri þrálátustu hindruninni á fram- farabrautinni. Árum saman hafa loftafls- fræðingar glímt við vandamálið við núning loftsins við vænginn. Við frambrún vængs streymir loftið jafnt og þétt en leysist síðan upp í iður og síðan hvirfla sem snúast um sjálfa sig við yfírborð vængsins. Hvirflarnir auka drag flugvélarinnar, minnka hraða hennar og auka álagið á hreyflana. Kenn- ingasmiðir hafa gert tilraun til að segja fyrir um hvemig og hvar þessir hvirflar muni myndast, í fljótandi vökvum sem í lofti, með því að raða saman hrikalegum útreikningum sem kallaðir eru Navier- Stokes-jöfnur, en það er langt frá því að þeir hafí haft árangur sem erfíði. Dregið Úr LOFTNÚNINGI ViðYfirborð Drag flugvélar sem flýgur undir hljóð- hraða stafar að hálfu af núningi við klæðn- ingu flugvélarinnar. Lausn á þessum vanda er augljóslega ábatasöm. Jerry Hefner við Langley-rannsóknastöð NASA segir um eldsneytisnýtingu: „Jafnvel þótt við gætum dregið úr yfírborðsnúningi um aðeins tíu prósent, gætum við lækkað eldsneytiskostn- að flugfélaganna um tvö hundruð milljónir dala. Og þessir náungar myndu kála ömmu sinni til þess að spara eitt prósent." Fram að þessu hafa loftaflsfræðingar reynt að draga mikið úr svokölluðu viðloðun- ardragi með því að straumlínulaga og slétta vænginn. Þetta er ástæða þess að einkaflug- vélaeigendur nota mikið af bóni og sand- pappír. Tvö ný atriði lofa að hluta til góðu í baráttunni við þessa tegund drags. Þetta mun verða til mikilla hagsbóta í framtíðinni. Með því að rannsaka hvemig vökvi rennur um þrístrenda pípu komst Dennis Bushnell hjá Langley að því, að vökvinn rennur beint áfram nærri homunum, en í hvirflum í miðjunni. Af þessari ástæðu fékk hann hugmynd: Ef hægt yrði að útbúa væng með örsmáum V-laga rásum kynni loft að streyma sléttlega yfír hann - með eðlilegu nærflæði eða lagflæði, svo að notað sé tækniorðið (hér er átt við loft sem streymir án hvirfla samsíða yfírborði) — og minnka dragið. Það reyndist martröð líkast að gera þessa hugmynd áþreifanlega. Að vinna ál þannig að á því væru hundmð þúsunda mjög þröngra rifa, eða „riflinga", var kostnaðar- samt og útheimti tímafrekar tilraunir sem iðulega mistókust. Þá duttu Bushnell og verkfræðingar frá 3M-fyrirtækinu niður á þá hugmynd að nota límband. Gerð var lím- borin himna með rifum sem em ekki nema 0,02 mm djúpar — og em nánast ósýnilegar með bemm augum þó að þær fínnist með snertingu. Við prófanir í vindgöngum reynd- ist þessi himna valda því að loft streymdi í lagflæði og minnkaði viðloðunardragið um 10 prósent. Bushnell komst að því þó síðar væri að í náttúmnni var að fmna riflinga. Á hákörlum em langsumgárur, kallaðar smáir tannhryggir, sem gera hákörlum fært að smjúga betur sjóinn. Eðlilegt lag- eða nærflæði fyrir tilstuðlan riflinga er nú til rannsóknar og prófunar á einni vængplötu á Lockheed JetStar-þotu á vegum Ames/Dryden-stöðvarinnar. Mark- miðið er að sníða agnúana af þessari tækni. Ein spuming, sem er ósvarað, er hvort skordýr og ryk sem lemst á yfírborðið muni fylla grófímar. Önnur aðferð við að minnka viðloðunardragið er nú til prófunar á plötu á hinum væng JetStar-þotunnar. Á frambrún þess vængs er röð af örsmáum stútum sem loft sogast inn um þegar það lendir á vængnum en loftinu er svo sleppt út á afturbrún vængsins. Þessi nærflæðis- stjórnun lofar góðu um að minnka megi drag flugvélarinnar um 20 prósent, sam- kvæmt því sem Hefner hjá NASA telur. Hefner er framkvæmdastjóri áætlunar í Langley-stöðinni um minnkun viðloðunar- dragsins. Hefner telur minnkunina verða um 20 prósent þrátt fyrir að þrýstidælur og stjómbúnaður þeirra auki þyngd flugvél- arinnar. Flestir verkfræðingar álíta að far- þegaflugvélar verði með einhvers konar búnaði til minnkunar viðloðunardrags. Um þetta segir Robert L. James hjá Langley- stöðinni, en hann stjómar áætluninni um orkunýtingu: „Það er nefnilega mjög feitan gölt að flá ef tekst að spara eldsneyti með þessum aðferðum." Allar Framfarir Háðar KNÝKERFINU Á meðan þessu fer fram er um eitt fram- farasvið að ræða sem ekki hefur svo mjög verið flaggað með. Það er það sem knýr flugvélar áfram — knýkerfíð. Skýrsla rann- sóknaráðsins greindi svo frá þessu: „Knýið, vélaraflið, er það sem allt snýst um: það er sú tækni sem snertir hönnun meirihluta farartækja." Eða eins og Bill Strack í Lewis-rannsóknastöð NASA orðar það: „Það er mikill ljómi í kringum framsveigða vængi og tvo skrokka og önnur skringileg farartæki en allar framfarir í flugvélaiðnaði hafa verið háðar knýkerfínu, hreyflum og búnaði þeirra. Hlutfallið á milli lyftis og drags hefur ekki breyst svo mikið." Sú þróun sem mest er spennandi fyrir hönnuði stórra farþegaflugvéla á okkar tím- um, að áliti Murray Booth forstjóra for- hönnunar hjá Boeing, er sú að skrúfan, þ.e. loftskrúfan, er að komast aftur í notkun þótt í gjörbreyttri mynd sé. Hinar nýju gerðir loftskrúfna eiga rót sína að rekja til tækni sem ekki stóð til boða fyrir 10 árum. Samefni og rafeindastjómkerfi hafa gert möguleg flókin kerfí sem nýta loftskrúfur og loftþjöppunarrellur. Nýju skrúfumar hafa mörg, þunn blöð sem em íbjúg eins og arabísk sverð. Notkun slíkra skrúfna gefur mönnum vonir um að knýja flugvélar á stuttum og meðallöngum leiðum með þotuhraða samtímans, en um leið má spara 30 prósent eldsneytis. Ein slík loftskrúfa er gerð út átta blöðum úr samefnum. Sá skrúfubúnaður sem líklegt er að hafí mest áhrif er skrúfublaðarellan; hún er gerð úr tveimur hvirfingum skrúfublaða, sem snúast í gagnstæðar áttir, önnur réttsælis, hin rangsælis, önnur fyrir aftan hina. Hér er um að ræða mjög litla orkusóun sem hefur bein áhrif á eldsneytisnýtinguna. Fyrstu niðurstöður eftir prófanir á þesasri skrúfurellu eru væntanlegar nú í ár; þar á eftir koma flugprófanir. Það er líklegt að flugvél knúin einhverri gerð loftskrúfu verði komin á loft innan 10 ára. Þangað til mun endurkoma loftskrúfunnar neyða hönnuði til að endurhugsa útlit flugvéla. Það bygg- ingarlag sem hagnýtir best tvöfalda rellu virðist vera ýtari (öfugt við togari), þ.e. að skrúfublöðin verði aftan á hreyfli og ýti þannig flugvélinni áfram frekar en að hafa blöðin framan á honum og togi flugvélina áfram. Slíkt fyrirkomulag myndi þó ekki vinna vel á vængnum vegna þess að loftiðu- kastið frá risastórum loftskrúfum kynni að hafa jafnvægisspiilandi áhrif, að ekki sé nú minnst á óþolandi hávaðann sem hreyflamir yllu í farþegaiýminu. Hreyflum með skrúf- um verður sennilega komið fyrir aftan við vængina og farþegarýmið, þ.e. aftarlega á skrokknum eða á stélhluta flugvélarinnar. „Breytingin þarf ekki að vera svo gagn- ger," segir Booth. „Það mætti koma hreyfl- unum fyrir á stoð nálægt stélinu líkt og gert er á 727 og DC-9. Það leiðir af sér að ekki er hægt að hafa láréttan stélflöt þar fyrir aftan heldur verður að notast við T-stél. Það er heldur ekkert ólíkt því sem nú er gert. Það er t.d. T-stél á DC-9. Við munum hins vegar hafa fíjálsræði til að hanna vængina öðruvísi; ef til vill getum við haft sniðmyndina hreinni og aukið lyftið ogdregið úr klæðningarnúningnum.“ Aðrir flugvélaverkfræðingar álíta að kominn sé timi til að hefjast handa og setja saman alveg nýja gerð flugvélar. Til dæmis segir Comelius Driver við Langley-stöðina að tækniframfarir kunni að gera það kleift að endurvekja hugmyndir um farþegaflug- vél sem flygi hraðar en hljóðið (SST). Svo megi hugsa sér flugvél með tvo skrokka. Hún gæti flutt tvöfalt fleiri farþega en hingað til hefur verið talið mögulegt en þyrfti samt ekki að nota nema helming þess eldsneytis sem þú þarf til þess. „Hið eina sem tefur okkur er skortur á ímyndun- arafli," segir hann. Eftir tímabil fyrstu flugvélanna sem gerðar voru úr viði og ofnum dúk leið langur tími þar til verkfræðingar byijuðu að teikna flugvélar úr áli og títani svo að hagnýta mætti eðliskosti þessara málma. Hönnuðir nútímans kunna að tvístíga ámóta gagnvart samefnum. Swihart segin „Við höfum þörf fyrir snjallar, nýstárlegar teikningar og hannanir til þess að nýta þessi nýju efni.“ FLUGVÉLAR 20. Aldarinnar Vissulega virðist ekki vera neinn skortur á ímyndunarafli í Langley-stöðinni. Reyndar hafa hugmyndir um flugvélar streymt þaðan síðan á dögum Lindbergs og „Spirit of St. Louis". í skrifstofu Drivers má sjá stórt safn líkana sem mörg hver eru hin undarleg- Uppá síðkastið hafa veríð gerðar til- raunir með nýjar gerðir af skrúfum og er ekki ólíklegt að skrúfuvélar komi aftur í auknum mæli, því ný hönnun á þeim sparar orku. ustu. Þarna má sjá fleyglaga orustuflugvél- ar, sem standa á stélinu upp á endann, og farartæki knúin sólarorku. Þau líta út eins og drekaflugur í samanburði við tveggja skrokka yfírsónska farþegaþotu sem er eftirlæti Drivers. (Orðið hljóðfrá gæti verið óheppilegt um flugvélar sem ná hljóðhraða. Ástæðan er sú, að í flugtæknimáli eru notuð fjögur orð um hraða slíkra flugvéla og hraðasviði þeirra er lýst með þessum orðum: „Subsonic, transonic, supersonic" og „hyp- ersonic". Aðalhluti orðanna er „sonic", en forskeytin eru mismunandi. „Sonic" mætti þýða með t.d. sónsk, sónísk eða sónferðug. Flugvél yrði þá lýst svo t.d. að hún væri undirsónsk ef hraði hennar nær ekki hljóð- hraða, viðsónsk ef hraðinn er alveg við hljóð- hraða en gæti verið minni eða meiri, yfír- sónsk ef hún flýgur með meiri hraða en hljóðið, og of(ur) sónsk er hraðinn er meiri en fímmfaldur hljóðhraði. Þýð.) Á svæði NASA eru 40 vindgörtg, stór og smá. Þama eru hönnuðir sem eru að glíma við tæknileg vandamál nútímans, en jafnframt eru þeir að reyna að sjá fyrir flugvél tuttugustu og fyrstu aldarinnar. í 20 ár eða lengur hafa aðalbyggingar- hlutar flugvéla verið úr áli eða títani. Þessir hlutar hafa verið naglhnoðaðir saman til þess að mynda vængi, stél og skrokk. Nú hafa efnasérfræðingar þróað nýjar gæða- blöndur af þessum málmum, sem munu hafa til að bera sama styrkleika en munu um leið vera léttari. Eitt efnið sem lofar góðu er álblanda með 3 prósentum af lith- ium, einu léttasta frumefni sem þekkist. Niðurstaðan er sögð hafa aukið styrkleik- ann, dregið úr þéttleikanum og aukið brot- viðnámið. í annarri málmblöndu er ál, magnesíum og kopar og með henni má minnka þyngd um 7 til 10 prósent. Aðrar nýjar málmblöndur má teygja og móta svo að ekki er lengur þörf fyrir hnoðnagla og festistykki. Framfarir í Gerð Samefna Það er á sviði samefna sem framfarir hafa orðið hvað mestar. „Lítið á þetta,“ segir Charles Blankenship í Langley-stöð- inni og heldur á lofti hlut sem lítur út eins og svartur kubbur. „Sýnist ykkur að hægt væri að gera væng úr þessu?“ í kubbnum eru svartir þræðir svo fínir að einn þráður verður vart greindur frá öðrum. Þræðimir eða trefjamar liggja allar í efni sem er gulbrúnt að lit. Séu þræðimir skoðaðir frá hlið sést að einu lagi hefur verið bætt ofan á annað og þræðir eins lags liggja homrétt á lögin fyrir ofan og neðan. „Ur þessu er X-29,“ segir Blankenship. Fyrir tíu árum vom samefni aðeins glampi . í auga efnasérfræðingsins. Nú em þau notuð meira og meira í einkaflugvélar og í suma hluta farþegaflugvéla. Lárétti stélflöturinn á sumum Boeing 737 er úr grafít-epoxýi. Það sama má segja um hliðarstýrið á 767. Þangað til nýlega hafa slík samefni ekki verið notuð í uppistöðuhluta flugvéla, svo sem í vængi og skrokka farþegaflugvéla. Það er sökum þess að samefni úr grafíti . og epoxýi hafa veikan blett. Þó að þau séu stinn og sterk svigna þau ekki undan álagi eins og málmur heldur brotna skyndilega eins og blýantsoddur. Þau „fyrirgefa ekki“, segir einn sérfræðingurinn. Verkfræðingar telja að ráða megi bót á þessum stökkleika. Ein leið gæti verið sú, að sameina grafít- epoxý öðmm efnum, svo sem kevlar, en það er algeng fjölliða (polymer), eða með því að byggja samefnin upp með vefnaði og möskvum. Samefni kosta líka peninga. Eitt kíló af grafít-epoxýi sem hráefni kostar um 840 krónur. Sama magn af áli kostar um 340 krónur. Þess vegna þarf eldsneytissparnað- urinn að vera umtalsverður til þess að nýju efnin borgi sig. Samefnin má framleiða sem langar, stórar þynnur og þau má móta án samskeyta. Þannig má fækka þeim hundr- uðum þúsunda hnoðnagla sem ella þyrfti að nota og einnig má lækka vinnulauna- kostnað. Ein nýjung er enn til prófunar en það er að vefa eða vefja samfelldum þræði úr samefni utan um skrokkfyrirmynd — „Það er eins og að dýfa sokk ofan í gler- treflar," er haft eftir verkfræðingi nokkrum. Margt af því sem í framtíðinni verður notað við smíði farþegaflugvéla er reynt áður við smíði herflugvéla. Upplýsingar um laumuflugvélina, herflugvél sem á að geta farið ferða sinna án þess að mikið beri á, t.d. í ratsjá, eru algjört leyndarmál. Starfs- menn NASA tala þó fúslega um þrýstilofts- beiningu, þ.e. stýringu með þrýstilofti, en með þeirri aðferð má nota hinn gífurlega þiýstikraft hreyfíls orustuþotu til þess að stýra flugvélinni með því að beina lofti út um stúta. Þrýstiloftsbeining gerir mönnum kleift að láta flugvél klifra lóðrétt, snúast um lóðás sinn og í raun að gera núverandi stélbúnað óþarfan. Annað forgangsverkefni fyrir herinn er flugvél sem getur hafíð sig til flugs og lent nánast lóðrétt á afar litlu svæði (STOVL). Svona flugvél gæti hafíð sig til flugs og lent á flugvöllum sem hefðu orðið fyrir sprengjuárás. „STOVL“-flugvél- ar sem ekki ná hljóðhraða eru þegar í notk- un. I Ames-stöðinni er nú unnið að allmörg- um flugvélargerðum sem eiga að ná hljóð- hraða. Ennfremur er þar unnið að nýrri gerð af hinni bresku Harrier sem ætti að geta flogið með tvöföldum hraða hljóðsins. „í rauninni," segir Driver, „munu allar herflugvélar okkar í núverandi mynd vera úreltar um 1992.“ Hvað er um farþegaflugvél framtíðarinn- ar að segja? Andlit hönnuða ljóma þegar þeir eru spurðir. Þeim verður gjaman litið á stór svæði á jörðinni eins og Kyrrahafs- svæðið og telja þörf á hraðflugi heimsálfa á milli. „Hver sem hefur einhvem tíma setið tólf eða þrettán klukkustundir á flugferð til Japan kann að meta flugvél sem gæti farið leiðina á tveimur til þremur stundum," segir Booth. Samkvæmt því sem Driver segir er kominn tími til að endurhugsa flutninga með flugvélum sem fljúga hraðar en hljóðið, þ.e. jrfírsónskum þotum. Bandaríkjaþing stöðvaði rannsóknir á SST-þotunni árið 1971. Hin bresk-franska Concorde varð þannig ein um hituna. Með því að nota hin nýju efni og þá tækni sem beitt var við smíði X-29, er augljóst að miklum árangri má ná í því að minnka viðloðunardragið. Með því að nota hin nýju efni og þá tækni sem beitt var við smíði X-29, er augljóst að miklum árangri má ná í því að minnka viðloðunardagið. Með því að nýta hinn nýja stjómbúnað kann að vera mögulegt að smíða SST-flugvél sem yrði samkeppnisfær við aðrar þotur. Slík flugvél yrði helmingi léttari en Corcorde en gæti samt flutt tvöfalt fleiri farþega og jafnvel komist hraðar. Booth hjá Boeing telur að enginn einn flugvéla- framleiðandi gæti risið undir hinum gífiir- lega þróunarkostnaði við SST og gæti því ekki búist við hagnaði. Booth telur það þó hugsanlegt að um síðir muni ríkisstjómin leggja verkefninu lið. Farþegaþota á Fimm- FÖLDUM HLJÓÐHRAÐA Hvað er um ofursónska farþegaþotu að segja? Það er líka hugsað um slíka þotu (sem flygi með fímmföldum hljóðhraða eða hraðar) i Langley-stöðinni. Slík flugvél myndi skjótast með farþega yfír hálfan hnöttinn, t.d. frá New York til Nýju-Delhí, á einni og hálfri klukkustund. Líklega verður fyrst smíðuð herflugvél sem flygi með sjö- földum hljóðhraða (Mach 7). „Það er hernað- amauðsyn," segir Driver, „en það kann vel svo að fara að smíðuð verði farþegaþota sem kæmist ámóta hratt.“ Hvemig myndi slík flugvél líta út? Ekki em menn alls kostar sammála um það. Driver segir að varla hafi verið gerð meira en skissa af slíkri flugvél. „Hún gæti litið út eins og nánast hvað sem er af því sem þið sjáið héma,“ segir hann og bendir á Líkönin í kringum sig. „Eða hún kynni að líta út allt öðmvísi. Þetta gefur bara til kynna að við emm famir að hugsa málið. Þeir sem endanlega munu teikna og hanna hana em í grunnskóla." 10 :-ta> mmm ,3fIJ«i. ■ítngaii

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.